Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
7
Fræðslufundur
veröur í félagsheimilinu fimmtudaginn 25. febrúar kl.
20.30.
Sigurbjörn Báröarson flytur erindi og svarar fyrir-
spurnum.
Undirbúningur og þjálfun sýningarhesta
Myndasýning m.a. mynd frá Landsmóti aö Hólum
1966.
ÍSLANDS
Starfsnám
Verzlunarskóla
íslands
Mánuðina mars — maí veröa haldin nám-
skeið í Verzlunarskóla íslands, sem ætluð er
fyrir utanskólafólk 18 ára og eldra. Nám-
skeiðin verða haldin þrjá daga í viku eftir kl.
18.20 og lýkur með prófi þar sem sömu kröf-
ur verða gerðar og í öðru námi skólans.
Nemendur mega gera ráð fyrir mikilli
heimavinnu og að hvert námskeið samsvari
eins vetra námi í viökomandi námsgrein.
1. Vélritun I.
Efni: Fingrasetning, uppsetning bréfa o.fl., hraöaæfing og notkun diktaphona.
Stefnt aó 40 oróa vélritunarhraöa á mín.
Lengd: 60 kennslustundir.
Námsgögn: Kennslubók í vélritun eftir Þórunni Felixdóttur og ritvél fyrir
heimaæfingar.
2. Texta- og upplýsingameðferð
Efni: Hraöaæfingar á ritvél, uppsetning bréfa, skýrslna og tafla. Meöferö
telextækja, fingrasetning á reiknivélaborö, tölvunotkun og innsláttur. Rit-
vinnsla, timaskipuiagning og meöferö skilaboöa, skjalavarsla og kynning
database tölvukerfa. Stefnt aö 60 oröa vélritunarhraöa á min.
Þátttökuskilyröi: Vélritun I eða starfsreynsla.
Lengd: 60 kennslustundir.
Námsögn: Kennslubók i vélritun eftir Þórunni Felixdóttur og ritvél fyrir heima-
æfingar
3. Tölvunotkun og Basic forritun
Efni: Undirstöðuatriöi Basic forritunarmáls kennd og unnin æfingarverkefni.
Forrit lesin og skýrö. Skráagerö á kasettu og diskettu kynnt svo og útprent-
un þeirra ásamt tölvuvæddri skýrslugerö og bókhaldi.
Lengd: 60 kennslustundir.
Námsgögn: Forritunarmáliö Basic eftir Höllu Björgu Baldursdóttur. Örtalva tll
heimaæfinga er æskileg.
4. Bókfærsla I.
Efni: Almenn færslutækni i tvöföldu bókheldi og uppgjör. Ævlngaverkefni.
Lengd: 60 kennslustundir.
Námsgögn: Bókfærsla 2. og 3. stig ettir Þorstein Magnússon.
5. Bókfærsla II.
Inntökuskiiyröi: Bókfærsla I eöa starfsreynsla.
Efni: Fjárhagsbókhald og túlkun niöurstaöna þess, launabókhald, framleiöslu-
bókhald, endurskoóun og eftirlit. Tölvubókhald, vélabókhald, handfært
bókhald og aökeypt bókhaldsþjónusta.
Lengd: 40 kennslustundir.
Þetta námskeiö veröur haldiö síöar, en tekiö er á móti innrltun nú ef óskaó er.
6. Rekstursáætlanir og fjármálastjórn
Inntökuskilyröi: Bókfærsla I eöa bókhaldsþekking.
Efni. Fjármálastjórn og greiösluáætlanir, túlkun bókhaldsniöurstaöna og gerö
rekstursáætlana. Handfærö og tölvuvædd greiöslukerfi kynnt.
Lengd: 40 kennslustundir.
7. Ensk verslunarbréf
Inntökuskilyröi: Almenn enskukunnátta.
Efni: Oröaforöi og uppsetning enskra bréfa, telexskeyta og símtala. Samin
ensk verslunarbréf.
Lengd: 60 kennslustundir.
Námsgögn: English Business Letters, Klng and Cree.
8. Verslunarréttur
Efni: Grundvallaratriöi islensks réttarkerfis, samningar, kaup, félög í atvlnnu-
rekstri. fasteignakaup og réttarregiur viöskiptalifsins.
Lengd: 40 kennslustundir.
Námsgögn: Kennslubók í verslunarréttl eftir Láru V. Júlíusdóttur.
9. Tjáning og framkoma
Efni: Framsögn og ritæfingar. Ræöuflutningur og sjónvarpsframkoma.
Lengd: 40 kennslustundir.
Námsgögn:
10. Verslunarstjórn
Veriö er aö undirbúa námskeiö fyrir verslunarstjóra f samvinnu viö
Kaupmannasamtök íslands.
Efni og tímasetning veröur kynnt umsækjendum fljótlega.
Innritun fer fram á skrifstofu Verslun-
arskóla íslands dagana 23.—26. feb. kl.
8—12 og 13—15.
Smyglað viðtal
stórmeistara
\lbl. hirtir sl. sunnudag
viðtal, sem sovézki stór
meistarinn í skák, Boris
Gulko, tók við sjálfan sig á
segulbandsspólu, og smygl-
að var út úr Sovétríkjun-
um. Þýðandinn (yfir á
ensku) var annar sovézkur
stórmeistari í skák, Lev Al-
burt, sem íslendingar
kannast við, en hann er nú
búsettur í Bandaríkjunum.
Gulko og kona hans, Anna
Axhshatumova, sem er al-
þjóðlegur skákmeistari,
hafa sótt um broftfararleyfi
frá Sovétríkjunum. Fyrstu
viðbrögð vóru að svifta þau
bæði launum atvinnuskák-
manna, útiloka þau frá
þátttöku í skákmótum er
lendis, þrengja hag þeirra í
hvívetna heima fyrir og
beita þau ítrekuðum hótun-
um, m.a. um vistun á geð-
veikrahæli.
Önnur ástæða fyrir
viðbrögðum valdhafa er sú,
að Gulko er af gyðingaætt-
um. „Að vera gyðingur í
Sovétríkjunum hjálpar
ekki upp á sakirnar," segir
skákmeistarinn. Nöfn
þeirra hjt'ina hafa verið
strikuð út úr öllum bttkum
og frétlabréfum um skák.
„I bókum um sovézka
meistaramótið var sigur-
vegara ekki getið, þar sem
ég eða Anna höfðuni sigr
að,“ segir hann. Astæða cr
til að hvetja fólk til að lesa
þetta lærdómsríka samtal
(bls. 18 í Mbl. sl. sunnu-
dag), sem segir meira um
þjóðskipulag sósíalismans
en margar lcngri lesningar.
Áhyggjur
Svavars og
meðhöndlun
Þjóðviljans
Alþyðubandalagið hefur
verið forystufiokkur í ríkis-
stjóm og borgarstjórn um
árabil. Nyleg skoðana-
könnun DV um fylgi
stjórnmálaflokka leiðir í
Ijós, að útkoman er lang-
lökust hjá Alþýðubanda-
laginu. Alþýðubandalagið
„Ég skal gefa þér gull í tá ..
„Alþjóöasamband verkalýösins" (WFTU) þingaöi nýlega á
Kúbu, aö viðstöddum varaþingmanni Alþýöubandalagsins,
Benedikt Davíðssyni. Þingiö heiöraði Leonid Brésnjef, forseta
Sovétríkjanna, og Fidel Kastró, „þjóðarleiðtoga" Kúbu, meö gull-
orðu sambandsins, fyrir mikilvæg störf og framlög í þágu verka-
lýðs og friðar, hvorki meira né minna. Gera má því skóna að
gullið hans Brésnjefs hafi fengist út á „frjálsa verkalýöshreyfingu“
í Póllandi, sem og öðrum sósíalistaríkjum austan tjalds, og frið-
ardúfnastarfi í Afganistan. „Friðardúfur" Kastrós (að vísu gráar
fyrir járnum) hafa og gert víðreist um veröld, sem kunnugt er.
Skylt er að taka fram að WFTU er allt annar handleggur en
Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga, sem ASÍ er aðili að,
enda segull á þingmannsefni Alþýðubandalagsins. „Seg mér,
hverja þú umgengst", segir máltækið, „og ég skal segja þér, hver
þú ert“!
hefur raunar aldrei farið
langt fram úr fylgi forvera
síns, Sósíalistaflokksins,
þegar það var mest, en það
hefur hinsvegar verið
nokkuð fast (lítt breytt frá
kosningu til kosningar)
fram að formennsku Svav-
ars Gestssonar. Nú bregð-
ur hinsvegar svo við að
fólk er orðið sárleitt á sjón-
hvcrfingum flokksins, sem
nú er aftastur af öllum
hvað fylgi áhrærir, ef
marka má tilgreinda skoð-
anakönnun.
Kormaður þingflokksins,
Olafur Kagnar Grímsson,
segir um úrslit þessarar
skoðanakönnunar, að þau
hljóti að verða „tilefni til
alvarlegrar umhugsunar og
umræðna innan flokksins
um stefnu og starfshætti“.
Sá, sem þessa sneið fa>r,
Svavar Gestsson, la-tur
l'jóðvilja taka við sig viðtal
um hclgina, sem að vísu er
vandlcga falið inn í hlaðinu
— á blaðsíðu 30. I þessu
viðtali við flokksformann-
inn er tvennt eftirtektar
verðast:
• 1) Að úrslit skoðana-
könnunar DV sé „mót-
sagnakennd“, „ef Alþýðu-
bandalagið, sem meginstoð
stjórnarsamstarfsins hcfur
ekki meira fylgi meðal
kjósenda en skoðanakönn-
un DV gerir ráð fyrir“. Það
sem hér er ýjað að, er, að
ekki geti farið saman það
fylgi, sem DV segir stjórn-
ina hafa, og Svavar vill
greinilega þakka sér, og
fylgishrun Alþýðubanda-
lagsins, sem sé í raun inn
tak og útlcgging stjórnar
samstarfsins.
• 2) „Kg tel að það al-
varlegasta við skoðana-
könnun DV sé það, að hér
er íhaldið ennþá einu sinni
með í kringum 50% þeirra
sem afstöðu laka." segir
allahallinn.
Vmsir sjá þann kost ein-
an við núverandi ríkis-
stjórn, að hún virki eins og
bólusetning gegn vinstri
stjórnum. Það er a.m.k.
eini sýnilegi árangurinn al
störfum hennar, en enginn
skyldi vanmeta þann ár
angur. Megi bólusctningin
verka kröftuglega fram að
næstu sveitarstjórnar og
alþingiskosningum, ef rík-
isstjórninni endist aldur til.
•ð
Af hvcrju VE
ASEA mótorar eru sterkir og
endingargóðir.
ASEA mótorar þola erfiðar
aðstæður.
ASEA mótorar eru 15—20% létt-
ari en mótorar úr steyptu járni.
ASEA mótorar hafa rúmgóð
tengibox.
ASEA mótorar ganga hljóðle
ASEA mótorar eru einangraðir
skv. ströngustu kröfum.
ASEA mótorar hafa hitaþol skv
ströngustu kröfum.
ASEA mótorar uppfylla ströng-
ustu þéttleikakröfur.
Nítíuogfimm ára reynsla ASEA
tryggir góða endingu.
M.a. þessvegna verður ASEA
fyrir valinu.
Eigum ávallt fyrirliggjandi i
birgðageymslum okkar ASEA
mótora 0.18 kW — 15 kW.
ASEA gírmótora frá 0.18 kW —
1.5 kW.
Aðrar stærðir afgreiddar með
stuttum fyrirvara frá birgða-
geymslum ASEA.
Veitum viðskiptavinum okkar
tækniþjónustu.