Morgunblaðið - 16.02.1982, Page 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
Skagamenn áttu yngri flokk-
ana en TBR einokaði þá eldri
FJÖLMENNASTA badmintonmótið
í ísland.ssögunni til þessa fór fram á
Selfossi um helgina — Unglinga-
meistaramót Islands. Þátttakendur
á mótinu voru 200 talsins frá 11 fé-
lögum. Fríður flokkur ungra Akur-
nesinga setti sterkan svip á mótið,
en þaðan komu rúmlega 50 kepp-
endur.
í ávarpi, sem formaður Bad-
mintonsambands Íslands, Rafn
Viggósson, flutti við setningu
mótsins á föstudagskvöld sagði
hann m.a. að badminton væri
vandasöm íþrótt, sem krefðist
mikils af þeim, sem hygðust ná
langt í henni. „Sigur er ekki aðal-
atriðið, heldur hitt að sýna
drengilegan og góðan leik,“ sagði
Rafn. Þá lét hann þess einnig get-
ið að líkast til yrði framtíðin sú að
unglingameistaramótinu yrði
skipt í tvennt. Þátttakan væri orð-
in slík, að illmögulegt væri að
halda keppnina alla á sama stað. ,
Eins og undanfarin ár var það
barátta Akurnesinga og TBR, sem
setti mestan svip á keppnina.
Hefðin var í engu rofin að þessu
sinni. Akurnesingar höfðu betur í
tveimur yngri flokkunum — hlutu
7 gullverðlaun á móti 3, en TBR
hafði algera yfirburði í tveimur
eldri flokkunum og hirti öll gull-
verðlaunin, 10 að tölu. Þessi félög
eru óneitanlega í nokkrum sér-
flokki, en það sem mest er um vert
er, að íþróttin virðist vera að ná
meiri fótfestu víðs vegar um land
en verið hefur.
Fjölmargar viðureignanna voru
stórskemmtilegar. Úr flokki
þeirra yngstu er sérstaklega
minnisstæður leikur þeirra Bertu
Finnbogadóttur, ÍA, og Ástu
Kristjánsdóttur, TBV, sem Berta
vann af geysilegu harðfylgi. Lítil
og tággrönn, en með keppnisskap-
ið í lagi. Sömuleiðis var innbyrðis
viðureign Akranesstrákanna í úr-
slitum tvenndarleiksins minnis-
stæð og var ekki laust við að tár
hrytu af hvörmum þeirra, sem
biðu nauman ósigur.
Þau Árni Þór Hallgrímsson, ÍA,
og Guðrún Júlíusdóttir, TBR, voru
í nokkrum sérflokki í flokki meyja
og sveina og sömu sögu má segja
um Snorra Ingvarsson, TBR, í
flokki drengja. Snorri varð þre-
faldur meistari og sýndi mikið ör-
yggi í leik sínum.
Stjarna mótsins var þó óumdeil-
anlega Þorsteinn Páll Hængsson,
TBR. Stórkostlega góður spilari,
sem þegar er farinn að ógna þeim,
sem hingað til hafa talist í sér-
flokki í íþróttinni. Keppnisskap
hans er með ólíkindum og líkt og
Kínverjarnjr lætur hann aldrei
sjá nein svipbrigði í keppni. Jafn-
vel í hinni æsispennandi síðari
lotu viðureignar hans við Skaga-
manninn Þórhall Ingason, sem
velgdi honum hressilega undir
uggum og virtist um tíma ætla að
fara með sigur af hólmi í lotunni,
lét hann mótlætið ekki hafa áhrif
á sig. Beit á jaxlinn og vann upp
forskotið og tryggði sér sigur.
Breytti stöðunni úr 9—11 í 15—11
eftir að hafa verið kominn í 9—2.
Stórskemmtilegur leikur.
Minnisstæðasti leikur mótsins
er þó líklegast viðureign þeirra
Gunnars Björnssonar og Elísabet-
ar Þórðardóttur, TBR, gegn Þór-
dísi Edwald og Indriða Björns-
syni, TBR. Oddaleik þurfti til að
skera úr um hvort parið færi í úr-
slitin og þrátt fyrir fádæma
keppnishörku þeirra Þórdísar og
Indriða urðu þau að lúta í lægra
haldi, 17—18, eftir upphækkun.
— SSv.
„Næsta ár verður
miklu erfiðara“
- segir Þórdís Edwald, íslandsmeistari
í einliðaleik telpna
„ÞETTA var auðveldur leikur,"
sagði Þórdís Edwald, sem sigraði
mótherja sinn, Karitas Jónsdóttur
frá Akranesi, átakalítið í úrslitaleik
einliðaleiks telpna. „Ég fékk meiri
mótspyrnu í öðrum leikjum á mót-
inu,“ sagði hún sallaróleg og virtist
ekki sérlega uppveðruð yfir sigrin-
um, enda orðin keppnisvön vel.
„Ég held ég sé búin að stunda
þetta í ein 6 ár ... látum okkur
sjá ... já, síðan ég var 9 ára. Það
var nú líkast til mest vegna þess
að TBR-húsið var reist skammt
frá þeim stað er ég bý í Álfheim-
unum að ég fór að stunda þetta.
Húsið hefur gerbreytt allri að-
stöðu hjá TBR því við getum feng-
ið að æfa þar svo að segja hvenær
sem er dagsins."
— Hvað þarf góður badminton-
spilari að hafa til að bera?
„Hann má að sjálfsögðu ekki
vera of rólegur. Hann þarf að vera
gæddur keppnishörku, en þó ekki
þannig að hann gangi um æpandi
og öskrandi. Svo er það gamla
mottóið að gefast ekki upp þótt á
móti blási."
— Finnst þér þú fá of litla mót-
spyrnu eins og t.d. í þessu móti?
„Já, hún var ekki mjög mikil
núna, en það kemur til af því að ég
er á eldra árinu í mínum flokki.
Næsta ár verður þetta miklu erf-
iðara því þá geng ég upp og verð í
flokki með mörgum sterkum stelp-
um,“ sagði Þórdís, en var þar með
rokin þar sem hún þurfti að keppa
í tvíliðaleiknum með stöllu sinni,
Ingu Kjartansdóttur.
— SSv.
Þórdís Edwald, TBR, haföi
yfirburöi í einliðaleik
telpna.
„Námið vill stundum
sitja á hakanum 4
- segir þrefaldur íslandsmeistari í
piltaflokki, Þorsteinn Páll Hængsson
„ÞAÐ ER fyrst og fremst mikil æf-
ing,“ sagði stjarna unglingameist-
armótsins, Þorsteinn Páll Hængs-
son, TBR, er undirritaður sveif á
hann, eftir að hann hafði tryggt sér
þriðja gullið á mótinu, og spurði
hann hvað lægi að baki slíkum ár-
angri.
Þorsteinn Páll á ekki langt að
sækja hæfileikana. Foreldrar hans,
Hængur Þorsteinsson og Hanna
Lára Pálsdóttir, voru bæði í fremstu
röð í íþróttinni þegar þau voru upp á
sitt besta og að sögn Þorsteins var
það einmitt fyrir þeirra tilstuðlan
fyrst og fremst, að hann hóf að iðka
badminton.
„Ég fór með þeim á æfingar oft
og iðulega og auðvitað kom að því
að ég fór að leika mér í þessu.
Pabbi leiðbeindi mér mikið fram-
an af, en síðan hafa þjálfarar TBR
tekið við. Ég æfi núna daglega og
svo verður að vera ef árangur á að
nást.“
Þorsteinn vakti mikla athygli á
mótinu fyrir fádæma yfirvegun á
leikvelli, skapfestu og öryggi. „Ég
reyni að vera ekki með nein læti í
þessu — það hefur ekkert upp úr
sér og reyndar finnst mér leiðin-
legt þegar menn láta þannig."
Skyldi enginn leiði sækja að
mönnum, sem æfa sína íþrótt af
kappi dag hvern? „Jú, vissulega
kemur stundum upp þreyta, en þá
reynir maður að sleppa úr 2 dög-
um eða svo til að jafna sig. Ég er
búinn að vera í þessu af krafti síð-
an ég var átta ára, þannig að ég er
farinn að læra nokkuð á sjálfan
mig.“
— Hvað með námið?
„Það vill stundum sitja á hakan-
um — það gerir ekkert. Mér finnst
skemmtilegra að æfa badminton
en að vera í skóla og ánægjan er
það sem gerir það að verkum að ég
stunda íþróttina af svo miklu
kappi.“
Berta Finnbogadóttir, ÍA,
sigraöi í einliöaleik táta af
geysilegu harðfyigi.
Þorsteinn telur sig eiga um 80
gullverðlaun úr mótum undanfar-
inna ára — þar af ein 11—12 frá
íslandsmótum. Gerir hann sér
vonir um að velta þeim bestu af
stallinum? „Eðlilega geri ég mér
vonir um það, en líkast til verður
þess enn að bíða um nokkurn
tíma. Ef heppnin er með mér gæti
ég kannski komist langt á ís-
landsmótinu í ár.“
— í hverju getur sú heppni fal-
ist?
„T.d. því að lenda ekki á móti
Brodda," sagði Þorsteinn og
brosti. — SSv.
Gullverölaunahafarnir á unglingameistaramótinu á Selfossi. I
Unglingameistaramótið í badmii
Þannig lauk viðureigr
HÉR Á EFTIR fara úrslitin úr Unglingameistaramótinu í badminton, sem
lauk á Selfossi um helgina.
HNOKKAR — TÁTIJK (12ÁRA OG YNGKI)
KINLIÐALKIKUR IINOKKA
Njáll Kyslpinsson, TBK — Jón B. (iuómundsson, IIMFS, II —I, 11-1.
Tbeodór llervarsson, ÍA — Siguróur Sigursteinsson, ÍA 12-9, 10-12, 12-9.
Karl Yidarsson, ÍA — Arnar (iuðlaugsson, ÍA 11-4, 11-0.
(iarðar Adolfsson, TBK — Sigurður Mýrdal, ÍA 11 -8, 11 -5.
KINLIDALKIKIJK TÁTA
María (iuðmundsdóttir, ÍA — Anna llalldórsdóttir, ÍA, 11-3, 11-7.
Berta Kinnbogadóttir, ÍA — (iuðrún Kyjólfsdóttir, ÍA, 11-10, 11-7.
Vilborg Viðarsdóttir, ÍA — (iunnhildur Magnúsdóttir, UMFS, 11-6, 11-5.
Ásta Kristjánsdóttir, TBV — llnnur llallgrímsdóttir, ÍA, 11-7, 11-6.
TVÍLIÐALEIKIJR IINOKKA
Njáll Kysteinsson, TBR/ (iarðar Adolfsson, TBK. —
Kristján Jónasson, ÍA/ Sigurður Sigursteinss., ÍA, 15-5, 15-4.
Jón Birgir (iuðmundsson/ Finnur (.uðmundsson, IJMFS —
Theodór llervarsson/ Sigurður Mýrdal, ÍA, 15-3, 15-6.
Kósant Birgisson/ Oliver l'álmason, ÍA —
Bjarki (iuðlaugsson/ Arnar (iuðlaugsson, ÍA, 15-3, 15-4.
Karl Viðarsson/ Ingi Steinarsson, IA —
TVÍLIÐALKIKIJR TÁTA
Vilborg Viðarsdóttir/ Berta Finnbogadóttir, ÍA —
(iunnhildur Magnúsdóttir/ Sigríður (ieirsdóttir, UMFS tölur vantar en þær fyrrnefndu unnu.
Ásta Kristjánsdóttir, TBV/ Hulda Björk Stefánsdóttir, TBV —
Agústa Andrésdóttir/ Andrea lljálmarsdóttir.ÍA, tölur vantar en þær fyrrnefndu unnu.
Júlía Sigursteinsdóttir/ Anna llalldórsdóttir, ÍA —
TVKNNDARLKIKUR
Njáll Kysteinsson/ Birna Petersen, TBR —
Jón B. (iuðmundsson/ (iuðrún Sigurðardóttir, UMFS, 15-12, 15-2.
Sigurður Mýrdal/ (iuðrún Kyjólfsdóttir, ÍA —
Logi (iuðmundsson/ Stella Sigvaldadóttir, ÍA, 15-2, 15-0.
(iarðar Adolfsson, TBK/ Júlía Sigursteinsdóttir, ÍA —
Þröstur Ilallgrímsson/ Unnur Ilallgrímsdóttir, ÍA 15-7, 15-2.
MKYJAR — SVKINAR (Í2—14 ÁKA)
KINLIDALKIKUK SVKINA
Bjarki Jóhannesson, ÍA — Ilermann Olafsson, IISK, 11-8, 7-11, 11-4.
Pétur Lentz, TBR — Pórhallur Jónsson, ÍA, 9-11, 12-10, 11-4.
Árni l*ór Hallgrímsson, ÍA — Sigurður Ilarðarson, ÍA, úrslit vantar, en Árni vann.
Ilaraldur Hinriksson, ÍA — llaukur Finnsson, Val, úrslit vantar, en Haraldur vann.
Bjarki Jóhannesson, ÍA — Pétur Lentz, TBR, 9-11, 11-2, 11-1.
KINLIDALKIKUK MKYJA
(iuðrún Júlíusdóttir, TBR — llafdís Böðvarsdóttir, ÍA, 11-5, 11 — 1.
Ásta Sigurðardóttir, ÍA — Auður Kyvindsdóttir, Val, 11-3, 11-4.
TVÍLKIÐALKIKUR SVKINA
Haraldur Hinriksson/ Bjarki Jóhannesson, ÍA —
Ármann Porvaldsson/ Georg Sigurðsson, TBR, 15-0, 15-2.
(iuðmundur Bjarnason/ Leó Sigurðsson, TBR —
Pétur Kristjánsson/ Porsteinn Baldursson, ÍA 15-3, 15-3.
Pórhallur Jónsson/ Sigurður Már llarðarson, ÍA —
Valgeir Magnússon/ Kristján Kristjánsson, Víkingi, 10-15, 15-10, 15-4.
Stjarna mótsins var tvímælalaust Þorsteinn Páll Hængsson
sem sýndi fádæma yfirvegun og keppnisöryggi.