Morgunblaðið - 16.02.1982, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.02.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 45 is varn- urinn maður til á þeirri stundu, er eggið frjóvgast. Það sem koma skal verður fyrir hendi strax í byrjun. Þróun fóstursins er „prógrammer- uð“ eins og við segjum á ófull- komnu tölvumáli. Arangurinn er ákvarðaður þegar í upphafi. Fóstrið er því einstaklingur, maður, misjafnlega langt á veg kominn. Líf fóstursins er manns- líf. Réttur fóstursins er frumrétt- ur mannsins, rétturinn til að lifa og að líf hans sé verndað. Á hverju grundvallast viðleitnin til hjálpar á árum fatlaðra og aldraðra — og alltaf? Auðvitað á því höfuðsjónarmiði, að þarna er fólk, sem á rétt til lífsins, en að- staeðurnar hamla því, svo að okkur, sem erum í fullu fjöri, ber að létta undir með því, gera líf þess bærilegt, hjálpa því eftir beztu getu, svo að það njóti lífs- réttarins svo sem kostur er. Fóstrið, sem er maður og hefur rétt til að lifa, á að njóta sömu virðingar, umhyggju og atlætis, já, jafnvel meiri, af því að engin mannvera er eins varnarlaus og ófæddi maðurinn, sérstaklega ef fólk grunar, að hann sé eitthvað bæklaður. Vilja nú ekki félög, sem berjast fyrir mannréttindum og mannbót- um ýmiss konar, gerast málsvarar fóstursins, líka þess fatlaða? Ættu fatlaðir menn ekki að vera þar fremstir í flokki? Fóstrið er ein- staklingur, maður. Líf þess er heilagt." Þegar hann blæs „Gestur" kom með eftirfar- andi vísu til Velvakanda og bað um að hún yrði birt í þeirri von að einhver vissi hver væri höf- undur hennar. Ef að vantar varmaróng, vist og heyjaforðann. Þorradægur þykja löng, þegar hann blæs á norðan. Heyannir og hundadagar hlynna að gæðum fróns og lagar. Tvímánuður allan arðinn ýtum færir heim í garðinn. Haustmánuður hreggi grætur hljóða daga, langar nætur. (.ormánuður, grettið tetur, gengur í hlað og leiðir vetur. Ýlir ber, en byrgist sólin, brosa stjörnur, koma jólin. Ekkert prinspóló á við súrblöndu - og súrsaða bringu Jens í Kaldalóni skrifar í Bæjum 4. febrúar. vTil Velvakanda! I dálkum þínum í sunnudags- blaðinu 31. jan. sl. stendur þetta: „Húsmóðir hringdi og bað Vel- vakanda að komast á snoðir um hvar væri hægt að verða sér úti um mjólkursýru til að súrsa með kjötmat. Sagðist hún hafa reynt að nota til þess mysu, sem fæst í búðum, en það hefði ekki tekist. Hefði maturinn úldnað í mysunni á nokkrum dögum og orðið ónýt- ur.“ Þetta er alveg hárrétt niður- staða konunnar. En nú vil ég reyna að leiðbeina þessari ágætu og framtakssömu húsmoður, og öðrum þeim er liðsinnis er vant í þessu efni. Að maturinn verkaðist ekki í sýrunni hjá húsmóðurinni stafar einfaldlega af því að sýran er of ný, efnabreytingar ekki orðið svo sem þurfa. Sýran þarf að bíða nokkurn tíma, frá því hún er skil- in frá í skyrgerðinni, og ruðja sig, sem svo var hér kallað, þ.e. hún þarf að súrna, svo hún verði hæf til þess að geyma í henni mat. En þó að þessi Oddur Helgason hjá Mjólkursamsölunni gefi í þessu tilfelli út þá leiðbeiningu til hús- móður, að öll matvæli núna væru súrsuð í mjólkursýru, eða öðru nafni mysu, er sú leiðbeining síður en svo á faglegum forsendum byggð. Súrsaður matur getur aldrei orðið góður, eða fyrsta flokks, nema súrsaður í súr. En nú er það svo, að erfitt getur verið að fá súr, því heldur er und- > anrennunni hellt niður í þúsunda lítra tali en að búin sé til úr henni súr, og öllu síður að fólki sé leið- beint um það að nota þessa heil- næmu fæðu, sem súrinn í sjálfu sér er, því hann er allra meina bót, ef svo má segja, og hefur bjargað þessari þjóð gegnum aldirnar frá skyrbjúg, hor og allrahanda efna- skorti. En séu börn fljótlega vanin við að borða súr útí hafragraut, og súrmat, þykir hverjum það lostæti alla ævi. En nú skal ég kenna þessari ágætu húsmóður og öðrum sem það vilja, að búa til þann besta súr sem fáanlegur er, og hægt er að gera. Og þá er það Jætta: Fáðu þér plastkút, eins og k’öt er saltað í, farðu svo í mjólkursamlagið og keyptu þér u.þ.b. 30 lítra af undan- rennu í kútinn. Ferð með kútinn heim til þín á einhvern afvikinn stað, þar sem helst er nokkuð hlýtt, 5—10 stiga hiti. Láttu kút- inn standa þar óhreyfðan í hálfan mánuð, þrjár vikur, eða bara mán- uð. Þá á þetta allt að vera búið að ruðja sig. Ef einhver farði er ofan á veiðirðu hann ofan af með fisk- spaða eða ausu, og hendir. Þar undir á svo að vera hrein mysa, eða sýra, eins og þú ætlaðir að súrsa í, en hún er ónothæf til þeirra hluta. Þú hellir þessari mysu niður, eða drekkur hana, ef einhver vill, því hún er holl og góð, en undir mysunni kemur mjalla- hvítur súr, svo góður, að betur er ekki hægt að búa hann til. í þess- um aldeilis ágæta súr getur þú súrsað allt hvað heiti hefur, svo sem svið, lundabagga, bringur, kjöt og allt verður þetta ljúffengt og gott, og getur geymt bæði súr- inn og það af mat sem í hann er látið langt fram á vetur, en því aðeins ef það sé mátulega kalt á súrnum. Hann þarf að geymast á eins köldum stað og nokkur leið er að fá, sem næst frostmarki. Gott að láta súr í plastfötu — láta þar í kjötmeti sem á að súrsa og geyma i ísskápnum, þar sem ekki frýs. Handhægt að taka þar bita í kvöldmatinn. Það var ekki fyrir sóðaskap, að súrsáirnir í gamla daga voru grafnir ofan í skemmugólfin, held- ur vegna þess að niðri í jörðinni er hitabreytingin minnst, hitinn og eða kuldinn jafnastur, og við þær aðstæður geymdist súrmatur ár- um saman jafnvel. Undur súr fún- aði aldrei ílátið, en bestu ílátin undir súrinn eru tréílát, helst eik eða svellharður rekaviður. En súr og súrmatur hefur þann eðlislæga eiginleika frá guði og náttúrunni að vera einn sá hollasti og kjarn- besti matur sem til er. Blöndukút- ur okkar gömlu sjómanna sannar, svo ekki verður um villst, hversu gífurleg næring og hollusta er í sýrunni. Önnur aðferð við að búa til súr er að hita undanrennuna upp í 40 gráður, og setja nokkra dropa af skyrhleypi út í hana og hræra vel í. Það tekur styttri tíma að búa til súrinn með því móti en það er nokkurt vandamál óvönum að stilla í hóf, hvað hleypirinn á að vera mikill. Súrinn í sjálfu sér verður engu betri en fæst örlítið meira af súr úr mjólkinni. En hin aðferðin er svo auðveld og auðskil- in að allir geta meðhöndlað á rétt- an hátt. En súr og súrmatur, guð hjálpi ykkur, þetta er hið mesta lostæti, fljótlegt að grípa til þessa í súr- kútnum, og svo er þetta svo hollur matur, maður lifandi, og munið að kenna börnunum fljótt átið á þessu heilnæmi. Það er ekkert prinspóló á við súrblöndu og súrs- aða bringu. Með bestu óskum til húsmæðra.** The Beach Boys fagna "TenYearsOf Harmony." TEN YI AKSOI HARMONY mcluding Rock And Roll Music Good Timin Sail On Sailor/Come Go With Me It s A Beautiful Day Stórgott tveggja plötu albúm með beztu lögum Beach Boys frá síðustu 10 árum. M.a. lögin „Sall on Sailor“, „Rock and Roll Music“ og „Good Timin“, auk 26 annarra laga. Tvær plötur fyrir verð einnar. Heildsöludreifing itcidorhf Símar 85055 og 85742. MUOMDEILD v35S\KARNABÆR >J| Laugavegt 66 — Gl»sib* — Austtirstr.T'ti r Swm fré Skiptiboröt 85055 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.