Morgunblaðið - 16.02.1982, Síða 14

Morgunblaðið - 16.02.1982, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 Ljóðatónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Rosemarie Landry og Dalton Baldwin héldu tónleika á vegum Tónlistarfélagsins sl. föstudag, í Austurbæjarbíói. Þau fluttu söng- verk eftir Gounod, Debussy, Wolf, Pouleng og Strauss. Söngkonunni lætur einkar vel að túlka frönsku tónskáldin, en flutti einnig verk þýsku tónskáld- anna ágætlega. Das Verlassene Mágdlein, eftir Wolf, var frábær- lega vel flutt og Stándchen, eftir Strauss, var laust við allan söng- rembing, en flutt á sérkennilega hljóðlátan máta, með ekta kvöld- stemmningu. í viðbót við frábær- an söng Rosemarie Landry, var samleikur Dalton Baldwin merkt- ur handbragði meistarans. Margir tónlistafmenn gera lítið úr túlkun eða skáldlegu innsæi og segja tónflutning aðeins tækni og má það vera rétt. En hætt er þá við, að túlkun tilfinninga og stemmn- inga yrði eitthvað ankanaleg og ljoðasöngur þar með látinn víkja fyrir „vituósiskum" söng og „trill- eríi“. Glamrið er að verða aldar- einkenni, þar sem tilfinningatúlk- andi rödd einstaklingsins er að kafna í ofboðslegri ofmötun fjöl- miðla, svo ofboðslegri, að þeir, sem enn hafa stund til að sækja tónleika, eru skotspónn þeirra, er ekkert skilja nema gagnrýnislaus Rosemarie Landry og æðisgengin hlaupin eftir þessu fjölmiðlaglamri. Tónleikar eins og þessir eru því stórkostleg mannvistarvin, vin, þar sem enn er vistuð tilfinning fyrir því sem með einhverjum orð- Dalton Baldwin um má kallast fegurð. Rosemarie Landry og Dalton Baldwin ráða yfir tækninni, en í flutningi sínum gefa þau meira, þau bjóða hlust- endum sínum til vistar í vin feg- urðar og mannhlýju. Musica Antica Tónlist i Jón Ásgeirsson Félagsskapur er kallar sig Musica Antica hélt tónleika í sal Menntaskólans í Reykjavík. Fluttu voru verk eftir P.D. Phili- dor, Hotteterre, Loeillet, Fux og Vivaldi. Að flutningnum stóðu Camilla Söderberg, Kristján Þ. Stephensen, Helga Ingólfsdóttir og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. í heild voru tónleikarnir góðir en skemmtilegustu verkin voru Sin- fónía í F-dúr eftir þann fræga tónfræðing Johann Fux og Tríó í g-moll eftir rauðhærða prestinn Vivaldi. Kontrapunktískt sam- spit flautu og óbós í Sinfóníunni eftir Fux er frábærlega samið en við upphaf Tríósins eftir Vivaldi var þó eins og tónleikarnir væru að hefjast, eða með öðrum orð- um, að ræða Vivaldis væri sjálf alvaran, en það sem á undan var leikið hefði aðeins verið leikur. Umhverfi, gerð hljóðfæranna, að undanteknu óbóinu, og tónlistin, var allt svo samstætt að nærri var að myndirnar á veggjunum lifnuðu við, svo að líðandi stund- in hverfðist aftur til löngu liðins tíma, er Jón Sigurðsson forseti, Sveinbjörn Egilsson og aðrir merkir menn stóð hér í ströngu, þó erfitt væri að hugsa sér sam- tímafólk þeirra á tónleikum sem þessum. Það eina sem amaði að var fámenni hljómleikagesta. Musica Antica er skemmtilegur og góður samstarfshópur og af gamalli og góðri tónlist er mikið til. Það sem oft vill verða áber- andi í starfi slíkra hópa, er þjón- ustan við söguna og þá oft á kostnað gæðanna að því er varð- ar viðfangsefnin, sem ekki er nauðsynlegt, því nóg er til af verkum eftir góð tónskáld frá öllum tímum. V-Þýzkaland: Bréfsprengja til aðstoðarmanns flóttamanna Bad Tot lz, V Þyzkalandi. Al\ ÞRJÁTÍU og sex ára gamall Vestur Þjóðverji Kai Mierendorff sem er sagður hafa hjálpað tugum Austur Þjóðverja að flýja vestur fyrir járn- tjaldið, slasaðist alvarlega í sprengjutilræði á hóteli sínu fyrir skömmu. Mierendorff var að opna umslag er sprengja í því sprakk af feikna krafti. Hann skaddaðist í andliti og missti nokkra fingur, að því er talsmaður lögreglunnar skýrði frá. Kona hans meiddist lítillega í sprengingunni. Miklar skemmdir urðu á móttökusal hótelsins þar sem þessi atburður gerðist. Mierendorff er sagður vera fyrrverandi fyrirliði hóps í Vest- ur-Þýzkalandi sem skipuleggur flótta frá A-Þýzkalandi fyrir stór- ar upphæðir, allt upp í 50 þúsund mörk á mann og reiða venjulega vinir og ættingjar í Vestur- Þýzkalandi fram fé þetta. í AP- fréttum segir að tveir menn sem hafi unnið í nánum tengslum við Mierendorff hafi látizt sviplega að undanförnu. Þá segja óstaðfestar heimildir að ák/eðið hafi verið að Mierendorff hætti afskiptum af þessum málum vegna þeirrar hættu sem hann var kominn í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.