Morgunblaðið - 16.02.1982, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
Flugmennirnir kærulausir
þótt fs hlæðist á vængina
BANDARÍSKIR aðilar hafa enn ekki lokið rannsókn á því er Boeing
737-þota Air Klorida-flugfélagsins hrapaði í Potomac-ána í Washington D.C.
skömmu eftir flugtak frá National-flugvellinum, en sá grunur manna að ísing
á vængjum og skrokk þotunnar hafi leitt til slyssins, þykir hafa verið
staðfestur þegar birt var afrit af samræðum í flugstjórnarklefanum. Þá þykja
samræður flugmannanna benda til ótrúlegs kæruleysis af þeirra hálfu og
ónákvæmni við störf, og sagði t.d. reyndur og vel metinn flugstjóri að af
samræðum flugmannanna mætti ráða, að þeir hefðu annað hvort verið
„dauðhræddir“ vegna veðursins eða að þeir hefðu ekki haft minnstu hug-
mynd um hvaða hættur hefðu verið á ferðinni.
Meðan flugmennirnir biðu
flugtaksheimildar, létu þeir tví-
vegis sprauta ísvarnarefni á
værfgkþoj.^nnar, en samt-má ráða
að þeir hafi verið hálf kærulausir
þótt ísing myndaðist á vængjum
hennar, en bandarískar flugreglur
banna að reynt sé flugtak ef snjór
eða ís sé sjáanlegur á vængjum
eða hreyflum flugvéla.
Til að byrja með lét Alan Pettit
aðstoðarflugmaður, 31 árs, í ljós
Sérfræðingar rannsaka brak úr þotu Air Florida sem hrapaði ofan í
Potomac-ána í W'ashington DC.
áhyggjur vegna veðurskilyrðanna
og ísmyndunarinnar. Tuttugu
mínútum eftir að glycol-isvarnar-
efni hafði verið sprautað yfir
flugvélina öðru sinni, gerði hann
að gamni sínu og sagði: „Við gæt-
um rennt flugvélinni upp að ein-
hverri hinna og látið þær blása
þeim ís og snjó sem safnast hefur
á vængina." Nokkrum mínútum
seinna bætir Pettit því við að
talsvert væri um liðið frá því ís-
varnarefni var síðast sprautað yf-
ir flugvélina og undraðist veður-
lagið.
Pettit sagði skömmu seinna:
^gjáðu alla klakadrönglana þarna
aftur á. Þetta ísvarnarefni virðist
til þess eins fallið að gefa manni
óraunhæfa öryggistilfinningu", og
svaraði Larry Wheaton flugstjóri,
sem var 34 ára, að ísvarnarefnum
væri sprautað til þess að þóknast
flugmálayfirvöldum, þau yrðu
hæstánægð ef það yrði gert.
Þeir Wheaton og Pettit létu
Þegar verið var að skipuleggja stæði brautar fyrir nýja hraðskreiða
járnbrautarlest milli Mannheim og Stuttgart í V-Þýzkalandi kom í Ijós
að nauðsynlegt yrði að rífa nokkrar byggingar til að hægt yrði að koma
brautinni fyrir á fyrirhuguðum stað. Meðal þeirra bygginga scm víkja
urðu var þessi kornturn við Hockenheim. Var turninn „sprengdur“ niður
og sýnir myndin hann í þann mund að leggjast á hliðina. Turninn var 27
metra hár og 32 metra langur. Alls tók tæpar tvær vikur að hreinsa
grjóthrúguna sem til varð er turninn skall til jarðar.
Óvíst hvort Jenkins
verður leiðtogi SDP
Fondon, lö. febrúar. AP.
FLOKKUR sosíaldemokrata í Bret-
landi (SDP)ákvað um helgina að all-
ir 78.000 flokksbundnir sosíaldemo-
kratar veldu fyrsta leiðtoga flokks-
ins, sem þeir vona að verði næsti
forsætisráðherra. Ákvörðunin er tal-
in áfall fyrir Roy Jenkins, sem hefur
verið talinn líklegasta foringjaefnið.
Jenkins virtist nánast öruggur
um staríið ef valið hefði verið í
höndum 27 þingmanna flokksins.
En Shirley Williams nýtur mikilla
vinsælda meðal óbreyttra
flokksmanna og David Owen hef-
ur sagt að hann muni gefa kost á
sér ef valið verði í höndum
flokksmanna allra. Frú Williams
hefur ekki sagt hvort hún muni
gefa kost á sér.
Kosningin um flokksleiðtogann
fer fram í haust og hann á að
stjórna flokknum í næstu kosning-
um, sem eiga að fara fram 1984.
Um 300 fulltrúar, sem sátu þing
um reglur flokksins um helgina,
felldu tillögu 34 manna stjórnar-
nefndar um að þingflokkurinn
kysi flokksleiðtogann. Allir
flokksbundnir sosíaldemokratar
eiga að greiða atkvæði um tillög-
una og það mun taka tvo mánuði.
Flokksmenn eiga einnig að
greiða atkvæði um hvort flokkur-
inn skuli beita „jákvæðu misrétti"
konum í hag. Tillaga um að konum
verði ráðstöfuð sæti í stjórn
flokksins og að a. m. k. ein kona
skuli alltaf koma til greina í fram-
boð í hverju kjördæmi féll á jöfn-
um atkvæðum, 150 gegn 150, á
SDP-þinginu.
- Jenkins er spáð sigri gegn fram-
bjóðanda íhaldsmanna í auka-
kosningu í Hillhead-kjördæmi í
Glasgow í marz.
En samkvæmt Gallup-könnun 7.
febrúar hefur fjórði hver stuðn-
ingsmaður SDP snúið baki við
flokknum á síðustu þremur mán-
uðum. Fylgi SDP hefur minnkað
úr 44% í 34%, en fylgi íhalds-
manna hefur aukizt um 6% í 34%
og fylgi Verkamannaflokksins um
4% í 31%.
í Iokaræðu á þinginu sagði
Jenkins: „Við eigum margar
orrustur fyrir höndum. Velgengni
okkar 1981 hefur sameinað gömlu
stóru flokkana í hræðslubandalag
gegn okkur."
Friðarsinnar andmæla
a-þýzkum yfírvöldum
liurlín. I.». fehrúar. Al*.
I'M fimm þúsund ungir Austur-Þjóðverjar minntust loft-
árásar Bandamanna á Dresden 1945 með friðarfundi þar
sem stefnu kommúnistastjórnarinnar var andmælt sam-
kvæmt fréttum sem bárust til Vestur-Berlínar um helgina.
Sjónarvottar segja að eftir fundinn hafi um 1.000 manns
safnazt saman fvrir framan rústir Krúarkirkju, sem eyði-
lagðist í loftárásinni á borgina 13. febrúar 1945 þegar
a.m.k. 35, 000 biðu bana, og kveikt á kertum. Lögregla
fylgdist með því sem fram fór, en skipti sér ekki af því.
Götumótmæli cru yfirleitt bönnuð í Austur-Þýzkalandi
nema þau séu skipulögð af yfirvöldum.
Friðarfundurinn — hinn fyrsti
sem sögur fara af í Austur-Þýzka-
landi — var haldinn að áeggjan Jó-
hannesar Hempels, biskups í Dres-
den, eftir að yfirvöld höfðu fundið
ólöglega flugmiða þar sem skorað
var á Dresdenbúa að taka þátt í frið-
argöngu. Biskupinn óttaðist vand-
ræði og hugsanlegar refsiaðgerðir
gegn kirkjunni, sem er vagga þeirrar
friðarhreyfingar sem er í fæðingu í
Austur-Þýzkalandi, fékk leyfi til að
halda fundinn.
Ungt fólk á fundinum andmælti
hernaðarstefnu í öllum myndum í
Austur-Þýzkalandi. Andmælt var 18
mánaða herþjónustu karlmanna 18-
25 ára, kennslu hervísinda í skólum
og andstöðu yfirvalda gegn því að
upp verði tekin „þjóðfélagsleg frið-
arþjónusta" í stað herþjónustu.
Krafan um „friðarþjónustu" hefur
aukizt stöðugt á síðustu mánuðum
og ungt fólk hefur undirritað bæn-
arskjöl með áskorunum um að hún
verði tekin upp. Yfirvöld, sem óttast
greinilega andspyrnu gegn stefnu
sinni, þögðu um málið þar til Wern-
er Welde stjórnmálaráðsfulltrúi
hafnaði kröfunni í nóvember í ræðu
sem ríkisfjölmiðlar gerðu mikið veð-
ur út af.
Hempel biskup hefur ekki viljað
reita yfirvöld til reiði af ótta við
hefndaraðgerðir og hefur ráðlagt
unga fólkinu að gegna því að skrá sig
* byggingarsveitir hersins til að
gegna herþjónustu. Þessar sveitir
eru handa mönnum sem neita að
bera vopn, en ungir Austur-Þjóð-
verjar, sem hafa þjónað í þeim,
kvarta yfir því að þeir sæti misrétti
þegar þeir sæki um starf eða skóla-
göngu að lokinni þjónustu í sveitun-
um.
Deild mótmælendakirkjunnar í
Saxlandi hefur skrifað Walde og
beðið hann um skýringu á því hvers
vegna fyrirhuguð „friðarþjónusta" í
sjúkrahúsum, skólum eða öðrum
stofnunum gæti strítt „gegn friði,
sosíalisma og stjórnarskránni" eins
og Walde komst að orði. Kurt
Domsch, kirkjuleiðtogi í Dresden,
sagði fólki í Kreuzkirche að svar
hefði ekki borizt.
Unglingar kvörtuðu líka yfir því
að austur-þýzka friðarhreyfingin
yrði að búa við kúgun á sama tíma
og ríkisfjölmiðlar gerðu sér mat úr
friðarhreyfingum í Vestur-Evrópu.
Einnig var kvartað yfir því að ungl-
ingar, sem báru merki með vigorð-
unum „Friður án vopna", voru settir
í varðhald í Austur-Berlín í vikunni.
Áður höfðu farið fram tveggja daga
yfirheyrslur yfir austur-þýzkum
presti, sem stóð fyrir svokallaðri
„Berlínaráskorun", þar sem ráðizt
var á hernaðarstefnu í Austur-
Þýzkalandi, hvatt til brottflutnings
Bandamanna frá ðllu Þýzkalandi og
krafizt þess að Bandamenn gerðu
friðarsáttmála við Þýzkaland.
Á fundinum í Dresden var ráðið
gegn því, að menn undirrituðu „Berl-
ínaráskorunina", sem var birt í
Vestur-Evrópu í vikunni og talið er
að um 200 hafi undirritað. Kirkju-
leiðtogar vilja gott veður bæði hjá
yfirvöldum og andófsunglingum og
sögðu að áskorunin mundi reita
embættismenn til reiði og raska
þjóðfélagslegum friði.
Roy Jenkins hefir nú fengið harðan
keppinaut um foringjasæti SI)P eftir
að flokkurinn ákvað um helgina að
allir flokksbundnir sósíaldemókrat-
ar veldu fyrsta leiðtoga flokksins.
Páfa vel tekid í Nígeríu
Ihiid.in, 15. f<*l>rúar.
Leiðtogar múhameðstrúarmanna í
NorðurNígeríu þóttu hafa móðgað
Jóhannes Pál páfa með því að
mæta ekki til fyrirfram ákveðins
fundar við hann í Kaduna á sunnu-
dag í opinberri heimsókn pafa til
Nígeríu. Hins vegar hlaut páfi
mjög góðar viðtökur þegar hann
kom til stærstu borgar múham-
eðstrúarmanna í svörtu Afrfku í
dag, Ibadan. Þykir ferð hans til
Afríku hafa tekist vel til þessa, en
þetta er fyrsta ferð páfa til útlanda
frá því honum var sýnt banatilræði
í maí sl.
Yfir eitthundrað þúsund
manns söfnuðust saman á
íþróttasvæði Ibadan-háskóla til
þess að hlýða á páfa. Var páfi
útitekinn og virtist þreyttur þeg-
ar hann kom til Ibadan, en
opinber heimsókn hans til
Afríkuríkja er nú hálfnuð. Held-
ur páfi á morgun, þriðjudag, til
Benin, en þaðan til Gabon og
Miðbaugs-Gíneu áður en hann
heldur heimleiðis á föstudag.
Að sögn áreiðanlegra heimilda
varð ekkert úr fundi páfa með
leiðtogum múhameðstrúar-
manna í norðurhlutum Nígeríu
vegna ágreinings ýmissa fylk-
inga um með hvaða hætti sjón-
armiðum þeirra skyldi komið á
framfæri við páfa. Að sögn
manna úr fylgdarliði páfa var
boðskap hans til trúarleiðtog-
anna, þar sem hvatt var til sam-
starfs og samvinnu kristinna
manna og múslima, komið á
framfæri.
í Nígeríu búa 90 milljónir
manna, þar af 30 milljónir mú-
hameðstrúarmanna, 18 milljónir
mótmælenda kristinna og fimm
milljónir kaþólskra.