Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 39 voru bindindismálin, en þar gekk hann sjálfur á undan með góðu eftirdæmi sem aldrei brást. Og á Arskógsströnd var hann meðal helstu hvatamanna að stofnun og byggingu skóla og félagsheimilis undir sama þaki, sem varð ómet- anlega góður veruleiki og þjónar enn sínu hlutverki. En í félagsmálum mun nafn Jó- hannesar Ola bera hæst í sam- bandi við Styrktarfélag vangef- inna á Norðurlandi, sem hann beitti sér manna mest fyrir að stofna. Auk þess að vera mestur hvatamaður félagsins, var hann formaður þess, óþreytandi við þær miklu framkvæmdir sem á eftir fóru og fyrsti framkvæmdastjóri Sólborgar, sem bæði varð heimili og skóli hinna þroskaheftu og hef- ur starfað með miklum myndar- skap mörg undanfarin ár. Fyrir störf sín að þessu málefni hiaut Jóhannes Óli opinbera viðurkenn- ingu og mjög verðskuldaða. Arið 1971 stofnuðum við Jó- hannes Óli norðlenska tímaritið Súlur og hefur það komið út síðan við vaxandi vinsældir og fjölda kaupenda. Við vorum ritstjórar ritsins til áramóta 1975—1976, en þá dró ég mig í hlé vegna anna, en við meðritstjórastarfinu tók Valdimar Gunnarsson mennta- skólakennari. Skoðanir okkar Jóhannesar Óla féllu að því leyti vel saman, að við gerðum okkur ljósa nauðsyn þess að varðveita norðlenskan fróðleik og ýmiskonar sögur og sagnir af þjóðlegum toga. Sjálf erum við hluti af fortínni og sögunni og sem verðugir arftakar þurfum við að þekkja liðna tíð og líf feðranna og varðveita þann menningararf, sem okkur féll í skaut þess að geta búið eftirkomendunum betra líf. Um leið og sú breyting varð, að nýr ritstjóri tók við störfum af mér við Súlur, varð einnig sú breyting að Sögufélag Eyfirðinga varð eigandi Súlna. Það hefur gef- ið ritið út síðan, þótt Jóhannes Óli bæru það á örmum sér eftir sem áður. Auk hins norðlenska tíma- rits hefur Sögufélag Eyfirðinga gefið ut allmargar bækur og var Jóhannes Óli einnig driffjöðrin í þeirri útgáfustarfsemi. Þá vann Jóhannes Óli árum saman að söfnun örnefna í Eyja- fjarðarsýslu og með ótrúlega miklum árangri. Fyrir nokkru skráði hann allt verkið og lét ljósprenta nokkur eintök af því og er þetta samanlagt margar bækur. Mun þetta eitt mesta og samfelld- asta örnefnasafn hér á landi og í huga mínum verður sú spurning áleitin, hver taki upp merki hins látna. Ævistarf Jóhannesar Óla Sæm- undssonar, kennarastarfið, er erf- itt að meta, en óhætt er að segja, að hann var búinn mörgum eftir- sóknarverðum kennaraeiginleik- um. Sjálfur gekk ég í unglinga- skóla hjá honum og þar held ég að allir hafi lagt sig eins vel fram og frekast var hægt að búast við og er ekki of mikið sagt. Sjálfur var hann fyrirmynd í dugnaði og ýmsu öðru. Hann var t.d. alger bindind- ismaður, sískrifandi, var þó mann- blendinn og kátur, kappsamur í leik og starfi. Hann var þannig gerður, að hann lagði sig allan t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröar- för, eiginkonu minnar, móður, ömmu, langömmu og langalanga- ömmu, HALLDORU SIGRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Laugarnesveg 85. og sérstakar þakkir faerum viö læknum, hjúkrunarliöi svo og ööru starfsfólki á deild E-6 á Borgarspítalanum fyrir góöa umönnun í veikindum hennar. Kristján Jónsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- fööur og afa, HANS BENJAMÍNSSONAR, Drafnarstíg 7. Nína Lárusdóttir, Benjamín Hansson, Eygló Karlsdóttír, Harpa Þorláksdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför, SESSELJU JÓNSDÓTTUR, Dalsmynni, Noróurárdal. Geir Jónsson, Málfriöur Kristjánsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför, ÞORSTEINS JÓNSSONAR, Mjósundi 1, Hafnarfirði. Guðbjörg Þorsteinsdóttir og synir hins látna. + Alúöarþakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinsemd við andlát og útför dóttur okkar, BRYNJU ÁSGEIRSDÓTTUR. Fyrir hönd barna og systkiria,*' Hildur Frímann, Ásgeir Gíslason. fram við hvert það verkefni, sem hann tok að sér. Þessum góðu eig- inleikum hélt hann til æviloka og hvar sem hann starfaði fylgdi honum hinn meðfæddi eldmóður. Samstarf okkar Jóhannesar Óla hér á Akureyri er orðið nokkuð langt og hefur aldrei skugga borið á, ljúf og skemmtileg kynni. Ætíð var hann vakandi og baráttuglað- ur hugsjónamaður, sem í aðal- starfi sínu lagði stund á að endur- mennta sig bæði innanlands og utan og lesa sígildar bækur bestu höfunda. Árið 1934 kvæntist hann Svan- hildi Þorsteinsdóttur frá Litlu- Hámundarstöðum á Árskógs- sandi, vel gefinni og mætri konu. Þau slitu samvistum árið 1961. Þau eignuðust þrjár dætur. Elst er Fjóla, gift Benedikt Sæmundssyni netagerðamanni í Keflavík, þá Sigrún sem haldið hefur heimili með föður sínum og syni og yngst er Sólveig, gift Frímanni Guð- mundssyni kennara á Akureyri. Gamlir nemendur Jóhannesar Óla óskuðu að minnast hins aldna kennara síns og buðu til veitinga í skóla- og samkomuhúsi sveitar- innar að jarðarför lokinni. Við það tækifæri reifaði Sveinn Jónsson í Kálfsskinni þá hugmynd nokkurra gamalla nemenda, að tengja nafn Jóhannesar Óla við skólann, t.d. næstu byggingu og sýnist geta farið vel á því. Þegar ég nú lít um öxl að skiln- aði, hugleiði æviferil hins látna, áhugamál hans fjöldamörg og þann eldmóð, sem hvert og eitt þeirra kveikti í bjósti hans, veit ég með vissu, að hann hefur flestum fremur fagnað nýjum starfsdegi og mætt framtíðinni með meiri tilhlökkun en gengur og gerist. Þetta var hið dýrlega ævintýri lífs hans. Óvænt og snögglega snart engill dauðans enni Jóhannesar Óla Sæmundssonar. Við stöndum því, eins og oft áður, á vegamótum og kveðjum hinstu kveðju. Sveitung- ar og samstarfsmenn fyrr og síðar minnast hans með þökk og virð- ingu og það mun hinn stóri nem- endahópur einnig gera. Ég sendi ástvinum hins látna mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Erlingur Davíðsson Legsteinn er varanlegt minnismerki Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega uppiýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. SHELGÁSONHF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 ”MANNSHVARF” Bahadin Ahmed MUHAMMAD Yemen lýðveldið. 43 ára, kennari, „hvarf’ 12. mars 1972. ‘ FANGI HEFUR ENGIN FANGARÉTTINDI Það er algeng aðferð ríkisstjórna í ýmsum löndum að láta fólk „hverfa”. Þetta eru ekki aðeins yfirlýstir pólitískir and- stæðingar, heldur einnig almennir borgarar, scm eru yfirvöldum þyrnir í augum. í mörgum tilfellum er um að ræða leynilega aftöku án dóms og laga. Þannig hafa þúsundir manna „horfið” að undirlagi yfirvalda síðastliðin 10 ár. Styðjið baráttuna tyrir skoðanafrelsi, og gegn pyntingum og dauðarefsingu með því að gerast meðlimur í Amnesty International. Námskeið verður haldið á vegum islandsdeildar Amnesty International 2. og 3. febrúar 1982. fyrir þá sem vilja kynnast starfsemi A.l. og hvernig þeir geti gerst virkir félagar. <2 ISLANDSDEILD amnesty ^ international Pósthólf 7124, 127 Reykjavik ”MANNSHVARF”1982 Nafn Nafnnúmer Sími Heimilisfang □ Námskeiðsþátttaka □ Virkur □ Styrktarfélagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.