Morgunblaðið - 16.02.1982, Page 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
29
fðm&w Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr, á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö.
Vanmáttur
framsóknarmanna
Framsóknarmenn hrósuðu sér af því fyrir tveimur árum, þegar
ríkisstjórnin var mynduð, að efnahagsvandi þjóðarinnar væri
þar með úr sögunni — niðurtalning verðbólgunnar myndi hefjast
og á árinu 1982 yrði hún komin niður í það sama og í öðrum
nágrannaríkjum. I ársbyrjun 1981 voru framsóknarmenn þó enn
glaðari en ári fyrr og slógu því föstu, að niðurtalningin væri hafin.
Þeir töldu efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar mótast af stórhuga
baráttuanda sínum gegn verðbólgunni. í fréttatíma sjónvarpsins á
sunnudaginn var skýrt frá mati OECD, Efnahags- og framfara-
stofnunarinnaf, á árangrinum af niðurtalningunni á sðasta ári,
verðbólgan á Islandi var sögð hafa verið rúm 47%, langtum meiri
en í nokkru öðru OECD-ríki. Augljóst er, að engin ríkisstjórn á
Islandi hefur á liðnum verðbólguáratug framsóknarmanna sett sér
óraunhæfara markmið en þessi, þegar því var lýst yfir fyrir tveim-
ur árum, að nú í ár, 1982, hefði efnahagsstefna stjórnarinnar leitt
til sigurs á hinum sér íslenska verðbólguvanda.
Það er ef til vill ekki undarlegt, þótt við þessar aðstæður séu
forystumenn Framsóknarflokksins ekki mjög borubrattir, þegar
þeir flytja mál sitt frammi fyrir alþjóð og kjósendum sínum. Fram
eftir þessum vetri hafa þeir þó reynt að láta líta svo út, sem þeir
hefðu enn eitthvað að segja innan ríkisstjórnarinnar og ætluðu sér
stóra hluti í átökunum við verðbólguna. Á meðan Steingrímur
Hermannsson, formaður flokksins, dvaldist erlendis fyrir jól, barði
Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, sér á brjóst í sölum Alþingis og
lét orð falla um það, hve framsóknarmenn yrðu kröfuharðir innan
ríkisstjórnarinnar við mótun þeirra efnahagsráðstafana, sem þá
voru yfirvofandi — niðurtalningunni yrði svo sannarlega haldið
áfram og hún þyrfti að ná jafnt til launþega sem annarra. Komm-
únistar snerust hart við þessum orðum Tómasar, og sögðu, að
honum, verðlagsmálaráðherranum, færist ekki að tala um verð-
bólgu og aðgerðir gegn henni, hann skyldi fyrst líta í eigin barm,
áður en hann færi að tala um niðurtalningu hjá öðrum. í krafti
fjármálaráðherraembættisins tóku kommúnistar síðan ráðin innan
ríkisstjórnarinnar, nú skyldi ríkishítin notuð til að leika á vísitöl-
una og skattgreiðendur látnir borga eigin launalækkun með aukn-
um niðurgreiðslum. Vitlausari „úrræði" eru ekki til miðað við nú-
verandi aðstæður og auðvitað valdi ríkisstjórnin þau með samþykki
framsóknarmanna.
Þegar fjármálaráðherra gaf fyrst til kynna opinberlega, hvað
fyrir honum og kommúnistum vekti í efnahagsmálum, lét Stein-
grímur Hermannsson málgagn sitt Tímann hafa viðtal við sig, þar
sem hann sagði, að það „hrikti í stjórnarsamstarfinu", þegar menn
sæju slíkar hugmyndir opinberlega, sem fjármálaráðherra hefði.
Sagði Steingrímur, að þingflokkur framsóknarmanna gæti aldrei
sætt sig við þær, hann vildi annað og meira meðal annars breyt-
ingu á vísitölugrundvellinum. Þegar „úrræði" ríkisstjórnarinnar
voru kynnt, kom í ljós, að ekki var neitt að marka yfirlýsingar
forystumanna framsóknar frekar en fyrri daginn. Hefur enn einu
sinni sannast, að í samstarfi kommúnista og framsóknarmanna
gildir sú regla, að í efnahagsmálum „éta framóknarmenn allt oní
sig“, svo að notuð séu orð Ólafs Jóhannessonar um kommúnista af
öðru tilefni.
Vanmáttur framsóknarmanna í reiptoginu við kommúnista um
mótun efnahagsstefnunnar er augljós. Hitt er jafn ljóst, að áhrif
framsóknarmanna á landstjórnina eru þveröfug við það, sem for-
ystumenn þeirra segja. Allt frá 1971 hafa þeir sagst vera í slag við
verðbólguna, „árangurinn" er öllum ljós nema þeim sjálfum. Kjós-
endur einir geta sýnt Framsóknarflokknum það svart á hvítu, hve
lítils virði innihaldslaus stóryrði forystumanna hans og málgagns
eru.
Samkeppni banka
Þess hefur gætt í vaxandi mæli á undanförnum árum, að bank-
ar hafa sóst eftir viðskiptavinum með því að bjóða þeim aukna
lánaþjónustu. Þá hafa bankar einnig aukið ráðgjafaþjónustu við
viðskiptavinina. Eðlilegt er, að samkeppni sé milli banka eins og
annarra þjónustuaðila. Hún nær þó ekki að þróast með eðlilegum
hætti nema almenn starfsskilyrði bankanna séu hin sömu. Til
dæmis er tímabært að aflétta einokun tveggja ríkisbanka á gjald-
eyrisviðskiptum og heimila bæði bönkum og sparisjóðum að stunda
þau samkvæmt eigin ákvörðun og að uppfylítum almennum skil-
yrðum.
Hlutur ríkisins í fjármálalífinu er meiri hér en víða annars
staðar í lýðræðisríkjum. Með því að bjóða raunhæfa ávöxtun á
sparifé hafa innistæður í bönkum aukist. Eðlilegt er, að þetta fé
nýtist borgurunum, samtökum þeirra og fyrirtækjum fyrir meðal-
göngu bankastofnana. Hin aukna lánaþjónusta er gleðilegt merki
um þetta, hinu má þó ekki gleyma, að ríkisforsjármenn í ráðherra-
stólum vilja sölsa sífellt stærri hlut af sparifénu undir sig —
íhlutun þeirra á að hafna.
AUGU þeirra fjölmörgu áhorfenda,
sem lögðu leid sína að Kjarvalsstöðum
í gærkvöldi, beindust að skák þeirra
Helga Olafssonar og Lev Alburts frá
Bandaríkjunum. Helgi stýrði svörtu
mönnunum og tefld var svokölluð
Ben-Oni vörn. Skákin þróaðist eins og
skák Birnboims og Jóns L. Árnasonar
á svæðamótinu í Randers á dögunum,
en Jón vann þá glæsiiega. Alburt tókst
að endurbæta taflmennsku Birnboims
og mannsfórn Helga reyndist ekki
duga. Helgi varð að sætta sig við verra
tafl og gaf skákina eftir 32 leiki.
Skákin var allan tímann mjög
skemmtileg og spennandi á að
horfa, en heldur fannst mönnum
hún hafa verið glæfralega tefld hjá
Helga. hann viðurkenndi það að
skákinni lokinni. „En það varð ekki
aftur snúið." Korchnoi eyddi mikl-
um tíma í að skýra skákin, aðra
stundina hallaðist hann á sveif með
Helga, en þá næstu sá hann ekkert
nema sigur Alburts og sú varð
raunin á.
Með þessum sigri tók Lev Alburt,
stigahæsti maður mótsins, ásamt
Adorjan frá Ungverjalandi, forystu
á mótinu. Hann hefur hlotið 5 vinn-
inga, en Gurevich, sem á heldur
betri biðskák gegn Burger, gæti náð
honum að vinningum. Sjö skákir
fóru í bið í gærkvöldi og staða
manna er því nokkuð óljós. Helgi
Olafsson er þó enn í einu af efstu
sætunum með 4‘k vinning og getur
enn náð áfanga að stórmeistaratitli.
Haukur Angantýsson bar sigur-
orð af Friðrik Ólafssyni. Sá síðar-
nefndi virtist lengst af skákinni
hafa jafnteflið í hendi sér, en undir
lokin hrjáði tímahrakið Friðrik og
er hann féll á tíma var staða hans
verri. Skák Bajovic og Guðmundar
Sigurjónssonar lauk með jafntefli
og sama er að segja um viðureign
þeirra Adorjans og Jóns L. Árna-
sonar. Jóhann Hjartarson tapaði
fyrir Robert Byrne og skák þeirra
Jóhannesar Gísla Jónssonar og
Margeirs Péturssonar fór í bið,
staða Margeirs var heldur vænlegri.
Schneider vann Ivanovic í
skemmtilegri skák, sem hér fer á
eftir.
Hvítt: Boris Ivanovic, Júgóslavíu.
Svart: Lars Ake Schneider, Svíþjóð.
1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4,
4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Bg5 —
e6, 7. I)d2 — a6, 8. (HH) — Bd7, 9. Del
— Be7,10. f4 — h6, 11. Bxf6 — Bxf6, 12.
e5, — Be7, 12. Rf5 — exf5, 14. exd6 —
Be6, 15. dxe7 — Dxe7, 16. g3 — 0-0, 17.
(I.jósm. KAX).
Jafnt í skáksalnum sem utan hans var það skák Alburts og Helga Úlalssonar, er aui aiia athygli manna.
Alburt vann Helga og
hefur tekið forystuna
X.REYKJAVIKUR
SKÁKMOTIÐ
Bg2 — llacS, 18. Df2 — Rb4, 19. Hhel
— Hxc3, 20. bxc3 — Rxa2+, 21. Kb2 —
Rxc3, 22. Hd4 — Dc5, 23. De3 — Hc8,
24. Dd3 — Da5, 25. He5 — Ra4+, 26.
Kcl — Rc5, 27. Hxc5 — Hxc5, 28. Bf3 —
Hc3. Hvítur gaf.
Staðan á mótinu að loknum
sex umferðum er þessi:
1. Lev Alburt USA 5
2. -3. Helgi Ólafsson og Schneider
Svíþjóð 4 'k
4.-5. Gurevich USA, Burger USA 4
og biðskák.
6.-9. Adorjan Ungverjalandi, Jón L.
Árnason, Robert Byrne USA, Knut
Helmers Noregi 4.
10, —13. De Firmian USA, Sahovic
Júgóslavíu, Abramovic Júgóslavíu,
Wedberg Svíþjóð 3 'A og biðskák.
14.—18. Ivanovic Júgóslavíu, Zalts-
man USA, Haukur Angantýsson,
Bischoff V-Þýzkalandi, Sævar
Bjarnason Vk.
19,—21. Shamkovic, USA, Kogan,
USA, Horvath, Ungverjalandi 3 og
biðskák.
22.-26. Jóhann Hjartarson, Kaizauri
Svíþjóð, Guðmundur Sigurjónsson,
Bajovic Júgóslavíu, Iskov Danmörku 3
vinningar.
27.—31. Höi Danmörku, Margeir Pét-
ursson, Forintos Ungverjalandi, Jó-
hannes Gísli Jónsson, Kráhenbuhl
Sviss 2'k og biðskák.
32.—41. Friðrik Ólafsson, Kuligowski
Póllandi, Westerinen Finnlandi,
Kindermann V-Þýzkalandi, Frey
Mexíkó, Hilmar Karlsson, Elvar Guð-
mundsson, Grúnberg V-Þýzkalandi,
Leifur Jósteinsson, Stefán Briem 2'k.
41.—43. Benedikt Jónasson 2 og bið-
skák.
44.-46. Savage USA, Karl Þorsteins,
Júlíus Friðjónsson 2.
47.-48. Goodman Englandi, Dan
Hansson 1 'k og biðskák.
49.—50. Róbert Harðarson, Ásgeir
Þór Árnason 1 'k.
51.—53. Magnús Sólmundarson, Jónas
P. Erlingsson, Jóhann Örn Sigur-
jónsson 1.
54. Jóhann Þórir Jónsson 'k og bið-
skák.
— áij.
4. umferð:
Haukur tap-
aði slysalega
FJÓRÐA umferð Reykjavíkurskák-
móLsins, sem tefld var á laugardag, var
umferð mikilla sviptinga og ólíkt
skemmtilegri heldur en líflítil þriðja
umferðin síðastliðinn fimmtudag.
Helgi Ólafsson lagði Kindermann að
velli í skemmtilegri skák. Þegar Þjóð-
verjinn lagði niður vopnin stóðu öll
spjót á honum og Helgi hafði hótanir á
hraðbergi. Jón L. Árnason tefldi sömu-
leiðis mjög vel og vann Savage.
Laugardagurinn var ekki dagur ís-
lenzku stórmeistaranna því Friðrik
tapaði fyrir Svíanum Wedberg og
Guðmundur fyrir Adorjan frá Ung-
verjalandi. Haukur var kominn með
betri stöðu gegn Kogan, en fann ekki
rétt svör við hótunum andstæðings-
ins og tapaði skákinni slysalega.
Margeir var með svart gegn De
Firmian og þáði jafntefli er Banda-
ríkjamaðurinn hafði orð á slíku eftir
aðeins 10 leiki. Jóhann Hjartarson
stóð sig vel og vann Krahenbuhl frá
Sviss.
ÍJrsIit í 4. umferðinni urðu
þessi:
Ivanovic - (íurevich 0-1
Forinlou - Schneidcr 0-1
llc*lj(i ÓlafsMin Kindcrmann 1-0
Alhurl - WesUTÍncn 1-0
Wedherg - Fridrik ()lafs.son 1-0
Adorjan (iudmundur Sij;urjóns.s<in 1-0
llelmers - Byrne •/r'/j
Burger - Shamkovic 1-0
Ik* Firmian - Marjjeir PéturuMon '/r'/j
llaukur Anganlýason Kojjan 0-1
Ahramovic - Kulij;owski 1-0
Mednis - Kais/auri 0-1
Sahovic - (ioodman 1-0
Jón L Árnason Savajje H)
Jóhann lljartarson - Krahenbuhl 1-0
Leifur Jósteinsson - Horvath (H
/altsmann - ('. Ilöi 1-0
Hischoff - Ásjjeir I*. Árnason 1-0
Iskov - Sævar Kjarnason 0-1
Júlíus Kridjónsson Bajovic 0-1
Klvar (•uómundsson - Ifilmar Karlsson 1-0
Jóhannes (tísli Jónsson - Karl Porsteins 1 r' 2
(■runberg - Benedikt Jónasson ' r' i
Jóhann ()rn Sij»urjónsson - Krey 1 r* i
Jónas I*. Krlinjf.sson - Majjnús Sólmundarson 1-0
Jóhann l»órir Jónsson - Stefán Briem (H
Hóbert llaróarson - l)an llansson |-0
— áij
5. umferö:
Gurevich missti
þráðinn og Helgi
gekk á lagið
HELGI Ólafsson vann sigur gegn
Bandaríkjamanninum Gurevich í 5.
umferð, sem tefld var á sunnudag, á
Reykjavíkurskákmótinu. Helgi átti
lengst af undir högg að sækja, en Gur
evich missti þráðinn í endataflinu og
Helga tókst að knýja fram sigur og
náði forustu eftir 5 umferðir, með 4'k
vinning.
„Ég hélt ég væri lengst af að berj-
ast við að ná jöfnu. Gurevich hafði
betri stöðu lengi, en ég held að hann
hafi leikið af sér í 30. leik þegar hann
ákvað að fara út í endataflið og drap
riddara minn á d7. Raunar var ég
smeykur við þennan leik, en eins og
skákin tefldist kom í ljós, að þetta
reyndist rangt mat og frípeð mín á
b-línu gerðu gæfumuninn. Gurevich
þekkti byrjunina vel og greinilega
gjörþekkti hana, en réð ekki við stöð-
una í lokin," sagði Helgi Ólafsson í
viðtali við blaðamann Mbl.
Kemur frammistaða þín hér þér á
óvart, eftir fremur slaka útkomu á
svæðamótinu í Danmörku?
„Ég var í sjálfu sér ekki óánægður
með taflmennsku mína í Danmörku,
en það háði mér að ég hafði teflt lítið
á alþjóðlegum skákmótum um nokk-
urt skeið. Nú hins vegar finnst mér
mótið í Danmörku hafa komið mér
að góðum notum, en auðvitað er
ómögulegt að segja til um framvindu
mála hér. Ég læt hverri skák nægja
sína þjáningu, ef svo má að orði kom-
ast,“ sagði Helgi.
ílrslit skáka í 5. umferð
urðu:
(■urevic - llelgi Olafsson 0-1
Schneider - Alburt 0-1
Wedberg - Adorjan '/r'/*
Kogan - Burger 0-1
Byrne - Abramovic ' r'/i
Margeir IVMursson - Ivanovic (H
De Firmian - Forintos 1-0
Kindermann - Sahovic 0-1
Jón L. Arnason - /altsman I ()
llorvalh - llelmers ’/rVi
Kaus/uari - Jóhann lljartarson x/rV,i
Friðrik Olafsson - Kischoff 1 r'/i
Shamkovic - Klvar (iuðmundsson lO
Weaterinen - Bajovic ’/r'/i
Sævar Bjarnason - llaukur Angantýsson 1 r'*
(iuðmundur Sigurjónsson - Mednis X/rx/1
Kulijjowski - læifur Jósteinsson IO
Stefán Briem - Höi 0-1
Asjjeir l»ór Árnason Jóhannes Jónsson 0-1
(ioodman - Kenedikt Jónasson biðskák
Savajje Jónas I*. Krlinjjsson 1 r'/2
Krahenbuhl - Kólwrl llarðarson IO
Karl l»orsieins - lskov (H
Frey Júlíus Friðjónsson IO
Majjnús Sólmundarson - (irunberjj 1 r' *
llilmar Karlsson Jóhann ()rn IO
I)an llansson - Jóhann l»órir biðskák
Lev Alburt, Bandaríkjunum, vann
næsta auðveldan sigur á Svíanum
Schneider og er ljóst, að hann verður
Helga skeinuhættur. Jón L. Árnason
var eini íslenzki titilhafinn, fyrir
utan Helga, sem vann á sunnudag.
Hann sigraði Zaltsman nokkuð ör-
ugglega, en hins vegar tapaði Mar-
geir fyrir Ivanovic, lék af sér manni
undir lokin. Guðmundur Sigurjóns-
son gerði sitt þriðja jafntefli og í
öllum tilvikum hefur hann verið
herzlumun frá því að sigra og að því
leyti óheppinn; kannski situr hið
langa og stranga mót í Danmörku
enn í honum. Vantar neistann til að
nýta betri stöðu til vinnings. Mikil
spenna var undir lokin í viðureign
hans við Mednis og lentu báðir í
miklu tímahraki. Klukkan féll á
Mednis, en þegar leikirnir voru tald-
ir kom í ljós að þeir höfðu leikið 48
leiki, en tímamörkin eru við 45 leiki,
svo Mednis slapp með skrekkinn, en
Guðmundur hafði mjög saumað að
Bandaríkjamanninum, án þess þó að
finna vinningsleið í tímahrakinu.
- H.Halls.
Úrslit í
6. umferð
ÚRSLIT í sjöttu umferð:
Alburl - llcljji
Burjjcr - (iurevich
Adorjan - Jón L.
Ivanovic - Schncidcr
Abramovic - De Firmian
Sahovic - Wedberjj
Jóhann - Kyrne
llorvalh - Shamkovic
llöi - Kojjan
llelmers - Kaiszauri
llaukur - Friórik
ZalLsman Kulijjowski
Bischoff - Westerinen
Kajovie - (iuómundur
Jóhannes (.ísli - Margeir
Forinlos - Krahenbuhl
Sævar - Kindermann
Mednis Savajje
Benedikt - Frey
Iskov - (.oodman
Jónas IV llilmar
Klvar - Karl
(irunlHTj; - Ásgeir
lx*ifur - Maj;nús
KóImtI Stefán
Jóhann Örn - Dan llansson
Jóhann l*orir - Júlíus
l-ö
biðskák
1 r' 2
0-1
biðskák
biðskák
0-1
hiðskák
biðskák
1-0
1-0
1-0
1-0
'r'í
biðskák
hiðskák
1-0
1-0
'r'/j
1-0
'r'j
' r'/j
1-0
10
0-1
0-1
0-1
Sýning handrita og
í Bandaríkj unum
bóka
Eftir dr. Jónas
Kristjánsson^ for-
stöðumann Árna-
stofnunar
Nokkrar umræður hafa að
undanförnu orðið í Morgunblað-
inu um hugsanlega sýningu ís-
lenskra handrita í Pierpont
Morgan bókasafninu í New
York. Ritstjóri Morgunblaðsins,
Matthías Johannessen, hefur
verið svo elskulegur að bjóða
mér rúm í blaðinu til að gera
stutta grein fyrir aðdraganda
þessa máls, og fyrir mínu sjón-
armiði sérstaklega.
Segja má að við Islendingar
höfum einkum tvenns konar
skyldur gagnvart hinum gömlu
handritum sem okkur hafa bor-
ist heim frá Danmörku. Okkur
ber að varðveita þau svo vel sem
kostur er, fyrir öllum bráðum
háska og fyrir þeirri hægfara
eyðingu sem tíminn vinnur á öll-
um hlutum. Og okkur ber að
hagnýta handritin með ýmsum
hætti. Við gerum úr garði nýjar
útgáfur sem byggðar eru á hand-
ritunum sjálfum, og þessar út-
gáfur eru síðan undirstaða undir
fræðilegum rannsóknum, alþýð-
legum lesútgáfum og þýðingum
á erlend mál. Við gefum út
ljósprentaðar eftirmyndir
sjálfra handritanna. Við höldum
handritasýningar þar sem inn-
lendum og erlendum gestum
gefst kostur á að skoða handritin
með eigin augum. Við hlynnum
að rannsóknum á tungu okkar,
bókmenntum og sögu, og leit-
umst við að veita öðrum þjóðum
hlutdeild í þeirri miklu auðlegð
sem í handritunum er fólgin.
Ég leyfi mér að halda því fram
að við höfum rækt vel þær skyld-
ur sem heimkoma handritanna
leggur okkur á herðar. Reist var
nýtt handritahús með fullkomnu
geymslurými. Traustir gæslu-
menn vaka yfir handritunum
allar nætur og helga daga. Sett
var á fót öflug rannsóknastofn-
un með sérhæfðu starfsliði. Út-
gáfubækur Árnastofnunar eru
nú komnar á þriðja tug, auk
nokkurra ljósprentana. Nú hefur
verið tekin upp sú nýbreytni að
ljósprenta hin fegurstu forn-
handrit í réttum litum, og
standa þær útgáfur jafnfætis því
besta sem gert er í heiminum á
þessu sviði.
Svo sem flestum lesendum
þessa blaðs mun kunnugt stend-
ur til að hafa mikla norræna
sýningu í Bandaríkjunum á
hausti komanda. „Scandinavia
today" á hún að heita — hvort
sem öllum mun þykja það rétt-
nefni. í lauslegum tengslum við
þessa samnorrænu sýningu
munu síðan vera fyrirhugaðar
sérsýningar frá hverju landi.
Heyrt hef ég að í öndverðu væri
um það rætt að kynna á hinni
íslensku sýningu bókmenntir
okkar og myndlist frá fornöld til
nútíðar. Síðar virðist þessi sér-
sýning hafa skroppið nokkuð
saman, og er nú ætlunin að ein-
skorða hana við kynningu forn-
bókmennta okkar og við kynn-
ingu hinna elstu íslensku prent-
uðu bóka. Ekki veit hvar sú
hugmynd er í öndverðu upp kom-
in að hafa handrit til sýnis á
hinni íslensku bókmenntasýn-
ingu, en tilmæli bárust mér
munnlega frá þáverandi fulltrúa
utanríkisráðuneytis í fram-
kvæmdanefnd sýningarinnar. ís-
lensk handrit hafa ekki fyrr ver-
ið send til sýningar erlendis, og
má því segja að hér sé um nokk-
urs konar prófmál að ræða. Þyk-
ir mér því rétt að gera stuttlega
grein fyrir því hversu háttað
hefur verið sendingum og lánum
íslenskra handrita milli landa
fram til þessa.
Meðan íslensku handritin voru
í Kaupmannahöfn voru þau jafn-
an lánuð greiðlega hingað til
lands til fræðilegra nota. Sama
máli gegndi um íslensk handrit í
Stokkhólmi, en á þessum tveim-
ur stöðum voru mest söfn fornra
íslenskra handrita. Eftir að
handritin tóku að berast heim
hefur sömu stefnu verið fram
haldið um lán til fræðilegra af-
nota; en ég hef hin síðari ár beitt
mér fyrir því að hætta ekki hin-
um dýrmætustu handritum milli
landa nema brýna nauðsyn beri
til, svo sem vegna hinna vönduðu
ljósprentana sem nú er unnið að
hér á landi og fyrr er getið. í
stað handritasendinga leysum
við vandann með samvinnu milli
stofnananna í Reykjavík og
Kaupmannahöfn eða með því að
senda fræðimennina sjálfa milli
landa.
Stundum voru íslensk handrit
send frá Kaupmannahöfn til
sýninga í öðrum löndum, og skal
ég nefna tvö dæmi þess. Sumarið
1966 var Biblíusýning í Háskóla-
bókasafninu Osló. Þar var meðal
annars til sýnis handritið AM
227 fol., eitt hið fegursta forn-
handrit íslenskt sem til er,
Stjórnarhandritið sem dr. Selma
Jónsdóttir hefur fjallað um í sér-
stakri bók. Þarna lá þessi dýr-
gripur langtímum saman í and-
dyri safnsins, gæslulaus að því
er virtist, í heldur veigalitlum
trékassa. Ólíklegt þykir mér að
handritið hafi verið léð til þess-
arar sýningar án vilja og vitund-
ar þáverandi forstöðumanns
Árnastofnunar í Kaupmanna-
höfn, Jóns Helgasonar.
Nokkrum árum síðar var hald-
in í Stokkhólmi mikil sýning ís-
lenskra handrita sem þangað
voru léð frá Kaupmannahöfn.
Óhætt er að segja að sum þau
handrit sem þar voru sýnd voru
ekki valin af verri endanum. Allt
fór það vel, og hefur væntanlega
„Það er skodun mín að
íslensk handrit megi
stöku sinnum, og að
fullnægðum tilteknum
skilyrðum, hagnýta
sem sýningargripi,
einnig í öðrum lönd-
um. Skilyrðin eru fyrst
og fremst þau að
fyllsta öryggis sé gætt
og aldrei séu lánuð þau
handrit sem teljast
verða mestir kjörgrip-
I)r. Jónas Kristjánsson.
orðið Svíum til nokkurs fróð-
leiks.
Varðandi hina fyrirhuguðu
sýningu í New York langar mig
að taka fram eftirfarandi atriði:
1. Þetta er íslensk sýning, haldin
að frumkvæði íslenskra
stjórnvalda og kostuð af þeim
að mestu leyti. Tilmæli bárust
mér frá utanríkisráðuneyti,
eins og fyrr segir, og síðan
bárust stjórnarnefnd Árna-
stofnunar skrifleg tilmæli frá
menntamálaráðuneyti um að
fela stofnuninni og starfs-
mönnum hennar að gera til-
lögur um gerð sýningarinnar í
samráði við stjórnarnefndar-
aðila „Scandinavia today
1982". Samkvæmt þessum til-
mælum höfum við stofnun-
armenn gert drög að tillögum
um handrit til sýningar, og
þegar sú skrá verður fullbúin
mun hún verða lögð fyrir rík-
isstjórnina til samþykktar eða
synjunar.
2. Pierpont Morgan-bókasafnið
hefur verið valið til að annast
sýninguna af íslenska sendi-
ráðinu í Washington. Safn
þetta hefur mikla reynslu í
sýningarhaldi, og hafa þar
iðulega verið sýndir ýmsir
kjörgripir heimslistarinnar,
fengnir frá Evrópulöndum.
Við höfum kynnt okkur vand-
lega allar aðstæður og þær ör-
yggisráðstafanir sem safn
þetta viðhefur varðandi flutn-
ing og varðveislu sýningar-
gripa. Óhætt er að staðhæfa
að þær eru svo fullkomnar
sem best. verður á kosið.
3. Til sýningar verða ekki valin
nein þau handrit sem dýrmæt-
ust má telja, svo sem Flateyj-
arbók, Konungsbók eddu-
kvæða, Skarðsbók Jónsbókar
eða Reykjabók Jónsbókar.
Forstöðumaður safnsins,
Charles Ryskamp, annast
persónulega um skipulag þess-
arar sýningar, enda hefur
hann lesið íslenskar fornsögur
við Yale-háskólann á yngri ár-
um og hrifist mjög af þeim
sem vænta má. Hann hefur nú
komið hingað til lands og er
fullkomlega ánægður með þau
handrit sem valin verða til
sýningarinnar, skilur vel það
sjónarmið okkar að lána ekki
hina mestu kjörgripi. Flest
þau handrit sem valin verða
eru Jónsbókarhandrit, en
Jónsbók er til í hinum mesta
fjölda uppskrifta, eldri og
yngri; enginn veit gjörla tölu
þeirra, enda mörg í einkaeigu,
en stundum er giskað á um
það bil 250 handrit alls.
4. Auk þess að kynna íslenskar
fornbókmenntir verður sýn-
ingin helguð landnámi Græn-
lands og Vínlandsferðunum.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að þar eigum við íslend-
ingar undir högg að sækja, að
fá viðurkennt að það voru ís-
lenskir menn sem unnu þau
miklu afreksverk. Við opnun
sýningarinnar mun einmitt
verða haldið erindi um þetta
efni.
5. Charles Ryskamp hefur í
hyggju að bjóða til New York
öllum þeim sem kenna ís-
lensku eða íslenskar bók-
menntir við háskóla í Banda-
ríkjunum og Kanada. Mun það
verða til uppörvunar þeirri
kennslu og gæti orðið vísir að
nánari samvinnu þessara há-
skólakennara.
Að lokum vil ég segja þetta:
Það er skoðun mín að íslensk
handrit megi stöku sinnum, og
að fullnægðum tilteknum skil-
yrðum, hagnýta sem sýningar-
gripi, einnig í öðrum löndum.
Skilyrðin eru fyrst og fremst
þau að fyllsta öryggis sé gætt og
að aldrei séu lánuð þau handrit
sem teljast vera mestir kjörgrip-
ir.
Það sem hér hefur sagt verið
eru mínar skoðanir, en ég tala
ekki fyrir hönd samstarfamanna
minna við Árnastofnun. Mig
grunar að sumir þeirra muni
vera enn tregari til handritalána
en ég, þótt þeir hafi á húsþingi
okkar viljað verða við þessum
tilmælum íslenskra stjórnvalda.
Greinargerð vegna fyrirhugaðrar sýn-
ingar á íslenskum handritum í New York
Hluti af starfsemi Árnastofn-
unar hefur verið að kynna íslensk
handrit á sýningum sem haldnar
eru árlega á vegum stofnunarinn-
ar í Árnagarði. Einnig hafa hand-
rit nokkrum sinnum verið lánuð á
sýningar innanlands, þegar þótt
hefur tryggt að gætt væri fyllsta
öryggis. Með því hefur stofnunin
viljað auðvelda almenningi að
kynnast handritunum af eigin
sýn. Engu að síður er það vilji
starfsmanna að handritin fari
sem minnst úr húsi stofnunarinn-
ar, enda ætti öryggi þeirra að vera
þar best tryggt. Áf þessum sökum
hefur verið lagst gegn lánum á
sýningar erlendis.
Samkvæmt Lögum um Stofnun
Árna Magnússonar á íslandi 29.
maí 1972, nr. 70, heyrir stofnunin
undir menntamálaráðherra, „en
undir ríkisstjórnina um varðveizlu
og umsjón með handritum þeim og
skjalagögnum, sem til íslands
verða flutt frá Danmörku, sbr. 2.
gr.“ Starfsmenn stofnunarinnar
hafa fullan skilning á því að
stjórnvöld telji æskilegt að íslensk
handrit séu kynnt almenningi á
aðgengilegan hátt og þá jafnvel í
einstaka tilfelli með lánum á sýn-
ingu erlendis, ef tryggt þykir að
þar sé gætt fyllsta öryggis bæði
við flutning handrita og á meðan á
sýningu stendur. Jafnframt er
auðsætt að það getur ekki verið
ósk okkar að handrit séu lánuð til
sýningar út af stofnuninni, enda
höfum við aldrei átt frumkvæði að
áætlun í þá veru.
Bjarni Einarsson,
Einar G. Pétursson,
Hallfreður Örn Eiríksson,
Jón Samsonarson,
Ólafur Halldórsson.