Morgunblaðið - 31.01.1982, Síða 47

Morgunblaðið - 31.01.1982, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 47 röðuðust upp vegna atvika og ég er ennþá sömu skoðunar, en sitthvað kemur fleira til og meðal annars sá möguleiki að þrykkja raka prentsvertu af dagblöðum yfir í olíupastel, þetta kom upp, var ekk- ert sem ég vissi af, og þá opnuðust margir nýir og spennandi mögu- leikar. Þetta var ef til vill leikur, en frá því að þrykkja dagblöð þró- aðist þetta og hélt áfram að raðast upp af smáum einingum og vinnan var fólgin í því að þessi uppröðun stæðist í mynd. Maður á kost á ýmsu í myndverkið, myndum og málefni iíðandi stundar og þá er þetta orðin spurning um skrán- ingu á deginum í dag. Það sem mér finnst í rauninni efnislegt innihald þessarar sýningar er myndrit af atburðum líðandi stundar. Þannig flétta ég saman grafík, málverk eða litun og teikningu. Að auki er um að ræða klippimyndir, en ég set gjarnan mjög litlar slík- ar einingar inn í myndflötinn. Gjarnan tek ég dagblöðin glóðvolg úr pressunni og fjölskyldan kemst ekki alltaf í blöðin. Stundum hef ég farið í prentsmiðjur blaðanna ef ég hef fengið pata af mynd eða málefni sem mér lízt á að nota og stundum hef ég af sama tilefni keypt mörg eintök af sama blað- inu.“ Myndirnar urðu duglegri „Kg hyggst halda áfram að gera myndrit af líðandi stund og ég verð að viðurkenna að ég fann fyrir ýmsum spennandi hlutum síðustu tvo mánuðina, mér fannst ég vera farinn að sjá árangur og þegar ég staldra við og sé sýning- una uppkomna, staðfestir það grun minn um að ég hafi verið á réttri leið til þess að ná lengra. Framundan eru önnur verkefni um sinn en ég reikna með að taka upp þráðinn ekki seinna en á miðju ári, ég læt húsið ekki standa lengi ónotað. Síðustu myndirnar voru orðnar duglegri, dökku myndirnar, enda lagði ég í þær meiri vinnu og einlægni." Að hafa sjálfur gaman af „Það að vinna að þessum mynd- um með öðru starfi þykir álíka til fyrirmyndar í listheiminum eins og að mála fyrir sýningu. Maður ætti helzt ekki að eiga fjölskyldu, en hafa það djöfullegt. Ég hef hins vegar alltaf tekið sjálfan mig hæfilega alvarlega og það stendur ekki til að gera þar bragarbót. Mér finnst skemmtilegt að fá tækifæri til þess að fikta í mörgu, ekki mörgu í einu, en að fá að koma víða við eins og sagt er, stinga niður penna í myndlistinni þegar tilefni og tækifæri gefst. Þetta eru aðeins örfáir litlir dagar sem mað- ur lifir og ég hef gaman af því að fá að spreyta mig á mörgum svið- um. Þegar mín verður minnzt síð- ar eins og svo fallega er gert um horfið hold, þá held ég að það væri réttlátasti dómurinn að ég sjálfur hefði haft dálítið gaman af þessu, það er sanngjarnast, allt er þetta lítill leikur, gerður fyrir mann sjálfan. Framlag til íslenzkrar menningar er ekki með, þar þarf aðra og greindari menn tií en mig, þetta er leikur." Lítil hagamús í heimsókn „Það kom sérstæður gestur á sýninguna til mín í dag, lítil haga- mús kom inn úr kuldanum, ákaf- lega vinaleg. Hún fór hljóðlega, trítlaði um salinn og kíkti til allra átta. Að lokinni hringferð þakkaði ég henni fyri komuna. Hún hefur líklega skiiið miklu betur það sem úti er eftir að hafa komið hingað inn, kannski hún lifi vetur af út á það.“ Bragi Ásgeirsson fjallar um sýningu Eg- íls á blaðsíöu 51 í blaðinu í dag. Systkini finnast eftir 40 ára aðskilnað Washincton, 29. janúar. Al’. MANYA Kornblit lifdi af hörm- ungarvist í Ausrhwitz, fangabúð- um nazista, en hún var sannfærð um að ('haim bróðir hennar hefði dáið fvrir 40 árum í þeim hinum sömu búðum. í síðustu viku komst hún svo á snoðir um að bróðir hennar er á lífi og hún fer flugleið- is til fundar við hann í Knglandi nú um helgina. Manya Kornblit sagði að bróðirinn hefði haldið að hún hefði látizt í Auschwitz, svo að það væri stórkostiegt kraftaverk að þau skyldu nú hittast eftir að hafa ekki sézt í 40 ár, þá I4 og 15 ára. Kjördóttir Manyu Kornblit, Joan, sagði fréttamönnum að hún og maður hennar hefðu ver- ið að skrifa bók um Manyu og mann hennar og ellefu aðra sem lifðu af fangabúðaveruna í út- rýmingarbúðum nazista. Þau hefðu ferðazt til Póllands, Aust- urríkis, Þýzkalands og ísraels til að viða að sér efni í bókina. Fjar- skyldur ættingi kjörföðurins, sem hafði lifað af og þau ræddu við í Israel, sagðist halda að Chaim hefði komizt lífs af, þar eð viðkomandi hafði fengið bréf frá honum 1945 eða 1946, póst- lagt í Skotlandi. Eftir það gekk tiltölulega greiðlega að hafa upp á bróðurnum. Manya var spurð hvað hún héldi hún myndi segja við hann þegar þau hittust eftir öll þessi ár: „Ætli ég standi ekki eins og þvara og horfi á hann? Ég veit ekki hvað ég gæti sagt, annað en að þetta sé uppfylling míns stærsta draums," sagði hún. Bómullarefni. Bútasaums- pakkningar. Bútasaumsblöð. Bútasaumssnið. Bútasaumsmót. Bútasaumsnámskeið. VIRKA Klapparstíg 25—27, sími 24747. ÚRVAUDER ISKEIFUNNI Eigum mikiö úrval af sænskum borðstofuhúsgöngum í Rókókó- stíl. Smiðjuvegi 6 Sími 44544 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? K ALGLYSIR LM ALLT LAND ÞEGAR K ALGLYSIR I MORGL NBLAÐINU Stærðir á Dieselvélum: Gerö: Din HP Þyngd m/gír D 7 6 HP 68 kg. D 12 10 HP 109 kg. D 35 30 HP 240 kg. D 50 45 HP 294 kg. D 150 136 HP 430 kg. Viö bjóöum BMW Dieselvélar í bátinn. BMW vélarnar eru léttar og gangþýöar, enda framleiddar af J3MW í V-Þýskalandi, einum þekktasta og vandaöasta vélarframleiðanda í heimi. BMW gæðin eru heimskunn. Kynntu þér BMW bátavélarnar. Gæöin koma ekkert á óvart, en þaö gerir veröiö, sem er mjög hagstætt. BMW í bátinn. Vélar & Tæki hf. TRYGGVAGATA 10 BOX 397 REYKJAVlK SÍMAR: 21286 - 21460 Gerð D 150 er með skutdrifi og hentai mjög vel fyrir hradskreiöa báta. Getum ennþá afgreitt vélar fyrir vorið. Díesd BÁTAVÉLAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.