Morgunblaðið - 16.02.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
39
Danmörku. En hinn mikli vágest-
ur, berklaveikin, átti eftir að
raska glæstum framtíðardraum-
um hinnar metnaðarfullu stúlku.
Kristín Jóhannsdóttir, eða
Kristín Jóhanns, eins og hún kall-
aði sig oft síðar, fæddist að Hróð-
nýjarstöðum í Laxárdal í Dölum 4.
október 1899, frumburður hjón-
anna Ingibjargar Jóhannesdóttur
frá Höskuldsstöðum og Jóhanns
Jóhannssonar frá Saurum. Þau
hjón hófu síðan búskap að Godda-
stöðum hálfu ári síðar, og þar ólst
Kristín upp í fjölmennum systk-
inahópi. Alls urðu börn þeirra
hjóna sjö, öll vel greind og mann-
vænleg. Þau eru auk Kristínar: Jó-
hannes, kaupmaður í Reykjavík,
kvæntur Magneu Halldórsdóttur
(d. 1967), Helga, húsfreyja í
Reykjavík, gift Sophusi Jensen,
bakarameistara (d. 1968), Jóhann,
hárskeri í Reykjavík, kvæntur
Önnu Ólafsdóttur, Guðrún, tann-
læknir í Næstved í Danmörku, gift
Arne Rasmussen, blaðamanni,
Benedikt, innheimtumaður í
Reykjavík (d. 1978), var kvæntur
Guðleifu Ágústu (Lúllu, d. 1966)
Nóadóttur, og Ása, húsfreyja í
Reykjavík, gift Sigurjóni Guð-
mundssyni, forstjóra (d. 1975).
Þetta var fríður systkinahópur
og samhentur, en driffjöðurin alla
tíð á ættingjamótum var Kristín,
elzta systirin. Hún hafði tekið við
heimilinu 18 ára gömul, þegar
móðirin dó úr berklum, og ábyrgð-
arkenndin gagnvart yngri systkin-
unum entist henni út allt lífið.
Kristínu sóttist vel námið í
Kennaraskólanum, og hún dáði
kennara sína, þ.á m. Ásgeir Ás-
geirsson, síðar forseta, og mikla
virðingu bar hún ætíð fyrir skóla-
stjóranum, öðlingnum Magnúsi
Helgasyni. En í lok vetrar gripu
örlögin illilega í taumana, því að
þá fékk Kristín berkla á mjög háu
stigi og var vart hugað líf um
skeið. Varð hún að hætta námi,
áður en próf hæfust um vorið og
leggjast inn á Vífilsstaðahæli.
Ættingjar og vinir voru harmi
slegnir. En svo vel hafði Kristín
stundað námið, að skólastjórinn
bauð henni að setjast í annan bekk
án prófs, ef hún hefði heilsu til.
Hinir færustu læknar og sterk-
ur lífsvilji Kristínar urðu dauðan-
um yfirsterkari og svo fór um síð-
ir, að hún náði heilsu á ný, þótt
hún bæri æ síðan menjar hramms
hins hvíta dauða. Á Vífilsstöðum
kynntist hún vörpulegum, ungum
manni, Lýði Jónssyni, sem einnig
var þar sjúklingur Felldu þau
hugi saman og hófu sambúð.
Fluttust þau fyrst að Goddastöð-
um, en skömmu síðar að æsku-
heimili Lýðs, Bug í Fróðárhreppi á
Snæfellsnesi. Þar dvöldust þau
einn vetur, en fluttust síðan til
Reykjavíkur og áttu þar heima æ
síðan, lengi að Tjarnargötu 8. Þar
gistu oft vinir og ættingjar og
nutu góðs beina. Barngóð var
Kristín með afbrigðum og hliðholl
þeim, sem báru skarðan hlut í til-
verunni.
Lýður hafði lært vegghleðslu og
aðra verklega mennt undir stjórn
hins lagtækasta verkstjóra á Víf-
ilsstöðum. Reyndist þetta honum
hið nytsamlegasta nám, því að
hann átti eftir að starfa hjá Vega-
gerð ríkisins í áratugi. Hann vann
fyrst að lögn Þingvaliavegar á ár-
unum 1927—1929, en verkstjóri
þar var Jónas Stardal. Kristín var
þá með í för, en hún hafði þó
veikzt að nýju og orðið að fara á
hælið 1925. Náði hún sér samt enn
á ný og dvaldi þar ekki lengi. Síð-
an unnu þau hjcr.in saman um
'ángt árabil hjá Vegagerðinni víða
um land, Lýður sem verkstjóri og
Kristín sem ráðskona. Lengst
störfuðu þau á Vestfjörðum, og
þangað réðst ég til Lýðs sem
hestasveinn 12 ára gamall og var
hjá honum mörg sumur.
Vinnutíminn r vegavinni>pjp1; j
þá daga var 'K'|gt £ dag, ^iukku-
tími í mat og tvö 15 mínútna kaffi-
hlé. Urðu menn alls hugar fegnir,
ef snyrtimennið Sigurvin Eyj-
ólfsson, flokksstjóri, gleymdi sér
ögn, þannig að kaffitíminn lengd-
ist um mínútu eða svo! Þá var Lýði
og mikill stuðningur að borgfirzk-
um flokksstjóra sínum, Magnúsi
Jakobssyni, sem var hamhleypa til
allra verka. Þriðji flokksstjórinn
var Hallgrímur Guðmundsson frá
Grafargili í Valþjófsdal, prúður
maður og hagleikssmiður. En í
tjaldborginni var Kristín drottn-
ingin og töfraði fram hinn lysti-
legasta mat úr fábrotnum efnum
fyrir hinn fjölmenna hóp vega-
vinnumanna. Meira að segja
grænmetissalat, sem fátítt var á
þeim tíma. Oft bar gesti að garði
og var þeim ávallt vel tekið og
veittur góður beini, og tíðum
fengu þeir tjaldgistingu. Ótrúlega
vel var séð fyrir andlegri næringu,
því að Lýður lánaði út bækur úr
bókasafni Vegagerðarinnar, en
Magnús las með kynngimagnaðri
röddu kvæði og sögur með kvöld-
kaffinu. Þessi sjálfmenntaði mað-
ur átti það til að lesa úr norræn-
um bókmenntum og jafnvel á esp-
erantó. Þá var Kristínu oft
skemmt og hún hló sínum frísk-
lega og smitandi hlátri, sem ein-
kenndi hana alla tíð.
Ekki fer á milli mála, að dvölin
á hinum gróðurvana, vestfirzku
heiðum sumar eftir sumar hafi
verið lýjandi fyrir Kristínu til
lengdar þrátt fyrir létta lund.
Vissulega voru samgöngusigrar
unnir á Gemlufallsheiði, Breiða-
dalsheiði, Þorskafjarðarheiði og
víðar, og allir, sem hlut áttu að
máli, sáu árangur erfiðis. En veð-
urfarið og einangrunin á stundum
áttu ekki við skaplyndi Kristínar.
Svo fór, að það urðu þáttaskil í
ævi hennar, og þau Lýður slitu
samvistir 1946. Þau hjón höfðu
eignazt þrjú börn, sem þá voru
komin vel á legg. Þau eru: Ingi-
björg, nú búsett í Belgíu, gift John
J. Frantz, eðlisfræðingi, Haraldur,
kaupmaður í Reykjavík, kvæntur
Ólöfu Þ. Sveinsdóttur, og Guðrún,
gift Þorsteini Friðrikssyni, banka-
fulltrúa.
Það sýnir sókndirfsku Kristínar
í lífinu, að eftir skilnaðinn hleypir
hún heimdraganum vel fullorðin
konan og heldur til Kaupmanna-
hafnar með Ingu, dóttur sinni, til
að kynna sér rekstur veitinga-
húsa, og þar vann hún með námi í
tvö ár. Kveikjan að þessari för
mun hafa verið reynsla hennar af
forstöðu fyrir Breiðfirðingabúð
1945—1946. Er hún kom heim aft-
ur, varð henni vel til atvinnu og
vann sannkölluð brautryðjenda-
störf í þessum efnum í Mjólkur-
stöðinni, á Búðum á Snæfellsnesi
og í Leikhúskjallaranum. Á sjötta
áratugnum keypti hún Ferstiklu
og rak þann veitingastað í fimm
ár. Reisn og djörfung einkenndu
öll hennar störf.
En eftir sumar kemur haust.
Þegar Kristín hætti veitingahúsa-
rekstri, fluttist hún um síðir t Há-
tún 10Á, þar sem hún hafði litla,
en snotra íbúð. Sjálfstæð vildi hún
vera til hins síðasta. Nú gat hún
andað léttara eftir starfsama ævi,
heimsótt börn sín og barnabörn og
boðið til sín. En auðum höndum
vildi hún ekki sitja. Prjónaði hún
peysur og heklaði rúmteppi fram á
síðasta dag heilsu sinnar. Alltaf
birti yfir henni, þegar hún fékk
heimsóknir, því að hún var með
afbrigðum gestrisin og hress og
lifði lífinu lifandi.
Kristín fann til mæði á sl.
hausti og leitaði til lækna. í ljós
kom að hún var haldin illkynjuð-
um sjúkdómi. Ágerðist hann
hratt, og andaðist Kristín 6.
febrúar sl. Útför hennar verður
gerð í dag, 16. febrúar, frá Foss-
vogskirkju, og verður aska hennar
samkvæmt eigin ósk sett í leiði
föður hennar í gamlaHdrkjugarð-
inum. Mætti að lokum vitna í ljóð
sveitunga hennar, Jóhannesar úr
Kötlum, sem hún mat mikils: „í
sátt við allt og alla/upphafs míns
til vil ég að lokum falla.“
Blessuð sé hennar minning.
Ásgeir Þór Ásgeirsson
Minning:
Einar Steindórs-
son frá Hnífsdal
Vestfirzkur höfðingi er fallinn.
Kempan Einar Steindórsson frá
Hnífsdal andaðist 6. þ.m. og verð-
ur útför hans gerð frá Hnífsdals-
kapellu í dag. Löngu og merku
ævistarfi er lokið.
Einar Steindórsson var fæddur i
Leiru í Grunnavíkurhreppi í
Norður-ísafjarðarsýslu 20. ágúst
1896, hann var því 85 ára, er hann
lézt. Foreldrar hans voru Steindór
Gíslason, bóndi þar, en síðar bú-
settur í Hnífsdal, og kona hans,
Sigurborg Márusdóttir. Innan við
fermingu fluttist hann með for-
eldrum sínum og systkinum í
Hnífsdal og var búsettur þar,
þangað til fyrir nokkrum árum, að
hann fluttist til fósturdóttur sinn-
ar, Hansínu Einarsdóttur, sem
búsett er hér á Isafirði, og dvaldi
hann í skjóli hennar seinustu ævi-
árin.
Einar stundaði nám í Verzlun-
arskóla Islands og útskrifaðist
þaðan vorið 1920. Minntist hann
skólafélaga sinna og veru sinnar í
Verzlunarskólanum ávallt með
miklum hlýhug. Hann kvongaðist
3. des. 1938 Olöfu Magnúsdóttur
frá Hóli í Bolungavík, traustri og
heilsteyptri konu, sem var honum
samhent í öllu, gestrisin og greið-
vikin, eins og hann var sjálfur.
Þeim varð ekki barna auðið, en ólu
upp tvö fósturbörn, Hansínu Ein-
Látinn er í Reykjavík Þorgils
Bjarnason, sjómaður, og verður
útför hans gerð í dag (þriðjudag)
kl. 10.30 frá Fríkirkjunni.
Þorgils var fæddur að Haga í
Staðarsveit 22. febrúar 1896 og
var því tæpra 86 ára þegar hann
andaðist. Hann átti þrettán systk-
ini, átta bræður og fimrn systur,
svn r.ærri má geta að í mörgu var
að snúast og mikils þurfti við til
bjargráða á heimilinu, enda hóf
Þorgils sjómennsku ellefu ára
gamall með föður sínum vestur á
Snæfellssnesi. Þætti það víst ærin
þrekraun ef lagt væri á drengi á
því reki í dag og raunar engum
bjóðandi.
Nú eru aðeins þrjú á lífi af þeim
Haga-systkinum.
Síðan fluttist Þorgils til Reykja-
víkur og hélt áfram að stunda sjó,
á togaranum Agli Skallagrímssyni
alla skipstjóratíð Snæbjarnar
Stefánssonar, á farskipinu Borg
um nokkurra ára skeið í Spánar-
siglingum og að síðustu hjá Land-
helgisgæslunni og Skipaútgerð
ríkisins. Eftir að hann kom í land
vann hann hjá Áburðarverksmiðj-
unni og var það síðasti vinnustað-
arsdóttur og Guðjón Ágúst Jóns-
son, sem búsettur er á Norðfirði.
Fljótlega eftir að fjölskyldan
frá Leiru settist að í Hnífsdal, réð-
ist Einar sem vikapiltur til Guð-
mundar Sveinssonar, kaupmanns í
Hnífsdal. Eftir það dvaldi hann á
heimili hans og vann við atvinnu-
rekstur hans, þar til Guðmundur
lézt árið 1926. Keypti hann þá
eignir hans og rak útgerð og fisk-
vinnslu í Hnífsdal í nokkur ár,
ýmist einn eða í félagi við aðra.
Um tíma stundaði hann skrif-
stofustörf hér á ísafirði.
Einar Steindórsson gerðist
framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
hússins hf., í Hnífsdal árið 1948 og
stýrði því til ársloka 1976. Það
kom því í hans hlut að treysta
fjárhagslegan grundvöll þess á
erfiðum tímum eftirstríðsáranna
og byggja upp framtíðarrekstur
þess. I þessu starfi naut hann
óskoraðs trausts annarra forystu-
manna Hnífsdælinga, sem allir
sneru bökum saman í þeirri bar-
áttu. Hann var alla tíð manna
áhugasamastur, sívökull í starfi
og lifandi af áhuga að koma í
framkvæmd nýjungum, sem
mættu verða til að treysta þann
atvinnurekstur, sem hann stjórn-
aði á sjó og landi. Eru margar sög-
ur um kapp hans og áhuga á þessu
sviði kunnar víða um land.
Höfuðeinkenni Einars Steindórs-
ur hans.
Þorgils kvæntist 1922 Hólmfríði
Benediktsdóttur, ættaðri frá Eski-
firði. Þau eignuðust tvo syni, Stef-
án Egil, sem andaðist fjögurra
mánaða gamall, og Sigvalda Stef-
án, danskennara. Þá ólu þau hjón
upp sonardéttur sína, Hólmfríoi
Svandísi. Barnabörn þeirra eru nú
fimm.
Þorgils gekk ungur í Sjómanna-
félag Reykjavíkur og reyndist
meðal hinna traustustu félaga í
hverju sem á gekk. Hann gegndi
starfi í stjórn félagsins
1952—1957, átti sæti í fulltrúaráði
þess um langt árabil og sat á
mörgum Alþýðusambandsþingum.
Og þótt hann væri maður hæglát-
ur og seinþreyttur til vandræða
var hann fastur fyrir og stóð eins
og klettur á rétti sjómanna þegar
þess þurfti við, bæði í samningum
og um borð í skipunum.
Hann var traustur Alþýðu-
flokksmaður og kunni. að ITiéía
síarf þess flokks, og alþýðuhreyf-
ingarinnar yfirleitt, fyrir hinn
vinnandi mann og trúði * 'Detri
heim með ff’i’ÖKvæmd jafnaðar-
-ttinunnar. Hann átti í ríkum
sonar í daglegu starfi var þó hóg-
værð og yfirlætisleysi, en bak við
lá sterkur vilji og heilsteypt skap-
gerð. Þegar hann beitti sér, varð
flest undan að láta. Vildi ég gjarn-
an sjá framan í þann mann, sem
hefði neitað Einari Steindórssyni,
þegar hann bað hann „að gera
æskustöðvum sínum greiða". Um
greiða sjálfum sér til handa hefði
hann aldrei beðið. Honum tókst á
starfsferli sínum að gera Hrað-
frystihúsið hf. í Hnífsdal að svo
traustu og öruggu fyrirtæki, að til
er jafnað síðan um heilbrigðan
rekstur.
Þrátt fyrir umfangsmikil störf á
sviði atvinnulífsins, átti Einar
Steindórsson ævinlega stund, til
að sinna málefnum samborgara
sinna. Hann var oddviti hrepps-
nefndar Eyrarhrepps 1922—1925
og aftur frá 1948—1966 og sýslu-
nefndarmaður sama tímabil, auk
fjölda annarra trúnaðarstarfa,
sem hann gegndi fyrir sveitunga
mæli til að bera þá einlægni sem
sterklega einkenndi hina fyrri ald-
ursflokka verkalýðshféýfingar-
innar, bjartsýnn á manninn o»
framtíð hans.
ívýnm mín af Þorgils hófust
þegar ég kom í land 1948 og gerð-
ist starfsmaður Sjómannafélags-
ins. Hann reyndist mér þá ráð-
sína. Öll þessi störf vann Einar
Steindórsson af þeirri einstæðu
samvizkusemi, sem einkenndi öll
hans störf. I áratugi var Einar
óumdeildur héraðshöfðingi
Hnífsdælinga, líf hans og starf
var helgað uppbyggingu atvinnu-
lífs byggðarlagsins og hagsmun-
um þeirra, sem hann var umbjóð-
andi fyrir.
Ég tel mér það mikla gæfu, að
ég skyldi kynnast Einari Stein-
dórssyni, þegar ég var barn að
aldri í foreldrahúsum, og njóta
síðan vináttu hans. Síðar á lífs-
leiðinni átti ég eftir að hafa við
hann langt og ánægjulegt sam-
starf, sem mér er bæði ljúft og
skylt að þakka að leiðarlokum. Ég
hefi umgengizt æðimarga menn,
sem áttu viðskipti og önnur sam-
skipti við Einar Steindórsson á
langri starfsævi. Hefi ég aldrei
hitt nokkurn mann, sem efaðist
um hreinskilni hans, drenglyndi
og heiðarleika í viðskiptum eða
öðrum samskiptum. Dómar
manna um störf hans voru allir á
einn veg. Hann var allra manna
hjálpfúsastur og gestrisinn. Hann
var víðlesinn og fróður, sagði
skemmtilega frá og kryddaði frá-
sögn sína góðlátlegri kímni.
Þegar við Einar áttum síðast tal
saman, hafði hann orð á því við
mig, að senn væru dagarnir uppi,
en engu væri að kvíða í þeim efn-
um. Hann var sama kempan unz
yfir lauk. Að leiðarlokum er gott
að minnast Einars Steindórsson-
ar. Vammi firrður var hann og
vitalaus, skapfestu- og drengskap-
armaður, traustur og vinafastur.
Aldrei flíkaði hann tilfinningum
sínum, en bar í gildum sjóði lífs-
reynslu langrar ævi. Hans líkar
mættu vera fleiri.
Jón Páll Halldórsson
hollur um margt er varðaði kjör
sjómanna á farskipum, en sjálfur
hafði ég verið togarasjómaður.
Met ég mikils kynnin við hann og
þakka vináttu hans og hjálpfýsi.
Aðstandendum sendi ég samúð-
arkveðjur.
Sigfús Bjarnason
Kveðja frá Sjómannafélagi
Reykjavíkur
í desember 1980 voru 14 félags-
menn Sjómannafélags Reykjavík-
ur heiðraðir af stjórn félagsins.
Allir þessir menn áttu það sam-
eiginlegt að hafa sýnt stéttarfé-
lagi sínu mikla alúð og tryggt
starfað í þess þágu á einn eða ann-
an hátt um langan tíma.
Einn þessara manna, sem gerð-
ur var þá að heiðursfélaga, var
Þorgils Bjarnason, en hann gekk í
félagið 1916, einu ári eftir stofnun
þess. Þorgils átti um langan tíma
sæti í stjórn félagsins og trúnað-
armannaráði auk þess var hann
fulltrúi félagsins á fjölmörgum
ASÍ- og SSÍ-þingum.
Um leið og Þorgils Biarno^--j
eru þökkuð ^igingjörn störf í
pagu íslenskrar sjómannastéttar,
biðjum við honum guðs blessunar
og sendum eiginkonu, syni og öðr-
um ástvinum hans samúðarkveðj-
ur.
Guðmundur Hallvarðsson
Þorgils Bjarnason
sjómaður — Minning