Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 16
16 MOM&líKBkAÆHÐ, ÞRIÐJUDAGUR. 23. KBBRÚAR 1982 Garðabær: Menningarvika í Fjölbrautum VIKUNA 22. til 26. febrúar stendur yfir menningarvika í Fjölbrautum við Garðaskóla. Vika þessi hefur verið fastur liður í starfsemi skólans frá því er hann var stofnaður haustið 1978. Ýmislegt verður þar á dagskrá, svo sem hæfileikakeppni, uppá- komur, fyrirlestrar og leikrit. Rinnig mun standa yfir handa- vinnu- og ljósmyndasýning, þar sem almenningi gefst kostur á að kynna sér vinnu nemenda. Þeir, sem vilja kynna sér skól- ann og starfsemi hans, eru hjart- anlega velkomnir. (Menningarvikunefnd Kjölbrautum (iarðahkóla) Kynningar- og merkjasölu- dagur Rauða krossins ÖSKUDAGURINN er að venju kynningar og merkjasöludagur Kauða kross íslands. í frétt frá Reykjavíkurdeild RKÍ segir, að ágóða merkjasöl- unnar á morgun verði varið til stofnunar dagvistunarheimilis fyrir aldraða á vegum RKÍ, sem nú er í athugun. I fréttinni segir einnig m.a., að í síðustu viku hafi kvenna- deildin afhent Gigtarfélagi ís- lands peningaupphæð til kaupa á tækjum og öðrum nauðsynleg- um búnaði fyrir gigtlækninga- stöðina í Ármúla 5. Kvikmyndasýning Alliance Francais KVIKMYNDAKLIJBBUR Alliance Francaise sýnir kvikmyndina „Nous ne vieillirons pas ens- emble“ (Við munum ekki eldast saman), sem er kvikmynd gerð árið að Laufásvegi 12. Gallerf Langbrók: Fatnaður sem myndverk MÁNUDAGINN 22. febrúar hefst kynning í Gallerí Langbrók, þar sem Sigrún Guðmundsdóttir sýnir barna- fatnað, sem unninn er á nýstárlegan hátt. Eins konar þróun forms og litar yfir í Bík. Verkin á þessari Langbrókarkynn- ingu eru hluti af sýningu „íslensk nytjalist" sem haldin var í Fred- rikshavn og Tönder í Ilanmörku ný- lega. Kynningin mun standa yfir til 4. mars. 99 Hálft í hvoru“ um Vesturland VÍSNASÖNGHÓPURINN „Hálft f hvoru“ mun í næstu viku ferðast um Vesturland á vegum Menningar og fræðslusambands alþýðu, og Verka- lýðssambands Vesturlands. Þetta er í annað skipti, sem „Hálft í hvoru“ fer slíka reisu, því á síðasta ári var farið um Suður-, Austur- og Norðurland eystra. Auk þess sem hópurinn syngur á vinnustöðum, heldur hann sjálf- stæða kvöldhljómleika á nær öll- um viðkomustöðum og verða þeir, sem hér segir: Á Ólafsvík 22. febr., í Grundarfirði 23. febr., í Stykkis- hólmi 24. febr., í Búðardal 25. febr. og í Borgarnesi 26. febr. Auk þess eru í galleríinu verk annarra Langbróka til sýnis og sölu, bæði textfll, keramfk og graffk. Ferðamiðstöðin kynnti kaupsýslumönnum kaupstefnuna í hófi fyrir skömmu. Á myndinni má sjá frá hægri íslaugu Aðalsteinsdóttur, verzlunarfuíltrúa þýzka alþýðulýðveldisins, og Guðjón Styrkársson, forstjóra Ferðamiðstöðvarinn- Ljósm.: ÓI. K.M. ar. 1972. Leikstjóri er Maurice Pialat, en aðalleikendur eru Marlene Job- ert og Jean Yanne. Sýningin verður miðvikudagskvöld klukkan 20.30, Ferðamiðstöðin h/f með einkaumboð fyrir kaupstefnuna í Leipzig Ferðamiðstöðin h/f, ferðaskrif- stofa, hefur nú tekið við einkaum- boði fyrir Kaupstefnuna í Leipzig. Eins og kunnugt er, hafa vor og haustsýningar í Leipzig verið lengi meðal fjölsóttustu alþjóðlegu vöru- sýninga í heimi og um irabil mikið sóttar af íslendingum. Ferðamiðstöðin h/f hefur sérhæft sig í skipulagningu ein- staklings- og hópferða á vöru- sýningar um allan heim, útvegar hótel, sýningarskrár og aðgöngu- miða á sýningar og hefur umboð fyrir ýmsar stærstu vörusýn- ingar í Evrópu. Auk þessarar sérhæfðu þjón- ustu annast Ferðamiðstöðin h/f alla alhliða ferðaþjónustu, svo sem skipulagningu ferða fyrir hópa og einstaklinga, útvegun hótela, sölu farseðla o.þ.h. Ennfremur er meðal nýjunga hjá Ferðamiðstöðinni h/f sólar- ferðir á frönsku rivieruna og ít- ölsku blómaströndina (Riviera dei Fiori) og einnig til Korsíku og Sikileyjar í gegnum Luxemborg, en Ferðamiðstöðin h/f hefur söluumboð fyrir Luxair hér á landi. Vorsýning Kaupstefnunnar í Leipzig 1982, sem stendur yfir dagana 14.—20. marz, er nú í undirbúningi og hefur Ferða- miðstöðin h/f tryggt flug og gist- ingu fyrir væntanlega þátttak- endur. Einnig afgreiðir Ferða- miðstöðin h/f aðgangskort að sýningunni, sem gilda jafnframt sem vegabréfsáritun til Þýzka al- þýðulýðveldisins. Akranes: Opin vika í fjöl- brautaskólanum INNLENT VIKUNA 21.—27. febrúar verður hin árlega Opna vika í Fjölbrauta- skólanum á Akranesi. Verður þá brugðið út af hinu hefðbundna skólastarfi og nemendur og kenn- arar fást við ýmis verkefni sem falla utan kennslugreina. Dagskráin þessa viku er saman sett af nefnd kennara og nemenda og blandast saman fræðsla, listir og skemmtan. Skólann heimsækja fjölmargir fyrirlesarar sem fjalla SamvinnuferðirLandsýn bjóða sama verð hvaðan sem er af landinu í sólarlandaferðir: Þennan kostnað hlýtur að þurfa að greiða með einhverju móti - segir Steinn Lárusson Ferðaskrifstofan Úrval hefur í mörg undanfarin ár óskað eftir slíkum fargjöldum fyrir þá farþega sem fara utan af landi í sólarlanda- ferðir, en Flugieiðir hafa ekki talið sig geta orðið við því, enda hefur félagið ekki fengið eðlilega hækk- un innanlandsfargjalda og það hlýtur einnig að þurfa að hugsa um aðra farþega sína, þá sem greiða fullt fargjald í almennu áætlunar flugi til útlanda, sagði Steinn Lár usson, framkvæmdastjóri Úrvals og formaður Félags ferðaskrif- stofa, er Mbl. bar undir hann það tilboð Samvinnuferða-Landsýnar að gefa farþegum sínum, hvar á landinu sem þeir búa, kost á sömu fargjöldum í sólarlandaferðir. Hef- ur skrifstofan samið við Arnarflug um flutninga í þessu skyni. Einnig má telja það útilokað fyrir Flugleiðir að semja á þenn- an hátt við eina ferðaskrifstofu en sleppa öðrum, sagði Steinn ennfremur. — Ég fæ ekki skilið hvernig forstjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar getur haldið fram að þessi aukakostnaður komi hvergi fram þegar gera má ráð fyrir að hann sé milli 600 og 1000 kr. á hvern farþega sem fluttur er utan af landi til Reykjavíkur. Þennan kostnað hlýtur að þurfa að greiða með einhverju móti. Eg býst við að aðrar ferða- skrifstofur hljóti að rannsaka hvernig við þessu skal bregðast, hér geta verið verulegir hags- munir í húfi og slíkt tilboð gæti haft áhrif á farþegafjölda ann- arra ferðaskrifstofa. Aðrar ferðaskrifstofur geta ekki setið auðum höndum þegar slíkt sam- keppnisvopn er annars vegar, því milli 20 og 25% viðskiptavina ferðaskrifstofa koma utan af landi, sagði Steinn Lárusson að lokum. um óskyld efni svo sem vinnueft-. irlit og öryggismál, Suður-Amer- íku, Grænland, fóstureyðingar og byggingalist. Farnar verða fjöl- margar kynnisferðir og nemendur vinna að verkefnum sem tengjast námsgreinum í eðlisfræði, tölvu- fræði, íþróttum, félagsfræði, raf- tækni og heilbrigðisgreinum. Þessa daga stendur yfir í skól- anum málverkasýning Hjálmars Þorsteinssonar listmálara sem sýnir 26 olíumálverk og 22 vatns- litamyndir, kvikmyndasýningar verða þar sem sýndar verða mynd- ir frá Listahátíð, bókmenntakvöld þar sem rithöfundarnir Magnea J. Matthíasdóttir og Hafliði Vil- helmsson koma fram. Þá verður boðið upp á leiksýningar, tónlist- arvöku og skemmtikvöld með blönduðu efni. Á miðvikudag, öskudag, verður íþróttahátíð skól- ans. Dagskrá opnu vikunnar er opin almenningi og verða upplýs- ingar þar að lútandi í blaði Ópnu vikunnar sem borið verður í öll hús á Akranesi. Á fimmtudag hyggjast nemend- ur blanda geði við aldraða á Akra- iiesi og fyrirhuga heimsókn á Dvalarheimilið Höfða jafnframt sem öldruðum verður sérstaklega boðið í skólann. Opnu vikunni verður síðan skellt í lás með geysifjörugu balli nemenda á föstudagskvöld, sem verða væntanlega vel upplýstir um lífið og tilveruna. (Kréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.