Morgunblaðið - 16.02.1982, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.02.1982, Qupperneq 38
V 46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 Sílóið braut uppsláttinn og fcllu fimm mcnn niður með sílóinu. Betur fór en á horfðist — aðeins einn maður var fluttur í slysadeild og fékk hann að fara heim að lokinni aðgerð. Síló féll milli níu manna MIKIL mildi var, að ekki varð stór slys þegar stykki í bómukrana brotnaði með þeim afleiðingum, að síló fullt af steypu féll niður á upp- slátt nýbyggingar málningarverk- smiðjunnar Ilörpu við Hverfisgötu um klukkan 14 í gær. Sílóið, sem vóg um 2 tonn, féll á plötuna milli fimm manna, sem voru við steypuvinnu. Uppslátt- urinn brotnaði og féll sílóið niður á hæð fyrir neðan og mennirnir einnig. Þar voru fjórir menn að vinnu og skall silóið skammt frá þeim. Alls slösuðust sex menn, flestir lítillega. Einn þeirra sem var á neðri hæðinni var fluttur í slysa- deild. Hann skarst í andliti og handleggsbrotnaði. Orsakir óhappsins eru ekki kunnar, en líklegt talið að málmþreyta í bómu kranans hafi valdið óhapp- inu. Akureyri: Helgi Guðmundsson í efsta sæti forvals Alþýðubandalagsins SÍÐARI umferð forvals Alþýðu- bandalagsins á Akureyri lauk um helgina. Efstur varð Helgi Guð- mundsson, 2. Sigríður Stefánsdótt- ir, 3. Katrín Jónsdóttir og jafnir í 4. og 5. sæti urðu Páll Hlöðvesson og Hilmir Helgason. Um 55% af flokksbundnum fé- lögum, sem eru á 2. hundrað , tóku þátt í forvalinum. Úrslitin eru ekki bindandi og reiknað er með að endanlega verði gengið FVKKI umferð forvals Alþýðubanda- lagsins á Selfossi fór fram um helgina og af 50 flokksbundnum félögum tóku 38 þátt í henni. Efstur varð Sigurjón Erlingsson, 2. varð Kolbrún Guðmundsdóttir, 3. frá framboðslistanum und'.r mánaðamótin. Alþýðubandalag- ið á nú 2 fulltrúa í bæjarstjórn, Soffíu Guðmundsdóttur og Helga Guðmundsson, en Soffía gaf ekki kost á sér að þessu sinni. Dagný Jónsdóttir og 4. Þorvarður Hjaltason. Alls komu um 30 nöfn fram í fyrri umferðinni og halda 10 þeirra áfram í síðari umferð, sem verður næsta laugardag. 38 tóku þátt í fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík: Sigurður E. í 1. sæti, Sjöfn Sigurbjörns í 2. - alls greiddu rúmlega SIGURÐUR E. Guðmundsson varð efstur í prófkjöri Alþýðuflokksins í Keykjavík, hlaut 767 atkvæði í 1. sætið og 1.692 atkvæði alls, en Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hlaut 749 atkvæði í það sæti. Sjöfn hlaut hins vegar flest atkvæði samtals eða 1.779 og 1.374 atkvæði í 1. til 2. sætið og bindandi kosningu í 2. sætið. Bjarni P. Magnússon varð í 3. sæti, hlaut 1.139 í 1. til 3. sætið og alls 1.701 atkvæði. í 4. sæti varð Guðríður Þorsteinsdóttir með 1.197 atkvæði í 3. til 4. sæti og 1.612 atkvæði alls. Bragi Jósepsson varð í 5. sæti með 934 atkvæði í 1. til 5. sæti og 1.065 alls. I 6. sæti varð Asta .500 manns atkvæði Benediktsdóttir með 1.304 atkvæði í 5. til 6. sæti og bindandi kosn- ingu. í 7. sæti var Snorri Guð- mundsson með 1.078 atkvæði í 1. til 6. sæti, í 8. sæti varð Grétar Nikulásson með 960 atkvæði, Guð- mundur Haraldsson varð í 9. sæti með 789 atkvæði í 4. til 6. sæti, Skjöldur Þorgrímsson í 10. sæti með 699 atkvæði í 1. til 6., Jón Hjálmarsson varð í 11. sæti með 638 atkvæði í 3. til 6. sæti og 12. varð Marías Sveinsson með 399 at- kvæði í 1. til 6. sæti. Atkvæði greiddu 2.545 en ógild voru 165 at- kvæði. I síðasta prófkjöri Alþýðu- flokksins í Reykjavík greiddu 2.893 atkvæði. Sigurður E. Guðmundsson: Stefnum að því að fá fjóra menn kjörna í næstu kosningum „(•:<; er auóvilað afar þákklátur fyrir þetla mikla traust og stuóning, sem mér var veittur í þessu prófkjöri. Mér er ánægja að geta sagt frá því að þessi prófkjörsbarátta, sem háð var, var mjög drengileg á allan mála eftir því, sem ég bezt vcit. I’ersónulega er ég líka þeirrar skoðunar að það hafi tekizt alveg sér lega vel til, því mér finnst niðurstaða prófkjnrsins gefa nkkur Alþýðuflnkks- mönnum mjög sterkan lista og gntt mannval og því erum við bjartsýn með að fara fram með þennan lista í komandi kosningum," sagði Nigurður K. (luð- mundsson, sem varð í efsta sæti í próf- kjöri Alþýðuflokksins í Keykjavík, er Morgunblaðið ræddi við hann. „Við stefnum þvi alveg hiklaust að því að fá fjóra borgarfulltrúa kjörna í vor, vegna þess að miðað við atkvæða- tölur frá 1978 hefðum við nú 3 menn inni samkvæmt fjölgun borgarfulltrúa í 21 og nú finnst okkur allar aðstæður gefa okkur tilefni til bjartsýni og því getum við gert okkur vonir um að fá 4 menn kjörna og að því munum við örugglega stefna. Mér finnst niður- stöður prófkjörsins sanna það sem ég sagði á fundi hjá Alþýðuflokknum nokkrum dögum áður en prófkjörið fór fram, að ég vænti þess að við kæmum heldur sterkari út úr prófkjörinu held- ur en við færum í það og mér finnst að niðurstaðan sýni að svo hafi orðið." Viðhjá Heimilistækjum hf höfum aldrei boðið ódýrari heimilistæki en einmitt núna! Vegna tollalækkana, sem nýlega tóku gildi, lækkaði útsöluverð nokkurra gerða heimilistækja mjög verulega. Við hjá Heimilistækjum hf. erum reyndar ekki í nokkrum vafa um að verðið er hagstæðara en nokkru sinni fyrr. Þessvegna ætlum við að nefna nokkur dæmi: Philco þvottavélar: Verð frá kr. 6.129.- Philips uppþvottavélar: Verð frá kr. 8.458.- Philips og Philco kæliskápar: Verð frá kr. 3.806.- Philips brauðristar: Verð frá kr. 429.- Philco þurrkarar: Verð frá kr. 5.235.- Philips hrærivélar: Verð frá kr. 1.926.- Philips og Caravell frystikistur: Verð frá kr. 5.998.- Philips ryksugur: Verð frá kr. 1.772.- PS. Tollur á eldavélum lækkaði ekki, en samt kosta Philips eldavélar aðeins frá kr. 3.486.- Kannaðu málið! heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 SÆTÚNI 8 —15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.