Morgunblaðið - 16.02.1982, Qupperneq 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982
... að gefa honum
fyrsta bitann
TM Reg U.S. Pat. Off —alt rights reserved
© 1901 Los Angetes Times Syndicate
Ást er__
Með
morgunkafnnu
Kr þaA nauð.synlegt að þú hafir
verkfærin þín með þér hingað
heim á kvöldin?
HÖGNI HREKKVÍSI
„UOTAPO p£lTA 3ARA
ó£M KJLOSKEKPU'"
Engin mannvera er eii
arlaus og ófæddi mað
Lcsandi skrifar 11. febr.:
„Kæri Velvakandi!
Nýlega var sagt í fréttum frá
legvatnsrannsóknum á konum hér
á landi að því er mér skildist.
Læknar geta nú sagt til um sjúk-
dóma fósturs í móðurkviði. Það
má með sanni segja, að læknavís-
indunum fleygir fram, og er það
þakkarvert. Þó vaknar svolítill
kvíði í sambandi við þetta fram-
faraskref: Verður þetta notað til
að flýta fyrir fóstureyðingum?
Það má ekki verða.
Það er hryggilegra en tárum
taki, að heilum árum skuli vera
gefin nöfn eins og ár fatlaðra og ár
aldraðra og reynt að vinna þessum
bágstöddu þegnum þjóðfélagsins
allt gagn — en á sama tíma er
ótölulegum grúa ófæddra barna
rutt úr vegi. Þau urðu víst á sjötta
hundrað hér á landið árið 1981.
Er von um, að æ fleiri geri sér
grein fyrir, að fóstrið er mann-
vera? Fyrir nokkrum árum var
mjög hamrað á því, lika af hálfu
kvenna, að „konan ætti að ráða
yfir eigin líkama" og hefði því rétt
til að láta eyða fóstri, sem hún
gengi með, ef henni byði svo við að
horfa. Þetta fólk virtist ekki
hlusta á þau rök, að fóstrið væri
allt annað en frumukökkur eða
líffæri í líkama konunnar, það
væri einstaklingur. Sums staðar
erlendis verður þess vart, að fleiri
og fleiri líta svo á, að fóstrið sé
einmitt einstaklingur, og er það
mikið fagnaðarefni.
í sænsku blaði var fyrir nokkru
vitnað til greinar í Newsweek í
sumar, sem leið. Þar staðhæfir
rithöfundurinn George F. Will, að
líffræði og læknisfræði nútímans,
ekki sízt fósturfræðin, hafi valdið
því að gömlu rökin fyrir frjálsum
fóstureyðingum („konan á að ráða
sjálf yfir líkama sínum" o.s.frv.)
séu orðin gjörsamlega úrelt.
Læknar rannsaka fóstrið í æ
ríkara mæli. Það þýðir ekki að
segja við lækna, að þeir séu að
rannsaka líkama konunnar. Þeim
læknum fjölgar, sem líta einmitt á
veika fóstrið sem sjúkling. Er ekki
einkennilegt að segja: „Hlutverk
læknisins er að vernda líf sjúkl-
ingsins (sbr. læknaeiðinn) —
nema hann sé fóstur, þá má stytta
honum aldur?"
Vísindamenn staðhæfa, að í
raun og veru verði hinn fullþroska
„Fóstrið er því einstaklingur, maður, misjafnlega langt á veg kominn. Lif
fóstursins er mannslíf. Réttur fóstursins er frumréttur mannsins, rétturinn
til að lifa og að líf hans sé verndað."
Ekki í samræmi við jafn-
réttishugsjónina
Reykvíkingur skrifar 11.
febrúar:
„Velvakandi.
Mig langar að fara þess á leit
við hinn annars ágæta út-
Hlustandi í Efra-Breiðholti skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að biðja þig um
að koma þeirri spurningu á fram-
færi við útvarpsyfirvöld eða
tæknideild hljóðvarps, hvernig á
varpsmann Pál Heiðar Jónsson,
að hann taki til endurskoðunar
hinn ísmeygilega hæðnistón,
sem hann notar þegar hann hef-
ur viðtöl við konur í ábyrgðar-
því standi, að maður skuli heyra í
Reykjavíkurstöðinni á öllu
FM-sviðinu (og jafnvel á
VHF/UKW-sviðinu)? Ég á viður-
kennt tæki sem ekki er bilað, og
þetta getur því ekki verið því að
kenna."
stöðum, í þætti sínum Morgun-
vöku. Það er í hæsta máta ein-
kennilegt að spyrja konu, sem
vinnur stjórnunarstarf, hvernig
karlmönnum líki að vinna undir
hennar stjórn. Hvenær myndi
sami útvarpsamaður spyrja
karlmann: „Segið mér eitt, Jón,
hvernig líkar konum að vinna
undir stjórn karlmanns? „innan
gæsalappa"." Mér finnst þetta
ekki vera í samræmi við þá jafn-
réttishugsjón, sem ríkir í þjóð-
félaginu í dag eða réttara sagt,
sem við erum að vinna að. Það
hlýtur að vera aðalatriðið,
hvernig viðkomandi manneskja
leysir sitt starf, hvernig viðkom-
andi stendur í stykkinu en ekki
hvort um að er ræða karl eða
konu.
Ég dáist að því jafnaðargeði
sem konur hafa viðhaft. Síðast
nú í morgun hótelstjóri á Húsa-
vík, sem tók spurningum og
hæðnistón útvarpsmanns með
glettni."
Fyrirspurn til tækni-
deildar hljóðvarpsins
Þorri hristir fannafeldinn
Þóra Jóhannsdóttir á Sauðár-
króki hafði samband við Velvak-
anda og bað hann að birta kvæði
um gömlu mánaðanöfnin og upp-
lýsa hver höfundur þess væri: —
Þetta var lesið upp í útvarpsþætti
eftir áramótin og ég kann þó
nokkuð úr því, en þætti gaman að
fá það á prenti.
•
Kvæði þetta birtist í „Staf-
rófskveri með lesköflum" eftir
Hallgrím Jónsson er kom út í
Reykjavík 1933. Það heitir „Árið“
en ekki er höfundar getið og ekki
hefur tekist að grafa upp hver
hann er. Ef einhver getur hlaupið
undir bagga með okkur og upplýst
hver ort hefur væri það vel þegið.
ÁRIÐ
Mörsugur á miðjum vetri
markar spor í gljúfrasetri.
Þorri hristir fannafeldinn,
fnæsir í bæ og drepur eldinn.
Góa á til grimd og blíðu,
gengur í jeljapilsi síðu.
Kinmánuður andar nepju,
öslar snjó og hendir krepju.
Harpa vekur von og kæti,
vingjarnleg og kvik á fæti.
Skerpla lífsins vöggu vaggar,
vitjar hreldra, sorgir þaggar.
Sólmánuður Ijóssins ljóma
leggur til og fuglahljóma.