Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.01.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1982 7 HUGVEKJA eftirsr. Œaf Skúlason dómprófast Slysin og almættið Slysatíðni skammdegismánað- anna skelfir okkur. Það liggur við, að blaðið hræði og útvarps- fréttirnar valdi beyg. Það er allt- af verið að segja frá einhverju nýju, sem hefur skeð. Bíll, sem ekið er á staur, og ung stúlka bíður bana. Togari lendir í vél- arbilun, rekur á land, skipverjar týna lífi og björgunarmenn, sem hætta sér út í dimmviðrið og ölduganginn, fórna lífi sínu, er þeir reyna að koma náunga sín- um til hjálpar. Flugvél ferst og sjónvarpið er strax komið með mynd hennar og farþeganna inn í stofu hjá okkur, þótt atburður- inn gerist langt í burtu. Þyrla sveimar yfir vatnsborðinu og leitazt er við að bjarga þeim, sem þar svamla í krapafullu fljótinu. Björgunarbelti er varp- að niður, og í hvert skipti, sem það kemur þar að, sem fimm far- þegar héldu sér í stél flugvélar- innar, náði sami maðurinn í það, en í öll skiptin rétti hann það til næsta manns. Þegar búið var að draga þann síðasta upp úr þeim hópi og flugvélin kom enn til þess að bjarga manninum, sem svo hetjulega hafði látið aðra komast á undan sér, þá var hann horfinn. Vatnið hafði sigrað. Hann fannst hvergi. Slys úr fjarlægð, sem nútíma- tækni færir þó alveg til okkar, en það er líka nóg af þeim svo nærri okkur flestum, að ekki þarf að fara lengra en að næsta húsi eða næstu götu til þess að minna á þau. Og liggur það ekki við, að það megi flokkast með slíkum óvæntum hörmungarat- burðum, þegar litla telpan, sem vinafólk mitt hafði notið þess að sjá gleðjast á síðustu jólum, lá látin í sjúkrahúsinu, þegar nýja árið var aðeins hálfs mánaðar gamalt, og telpan aðeins þriggja og hálfs árs gömul? Slikt færir dimmu inn í tilveru allra þeirra, sem til þekkja eða frétta af. Eða þá fermingartelpan, sem átti að ganga upp að altarinu fyrir framan mig í vor, sem flýtti sér heim í hádeginu og síðan aftur í skólann, en varð fyrir bifreið á hinum hættulega Bústaðavegi og liggur nú svo alvarlega slösuð, að enginn getur sagt til um framhaldið í sjúkrahúsinu, á meðan skólasystkini hennar eru að ákveða, hvaða dag þau vilja fermast. Já, þau eru svo mörg slysin og sjúkdómarnir eru svo margir, sem krefjast þeirra fórna, að okkur setur hljóð. Sumt iangt í burtu og samúð okkar er fólgin í hlýjum hugsunum, en sumt er svo nærri, að það er eins og við höfum sjálf orðið fyrir áfallinu, og bænirnar eru ekki aðeins and- varp í samúð, heldur virkar í þátttöku. Væri það þá nokkur furða, þótt þeir væru margir, sem beint eða óbeint tækju undir með lærisveinum Jesú, þar sem þeir voru í bátnum í storminum og óttuðust um afdrif sín, en hann svaf sjálfur í skutnum, og þeir sögðu ásakandi: „Hirðir þú ekki um, að við förumst?" Það eiga svo margir bágt, slysin grisja fjölskyldur, sjúkdómar höggva skarð. Vonbrigði og dap- ur hugur. Við vitum svo víða af þessu, og sumir þurfa ekki að fara út fyrir veggi síns eigin húss til þess að segja ég skil, ég þekki, það gerðist hér. Þess vegna heyrist þá líka víða í margvíslegum útgáfum ásakandi eilífðarspurningin, sem beint er til hæða, þar sem við tengjum hugsun Guði: „Hirðir þú ekki um, að við förumst?" Hvaða fað- ir lætur slíka atburði henda börn sín, ef hann er þess megnugur að afstýra þeim? Hver er svo kær- leika sviptur, að hann grípi ekki inn í og afstýri hörmungum, ef hann er þess umkominn á nokk- urn hátt? Ekki mennirnir, sem blöðin hafa verið að skýra frá, þeir sem lögðu út í brimið við Vestmannaeyjar, eða óþekkti maðurinn, sem lét hina fá björg- unarhringinn og sökk svo sjálfur úti í Washington. En Guð, lætur hann þetta allt viðgangast? Þetta er eilífðarspurningin, þeg- ar maðurinn hefur verið að velta fyrir sér þversögninni, sem virð- ist vera í milli almættis Guðs og hörmungaratburðanna, sem allt er fullt af. Margar leiðir hafa verið farnar til skýringa, allt frá því að halda því fram, að sá, sem skapaði, og sá, sem á kærleik- ann, sé alls ekki hinn sami, held- ur sé um andstæðinga að ræða, og til þess að líta að baki at- burða og sjá þar einhverja skýr- ingu, sem dugir þó harla skammt, en sætta sig við það i uppgjöf skilningsleysisins, að auðvitað viti Guð bezt og hann hafi ástæður, sem okkur dyljast. Og þá eru þeir líka til, sem sjá í hverju slysi hendi Guðs, sem vilji að það verði og láti það því gerast, þótt okkur sé dulin ástæða atburðarins. Nú fer það vitanlega ekki milli mála, að margt er það í huga Guðs, sem okkur ekki einu sinni grunar. Hans hugsanir eru ekki okkar hugsanir, og langt er frá því, að allir hans vegir séu okkur eðlilegir skorningar til þægilegr- ar yfirferðar. Og auðvelt er að benda á ævi Jesú sjálfs því til sannindamerkis, að Guð metur ekki það sem gerist sömu augum og við gerum og finnst eðlilegt. Ekki hefðum við búið barni okkar kross og erfiðleika marg- víslegrar reynslu, ef við hefðum mátt ráða. Samt gerist þetta, gerðist hjá Jesú, sjálfum Guðs syninum. Erfitt er það vitanlega alltaf að álykta út frá reynslu hans og sögu, þar sem við erum annars vegar. Við erum ekki eins, og ekki var okkur ætlað hið sama hlutverk og hann fæddist til þess að uppfylla. En dæmi hans sýnir okkur þó eitt, sem ekki má líta framhjá við slíkar hugsanir. en það er það, að hvað svo sem menn kunna að gera af skammsýni og kærleiksskorti, þá er Guð þess megnugur að snúa böli í blessun og breyta óláni í heill. En með þetta í huga og það má alls ekki gleymast, og sízt þegar okkur finnst syrta hvað mis- kunnarlausast að, þá hljótum við líka að hafa það í huga, sem hið framansagða bendir líka til, að ekki er allt það, sem gerist, að vilja Guðs, hvað þá að hann kalli það allt fram. „Guð vill það,“ hefur oft verið hrópað af skammsýnum mönnum, hvort heldur var til að skýra sókn eða afsaka vörn. Samt virðist ekki fara hjá því, sé síðar skoðað af hærri sjónarhóli, að slíkt var alls ekki vilji Guðs, þótt hann hafi títt snúið því til blessunar. Hann sendir ekki bílinn á því augnabliki, sem barnið stígur út á götuna af gangstéttinni, hann lætur ekki storminn magnast um leið og vélarvana skipið hrekur upp í klettana, hann refs- ar ekki fórnfýsi með dauða. Al- mætti Guðs þýðir ekki það, að allt sem gerist sé honum að skapi, og enn síður hitt, að hann framkalli allt sem gerist og geri áætlun fyrir hvert okkar skref. Miklu nær sanni mun að segja það, að margt það, sem gerist, er í mótsögn við það, sem við vitum um hann frá þeirri hendi, sem bezt þekkir og bezt hefur skýrt og sýnt, þar sem er Jesús Kristur sjálfur. Telpan leikur sér að brúðunni sinni og hún lætur hana gera, hvað sem hún vill, hvort heldur gráta eða hjala. Henni þykir undur vænt um dúkkuna sína, en fullorðin mundi hún ekki vilja skipta á henni og barninu sínu litla, þótt oft valdi það henni áhyggjum og svipti svefni. Guð gerði okkur ekki að leikbrúðum og hann lagði ekki þá braut, sem við getum eina gengið. Hann gaf okkur möguleika til vals og hann gaf okkur hugsun og vilja. Hversu oft hljótum við ekki að valda honum vonbrigðum, já, tárum? Og hversu margt er það, sem gerist allt í kringum okkur, sem hryggir hann eins og okkur? En hann sefur ekki áhugalaus í skutnum, og honum er ekki sama um það, þó að við förumst. Hann gengur til okkar, og gengur með okkur. Veitir styrk og stuðning, ekki sízt þegar ýmislegt það hef- ur gerzt, sem kallar fram tár hjá okkur og hryggð í huga hans. Allt sem gerist er ekki að vilja hans, en hann getur breytt böli í blessun, og hann gerir það. Hann er ekki frekar áhugalaus en að kærleikurinn láti okkur loka augum fyrir þörfum þeirra, sem hann hafa vakið. Við Skúlagötu Ágæt 2ja herb. íbúð á hæö, ca. 62 fm. Suðursvalir. Útb. ca. 330 þús. Við Æsufell Snotur 2ja herb. íbúð á hæð. Verð ca. 480 þús. Við Njálsgötu Lítil 2ja herb. kjallaraíbúö. Verð 260 þús. Laus. í Vesturbæ Glæsileg 2ja herb. jarðhæð ■ í skiptum fyrir 3ja—4ra I herb. íbúð. Við Laugateig Góð 3ja herb. kjallaraíbúð. I Samþykkt íbúð. Sér hita- | veita. Laus strax. Einkasala. I Neðra-Breiðholt Urvals 3ja herb. endaíbúð á j 3. hæð (efstu). Suðursvalir. ■ Akveðin sala. t í Austurborginni Glæsilegt raðhús á úrvals- ! stað í skiptum fyrir einbýlis- ■ hús. (Góð milligjöf.) * Höfummikið af eignum til sölul í makaskiptum. Benedikl Ilalldórsson sdluslj. | Hjalli Steinþórsson hdl. Gústaf Þór Tryggvason hdl. 85788 Hafnarfjörður 3 herb. 90 fm jarðhæð í eldra steinhúsi, ósamþykkt. Verð 270 þús. Vesturbær Nýleg 3ja herb. íbúö á 2. hæö, suöursvalir. Æsufell 3ja herb. rúmgóð íbúö á 3. hæð. Afhending samkomulag. Vesturberg 3ja herb. íbúð á 1. hæö. Þvotta- hús á hæðinni. Til afhendingar 1. júní. Öldugata 3ja herb. íbúö á 1. hæð með sér inngangi. Afhending samkomulag. Frakkastígur 4 herb. ca. 100 fm ibúð i fjölbýlis- húsi. Allt endurnýjað og ný- standsett. Sér inngangur. Asparfell 4ra—5 herb. íbúö á 6. hæö. Laus í júní. Möguleiki á bílskúr. Hulduland 4ra herb. endaibúö á fyrstu hæö. Suöur svalir. Verð 900 þús. Hagamelur 4ra herb. 115 fm 1. hæð i þríbýlis- húsi. Suðursvalir. Laus nú þegar. Álftahólar 5 herb., 125 fm ibúö á 3. hæð ásamt bilskúr. Möguleiki á aö taka minni ibúð upp í. Til afhend- ingar 1. júní. Seljabraut Endaraöhús á þremur hæöum. Til afhendingar nú þegar. Langholtsvegur 150 fm efri sérhæð. ásamt 48 fm bílskúr. Völvufell 130 fm raöhús á einni hæð ásamt bílskúr. ts FASTEIGNASALAN ASkálafell Bolholt 6, 4. hæð. Sölustjóri: Valur Magnússon. Viöskiptafræöingur: Brynjólfur Bjarkan. Langholtsvegur — Sér hæö 6 herb. 150 fm sér hæð og ris með 60 fm bílskúr. íbúöin skiptist í 2 stofur, 2 svefnherb. á hæðinni. í risi eru 2 svefnherb. og 2 óinnréttuö herb. Símar 20424 14120 Hdimuimir Hákon Antonason 45170. Sig. SigtÚMon 30008. Jón Baldvinsson. Austurstræti 7 75482. Espigerdi — Glæsileg íbúð Var aö fá í einkasölu úrvalsíbúð á 2 efstu hæðunum i háhýsi við Espigerði. Á neðri hæð er: Tvær stofur, bókaherb., eldhús með borðkrók, snyrting o.fl. Á efri hæð er: Stór stofa, 4 svefnherb., baðherb., þvotta- hús o.fl. Þrennar svalir. Vandaöar og miklar innrétt- ingar. Bílastæöi í bílskýli. Teikningar til sýnis. Stór- fenglegt útsýni. íbúð þessi er t.d. hentug fyrir fólk, sem vill njóta næðis og útivistar, en er oröiö þreytt á amstrinu í stórum garöi. Upplýsingar aöallega á skrifstofunni. Opið sunnudag kl. 14—16. Árni Stefánsson, hrl., Suðurgötu 4, sími 14314. Kvöldsími: 34231. GULLFOSS BOwi % AIRPORT cunuo nn ucuniiD mnajc iADUAov«nkiiui ' ' '&v* AÐALSTRÆTI9 SIMI12315 ENDUROG HENDUR — MIOBÆJARMARKAONUM AOALSTRÆTI9 - 101 REYKJAVIK - ICELAND - TEL 27620 MIÐBÆJARMARKADNUM 021015 Markaðurinn metravai'a SEYMA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.