Morgunblaðið - 16.02.1982, Side 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
glaðari, þegar loksins varð af
húsakaupum stofnunarinnar þar
nyrðra og þar kom að honum voru
fengin í hendur tæki, sem voru
viðunandi — til bráðabirgða.
Ég þekkti ekki il annarra starfa
Björgvins en þeirra, er vissu að
Útvarpinu og samstarfi okkar á
þeim vettvangi, en þykist hinsveg-
ar geta fullyrt, að þeir menn er
hann átti viðskipti við, hljóti að
hafa svipaða sögu að segja og sá er
þetta ritar.
Mér þykir sem Akureyri sé
tómlegri bær án Björgvins Júní-
ussonar og hressandi og uppörv-
andi viðmóts hans — hafi hann
kæra þökk fyrir samveruna.
I'áll Heiðar Jónsson
Með viðmóti sínu ávann Björg-
vin Júníusson sér vináttu ótrúlega
margra. Hann bjó yfir mikilli lífs-
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendi-
bréfsformi. I>ess skal einnig get-
ið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru ekki
birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa
að vera vélrituð og með góðu
línubili.
orku og gieði sem honum tókst vel
að miðla öðrum af. Þar sem Baddi
Jún fór var glaðværðin við völd.
Þrátt fyrir gífurlegt annríki virt-
ist manni hann ætíð hafa nógan
tíma og væri hann í tímahraki, þá
gaf hann sér tíma. Hvernig hann
fór að þessu var mér alltaf hulin
ráðgáta.
Ég kynntist Björgvini fyrst að
ráði þegar ég byrjaði að vinna
dagskrárefni fyrir útvarpið. Þá
vissi ég auðvitað ekkert um slíka
vinnu, var algjörlega vankunn-
andi. Það kom þó ekki alvarlega að
sök, því Björgvin leiðbeindi mér,
og betri leiðbeinanda er vart hægt
að hugsa sér. Hann hafði lag á því
að kenna manni mikið án þess að
upphefja sjálfan sig vegna þekk-
ingar sinnar og reynslu. Maður
varð oft ekki var við að hann væri
að hjálpa manni og kenna, hann
gerði það á þann hátt að maður
fékk sjálfstraust. Þannig var
Baddi Jún.
Síðustu ár Björgvins Júníusson-
ar var mikill uppgangur í starf-
semi Ríkisútvarpsins á Akureyri
og ég fullyrði að það var mest
fyrir hans tilverknað. Hann vann
að því máli með ósérhlífni í mörg
ár. I þeim efnum er ómögulegt að
fylla hans skarð. Þar kemur ekki
fnaður í manns stað.
Það er öðrum betur lagið að
segja frá fjölþættu starfi Björg-
vins um dagana. Ég vil aðeins lýsa
þakklæti mínu fyrir alla hjálpina
og snúningana, sem var langt um-
fram það sem skyldan bauð. Ekki
síst vil ég þakka fyrir glaðværð-
ina. Jafnframt hryggir það mig að
hafa ekki þakkað betur fyrir mig
meðan tími var til.
Fjölskyldu Björgvins óska ég
blessunar og huggunar.
Guðbrandur Magnússon
+ Móöir okkar og tengdamóöir.
VALGERDUR HALLSDÓTTIR,
er lést 6. febrúar veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, miöviku-
daginn 17. febrúar, kl. 10.30.
Birgir Erlendsson, Bragi Erlendsson,
Sigrún Theodórsdóttir, Árnína Guólaugsdóttir.
+
VALDÍS G. BJARNADÓTTIR,
andaöist 4. febrúar aö heimili dóttur sinnar, Gaukshólum 2.
Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Elín Sigurbergsdóttir, Hans Þorsteinsson,
Óskar Sigurbergsson, Ljósbjörg Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Maðurinn minn,
JÓHANN SIGGEIRSSON,
Hagamel 25,
andaöist í Landakotsspítala 13. febrúar.
Ásdís Eiríksdóttir.
Eiginmaður minn, faöir okkar og sonur,
ÞÓRÐUR INDRIÐASON,
Keisbakka,
Veröur jarösunginn frá Breiöabólstaöarkirkju á Skógarströnd í
dag, þriöjudaginn 16. febrúar kl. 2 e.h.
Arína Guðmundsdóttir og börn,
Hansína Anna Jónsdóttir.
t
Útför eiginmanns míns, fööur og stjúpföður,
VILHJÁLMS JÓNSSONAR,
vólstjóra,
Álftamýri 48,
veröur gerö frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 17. febrúar kl.
15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líkharstofnanir.
Agatha H. Erlendsdóttir,
og börn.
Minning:
Kristín Jóhannsdótt-
ir frá Goddastöðum
Fædd 4. október 1899
Dáin 6. febrúar 1982
I dag er kvödd mín hjartkær
föðursystir, frú Kristín Jóhanns-
dóttir frá Goddastöðum í Laxár-
dal. Kristín var fyrrum veitinga-
kona, og rak hún ýmsa kunna veit-
ingastaði hér í borg og úti á landi,
með miklum myndarskap, enda
traust og mikilhæf kona og mikill
höfðingi heim að sækja. Mat-
reiðslukona var hún af hjartans
lyst, og hafði unun af. Ef gest bar
að garði, var alveg sama hversu
mikið var á borðum, alltaf varð að
baka pönnukökur líka.
Snyrtimennska skapaði allt um-
hverfi hennar og aðlaðandi fram-
koma og hið hlýja viðmót, sem
alltaf var í fyrirrúmi.
Kristín var ákVeðin kona, hafði
sínar skoðanir -ótvírætt, hún bar
mikla persónu, og var ávallt litið
upp til hennar, enda höfuð ættar-
innar.
Það kemur svo margt upp í hug-
ann á kveðjustund. Þá vil ég fá að
þakka henni af heilum hug allt
það, sem hún var mér, þegar ég
var lítil stúlka. Og hún umvafði
mig með sinni hlýju allt frá
bernsku minni.
Gleymi ég aldrei þeim ófáu ferð-
um, sem ég fór á fund við hana. Þá
fyrst í Breiðfirðingabúð, þar sem
hún var með rekstur. Alltaf var
jafn vel tekið á móti mér, nú, ef
hún var að matreiða, þá sat ég hjá
henni niðri í eldhúsi, og svo sann-
arlega hafði hún tíma fyrir mig,
þrátt fyrir hennar miklu störf, því
margt þurfa börnin að fá að vita
og læra.
Kenndi hún mér að dekka upp
veisluborð og brjóta servíettur
viftubroti, þá hef ég verið svona
átta til níu ára gömul. Frænka
mín var barnakennari og vildi því
eindregið kenna mér lexíurnar, og
” hvað hún var þolinmóð við mig, ég
segi nú bara ekkert annað, því
nemandinn ætlaði bókstaflega
aldrei að komast í gegn um lestur-
inn.
Vegna veikinda blessaðrar móð-
ur minnar, sem látin er fyrir all-
mörgum árum, var alveg sjálfsagt
að hafa litlu frænku með sér á
sumrum á Ferstiklu í Hvalfirði, en
Kristín frænka mín stóð fyrir
sumarrekstri þar í áraraðir.
Hún Kristín frænka min hugs-
aði um mig eins og besta amma.
Gleymi ég aldrei tíu ára afmæli
mínu, er sendibílstjóri bankaði og
spurði eftir afmælisbarninu, rétti
mér stóran pakka í brúnum mask-
ínupappir, þarna var að finna
dúnsæng og kodda, en ekki lét hún
þar við sitja, sjálf kom hún svo
með fallegt lín utan um þessi nýju
rúmföt mín, með útsaumuðum
stöfum nýja eigandans.
Það er svo ótalmargt, sem kem-
ur í hugann.
Frænka mín var afar snyrtileg
kona, geymdi aldrei neitt af heim-
ilisstörfunum, vann allt jafnt og
þétt, sem þurfti að gera hverju
sinni. Þá átti hún sérstakan stól,
sem hún settist jafnan í og vann í
höndum, bæði prjónaði og hekiaði
öllum stundum, sem hún gat. Eru
flíkurnar ófáar, sem bæði ég og
aðrir eiga eftir hana, því hún
hugsaði vel um sína. Sárast þykir
mér, að ég gat aldrei launað henni
fyrir allt það, sem hún gerði fyrjr
mig.
Frænka mín byrjaði að kenna
sér meins sl. vor af þeim sjúkdómi
§em náði svo yfirhöndinni og
slökkti á síðasta lífsneista hennar
aðfaranótt 6. febrúar sl.
Hún barðist af svo miklum
dugnaði, að aldrei var að sjá eða
heyra, að hún óttaðist nokkuð.
Og veit ég, að hún hefur fengið
góða heimkomu fyrir allt það, sem
hún gaf af sjálfri sér.
Þá veit ég að blessaður faðir
minn, sem látinn er fyrir 4 árum,
hefur komið á móti henni og rétt
henni höndina og leitt hana inn í
þann dýrðarljóma sem beið henn-
ar.
Frænka mín fylgdist svo vel
með, þrátt fyrir hennar miklu
veikindi, að hún spurði mig í síð-
asta sinn er ég sá hana, það var á
þorláksmessu, hvernig okkur liði í
nýja húsinu og hún hafði áhyggjur
af því, að það væri kannski of kalt.
Dillandi hlátur geymum við í
hugum okkar, því allsstaðar þar
sem hún var var kátt á hjalia.
Að síðustu vil ég þakka frænku
minni af hjarta fyrir allt það, sem
hún var mér og minni fjölskyldu,
og bið ég góðan Guð að gæta henn-
ar. Sendi ég börnunum hennar,
tengdabörnum, ömmubörnum, og
öllum ástvinum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Anna Ingibjörg Benediktsdóttir
Það var mikil lífsreynsla fyrir
þann, er þetta ritar, að vera ráð-
inn í vegavinnuhóp hins kunna
verkstjóra, Lýðs Jónssonar,
sumarið 1943. Lýði hafði verið fal-
ið að endurbæta veginn í Langadal
við Isafjarðardjúp, kanna mögu-
leika á og jafnframt undirbúa
vegalagningu upp á Þorskafjarð-
arheiði, sem var erfiðasti tálminn
á vegasambandi yfir heiðina.
Ég var samferða hópnum, er
lagði frá Reykjavík sjóleiðina til
Isafjarðar með Esjunni, og þá
kynntist ég fyrst að marki eigin-
konu Lýðs, Kristínu Jóhannsdótt-
ur frá Goddastöðum, sem til mold-
ar er borin í dag.
Öll er þessi ferð mér minnis-
stæð, dvölin á Isafirði, ferðin með
Fagranesi inn Djúpið og dagarnir
á Arngerðareyri, en þar var dval-
ið, þar til lokið var að slá upp
tjaldbúð fremst í dalnum nálægt
ósum Langadalsár.
Það var mikill svipur yfir þeim
hjónum, Lýð og Kristínu, og mað-
ur varð fljótlega var við þá virð-
ingu, er þau nutu, hvar sem þau
komu. Þá voru þau þeim góðu
kostum búin að vera í ríkum mæli
félagslynd, — þannig standa sum-
urin tvö í Langadalnum sem
eitthvað alveg sérstakt í minni
mínu, hvað félagslíf áhrærir. Þar
var spilað, teflt, aflraunir og
íþróttir stundaðar, farið í leiki, út-
reiðartúra, á dansleiki og jafnvel
stiginn dans á staðnum. Allt var
þetta hægt, þótt frítíminn væri sá
minnsti, er ég minnist, þau 12
sumur, er ég var viðloðandi vega-,
fyrirhleðslu- og brúarvinnu. Risið
úr rekkju fyrir klukkan 7 að
morgni og unnið til kl. 7 að kveldi
nema á laugardögum, en þá var
hætt kl. 6. — Þá tóku vörubílstjór-
arnir aldrei krónu fyrir að sel-
flytja allan mannskapinn langan
veg, þótt farnar væru margar
ferðir en kepptust frekar um að fá
að gera það.
Þetta allt hefði ekki verið hægt
án góðs skilnings þeirra hjóna,
Lýðs og Kristínar Jóhanns, því að
þau hjónin tóku þátt í þessu öllu,
eftir því sem aðstæður leyfðu og
voru oft hinn drífandi kraftur að
baki.
— Þessar línur eru til komnar
fyrir það, að er ég frétti lát sóma-
konunnar Kristínar Jóhanns,
streymdu til mín minningar frá
þessum tveim sumrum, þá er bjart
var yfir heiminum og gaman að
vera til. Stríðsgæfan hafði snúist
lýðræðinu í vil og lýðveldi íslands
í sjónmáli, — er sú stóra stund
rann upp var dansað í tjaldbúðun-
um, sem þá voru komnar innar-
lega í Langadalinn. Við höfðum
þegar lagt til atlögu upp heiðina
með frumstæðustu verkfærum,
hökum, járnköllum, skóflum, —
bílarnir komu svo í humátt á eftir,
en hesturinn og kerran dugðu
okkur betur. Það var ótrúlegur
gróandi í öllu, náttúran skartaði
sínu fegursta og er leið á sumarið
var allt krökkt af berjum í hlíð-
inni. Þá tókst flokknum það ótrú-
lega, að ná upp á heiðina að haust-
nóttum, þar lögðust allir á eitt og
starfsorkan var á stundum með
ólíkindum. Öllum leið vel og það er
trúa mín, að þeir er unnu í flokkn-
um og nú eru enn á lífi minnist
þessara tíma fegurðar og heið-
ríkju með mikilli ánægju.
— Ég lét hugann reika til baka
og svo mjög sóttu að mér minn-
ingarnar, að þær létu mig ekki í
friði og fylgdu mér inn í draum-
heima. Var ég hissa, er ég vaknaði,
yfir skýrleika draumanna og kom
hér fram það, sem skáldið ísfirska
orti uppi á heiðinni tveim árum
seinna: „Vegavinnu mætra
manna/minningar í huga geymi.“
Að flokkurinn var svona samstillt-
ur var ekki síst að þakka ágætu
atlæti og viðurgjörningi í tjald-
búðunum en þar stjórnaði Kristín
Jóhanns af þeirri atorku og reisn
að af öllu bar er ég þekkti til þann
tíma er ég starfaði hjá vegagerð-
inni.
Kristín Jóhanns var vel gerð og
glæsileg kona með stóra lund,
hafði sitt fram hávaðalaust en
með einurð og festu. Frá þessum
tveim löngu liðnu sumrum mikilla
tímahvarfa í íslenzkri sögu og at-
vinnuháttum á ég þessari konu
svo ótal margt að þakka. Ríkan
skilning á högum mínum, en ég
var þá óþroskaður og viðkvæmur
stráklingur, er hafði ekki að fullu
náð sér eftir örlagarík veikindi.
Alla tíð síðan hefur mér verið það
ljóst, hve skilningur og rétt teg-
und samúðar fær miklu áorkað í
lífinu er á móti blæs og hve illa
þeir eru staddir, er fá ekki notið
slíkra hlunninda, sem á stundum
jaðra við forréttindi.
Þó að nú séu brátt liðnir fjórir
áratugir og ég hafi lítið samband
haft við Kristínu Jóhanns utan
þess að verða var við góðvilja og
höfðingslund í nálægð og úr fjar-
lægð, — þá þótti mér rétt að rifja
þetta upp, tylia um stund tá við
fótskör minninganna, því að á mig
leggst, að ég eigi þessari konu
drjúga skuld að gjalda. Megi
blundurinn, blakki, stóri, verða
þessari ágætu konu náðugur.
Bragi Asgeirsson
Þegar atvinnutækifærum
bændaþjóðfélagsins íslenzka fór
að fækka um aldamótin síðustu,
flykktist unga fólkið í þéttbýlið í
leit að menntun og atvinnu. Heim-
ilisfólkið, sem eftir varð í sveitun-
um, gat sjaldan stutt þessi ung-
menni til langs náms, og beinir
námsstyrkir voru nær óþekktir.
En þau voru haldin ríkri þekk-
ingarþrá og trúðu á framtíð lands
og þjóðar. Bjartsýni og kjarkur
tókust á við landlæga sjúkdóma og
féleysi. Vissulega urðu ekki allir
sigurvegarar í þeirri viðureign, en
mörg ótrúleg afrek voru unnin í
landi stórra vona. Stuðningur
framsýnna ráðamanna og efna-
manna réði oft úrslitum.
Árið 1918 hélt ung og gáfuð
stúlka, Kristín Jóhannsdóttir, frá
stóru heimili í Dölum til Reykja-
víkur. Lífsdraumurinn var að
ljúka kennaraskólanámi, sem þá
tók tvö ár. En faðirinn, sem varð
ekkill árið áður, gat ekki þrátt
fyrir góðan vilja stutt börn sín til
framhaldsnáms. Kristín, sem var
tápmikil og upplitsdjörf, hélt á
fund Thors Jensens og konu hans
og leitaði stuðnings. Vel mun þeim
hjónum hafa litizt á stúlkuna, því
að þetta reyndist auðsótt mál og
kom fljótt til álita frekara nám í