Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 14
14 —■ 'i ■ ^ ' ' " * ' '' ' ' 1 ■ ■11 ' ' ■ ■ ■ ■ — i MORGilíjBijiíÖlÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2& FEBRÚÁR 1982 VEGNA mistaka hefur dregist að birt væri hér í Morgunblað- inu, frásögn af blaðamanna- fundi Hins íslenzka bók- menntafélags, sem haldinn var í tilefni útkomu hins mikla rit- verks Eiríks Jónssonar um „Rætur íslandsklukkunnar'*. Af sömu ástæðu hefur einnig dregist að birt væri viðtal blaðamanns Morgunblaðsins við Eirík um verk hans, en það birtist síðan eitt sér í blaðinu á sunnudag. Viðtalið er því birt aftur, um leið og frásögnin af blaða- mannafundinum birtist hér. Er Eiríkur Jónsson beðinn vel- virðingar á mistökunum, og einnig biður Morgunblaðið II ið íslenzka bókmenntafélag afsökunar á því hve dregist hefur að birta meðfylgjandi efni. r Bók um „Rætur IslandskTúkkunnar“: ast texta Íslandsklukkunnar og túlka hann.“ Á blaðamannafundinum var Eiríkur að því spurður, hvort á sínum tíma hafi legið beint við, að hann birti niðurstöður sínar í Lesbók Morgunblaðsins, eða hvort annað hefði komið til greina. „í sannleika sagt var nokkur tregða á því að fá þetta útgefið," sagði Eiríkur, „en Morgunblaðið tók mjög fúslega við þessu efni til birtingar. — En um tregðu ann- arra á að gefa þetta út vil ég að- eins segja eins og Jón Hreggviðs- son: „Það er ég ekki að rifja upp í öðrum sóknum“!“ Á fundinum kom einnig fram, að ekki hefur áður verið gerð við- líka úttekt á verkum Laxness, og raunar ekki á verkum annarra höfunda. Eina verkið, sem er til í líkingu við bók Eiríks, er á dönsku, mun minna verk, um Hallgrím Pétursson. Tvær rit- gerðir hafa þó verið ritaðar um Islandsklukkuna, þar sem vikið er að því sama og Eiríkur gerir, en það eru ritgerð Jóhanns Gunnars Ólafssonar í Helgafelli 1943 og rit- gerð Helga J. Halldórssonar í bók- inni Á góðu dægri, Afmæliskveðju til Sigurðar Nordal 1951. — Einnig grein Peter Hallbergs í Árbók Landsbókasafns íslands 1956 til 1957. Verk sitt hefur Eiríkur unnið einn, og án aðstoðar eða samráðs við Laxness, sem á hinn bóginn veitti leyfi til að lesin væru yfir handrit hans að Islandsklukkunni, sem varðveitt eru í Landsbóka- safni. „Forsenda þessa verks er fyrst og fremst lestur á íslands- klukkunni," sagði Eiríkur, „en hana hef ég verið að lesa meira og minna frá því hún byrjaði að koma út 1943, eða í tæp 40 ár. Fyrst verður maður að vita svona ÚT ER KOMIÐ á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags ritið Rætur íslandsklukkunnar eftir Eirík Jónsson, þar sem fjallað er um aðfóng Halldórs Laxness í skáldverkið íslandsklukkuna. Hluti verks Eiríks hefur áður birst í Lesbók Morgunblaðsins. í riti sínu sýnir Eiríkur fram á hver er hlutur sögulegs og bókmenntalegs veruleika í skáldverkinu, hvernig aðsótt efni er samsamað sögunni og því fengið nýtt hlutverk og ný Er hin nýja bók var kynnt á blaðamannafundi var dreift fréttatilkynningu, þar sem meðal annars segir svo: „Ljóst er að höf- undur hefur ekki aðeins kannað ítarlega sagnfræði sögutímans, heldur einnig bókmenntir frá því skeiði. Þangað sækir hann efnis- atriði og fyrirmyndir en leitar þó víðar fanga, í sígildum ritum forn- aldar, íslenzkum fornsögum, munnmælasögum, verkum frá síð- ari tímum — jafnvel sínum eigin — og auk þess í myndlist. Efnivið þennan skráir hann í minnisbæk- ur sem liggja fyrir þegar samning merking. hefst. Fram kemur að orðfæri og stíll íslandsklukkunnar hefur að verulegu leyti mótast af rituðum fyrirmyndum sem orðið hafa skáldinu sem vitar á siglingaleið. Einnig er að nokkru lagt mat á gildi „sagnfestu" bæði hvað snert- ir einstakar persónur og atburða- rás. Óhætt er að fullyrða að þetta sé umfangmesta heimildakönnun af þessu tagi sem gerð hefur verið á íslenzku skáldverki og er ritið ein- stætt að því leyti. Bókin er rúmar 400 blaðsíður auk fjölmargra mynda sem tengj- Ljósm.: Kmilía Bjórnsdóltir Frá blaðamannafundi Hins íslenzka bókmenntafélags, í tilefni útkomu bók- ar Eiríks Jónssonar um „Rætur íslandsklukkunnar“. Talid frá vinstri: Eirík- ur Jónsson, Sigurður Líndal forseti HÍB og Kristján Karlsson bókmennta- fræðingur. hérum bil hvað í bókinni stendur, áður en tekið er að grafast fyrir um heimildir. Verkið hef ég unnið einn, en þrír menn hafa bent mér á jafnmörg atriði er ég hef kann- að, þeir Steinn Steinarr, Sigurður Þórarinsson og Lýður Björnsson. — Um bókina gæti ég ef til vill sagt, með nokkru yfirlæti að vísu, að ég hafi verið að semja kennslu- bók handa skáldum, um vinnu- brögð í verki af þessu tagi.“ — AH Myndir ýmsar hafa orðið Halldóri Laxness vegvísar í bók hans, svo sem þessi hér af „spænskri treyju“: í íslandsklukkunni segir svo á einum stað: „Ég hefði getað keypt mér líf með þessum grip í margar reisur, en kaus heldur að þola sult og slög í Hollandi, gálga í Þjóðverjalandi og spænska treyu útí Lukkustað." „Ritaðar fyrirmyndir hafa orðið skáldinu sem vitar á siglingaleið“ Skáldverkið tengdara íslensk- um veruleik en margur hugði segir Eirfkur Jóns- son um nýútkomna bók sína, Rætur * Islandsklukkunnar í tilefni útkomu hinnar nýju bókar Eiríks Jónssonar um rætur íslandsklukkunnar, lék blaða- manni forvitni á að fræðast nokk- uð um verkið og tilurð þess, og hitti því höfundinn að máli nú í vikunni. Hluti verksins hefur sem kunnugt er áður birst í Lesbók Morgunblaðsins, en á þeim tíma hefur Eiríkur sagt að dálítil tregða hafi verið á að fá verkið útgefíð. Bókin, sem nú er komin út er 409 blaðsíður að stærð, auk 40 mynda- síðna, þar sem ýmsar myndir eru notaðar til skýringa á aðföngum Halldórs Laxness við ritun fs- landsklukkunnar. Eiríkur var fyrst spurður um tildrög þess að hann tók af graf- ast fyrir um aðföng Islands- kiukkunnar. „Fyrir fjölmörgum árum veitti ég ýmsum textum eftirtekt, sem ég sá að Haildór Laxness hafði notað við samningu íslands- klukkunnar. Ég færði þetta í tal við þá sem voru betur í stakk búnir en ég til rannsóknar, að þetta þyrfti að rannsaka, en það fékk ekki hljómgrunn. Þegar ég varð lektor við Kennaraháskóla Islands fyrir um tíu árum, var hluti af starfi mínu bundinn rannsóknarskyldu. Ég ákvað þá, í samráði við þáverandi rektor skólans, dr. Brodda Jóhannes- son, að kanna þetta viðfangsefni. Ég sá ekki fram á að aðrir myndu rannsaka þetta. Ég ákvað því að reyna það sjálfur. Að þessari könnun vann ég síðan meðan ég var þar í starfi. Rit þetta, Rætur ísiandskiukk- unnar, hefi ég hins vegar að mestu sett saman eftir að ég varð að láta af starfi vegna fötl- unar.“ — Áttir þú samstarf við Hall- dór Laxness um verkið? — Vís- aði hann þér til dæmis leiðina að einhverju leyti, eða sagði þér til vegar á einn eða annan hátt, eða hvernig fannst þú það, sem þú leitaóir að? „í þessari rannsókn fór ég þá leið að nálgast íslandsklukkuna óháð skáldinu að öðru leyti en því að Halidór Laxness veitti mér heimild til að kanna drög sín og handrit að íslandsklukk- unni sem eru varðveitt í Lands- bókasafni. Aðferð mín til leitar að föng- um Halldórs Laxness í þetta skáldverk verður varla læst í formúlu. Fyrst kannaði ég ævi- sögur Árna Magnússonar og bréfasöfn hans, annála, alþing- isbækur og fleira; síðar varð ég að álykta mig áfram ef svo má að orði komast.“ — Er verk þitt, bók sú er nú lítur dagsins ljós, tæmandi, eða væri enn unnt að grafast fyrir um fleiri atriði úr rótum ís- landsklukkunnar? „Rannsókn sem þessari verður seint fulllokið. Hér er því ekki um tæmandi könnun að ræða enda verða vart allar bækuif lesnar með þeirri gát sem þarf ef hafa skal erindi sem erfiði. Efa- laust má finna fleiri föng í skáldverkið en þau sem í þessu riti eru en tæpast mun sú heild- armynd af vinnubrögðum skáldsins, sem fram kemur í þessu riti, breytast þó fleiri finn- ist.“ — Væri unnt að vinna hlið- stætt verk úr öðrum skáldverk- um Laxness? „Ég hefi undanfarið unnið að rannsókn á tilurð tveggja félags- legra skáldsagna Halldórs Lax- ness. Þar er um að ræða skáld- sögurnar Sjálfstætt fólk og Heimsljós. — Ég tel of snemmt að tjá mig um þær niðurstöður sem sú athugun hefur leitt í ljós.“ LjÓMm.: Kmilía Björn.sdóttir. Eiríkur Jónsson með hina nýútkomnu bók sína, Kætur íslandsklukkunn- ar, sem út er gefin af Hinu íslcnzka bókmenntafélagi. Hluti verksins hefur áður birst í Lesbók Morgunblaðsins. — Hefur skoðun þín á ís- landsklukkunni sem listaverki, sem bókmenntaverki, breyst við þessa vinnu? Ég á við, er Is- landsklukkan „meira“ eða „minna“ verk í þínum huga eftir en áður? „Skáidverkið íslandsklukkan hefur að sjálfsögðu ekkert breyst við þessa könnun, en skilningur manna á sköpun skáldverksins hefur líklega breyst þegar Ijóst varð að skáld- verkið var tengdara íslenskum veruleik en margur hugði.“ — Datt þér í hug er þú hófst verkið, að það yrði svo yfir- gripsmikið, sem raun ber nú vitni? „Upphaflega var ætlun mín að draga aðeins saman öll þau föng Halldórs Laxness í Islands- klukkuna sem ég gæti fundið. En við ritun bókarinnar tók ég þann kost að leggja að nokkru leyti mat á „sagnfestu" skáldverksins og frávik frá henni, bæði hvað snertir einstakar persónur og at- burðarás. En það skal skýrt tek- ið fram að hér er alls ekki um að ræða túlkun á verkinu sem heild heldur aðeins einstökum þáttum þess. Þá skal þess og getið að ég hefi stundum, þegar skilningur minn er annar en sumra fræði- manna á tilteknum atriðum eða persónum íslandsklukkunnar, sett álit þeirra neðanmáls svo lesendur geti dæmt um og leitað skýringa þeirra. Þetta allt gerði ritið meira að umfangi en ann- ars hefði orðið. Ég mætti svo kannski að lok- um flytja ritstjórn Morgun- blaðsins þökk fyrir að birta á sínum tíma frumdrög að þessari rannsókn í Lesbók blaðsins," sagði Eiríkur að lokum. — AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.