Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
Útflutningur — innflutningur 1981:
Seldum mest til
Bandaríkjanna
keyptum mest af V-Þjóðverjum
Ljósm. Mbl. Emilía.
Krá vígsluathöfninni í nýja skátaheimilinu í ger.
Skátar fögnuðu stórafmælum í gær:
Ný skátamiðstöð vígð
ÍSLKNSKIK skátar Tógnudu fjórum stórafmælum um allt land í gær, 22. febrúar. Skátastarf í heiminum er 75 ára
í ár, íslenzkt skátastarf 70 ára, kvenskátastarf á íslandi 60 ára og skipulagt hjálparsveitarstarf hefur verið
starfrækt í 50 ár. 22. febrúar er fædingardagur Baden I’owells stofnanda skátahreyfingarinnar og því alþjóðlegur
hátíðisdagur skáta. íslenzkir skátar minntust þessara tímamóta á margvíslegan hátt, en hæst bar þó vígslu
skátamiðstöóvarinnar nýju við Snorrabraut, en þar hefur á síðustu tveimur árum risið veglegt þriggja hæða hús á
þeim sama stað og gömlu skátabraggarnir stóðu.
Skátafélög og -deildir um allt
land héldu hátíðarfundi og hjálp-
arsveitir skáta stóðu fyrir flug-
eldasýningum í gærkvöldi. Mörg
skátafélög héldu einnig upp á eig-
in afmæli og nýtt skátafélag, það
10. í Reykjavík, var stofnað í
Seljahverfi í Breiðholti. Þá var
ungur Reykjavíkurskáti, Örn
Thomsen, í Skjöldungum í
Reykjavík, heiðraður fyrir björg-
unarafrek, sem hann vann á sl.
sumri.
Margt manna var viðstatt
vígsluathöfnina í nýja skáta-
heimilinu við Snorrabraut í gær,
en húsið er nú tilbúið undir
tréverk. Eigendur þess eru hinar
ýmsu skátadeildir. Á neðstu hæð
verður Skátabúðin til húsa og
Hjálparsveit skáta í Reykjavík
með aðsetur sitt og er hún nú
þegar flutt inn með starfsemi
sína. Á miðhæðinni verður
Bandalag islenzkra skáta, Skáta-
samband Reykjavíkur og Lands-
samband hjálparsveita skáta,
einnig St. Georgsgildin með sína
starfsemi. Á efstu hæðinni verð-
ur skátaheimili Landnema og
Hamrabúa í Reykjavík.
Formaður byggingarnefndar,
Stefán Kjatansson, rakti á hátíð-
inni í gær sögu hússins og gerði
grein fyrir, hvernig það verður
notað. Hann þakkaði einnig öll-
um þeim sem staðið hafa að
byggingunni.
Hann sagði m.a. að fyrsta
skóflustungan hefði verið tekin á
sama tíma fyrir tveimur árum og
væri kostnaður við bygginguna
nú kominn í 5 milljónir króna.
Stór hluti af vinnu við húsið og
hönnun þess hefur verið unninn í
sjálfboðavinnu. í byggingarnefnd
eru auk Stefáns, Jón Mýrdal og
Steindór Ingvarsson.
Páll Gíslason fyrrverandi
skátahöfðingi tók einnig til máls.
Hann óskaði skátum til hamingju
með húsið og einnig óskaði hann
þeim velfarnaðar í starfi. Núver-
andi skátahöfðingi, Ágúst Þor-
steinsson, tók undir orð Stefáns
og Páls og þakkaði gestum kom-
una.
Kvenskátar buðu gestum upp á
skátakakó og rjómabollur, en
gestir voru fjölmargir.
Kjaradómur synjaði BHM
um almenna launahækkun
Breyttar starfsaldurshækkanir metnar á 1,8%. Krafa BHM var um 20% launahækkun
Á ÁRINU 1981 fluttu ísiendingar út
vörur til Bandaríkjanna fyrir rúnr
lega 1361 milljón króna og voru
Bandaríkjamenn stærstu kaupendur
á afurðum okkar á því ári. í öðru
sæti var Bretland, en þangað flutt-
um við út vörur fyrir rúmlega 933
milljónir króna á árinu. í þriðja sæti
var Portúgal, sem keypti af okkur
vörur fyrir 702 milljónir kr. í fjórða
sæti V-Þýskaland, en þangað seld-
um við fyrir rúmlega 420 milljónir
króna. Kimmti stærsti kaupandi út-
flutningsafurða okkar voru Sovétrík-
in, sem keyptu afurðir fyrir 403
milljónir. í sjötta sæti var Spánn
með 243 milljónir og í sjöunda sæti
Ítalía með 209 milljónir.
Pill Sigurgeirsson
Páll Sigur-
geirsson kaup-
maður látinn
PÁLL Sigurgeirsson, fyrrum kaup-
maður á Akureyri, andaðist í Landa-
kotsspítala sl. sunnudag, 86 ára að
aldri.
Páll var fæddur á Stóru Völlum í
Bárðardal 16. febrúar 18%, sonur
Friðriku Tómasdóttur og Sigur-
geirs Jónssonar. Hann fluttist með
foreldrum sínum til Akureyrar
1904, en þar gerðist Sigurgeir mik-
ilvirkur tónlistarkennari. Páll hóf
verzlunarstörf hjá Braunsverzlun á
Akureyri 1911 og starfaði við þá
verzlun til ársins 1932, þar af 4 ár í
Reykjavík. Árið 1932 keypti hann
verzlunina og rak hana á þriðja tug
ára. Árið 1946 stofnaði Páll Vöru-
húsið á Akureyri og rak verzlunina
til ársins 1961. Þá fluttist hann til
Reykjavíkur og bjó þar til dauða-
dags. I Reykjavík vann hann lenst
af hjá NLFÍ.
Eiginkona Páls var Sigriður
Oddsdóttir. Hún lézt árið 1975. Þau
láta eftir sig tvo syni.
STJÓRNARSINNUM í Sjálfstæðis-
flokknum fer fækkandi, samkvæmt
skoðanakönnun Dagblaðsins og Vísis,
sem blaðið birtir í gær. Samkvæmt
könnuninni styðja 21,7% sjálfstæð-
ismanna ríkisstjórn dr. Gunnars
Thoroddsens. Andvígir ríkisstjórninni
reyndust 55,3% vera, og óákveðnir
voru 23,0%.
Hlutfall sjálfstæðismanna í stjórn
og stjórnarandstöðu var fyrst kann-
að í skoðanakönnun í september
1980. Þá voru fylgjandi stjórninni
36,9%, andvígir voru 43,8%, og
óákveðnir voru 19,4%. Enn var fylgi
ríkisstjórnarinnar meðal sjálfstæð-
ismanna kannað í janúar 1981. Þá
fylgdu ríkisstjórninni 49,0%, 36,2%
Ef hins vegar er litið til þess,
frá hvaða löndum við keyptum
mest á árinu 1981 kemur í ljós, að
mestur innflutningur er frá
V-Þýskalandi, en á síðasta ári
keyptum við vörur af þeim fyrir
rúmlega 858 milljónir. I öðru sæti
er Danmörk með 777 milljónir, þá
Noregur með 734 milljónir og Sví-
þjóð með 623 milljónir. Frá Sovét-
ríkjunum keyptum við vörur fyrir
600 milljónir, en í sjötta sæti eru
Bandaríkin, en þaðan keyptum við
vörur fyrir 581 milljón. Sjöundi
stærsti viðskiptaaðili okkar í inn-
flutningi er Bretland með 572
milljónir og Holland með 555
milljónir og í níunda sæti er Jap-
án með 336 milljónir rúmar.
Bein útsending
frá Wembley?
„ÞAÐ KK ekkert leyndarmál, að efst á
óskalistanum hjá mér er að geta sýnt
beint í gegnum Skyggni úrslitaleik
deildarbikarsins enska á milli Totten-
ham og Liverpool 13. marz,“ sagði
Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður
Sjónvarpsins.
Hann sagði, að ákvörðun hefði
ekki verið tekin um þetta mál, en
það yrði væntanlega gert á fundi Út-
varpsráðs á næstunni. Þá sagði
Bjarni, að hann hefði mikinn áhuga
á að sýna úrslitaleik ensku bikar-
keppninnar beint 22. maí og loks
sagðist Bjarni telja sjálfsagt, að
Sjónvarpið opnaði 8.—11. júlí og
sýndi beint frá leikjum Heimsmeist-
arakeppninnar á Spáni.
KJAKADÓMUR synjaði Bandalagi há-
skólamanna um almenna launahækk-
un, en dómur var kveðinn upp síðast-
liðinn sunnudag og gildir hann sem
samningur til næstu tveggja ára. Hins
vegar eru í samningnum ákvæði um
breytingu á flokkatilfærslum og meta
talsmenn BHM þær breytingar til 1,8%
launahækkunar. Krafa BHM var um
20% launahækkun. Viðræður hinna
ýmsu félaga innan BHM og fjármála-
ráðherra um sérkjarasamninga standa
voru andvigir, og óákveðnir voru
14,8%.
í maímánuði voru hlutföllin þessi:
Fylgjandi ríkisstjórninni: 33,5. And-
vígir ríkisstjórninni: 41,2%.
Óákveðnir: 24,7%. — 0,6% neituðu
að svara til um afstöðu sína. Þá var
gerð skoðanakönnun í október 1981,
og reyndust þá 29,7% af stuðnings-
mönnum Sjálfstæðisflokksins styðja
ríkisstjórnina. Andvígir voru 44,9%,
og óákveðnir voru 24,7% og 0,6%
vildu ekki svara. Andstaða sjálf-
stæðismanna við ríkisstjórnina hef-
ur því aldrei verið meiri en nú, sam-
kvæmt skoðanakönnun síðdegisblað-
anna, er rösklega 55 af hundraði
stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks-
ins segjast andvígir henni.
nú yfir, en engir samningar hafa verið
gerðir. Þau mál fara væntanlega til
Kjaradóms í vikunni og á dómur að
liggja fyrir 1. apíl.
Starfsaldurshækkanirnar í hinum
nýja samningi BHM og ríkisins eru
þær, að nú hækka félagar í BHM um
einn launaflokk eftir 13 ár í starfi,
en áður var ákvæðið um 15 ára starf.
Auk þess er bætt við ákvæðum um
að eftir 9 ára starf að loknu háskóla-
prófi hækki menn um einn launa-
flokk og eftir 18 ára starf um einn
launaflokk. Þá er bætt við tveimur
launaflokkum í samningum, en það
fer síðan eftir sérkjarasamningum
hvort raðað verður í þá flokka. Loks
má nefna breytingar á vátrygg-
ingafjárhæðum í slysatryggingum.
„Við gerðum kröfu fyrir Kjara-
dómi um að okkur yrði bætt kaup-
máttarskerðing síðustu fjögurra ára,
en það er ekki fallizt á þá kröfu að
neinu leyti," sagði Már Pétursson,
formaður Launamálaráðs BHM í
samtali við Morgunblaðið í gær. „í
forsendum Kjaradóms kemur fram,
að á samningstímabili okkar, sem nú
er að Ijúka, hefur grunnkaup okkar
hækkað um 9,4% á sama tíma sem
grunnkaup félaga Alþýðusambands
Islands hefur hækkað að meðaltali
um 14,6%. Launahlutfall milli okkar
og meginþorra launþega í þjóðfélag-
inu hefur því raskast um 5,2%,
okkur í óhag, á þeim tveimur árum
sem liðin eru frá því að við gerðum
okkar síðasta aðalkjarasamning árið
1980. Samt sýknar Kjaradómur.
Þetta vekur því meiri furðu þegar
haft er í huga, að í lögum er ráð fyrir
því gert, að ríkisstarfsmenn búi við
sambærilega launaþróun og aðrir
launþegar í landinu. Við búum við þá
sérstöku aðstöðu, að samningstíma-
bil okkar er lögbundið tvö ár og við
höfum ekki verkfallsrétt. Það er því
augljós skylda fjármálaráðherra og
skylda Kjaradóms að láta okkur ekki
gjalda þess, að við höfum ekki og
getum ekki haft hnefaréttinn að
vopni.
I þessum Kjaradómi er að finna
ákvæði um tilteknar starfsaldurs-
hækkanir, sem vissulega eru okkur
til hagsbóta þótt þar sé ekki um
grunnkaupshækkanir að ræða. í for-
sendum dómsins kemur fram, að þau
ákvæði eru tekin inn vegna sam-
bærilegra ákvæða, einkum taxtatil-
færslna, sem samið hefur verið um
hjá ASÍ og víðar frá því að við gerð-
um okkar síðustu samninga 1980.
Starfsaldurshækkanirnar hjá
okkur koma ekki strax til fram-
kvæmda. Önnur þeirra, það er hækk-
un eftir 9 ár, tekur gildi í september
næstkomandi og gildir því aðeins %
hluta samningstímabilsins. Hin
hækkunin, hækkun eftir 18 ár, tekur
gildi 1. marz 1983 og gildir aðeins
hálft samningstímabilið. Þessar
hækkanir gætu samtals vegið llk%
eða svo.
Við gerð sérkjarasamnings hefur
fjármálaráðherra tækifæri til að
koma eitthvað til móts við okkur og
tryggja að við sitjum við sama borð
og aðrir launþegar. í Kjaradómi var
bætt við tveimur launaflokkum og
það er opið að raða inn í þá. Við
treystum því í lengstu lög, að okkur
sé sýnd sanngirni. Við biðjum aðeins
um leiðréttingar í áttina til sam-
ræmis við það, sem þegar hefur verið
samið hjá öðrum.
Til þessa hafa félög í BHM ekki
gert neina sérkjarasamninga —
enda var þess varla að vænta fyrr en
við vissum hvað í aöalkjarasamn-
ingnum stæð|,“ sagði Már Pétursson
að lokum.
Hjúkrunarfræðingar:
Sáttatillaga
var felld
Hjúkrunarfrædingar, sem starfa
hjá Reykjavíkurborg felldu sáttatil-
lögu í kjaradeilunni við borgina
með miklum mun. Atkvæði voru
talin á laugardag og sögðu 219
hjúkrunarfræðingar nei, 3 sögðu já,
2 seðlar voru auðir og ógildir. 252
hjúkrunarfræðingar voru á kjör-
skrá. Langflestir þeirra, eða tæp-
lega 200, starfa á Borgarspítalan-
um.
Á miðvikudag hefur verið
boðaður samningafundur
Reykjavíkurborgar og hjúkrun-
arfræðinga hjá sáttasemjara
rikisins. Hjúkrunarfræðingar,
sem starfa hjá Reykjavíkurborg,
hafa boðað til verkfalls og kemur
það til framkvæmda næstkom-
andi sunnudag takist samningar
ekki áður.
Skoðanakönnun Dagblaðsins og Vísis:
55,3% sjálfstæðismanna
andvígir ríkisstjórninni