Morgunblaðið - 16.02.1982, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
Klasaður skipverji af togaranum Jóni Baldvinssyni var fluttur frá borði með TF Rán og upp á Borgarspítala og er
þetta í fvrsta skipti sem TF Rán sækir slasaðan mann á hafi úti. l.jósm. Júlíus
TF Rán sækir slasaðan mann
I.AI'ST fyrir klukkan 2 á laugardag-
inn komu boð til Slysavarnarfélags
íslands frá Loftskeytastóð Reykja-
víkur, að það hefði orðið alvarlegt
slys um borð í togaranum Jóni Bald
vinssyni. Var Slysavarnarfélagið
beðið að koma boðum til Landhelg-
isgæslunnar um að senda þyrlu til að
sækja slasaðan skipverja, en hann
hafði klemmst alvarlega og misst
framan af fæti um miðja rist.
Að sögn Hánnesar Hafstein, hjá
Slysavarnarfélagi íslands, þá var
togarinn staddur 90 sjómílur suð-
vestur af Reykjanesi.
Landhelgisgæslan sendi þyrluna
TF-Rán á slysstað og um klukkan
16.30 var þyrlan komin um borð í
skipið og klukkan 16.42 var sjúkl-
ingurinn, sem er annar stýrimað-
ur á skipinu og heitir Ómar Þórs-
son, kominn um borð í þyrluna og
loks lenti þyrlan á þyrlupalli
Borgarspítalans klukkan 17.30.
Hér var um fyrstu ferð þyrlunnar
TF-Rán að ræða, til að sækja slas-
aðan mann á hafi úti.
Að sögn Hannesar Hafstein, þá
gekk þetta í alla staði vel. Veður
var líka hagstætt á þessum slóðum
eða um 4 vindstig, sjólítið og
skyggni gott nema það gekk á með
smá éljum.
I áhöfn þyrlunnar voru Björn
Jónsson flugstjóri, Þorkell Karls-
son aðstoðarflugstjóri, Kristján
Jónsson, stýrimaður og Bjarni
Jónsson vélamaður.
Mikil harka í stjórnar-
kosningum í Einingu
Listi stjórnar sigraði, báðir aðilar ánægðir miðað við aðstæður
LISTI Jóns llelgasonar, formanns
Verkalýðsfélagsins Einingar á Akur-
eyri, sigraði í stjórnarkosningum í
félaginu um helgina. A-listi stjórnar
og trúnaðarmannaráðs hlaut 1054
atkvæði eða 61,5% atkvæða. B-listi
borinn fram af Jóni S. Þorsteinssyni
og fleirum með Guðmund Sæmunds-
son í formannssæti hlaut 619 at-
kvæði eða 31,1%. Auðir seðlar voru
29, ógildir 8 og 5 atkvæði voru per
sónuleg, þ.e. kjósandinn hafði hlauþ-
ið á milli lista. Á kjörskrá voru 3415,
þar af kusu 1715 og var þátttakan
því rúmlega 50%.
í aðalstjórn Einingar næsta árið
sitja því: Jón Helgason, Sævar Frí-
mannsson, Úlfhildur Rögnvaldsdótt-
ir, Aðalheiður Þorleifsdóttir, Björn
Snæbjörnsson, Guðrún Skarphéð-
insdóttir og Ágúst K. Sigurlaugsson.
Mikil harka í kosningunum
„Miðað við allar aðstæður er ég
ánægður með árangurinn," sagði Jón
Helgason. „Veður var vont þessa
kosningadaga og þar af leiðandi
minni þátttaka, sem ég tel að hafi
einkum komið niður á okkur. Þetta
stríð var ekkert að byrja núna held-
ur hefur það staðið í 1!Á ár og skipu-
lögðum áróðri verið haldið uppi á
mig og stjórnina. I þeim tilgangi
hafa verið notuð alls lags meðul. Það
var mikil harka í þessum kosningum
og ég og aðrir stjórnarmenn vorum
rakkaðir niður. Þar var flest tínt til
sem ég hirði ekki um að nefna. Þá
var greinilegt, að Guðmundur átti
mjög innangengt og greiðari aðgang
að fjölmiðlum heldur en við, sem
þurftum að sinna okkar skyldustörf-
um. Ég tel, að ríkisútvarpið hafi
brotið hlutleysi sitt í þessari kosn-
ingabaráttu.
Ég vil sérstaklega þakka þeim,
sem unnu að undirbúningi kosn-
inganna og unnu á kjördegi, þeir
lögðu á sig mikla vinnu. Einnig vil ég
þakka þeim, sem lögðu á sig mikið
erfiði við að komast á kjörstað til að
styðja okkar lista. Ég vil láta það
koma fram, að það var sérstaklega
ánægjulegt að vinna í þessum kosn-
ingum og finna viðbrögð þess fólks,
sem ég hef verið í tengslum við á
starfsferli mínum hjá Einingu síðan
árið 1964,“ sagði Jón Helgason.
Árið 1%4 réðist Jón til starfa hjá
Einingu á Akureyri og varð formað-
ur árið 1974. Þá sigraði listi Jóns
Helgasonar lista Jóns Ásgeirssonar,
þáverandi formanns, og aftur ári
síðar.
Forsetinn fór
til Stóra-Bret-
lands í morgun
FORSETI íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, hélt í morgun til Bretlands og
hefst opinber heimsókn hennar þar á
morgun, miðvikudag. I heimsókninni
mun forsetinn m.a. eiga viðræður við
Thatcher forsætisráðherra Bretlands
og sitja hádegisverðarboð Elísabetar 11
drottningar.
Þá mun forsetinn einnig hitta
björgunarmenn áhafnar Tungufoss
og maka þeirra, en auk dvalar í
London fer forsetinn til Oxford og
Stratford-on-Avon. í fylgdarliði for-
seta eru dr. Ólafur Jóhannesson
utanríkisráðherra, Hörður Helgason
ráðuneytisstjóri og Ólafur Egilsson
sendiherra og konur þeirra, en Ólaf-
ur gegnir um þessar mundir starfi
forsetaritara í orlofi Halldórs Reyn-
issonar.
Hvatning um að halda áfram
„Við erum ánægð með okkar út-
komu og teljum, að við höfum veitt
stjórninni alvarlega áminningu og
sýnt henni, að hún nýtur ekki fyllsta
trausts félagsmanna," sagði Guð-
mundur Sæmundsson. „Við viljum
túlka litla þátttöku á þann veg, að
heima hafi setið fólk, sem er óánægt
með stjórn félagsins, en treysti
okkar malflutningi þó ekki. Það hef-
ur trúað ýmsu af því sem listi stjórn-
ar og trúnaðarmannaráðs bar á borð
um okkur. Þá á ég við kjaftasögur
ýmiss konar, sem skipta okkur þó
ekki miklu máli, og ósannindi um
pólitíska afstöðu okkar, þ.e. að við
værum vinstra megin við heiminn,
þó svo að á lista okkar hafi verið fólk
með mjög ólíkar skoðanir.
Um leið og þessi úrslit veita
stjórninni aðhald er þau hvatning
fyrir okkur um að halda áfram. Við
leggjum ekki niður baráttuna, við
höfum eignast fjölda nýrra sam-
herja og það gætu því orðið kosn-
ingar að nýju eftir eitt ár,“ sagði
Guðmundur Sæmundsson. Hann gat
þess ennfremur, að spjaldskrá og
kjörskrá hefðu verið í mikilli óreiðu
og 15—20 manns hefðu ekki fengið
að kjósa þó þetta fólk hefði haft fé-
lagsskírteini upp á vasann.
55 ára afmæli Heimdallar:
Afmælisvaka í Valhöll
IIEIMDALLIIR, samtök ungra sjálfstædismanna í Reykjavfk, á 55 ára
afmæli í dag, en lleimdallur var stofnaður hinn 16. febrúar 1927. Stjórn
lieimdallar gengst, af þessu tilefni, fyrir vöku þessa viku, þar sem Heimdall-
arfélögum og öðrum verður boðið upp á fræðslu- og skemmtiefni af ýmsu
tagi-
Vaka hefst í Valhöll í kvöld, þar sem boðið verður upp á veitingar í
Valhöll klukkan 20. Þar mun núverandi formaður Heimdallar, Árni
Sigfússon háskólanemi flytja ávarp. Þá flytja nemendur úr Tónlistar-
skóla Reykjvíkur klassíska tónlist, og hljómsveitin Messoforte leikur
um stund. Á neðstu hæð hússins verður svo opnuð myndverkasýning.
í frétt frá Heimdalli segir, að allt sjálfstæðisfólk sé hvatt til að
fjölmenna og taka með sér gesti, jafnt ungir sjálfstæðismenn og þeir
eldri. Ekki hvað síst eru fyrrverandi stjórnarmenn í Heimdalli eindreg-
ið hvattir til að líta inn í Valhöll í kvöld, á vökuna sem þar hefst
klukkan 20.
Umhverfismálanefnd Sjálfstæðisflokksins:
„Betra líf í bæjum“
- yfirskrift „Opins húss“ í Valhöll nk. laugardag
Umhverfismálanefnd Sjálfstæðis-
flokksins efnir til Opins húss sem
ber yfirskriftina „Betra Iff í bæjurn",
nk. laugardag, 20. febrúar, í Valhöll
við Háaleitisbraut 1, Reykjavík.
Flutt verða fjölmörg stutt erindi um
málefni varðandi tengsl daglegs lífs
við umhverfið. Þá verður sérstök
kynning á vegum ýmissa félagasam-
taka sem starfa að umhverfismálum.
Hér er annars vegar um að ræða
kynningu frjálsra félaga er tengj-
ast umhverfismálum í þéttbýli, en
þeim býðst sýningaraðstaða í
Valhöll þennan dag. Hins vegar
verða flutt stutt yfirlitserindi um
þessi málefni í öðrum sal og einnig
verður kvikmyndasýning í kjall-
ara hússins. Efnt var til kynn-
ingar með svipuðu sniði í Valhöll
sl. haust þar sem 20 félög kynntu
starfsemi sína. Á þá kynningu
komu um 2.500 manns.
Meðal þeirra sem flytja erindi á
laugardaginn eru: Skúli Johnsen
borgarlæknir, sem fjallar um
heilsusamlegt umhverfi. Stefán
Snæbjörnsson innanhússarkitekt
um hönnum umhverfis, Arnfinnur
Jónsson skólastjóri um æskuna og
umhverfið, Þórir Guðbergsson fé-
lagsráðgjafi ræðir um umhverfi
fyrir aldraða, Jóhann Sveinsson
laganemi umhverfi fatlaðra. Þá
ræðir Elín Pálmadóttir blaðamað-
ur um stefnumótun í umhverfis-
málum, svo fátt eitt sé nefnt.
„Opið hús“ umhverfisnefndar
verður nánar auglýst næstu daga,
segir í lok fréttatilkynningar frá
umhverfismálanefnd Sjálfstæðis-
flokksins.
Verðlækkun á grásleppuhrognum:
„Út í hött að
lækka verðiða
- segir Þorsteinn Jónsson á Akranesi
„ÞAÐ er alvog út í hött að lækka
verðið á gráslcppuhrognunum,"
sagði Þorsteinn Jónsson forstjóri
fiskiðjunnar Arctic, sem fullvinnur
grásleppuhrogn fyrir erlendan mark-
að, er Mbl. innti hann eftir skoðun
hans á þeim hugmyndum sem uppi
eru um að lækka verð á tunnu af
grásleppuhrognum um allt að 12 pró-
sent.
Sagði hann að þeir hjá Arctic
hefðu keypt öll sín hrogn í sumar
á 330 dali tunnuna og sagði hann
að ef Danir t.d. fengju tunnuna á
miklu lægra verði en þeir hafa
keypt hana á, þá hefðu Danir
miklu betri aðstöðu heldur en ís-
lendingar til að selja sína vöru.
Sagði Þorsteinn að þeir myndu
fara fram á að viðskiptaráðuneyt-
ið borgaði þeim mismuninn ef það
lækkaði verðið.
Ef verðið verður lækkað og Dan-
ir kaupa hrognin og fullvinna þau
hjá sér, myndu þeir þá ekki geta
selt þau fullunnin til íslands á
miklu lægra verði en þið getið boð-
ið?
„Nei, því það er varla hægt að
tala um að Danir flytji inn grá-
sleppuhrogn til íslands. Það er svo
iítið. Annars hef ég enga trú á að
þeir fari að lækka verðið."
í samtali við Mbl. sagði Stefán
Gunnlaugsson deildarstjóri út-
flutningsdeildar viðskiptaráðu-
neytisins, að engin ákvörðun hefði
verið tekin um verðbreytingu á
grásleppuhrognum. Málið væri í
athugun og vissi hann ekki hve-
nær niðurstöður lægju fyrir.
Ólafur Jónsson SÍS:
Er ekki undirboð
„ÉG VIL ekkert segja um þetta á
þessu stigi. Vil frekar bíða með
það þangað til öl) viðbrögð eru
komin fram,“ sagði Olafur Jóns-
sonar aðstoðarframkvæmdastjóri
sjávarafurðadcildar SÍS í samtali
við Mbl. þegar hann var inntur eft-
ir viðbrögðum sínum við frétt í
Morgunblaðinu, þar sem haft var,
eftir Guðmundi G. Halldórssyni
grásleppuhrognaútflytjanda á
Húsavík að SÍS undirbyði grá-
sleppuhrognamarkað erlendis.
Aðspurður um hvort SIS væri
að undirbjóða á grásleppu-
hrognamarkaðinum, sagði Olaf-
ur að ekki vildi hann kalla það
að undirbjóða þegar gerðir væru
samningar við erlenda aðila um
lægra verð á grásleppuhrogna-
tunnu, svo hægt væri að selja
þær birgðir grásleppuhrogna,
sem til eru í landinu, en 6000
tunnur eru nú í landinu. Ólafur
hefur lagt fram tillögu, eftir að
hafa átt fund með helstu kaup-
endum í Danmörku um söluverð
á komandi vertíð, sem felur í sér
um 12 prósent lækkun á hverja
tunnu. Þannig að tunna sem áð-
ur kostaði 330 dollara fer niður í
290 dollara. Ennfremur hefur
Ólafur lagt það til að söluverði
verði breytt úr dollurum í dansk-
ar krónur því að á árunum 1980
til ’82 varð 21 prósent hækkun í
dönskum krónum en 12 prósent
lækkun í dollurum.
Megn óánægja
á Siglufirði
„ÞAÐ RÍKIR megn óánægja með
þetta hér, enda hefur vcrið í 330 döl-
um í tvö ár, en á nú að lækka niður í
252 dali, það þarf ekki stóra aðila í
þessu til að tjónið verði mjög tilfinn-
anlcgt í svona mikilli lækkun," sagði
Kristinn Konráðsson á Siglufirði í
samtali við Morgunblaðið, er hann
var spurður álits á verðlækkuninni á
grásleppuhrognunum.
Kristinn sagðist telja að eina
rétta leiðin í málinu hefði verið að
draga stórlega úr veiðum, þannig
að með minna magni hefði mátt
halda verðinu óbreyttu eða litlu
lægra. „Tillögur hafa verið uppi
um að í ár verði hverjum bát leyft
að veiða um 75% af því sem veidd-
ist í fyrra, en þá var metafli. Það
þykja mér skynsamleg vinnubrögð,
og takist að halda verðinu uppi má
jafnvel hugsa sér að veiðarnar
minnkuðu enn meira,“ sagði Krist-
inn. „En vandamálið er það auðvit-
að, að Danir vita nákvæmlega hvað
er til af grásleppuhrognum hjá
okkur, og síðan halda þeir að sér
höndum þangað til allt springur,
og þeir geta fengið vöruna á lægra
verði."