Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982
Grein: Árni Johnsen
Myndir: Ragnar Axelsson
„Þær myndir sem eru mikið
unnar, standa upp úr, það sem
Kildir er vinna, vinna, vinna, það
sé é(j vel þegar ég horfi yfir sýn-
injíu mína og get ekki annað en
gert talsvert mikið upp á milli
myndanna fyrir sjálfum mér,“
sagði Egill Eðvarðsson í upphafi
samtals okkar í sýningarsal Nor-
ræna hússins þar sem hann sýnir
myndir sínar í báðum sölum ti!
nk. sunnudagskvölds, en sýningin
hefur verið fjölsótt og margar
myndir hafa selzt.
„Málað í sýningu"
„Eg vildi láta á það reyna hver
myndlistartökin væru, átta mig á
því hvar ég væri staddur sjálfur
og þetta er sýning sem ég hef að
langmestu leyti unnið á einu ári.
Það má segja að ég hafi málað í
sýningu, en það þótti mjög niðr-
andi á mínum skólaárum í mynd-
listinni, það þótti miklu fínna og
gáfaðra að maður dúkkaði ein-
hversstaðar allt í einu upp með
sýningu. Það bar vott um mikla
snilli að geta skyndilega sagt upp
úr þurru: Eg held bara að ég sé
kominn með sýningu og ekki var
verra að geta bætt við að einhver
hefði knúið mjög á um að viðkom-
andi myndi sýna.“
Rabbað við
Egil Eðvarðsson
sem sýnir í
Norræna húsinu
hefur líka lengi verið mikið sálu-
hjálparatriði að hver sveit eigi
sinn málara og yfirleitt eru þetta
allt góðir menn og góðar konur
sem koma við sögu. Eg hef enga
sveit að baki mér, það væri þá
helzt einhver hljómsveit, og þess
vegna er það svolítið sérstakt
fyrirbæri að sýna, ég átti ef til vill
að leigja mér sal og vera þar einn,
hafa lokaða sýningu en ekki
opna."
Safn atvika
í eina mynd
“Þriliið er að sjá myndirnar
samankomnar uppi á veggjum í
sýningarsal, þetta eru lítil börn og
það getur verið spennandi að
heyra álit annarra, maður fær
ekki sízt upplýsingar hjá þeim
sem segja álit sitt.
Myndefnið? Það er sjaldnast að
ég gangi að einhverju verki með
ákveðnar meiningar. Eg geng að
tómu blaðinu með það fyrir aug-
um að vinna, ég held að það sé
heiðarlegt svar. Ég er ekki að
draga einhverjar ályktanir eða
segja þetta og hitt. Hins vegar
held ég áfram í framhaldi af fyrra
starfi þar sem margar smáar ein-
ingar hafa raðazt upp. Fyrir fimm
árum byggði ég myndir mínar á
persónulegum sögum sem ég rað-
aði upp í stað þess að skrifa dag-
bók. Þetta voru litlar myndir sem
er ekki beint í Greenwich Village
stíl, ekki þrjár hæðir og ris, en
gott hús, fimmtán fermetrar og
verönd, hús með öllu, sem ég lét
b.vggja fyrir mig.“
„Tími og árangur
haldast í hendur"
Egill sýndi síðast fyrir 5 árum,
en síðan hefur hann unnið að
ýmsu á vettvangi myndheimsins,
hjá Sjónvarpi og víðar og úr varð 5
ára hvíld að heita má gagnvart
málverkinu sjálfu, en þó var batt-
eríið stanzlaust í hleðslu unz lista-
maðurinn tók viðbragðið sem fyrr
getur um.
„Myndmótun í litlu formi hefur
mér alltaf þótt aðlaðandi og það
sama er uppi á teningnum enn. Ég
átta mig ekki á því hvort þetta er
endanlegt framlag mitt til mynd-
listargyðjunnar, en mér finnst
þessi sýning vera hvatning til mín
til þess að reyna mig betur, gefa
þessu enn meiri tíma, því tími og
árangur haldast í hendur.
Það hefur nefnilega minnkað
með þjóð vorri að menn fæðist inn
í fagið, helzt ef til vill í hendur við
það að þeim virðist hafa fækkað
listmálurunum sem fengu lita-
kassa í afmælisgjöf á þriggja ára
afmælinu og um leið góða trygg-
ingu fyrir frekari árangri. Það
„í bakhúsi
við hafið“
„En ég verð að játa það, ég tók
ákvörðun um að sýna og þá var að
taka til hendinni. Þessari ákvörð-
un fylgdi annars vegar að koma
sér upp vinnuaðstöðu, það var
metnaðarmál til þess að geta unn-
ið af alvöru, og hins vegar hitt að
ef maður kæmi sér upp aðstöðu
fylgdi sú kvöð að fara að vinna
þar. Þetta tengdist árinu 1981 og
ég byggði mér, ekki hús við hafið
eins og Steinn segir, heldur bak-
hús við hafið, og þar hef ég full-
komna vinnuaðstöðu fyrir mynd-
verk af smærri gerðinni. Ég kalla
það Studio, en einstaka manni
bregður þegar þeir sjá það, þetta
„Myndrit af
atburðum líðandi
stundar“