Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982
21
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al'GLYSINGA-
SÍMINN KR:
22480
Hef opnað
sálfræðistofu
aö Bræðraborgarstíg 16. Einstaklings-, hjóna- og
fjölskyldumeðferð. Sálfræðileg ráðgjöf fyrir börn og
fulloröna. Tímapantanir virka daga í síma 12303 og
sunnudag í síma 27224.
Anna Valdimarsdóttir, sálfræðingur.
Samkeppni um hönnun
bóknámshúss á Sauðárkróki
ÁKVKÐIÐ er ad samkeppni fari
fram um hönnun bóknámshúss Fjöl-
brautaskólans á Saudárkróki. Verd-
laun verða veitt alls kr. 150.000 þar
af kr. 70.000 hið minnsta fyrir fyrstu
verðlaun. Auk þess er dómnefnd
heimilt að kaupa tillögur allt að kr.
20.000.
Gert er ráð fyrir að dómnefnd
hafi lokið störfum fyrir 10 maí i ár
og er skilafrestur bundinn við 15.
apríl.
Skólanum er ætlað að gegna
hlutverki skólamiðstöðvar fyrir
Norðurland vestra en þar búa nú
um 11 þús. íbúar.
Reiknað er með að nemenda-
fjöldi í framtíðinni verði um 400,
bæði í verknámi og bóknámi. Nú
er nemendur tæplega 200 og kenn-
arar 18 auk skólameistara. Nem-
endur greinast á nokkrar náms-
brautir en þessar eru helstar:
iðnnámsbrautir tréiðna, málm-
iðna og rafiðna, heilsugæslubraut,
málabraut, náttúrufræðibraut,
uppeldisbraut og viðskiptabraut.
Gert er ráð fyrir að fyrstu stúd-
entar brautskráist frá skólanum í
vor.
(Fróttatilkynninn)
Lærið að lesa
Sért þú einn þeirra sem vegna náms, vinnu eöa af
annarri ástæöu þarft að lesa mikið, ættir þú að skella
þér á harðlestrarnámskeið. Næsta námskeið hefst á
morgun.
Skráning í síma 16258, kl. 14.00—18.00 í dag.
Hraölestrarskólinn.
Hin nýja sjúkrabifreið Patreksfirð-
inga.
Patreksfjörður:
Ný sjúkra-
bifreið
í dómnefnd eru: Árni Ragnars-
son, arkitekt, Jón Ásbergsson,
framkvæmdastjóri, Jón F. Hjart-
arson, skólameistari, tilnefndir af
bæjarstjórn Sauðárkróks, Guð-
mundur Kr. Guðmundsson, arki-
tekt, og Jóhannes Sv. Kjarval,
arkitekt, tilnefndir af Arkitekta-
félagi íslands. Trúnaðarmaður er
Ólafur Jensson, framkvæmda-
stjóri, Byggingarþjónustunni,
Hallveigarstíg 1, R. og afhendir
hann keppnisgögn og tekur á móti
tillögum.
Bóknámshús skólans verður um
2800 m2 að stærð og á að rísa á
mjög áberandi lóð á Sauðárkróki,
við hliðina á Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga og ofan við verknámshús
skólans, sem nú er að verða tilbúið
undir kennslu næsta haust.
Fjölbrautaskólinn á Sauðár-
króki var stofnaður 1979 og tók
hann við starfsemi Iðnskólans á
Sauðárkróki, sem hafði þá starfað
frá árinu 1946. Auk þess höfðu
framhaldsdeildir verið settar á
laggirnar við Gagnfræðaskólann á
Sauðárkróki og lögðust þær niður
við stofnun skólans.
HVERNIG VÆRIAÐLJÚKA
VTÐSKJPTAFERÐMNIMEÐ ÞVÍ AÐ HfTTA
ELSKUNA SÍNA ERLENCHS?
l'alroksfirAi, 26. janúar.
NÝLEGA var haldinn aðalfundur
Rauða krosN-deildar VesturBarð. á
Patreksfirði. Á fundinum afhenti
deildin Heilsugæslustöð Patreks-
fjarðar nýja fjórhjóladrifna sjúkra-
bifreið af ('hevrolet-gerð, búin öllum
þeim bestu tækjum sem kostur er á.
Mjög nauðsynlegt er að hafa hér
á svæðinu vel útbúna sjúkrabif-
reið af bestu gerð og duglega í
vetrarakstri, því alls staðar er yfir
erfiða fjallvegi að fara hér í sýslu.
Bifreiðina afhenti formaður
deildarinnar, Pétur Sveinsson, en
Jóhannes Árnason sýslumaður tók
á móti bifreiðinni f.h. heilsu-
gæslustöðvarinnar. Bifreiða-
kaupin voru fjármögnuð af sýslu-
sjóði, Rauða krossi ísl. og deild-
inni hér, sem hafði forgöngu um
kaupin. Fyrirtæki hér í sýslu
styrktu þessi kaup mjög myndar-
lega og má segja að örlæti þeirra
hafi gert kaupin möguleg.
Helstu verkefni deildarinnar á
næstunni er að vinna að öldrun-
armálum. I Rauða kross-deild
Vestur-Barð. voru 178 meðlimirog
11 nýir bættust við á fundinum.
Páll
Breyttu til. Dokaðu við
og taktu nœstu eða þar-
nœstu íerð heim.
Hœttu að sperrast við
að ná fyrstu ferð til að
geta eytt helginni með
fjölskyldunni!
í stað þess að koma nœstum því örmagna
heim eftir eríiða viðskiptaíerð er upplagt
að breyta til. Dokaðu nú einu sinni við
eftir elskunni þinni.
sem getur komið til þín
með hrœódýrri helgar-
íerð, og átt með þér
ánœgjustundir erlendis.
Tilbreytingin ein er þess
margfalt virði!
Það er alveg satt.
Flugleiðir bjóða ódýrar helgarferðir til
Kaupmannahaínar, Osló, Stokkhólms,
og Luxemborgar. Auk þess vikuíerðir
tii NewYork.
Helgarterðir frá kr. 2.918-
FLUGLEIDIR
Traust fótk hjá gódu félagi