Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 17 Róbert Arnfinnsson: Mozart grunaði mig ekki hót. talar vid guð sinn Caposco. Nú sé ég örlög mín: Nú finn ég eymd mína eins og Adam fordum nekt sína. (Stendur upp) í kvöld er hér einhverstaðar í borginni flissandi stráklingur. Kannski er hann staddur inni á krá og án þess að leggja frá sér billiardkjuðann getur hann rissað upp úr sér nótur, sem gera alla mína músík að líflausu klóri. Grazie Signore. Þú gafst mér þrá til að lofa þig, sem fæstir menn eiga, og tókst svo frá mér málið. Þú gafst mér skilning á hinu óskilj- anlega ... sem aðrir menn kynnast aldrei... til þess eins að ég skildi mína eigin meðal- mennsku. HVERS VEGNA ... HVAÐ HEF ÉG UNNIÐ TIL. Ég hef alla tíð lifað í dyggð. Ég hef stritað nótt og nýtan dag til að létta annarra byrðar. Ég hef þrælað og þrælað til að nýta þá hæfileika sem þú gafst mér. (Hrópar) ÞU VEIST HVAÐ ÉG HEF LAGT AÐ MÉR. Þetta gerði ég allt til að ég gæti heyrt rödd þína í þeirri list, sem ein gerir lífið skiljanlegt. Og nú heyri ég rödd þína ... og hún segir MOZART! Flissandi, illgjarni Mozart, hégómlegi Mozart. Hann hefur aldrei séð af mínútu til að hjálpa öðrum. Þessi orðljóti Mozart, sem lætur konuna flengja sig. Þú hefur valið hann til að stjórna verki þínu á jörðu. Einustu laun mín — og einstök forréttindi eru að ég er einasti maður á jarðríki sem fær að skynja hvar andi þinn birt- ist holdtekinn. (Ruddalega) Grazie e grazie anc- ora. (Þögn) Þannig skal það þá vera. Frá þessari stundu erum við óvinir, þú og ég. Ég mun ekki una þessu. Heyrirðu það? Þeir segja að ekki skuli hæðst að Guði. Ég segi að ekki skuli hæðast að manni... Þú skalt heita Nemico Eterno! og ég strengi þess heit. Ég skal beita mér gegn þér af öllum mínum mætti meðan ég IW- -amtam snillingnum. Ég held að við hér á íslandi eigum gott með að skilja þessi viðbrögð meðalmennskunnar við snilldinni þegar hún birtist hér. Og þó. Það á eflaust, við um allar þjóðir. Ég held nú samt að það sé grynnra á því hjá okkur Islending- um en öðrum úti í heimi. Það hefur aldrei átt sér stað nokkur stjörnu- dýrkun á íslandi. Ég veit ekki hvernig Mozart hefði verið tekið á íslandi, hefði hann komið hingað til að setjast að. Róbert Arnfinnsson leikur Salieri: Salieri var eitthvert virtasta tónskáld og merkilegasta við hirð keisarans í Vínarborg um miðja átjándu öld. Hann var 50 ár við hirðina sem fyrsti hljómsveitar- stjóri og var kennari margra tón- skálda sem urðu miklu frægari en hann nokkurn tíma. Tónskáld eins og Beethoven, Liszt, Schubert og fleiri. Hann var þennan tíma mjög hátt skrifaður, én svo gleymdist hann fljótt eftir dauða sinn. Hann náði háum aldri, 75 ára dó hann. Eftirkomendum hans þótti lítið til verka hans koma. Salieri sá sjálf- an sig og fylgdist með sjálfum sér deyja í músíkinni. I músíkheiminum er enn uppi sá orðrómur að Salieri hafi jafnvel drepið Mozart. Ekki veit ég hvað er til í því, en Salieri hefur eflaust stuðlað að dauða hans eins og svo margt annað. Hann reri öllum árum gegn Mozart til að koma í veg fyrir að hann fengi góða stöðu við hirðina. Því valdi, sem Salieri hafði, gat hann beitt á báða vegu og hann hjálpaði mörgum tónskáldum til vegs og virðingar. + + + Það er vandasamt að leika Salieri. Höfundurinn hefur gert persónuna þannig úr garði að hún er mjög skemmtilegt viðfangsefni og mér þykir alltaf gaman að eiga við vel samin og vandasöm hlutverk. Hlut- verk Salieris flokkast undir eitt af stærstu hlutverkum sem ég hef fengist við, Púntilla í Púntilla og Matti og Tewje í Fiðlarinn á þakinu, svo eitthvað sé nefnt. Jú, jú, það er nú eitt sem gerir þetta hlutverk erfitt. Salieri er allan tímann á sviðinu. Það er í sjálfu sér allt í lagi en það tekur á þegar mað- ur þarf að halda athygli 660 áhorf- enda í einu. Það er töluvert mikið álag og hlýtur að taka á mann. Sér- staklega þegar þarf að þylja uppúr sér 12—15 síðum í striklotu. í þessu tilviki er það erfiðara en ella því það eru svo litlir möguleikar gefnir á leikbrögðum. Það er lítið hægt að gera. Maður hefur orðin og það þarf vissulega að gæða þau lífi. Ef orðin fá líf geta þau hreiðrað um sig í eyrum áhorfenda. Vissulega- fær maður allt aðra mynd af Mozart en maður hafði áð- ur af honum. Ég hef aðeins kynnst honum í gegnum rósrauðar bækur eins og allir aðrir. Þessi mynd af Mozart er svolítið eins og blaut tuska i andlitið og hlýtur að vera það flestum sem einhverjar dýrð- arhugmyndir hafa gert sér um Moz- art. Sigurður Sigurjónsson leikur Amadeus Mozart: Mozart var fyrst og fremst undrabarn í músík og var alla tíð meðhöndlaður sem slíkur. Hann var ofdekraður og farið var með hann eins og postulínsvasa og faðir hans stjórnaði honum al- gerlega. Eftir heimildum átti Moz- art að vera mjög orðljótur. Nei, hann var kannski ekki neinn skít- hæll; frekar að það hafi verið skítur i munninum á honum þegar hann talaði. En það má líka segja að hann hafi verið einlægur í skít sínum, og miðað við hvernig hann var með- höndlaður af föður sínum, þá er hegðun hans ef til vill skiljanlegri. llann passaði ekki í munstrið, en það gerði heldur ekki tónlistin hans. Hann kom með nýjan stíl. + + + Vissulega var maður búinn að gera sér allt aðrar hugmyndir um snillinginn Mozart en gefnar eru í leikritinu, aðallega í gegnum músík- ip^jÉg meina hvernig á maður sem semur svona músík, eins og hann I gerði, að geta sagt, kúkur, hvað þá I meir. Maðgr var búinn að setja I hann á stall. Þær hafa alveg koll- I varpast þær hugmyndir sem ég I hafði áður um hann en mér líkar I mjög vel við hann eins og hann birt- I ist í leikritinu. Hann er skemmtileg- I ur í ósvífni sinni. | Ætli hann eigi sjálfur ekki ein- I hvern hlut í hvernig fór fyrir honum I og eitt dæmi um hvernig honum var I tekið er að hann var hvergi húsum I hæfur vegna kjaftsins á sér, en hins I vegar er það staðreynd að Salieri, I sem var frægur fyrir að styrkja I unga tónlistarmenn til vits og dáða, I styrkti aldrei Mozart. i Það besta við leikritið er kannski I hvað það er skemmtilega skrifað, af I manni sem greinilega þekkir efnið I og er úthugsaður sviðsmaður. Það I gengur allt stykkið upp hjá honum I og á því er ekki að finna nokkra I hnökra. i + + + 1 Þetta er eitt af stærstu hlutverk- I um sem ég hef leikið og um leið I erfiðasta. En það er alltaf skemmti- I legt að fást við erfið hlutverk. í I þessu blandast saman gaman og al- I vara. Atriðin eru stutt og ólík og I skörp skil eru á milli tilfinninga. I Ekki ósvipað og að leika í kvikmynd I þar sem stutt atriði eru tekin upp og I maður er hlæjandi einn tímann og I grátandi hinn. j Nei, ég held að ég sé ekkert að I skipta meira út t alvarlegri hlut- | verk. Það getur verið jafn erfitt að I leika fyndinn mann eins og alvar- I legan og ég lít ekki á mig sem full- | trúa grínleikara, ekki frekar en I dramaleikara. Það hefur bara atvik- I ast þannig að ég hef valist frekar í I hlutverk grínistans. j Amadeus er alvarlegt og fyndið í I senn og ég vona bara að ég fái að I reyna mig í hvoru tveggja í framtíð- I inni. Guðlaug María Bjarnadóttir leikur Konstönsu Weber, eiginkonu Mozarts: Þegar Konstansa kynnist Mozart fyrst er hún kát og hress stelpukind, segir Guðlaug María. En hún breyttist fljótt og þroskaðist með tímanum og fátæktinni. Hún eignaðist tvo syni með Mozart og þó það komi ekki fram í leikritinu þá fól hún Salieri uppeldi annars son- arins eftir að Mozart dó, og gifti sig síðan dönskum diplómat. Og það er annað sem ekki kemur fram í leik- ritinu og það er að Mozart var trú- lofaður systur Konstönsu um nokk- urt skeið. Konstansa var greinilega greindari en systir sín því henni tókst þó að næla í hann. Það er mjög skemmtilegt að leika Konstönsu. Hlutverkið hefur mikla breidd. Hún er kát og hress í byrjun en í endann er hún orðin hugstola miðaldra kona; svöng og köld og huguð. Hún er hrædd við þessa geð- veiki sem líf Mozarts er og fer frá honum, en kemur svo aftur. + + + Mozart var að mínu viti alveg indæll maður. Skemmtilegt séní, hreinn og einlægur, en öfundaður af fólki sínu. Þær myndir sem höfund- urinn dregur upp af honum eru ef- laust ekki fjarri lagi. Ég held þó að hann hafi aldrei orðið eins fátækur og hann verður í leikritinu, en sam- kvæmt bréfunum sem fundist hafa er ekki eitt orð ofsögum sagt í leik- ritinu. Mér finnst þetta mjög gott leikrit og vel skrifað. Ekki bara sem verk um þessa menn, Salieri og Mozart, heldur fjallar það líka um hvað það er erfitt að vera séní. Það miðast allt við meðalmennskuna. Þetta er margslungið leikrit. Það á eflaust að hlaupa fyrir hjartað á fólki, ekki síst aðdáendum Mozarts. Það kviknar líka sterk samúð með Mozart vegna þess hvernig Salieri fer með hann og hvað hann segir um hann. Þó hlýtur það að hafa verið góður maður Mozart fyrst hann samdi þessa músík. Ég hef alltaf hlustað mikið á niúsík hans og meira eftir að ég fór að leika í leik- ritinu um hann. Það er samt ekki oft sem hægt er að setjast niður og hlusta á góða rnúsík. Þetta hafa ver- ið strembnar æfingar. Amadeusi hlvtur að verða vel tekið. —ait, Höfundurinn Peter Shaffer Peter Shaffer fæddist áriö 1926 í Liverpool á Englandi. Hann las mannkynssögu í Trin- inty College í Cambridge eftir aö hafa unniö í kolanámu á ungl- ingsárunum í síðari heimsstyrj- öldinni. Eftir háskólanámið starf- aöi hann viö þaö sem til féll jafnt í New York sem í London. Á þeim tíma skrifaöi hann þrjár skáld- sögur og eitt sjónvarþsleikrit ásamt Anthony tvíburabróöur sínum en hann er einnig kunnur rithöfundur, einkum fyrir leikritin Sleuth sem gerö var kvikmynd eftir meö Laurence Olivier og Michael Cane í aöalhlutverkum og „The Wicker Man“. í framhaldi af þessu verki fékk Peter Shaffer ærna hvatningu um aö semja fleiri leikrit og áriö 1957 sendi hann frá sér sjónvarpsleik- ritið „Balance of Terror" um njósnir og gagnnjósnir og sendi þá einnig frá sér útvarpsleikrit. En gagnrýnendur fóru ekki aö gefa Peter Shaffer verulegan gaum fyrr en fyrsta sviösverkiö hans var frumflutt í London árið 1958. Verkið heitir á íslensku „Fingraæfingin" en á þessum ár- um var beðiö eftir hverjum nýjum leikritahöfundi meö eftirvæntingu því þetta voru ár „reiðu ungu mannanna“, meö John Osborne í broddi fylkingar. Shaffer var fagnaö sem nýjustu stjörnu á himni leikritunar í Bretlandi. Hann dreymdi um á þessum ár- um aö setja saman leiksviösverk sem væru stærri í sniöum og „eþ- ísk“, en þó voru næstu verk hans stofuleikrit meö fáum leikendum. Áriö 1964 sendi hann frá sér verkiö „The Royal Hunt of the Sun“ og vakti þaö gífurlega hrifn- ingu bæöi vestan hafs og austan og var auk þess kvikmyndað. Voru gagnrýnendur sammála um, flestir, aö hér væri á ferðinni meistarastykki eins og þau ger- ast best. Áriö 1956 frumsýndi breska Þjóðleikhúsið næsta leik- rit Shaffers, farsa er ber heitið „Black Comedy" og var sýnt hér- lendis af LR í lönó undir heitinu „Svört kómedía". „The Battle of Shrivings" sem Shaffer breytti síöan nafninu á í einfaldlega „Shrivings,,. i þesu verki fjallar höfundurinn, eins og i „The Royal Hunt of the Sun“ áöur og í leikrit- unum „Equus“ og „Amadeus" síöar, um árekstur tveggja and- stæöra lífsviöhorfa. En „Shriv- ings" þykir ekki jafnast á viö hin verkin þrjú, vegna þess að í því er bardaginn háöur meö orðum og samtölum í staö þess aö höfund- urinn sýni andstæöurnar gegnum atburöi. „Equus" kemur siöan 1973 og 1979 frumsýnir breska Þjóðleik- húsiö „Amadeus" sem kosiö var besta leikrit ársins í Bretlandi sama ár. I Shaftvtttt**!U9iS»iS!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.