Morgunblaðið - 16.02.1982, Page 28
36
MORGUNÉLAÖIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
Björgvin Júníusson
Akureyri - Minning
FæddUr 24. janúar 1919
Dáinn 8. fcbrúar 1982
„Gísli minn. Það er aðeins
þrennt sem ég hef alltaf nóg af:
tími, peningar og góð ráð. Gjörðu
svo vel, hvar sem er, hvenær sem
er.“
Þetta var viðkvæði vinar míns,
Björgvins Júníussonar, allar þær
stundir sem við unnum saman.
Þær stundir urðu margar og án-
ægjulegar. Minningin um þær
vermir, þegar hrollur dauðans fer
um mig við hið sviplega fráfall. Eg
trúi þessu naumast enn. Ég get
ekki enn farið inn í útvarpshúsið
við Norðurgötu. Hann var svo
óskaplega lítið dauður alla tíð, svo
snarlifandi, svo góður og glaður,
viljugur og máttugur.
Það var honum líkt að kveðja
snöggt. Ekkert hik, ekkert hangs,
alltaf reiðubúinn. Hann stóð og
féll á hólmi. Hann fór frá skyldu-
störfum sínum við upptökuna til
að tendra Ijós. Hann hafði margt
ljósið tendrað um dagana. Hann
hvarf við ljósgjöf á vit ljósgjafans
mikla.
★
Björgvin Júníusson var einn
þeirra manna sem allt virðist
geta, sami snillingurinn til munns
og handa, sálar og líkama. Líklega
hef ég kynnst honum fyrst, þegar
við störfuðum saman að KA-
kabarettinum fyrir svo sem 25 ár-
um. Hann sýndi töfrabrögð, og
hann tók allan kabarettinn upp á
segulband, svo að nú er hann hluti
af hinu mikla og dýrmæta spólu-
og segulbandasafni sem hann
hafði geymt af einstakri kost-
gæfni. Þetta safn hefur ómetan-
legt gildi fyrir sögu Akureyrar og
reyndar landsins alls.
Margar þjóðsögur ganga af
snilld Badda við töfrabrögðin.
Menn horfðu dolfallnir og berg-
numdir á, þegar hann sagðaði
sundur konur og lét hunda hverfa.
Einn slíkra hunda varð svo mikið
dýrðardýr austur á Vopnafirði, að
við átrúnað jaðraði, þegar hann
kom í leitirnar!
★
Björgvin var einn af frumherj-
um skíðaíþróttarinnar á Akureyri,
óþreytandi að vinna félagi sínu,
KA, bæ sínum og landi sínu. Her-
mann Stefánsson menntaskóla-
kennari minnist Björgvins svo í 25
ára afmælisriti KA:
„Björgvin Júníusson, sem fyrst-
ur ruddi brautina, kunni vel að
halda á spilunum í keppni, segja á
þau og spila úr. Hann flýtti sér
með gát, enda skapið ávallt þjált
og glatt, ekkert sem truflaði.
Fyrst var að skoða svigbrautina á
keppnisstað, það gerði hann betur
en nokkur annar, og hann var
furðu fljótur að læra brautina og
meta, gera sér grein fyrir hættun-
um, koma auga á gildrurnar og
muna samhengið. Hann var ætíð
mjög kvikur, við öllu búinn, leikn-
in fjölhæf, enda naut hann sín
best og naut þess mest ef brautin
var fjölbreytt; hólar, gil, öldur,
hryggir og hliðum skemmtilega
fyrir komið ... Slíkir hlutir áttu
vel við Björgvin, enda þarf þá vak-
andi ályktunargreind, skýrleika á
heildaryfirliti og rétt mat á hverj-
um hlut, smáum og stórum. Um-
fram allt lifandi og frjóa hugs-
un ...“
Þeir eðliskostir, sem Hermann
lýsir hér, settu mark sitt og mót á
allt hið fjölbreytilega starf sem
Björgvin Júníusson innti af hönd-
um.
Björgvin horfði ekki fremur en
ella í kostnað eða fyrirhöfn við
iðkun skíðaíþróttarinnar. Hann
keypti sér einu sinni skíði, stafi og
bindingar á 130 krónur og 50 aura,
þegar hann hafði 75 krónur í mán-
aðarkaup. Þetta voru líka einhver
fyrstu svigskíði með stálröðum
sem keypt voru til íslands.
Framaferill Ejörgvins á skíðun-
um verður hér ekki rakinn út í
hörgul, enda langur og sögulegur,
en hámarki sínu náði hann með
þátttöku í heimsmeistaramótinu í
St. Moritz í Sviss veturinn
1946—’47. Þeir félagarnir, Magnús
Bryjólfsson, stóðu sig þar með
sóma og var ekki heiglum hent,
því að í bruni voru þá brautir
lífshættulegar.
Litlu seinna voru þeir félagar á
íslandsmótinu á Kolviðarhóli, en
Magnús gat ekki varið meistara-
titil sinn vegna veikinda. Islands-
meistarabikarinn var á borðinu
við rúmið hans. Björgvin gat
aldrei gleymt kveðjuorðum hans:
„Það er bara eitt sem ég ætla að
biðja þig fyrir, Baddi minn, það er
að bikarinn fari ekki út úr her-
berginu." Nokkrum tímum seinna
gat Björgvin glatt Magnús með
því að bikarinn yrði á sínum stað.
„Það er gaman, þegar hinn sanni
íþróttaandi er þannig, að menn
gleðjist yfir sigrum vina sinna,"
sagði Baddi sjálfur löngu seinna.
★
Ég kynntist Björgvin Júníus-
syni langbest sem tækni- og upp-
tökumanni fyrir ríkisútvarpið.
Þar vann hann ótrúleg þrekvirki
oft við rýran kost og bág skilyrði. í
þessu starfi nutu sin til fullnustu
allir kostir hans. Hann var fyrir
mér almáttugur, gat öllu bjargað,
allt lagað og fegrað. I þessu starfi
var aldrei spurt um tíma eða
fyrirhöfn, allt unnið af lifandi og
logandi áhuga, af keppnisgleði,
vandvirkni og stolti. Hann heyrði
hina smávægilegustu hljóðgalla
sem engir aðrir heyrðu. Hann lá
tímunum saman yfir að lagfæra
minnstu hnökra og mállýti. Færni
hans í þessu efni var með furðu-
legum ólíkindum. „Ömmuskærin"
hrugðust aldrei í klippingu, ef all-
ar aðrar tæknibrellur þraut. Þol-
inmæði hans var takmarkalaus.
Taka upp, taka aftur og aftur,
þangað til öllum líkaði, viðmótið
alltaf jafn elskulegt, og hafsjór
brandara og gamansagna flæddi
yfir menn til þess að létta lundina
og fá þá til að slaka á og tala og
lesa eðlilega. Hann hafði í þessu
starfi mikið listamannsstolt fyrir
sína hönd og mikinn metnað fyrir
þeirra hönd sem „teknir voru upp“
í gamla Stúdíó I í Borgarbíói eða
Reykhúsinu við Norðurgötu. Þeir
þarna „úti á landi" skyldu fá að
sjá hvað norðanmenn gætu.
Mest þurfti ég að vanda mig hjá
Badda með þættina um islenskt
mál. Honum var móðurmálið
ákaflega hugleikið og kært. Á
þessum þáttum mátti aldrei verða
blettur né hrukka, og nýyrðf lagði
hann mér til af hugkvæmni sinni.
Ég hygg að orð eins og farspjald
og skutbíll sómi sér vel og verði
langlíf.
★
Bágt er ef að Baddi Jún
byrjar nú að eldast,
orti Bjarni frá Gröf, þegar Björg-
vin varð fimmtugur. En Baddi
byrjaði aldrei að eldast. Hann var
síungur og síkvikur til hinstu
stundar.
Björgvin Júníusson fæddist 24.
janúar 1919. Foreldrar hans voru
Soffía Jóhannsdóttir eyfirskrar
ættar og Júníus Jónssonar skóla-
ráðsmaður og bæjarverkstjóri,
ættaður úr Grímsnesi syðra.
Björgvin gegndi fjölmörgum
störfum, svo sem gáfum hans
hæfði. Hann var skíðakennari,
túlkur og leiðsögumaður, forstjóri
efnaverksmiðju, afgreiðslumaður
farþegaflugs á Akureyri, ljósa-
meistari, framkvæmdastjóri
Borgarbíós og síðast en ekki síst,
svo sem fram hefur komið, tækni-
maður og upptökustjóri ríkisút-
varpsins á Norðurlandi.
Björgvin var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Valgerður Þórólfs-
dóttir, fósturdóttir Jens Eyjólfs-
sonar á Akureyri. Þau eignuðust
tvö börn, sem bæði búa á Akur-
eyri, Júníus og Katrínu. Síðari
kona Björgvins er ísafold Jóna-
tansdóttir úr Hrísey. Sjaldan er
ein báran stök. ísafold missti aldr-
aða móður sína tveimur dögum
eftir andlát Björgvins. Friður sé
með þeim öllum og óttaleysi.
★
Vandfundinn væri sá Akureyr-
ingur, og þó víðar væri leitað, sem
lætur eftir sig svo mikið tóm, svo
stórt skarð sem Björgvin Júníus-
son. Hann var nokkurs konar tákn
bæjarins. Flestir, sem til Akur-
eyrar komu, kynntust honum með
einhverjum hætti. Og hann var
góður fulltrúi. Hann var glaður og
hress. Hann skemmti. Hann var
örlátur, síviljugur og snjall. Hann
leysti hvers manns vandræði. Þar
sem aðrir stóðu uppi ráðalausir,
eygði hann ýmsar leiðir færar.
Hann var undir niðri djúpskyggn
dulhyggjumaður og mjög alvöru-
gefinn eins og allir sannir húmor-
istar. Hann vissi lengra en nef
náði. Fátt kom að honum óvörum.
Það ætla ég, að hann væri viðbú-
inn dauða sínum, þótt hann talaði
fátt um slíkt. Honum féll aldrei
verk úr hendi, hann þjónaði,
gladdi og greiddi götu manna
sleitulaust og féll í miðri önn
starfsdagsins, glaður og reifur að
boði fornra heilræða. Engan vissi
ég hans óvildarmann, en óteljandi
voru hinir sem báru honum gott
orð og ólu með sér til hans
fölskvalaust þakklæti.
I einhverjum síðasta útvarps-
þætti sem við unnum að, reyndist
unnt að fá hann til að tala inn á
bandið sitt. Ekki reyndist það létt,
en tókst. Þar segir hann ofurlítið
frá æsku sinni á suðurbrekkunni
með Billa Snorra, Ögga Meistara
og Dedda á Drang. Rödd hans lif-
ir, og Baddi Jún lifir í minningu
okkar og þökk.
„Láti guð honum nú raun lofi
betri“, svo sem sagt var fyrir
mörgum öldum um annan snilling.
Gísli Jónsson
Síðustu dagana í janúar var ég á
Akureyri vegna jarðarfarar,
dvaldist hjá skyldfólki mínu og
heimsótti ekki aðra. Daginn sem
ég kom norður, hringdi Björgvin
Júníusson, kvaðst eiga erindi við
mig, og bað mig að hitta sig að
máli áður en ég færi úr bænum.
Af því varð ekki fyrr en tæpri
klukkustund fyrir brottför. Þá
kom hann til mín rakleiðis úr húsi
útvarpsins við Norðurgötu þar
sem hann hafði verið að vinna,
lauk fyrrgreindu erindi og bauðst
síðan til að aka mér og konunni
minni á flugvöllinn. Þegar ég
kvaddi hann töluðum við um að
hittast aftur áður en langt um liði,
töldum sitthvað mega bíða sem
ekki varð útrætt mál. Liðin var
vika og sólarhring betur frá þeirri
stundu þegar sú fregn barst um
útvarpshúsið á Skúlagötu 4 eftir
símtal að norðan að Björgvin hefði
fyrirvaralaust verið kvaddur í
hinstu för frá starfi sínu í sama
mund og verið var að ljúka hljóð-
ritun þáttar, sem útvarpa átti
kvöldið eftir. Um morguninn hafði
hann verið í símanum og kryddað
spjallið með nokkrum spaugsyrð-
um, svo að ekki var nema von að
okkur þættu skjótt hafa skipast
veður í lofti. En honum var unnað
þess að bíða bana sinn glaður og
reifur eins og eftirsóknarvert er
talið í Hávamálum. Mér var sagt
að hann hefði staðið á tali við ann-
an mann þegar hann hneig niður
örendur.
Kynni okkar Björgvins urðu
mest á síðasta áratug vegna sam-
starfs okkar þó að ég vissi vel hver
hann var á unglingsárum mínum
fyrir norðan. En leiðir okkar lágu
þá lítt saman og aldursmunurinn
var svo mikill að persónuleg kynni
urðu lítil sem engin fyrr en síðar.
Ekki kann ég langt að rekja
ættir Björgvins, en hann var bor-
inn og barnfæddur Akureyringur.
Fæðingardagur hans var 24. janú-
ar 1919. Hann var því nýorðinn 63
ára þegar hann lést og hafði þá
ve-ið kunnur maður í bæjarlífinu
á fimmta áratug. Foreldrar hans
voru hjónin Soffía Jóhannsdóttir
og Júníus Jónsson, sem lengi var
verkstjóri hjá Akureyrarbæ, mikil
sóma- og ágætishjón að dómi
þeirra sem til þekktu. Ungur lauk
Björgvin gagnfræðaprófi frá MA,
en nam síðan bakaraiðn og starf-
aði um hríð í Brauðgerð KEA.
Þegar hann lét þar af störfum
varð hann verksmiðjustóri efna-
gerðarinnar Flóru, en eftir nokkur
ár þar gekk hann í þjónustu Flug-
félags Islands og varð afgreiðslu-
maður þess á Akureyri. Síðasta
áratug og nokkru betur var hann
bíóstjóri Borgarbíós sem templar-
ar reka ásamt Hótel Varðborg við
Geislagötu og var öllum hnútum
kunnugur í rekstri þeirrar mið-
stöðvar. Samtímis var hann
tæknimaður og upptökustjóri
Ríkisútvarpsins á Akureyri og sá
maður sem jafnan var leitað til
um lausn á flestum vanda sem það
þurfti að fá greitt þar úr. Með
fyrri konu sinni, Valgerði Þór-
ólfsdóttur, sem lést á besta aldri,
átti Björgvin tvö börn, Katrínu
húsfreyju á Akureyri og Júníus,
sem er lærður matsveinn og sér
um veitingar og framreiðslu á
Hótel Varðborg. Síðari kona
Björgvins, ísafold Jónatansdóttir,
lifir mann sinn. Tveimur sólar-
hringum eftir lát hans varð hún
einnigað sjá á bak aldraðri móður
sinni, Vilhelmínu, sem fylgir nú
tengdasyni sínum síðasta spölinn,
en með þeim er mér sagt að verið
hafi góð vinátta.
Þegar ég var strákur á Akureyri
og sá Björgvin fyrst bregða fyrir
svo að ég muni, var hann starfs-
maður Flóru. Hann var alþýðlegur
í fasi, léttur í máli og kvikur í
hreyfingum og ég gerði mér fjótt
þá hugmynd um hann að hann
væri röskleikamaður að hverju
sem hann gengi. Sú ágiskun fékk
seinna staðfestingu við nánari
kynni. Af daglegum störfum hans
fóru ekki meiri sögur en gengur og
gerist um þá sem rækja skyldur
sínar af samviskusemi, en þau
voru flest þess eðlis að hann átti
skipti við fjölda fólks sem kynnt-
ist því þá líka hvern mann hann
hafði að geyma. Óhætt mun að
fullyrða að Björgvin hafi verið fé-
lagslyndur og haft ánægju af því
að blanda geði við aðra og hann
var svo lipur í framkomu, gaman-
samur og úrræðagóður, að gott
var með honum að vera enda var
hann vinsæll af samborgurum sín-
um og samstarfsmönnum. Allur
bærinn þekkti Badda Jún, eins og
hann var oftast kallaður heima
fyrir, því að hann kom þar víða við
sögu í þeim greinum sem hann lét
sig varða. Þær voru býsna margar
því að í áhugamálum sínum var
Björgvin ekki við eina fjölina
felldur og því fór fjarri að hæfi-
leikar hans væru einskorðaðir við
þröngt svið.
Frá æskuárum mínum minnist
ég þess að stundum voru haldnar
kabarettskemmtanir eða aðrar
samkomur með svipuðú sniði á
Akureyri til styrktar félagi eða
góðu málefni og upplyftingar í
skammdeginu. Þar var stundum
boðið upp á skemmtiatriði sem
sum hver voru engan veginn dag-
legt brauð. Þeirra á meðal voru
töfrabrögð og sjónhverfingar og
frægasti töframaður bæjarins var
Baddi Jún. Væri hann ekki kynnir
við þess háttar tækifæri og leiddi
fram á sviðið á útlendan töfra-
mann, sem kominn v^r í heimsokn
til þess að leika listir sínar,
framdi Björgvin kúnstirnar sjálf-
ur því að til þess kunni hann nóg
fyrir sér í þeirri grein. Þetta
fannst unglingum hápunktur
skemmtunarinnar. Minnugur þess
bað ég hann tvívegis að stytta mér
og fleirum stundir seinna þegar
mikið lá við og þeim sem héldu að
tal mitt um sjónhverfingalist
Björgvins væri tómur uppspuni
kom hann skemmtilega á óvart. í
annað skiptið urðum við Páll
Ileiðar veðurtepptir fyrir norðan
á dögum „Morgunkaffisins" ásamt
nokkrum öðrum gestum á Hótel
KEA og bjuggum okkur til kvöld-
skemmtun með eftirhermum og
töfrabrögðum sem Björgvin sýndi
við dynjandi lófaklapp og hlátra-
sköll. Og um miðjan september í
hitteðfyrra sat ég ásamt norræn-
um starfsbræðrum mínum fund
sem haldinn var á Akureyri. Vita-
skuld lögðum við leið okkar niður í
Norðurgötu svo að unnt væri að
sýna gestunum fyrstu bækistöð
útvarpsins utan Reykjavíkur og
hvernig breyta má reykhúsi í út-
varpsstöð. Þegar þangað kom beið
okkar dúkað borð þar sem búið
var að raða skálum með bláberj-
um, sykri og þeyttum rjóma
kringum hljóðnemann og fulltrúi
útvarpsins í Norðurlandskjör-
dæmi hélt uppi fjörinu með sjón-
hverfingum af notalegu lítillæti.
Þessi landkynningarherferð
heppnaðist svo vel að afgangurinn
af bláberjunum var fluttur út til
Noregs I blikkdunk sem Björgvin
varð ekki skotaskuld úr að töfra
fram á augabragði.
Hugvitsamlegar sjónhverfingar
og aðra ámóta leiki lærir enginn
nema saman fari fimi og athygl-
isgáfa í góðu lagi og bregður því
ekki fyrir sig nema hann kunni að
kætast með öðrum þegar við á.
Síðasta gamansagan sem Björgvin
sagði mér á Akureyrarflugvelli
um daginn (af því að ég hafði með-
ferðis gamlan rokk), var um kynni
á samkomu sem sagði viðstöddum
einhvern tima á fyrra blómaskeiði
vaggs og veltu að næst ætti að
sýna rokk. Þá gekk maður með
rokk í hendi yfir sviðið og hvarf
síðan að tjaldabaki. Sögur Björg-
vins af þessu tagi voru legíó og
komu flestum í gott skap sem
hann sagði þær, kíminn og íbygg-
inn á svip.
Á yngri árum var Björgvin
landsfrægur skíðagarpur og hafði
yndi af íþróttum og útilifi. Skíða-
íþróttina stundaði hann af vask-
leik og kappi, sigraði í svigi á
Thule-móti í Hveradölum ári fyrir
stríð og varð tvívegis íslands-
meistari í þeirri grein, 1942 og
1947. Seinna árið tók hann einnig
þátt í heimsmeistarakeppninni í
Sviss og hafði sóma af frammi-
stöðu sinni.
Það var áberandi einkenni í fari
Björgvins hve mikinn áhuga hann
hafði á ýmsum tækninýjungum og
framförum og hve mikið kapp
hann lagði á að kynna sér þær,
ekki aðeins sjálfra þeirra vegna,
heldur af því að hugur hans var
nógu frjóar og opinn til þess að
skynja möguleikana sem þær buðu
upp á og breytingarnar sem þær
gátu valdið. Honum þótti gaman
að velta þeim fyrir sér. Það átti
vel við hæfileika hans og hann var
í blóma lífsins þegar öld tækninn-
ar tók fyrir alvöru að breyta lífi
landsmanna. Til þessarar hneigð-
ar hans má rekja þau störf hans
sem hann var orðinn landskunnur
fyrir í seinni tíð, tæknimanns-
störfin fyrir Ríkisútvarpið á Ak-
ureyri. Hann var sjálfmenntaður
maður á sviði hljóðritunar og út-
varpstækni, en sakir áhuga síns og
hæfileika tókst honum að afla sér
svo staðgróðrar þekkingar á því
sem að þessu laut að honum var
jafnan fulltreystandi til vanda-
samra verka. Við kvikmyndasýn-
ingarvélina í Borgarbíói og hljóð-
ritunartækin í Norðurgötu var
Björgvin í essinu sínu og á æsku-
skeiði flugsins fyrir norðan hafa
áhugi hans á tækni og yndi hans
af útilífi áreiðanlega fallið i einn
farveg þegar hann gerðist þar
brautryðjandi í svifflugi með
nokkrum félögum sínum.
Upp á síðkastið hefur verið í at-
hugun hvernig standa eigi að út-
varpsmálum á Akureyri. Um það
vorum við Björgvin að tala þegar
við hittumst síðast, en nú er ljóst
að hann verður ekki lengur með í
ráðum. Fyrir Ríkisútvarpið vann
hann hins vegar svo gott braut-
ryðjandastarf norðanlands, að
honum var það öllum mönnum
fremur að þakka að nú dettur eng-
um í hug að útvarpið leggi þar upp
laupana. Þvert á móti er ætlun
þess að færa út kvíarnar í höfuð-
stað Norðurlands því að betur má
ef duga skal.
Þegar Björgvin tók að sinna