Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
IVIikil breyting þarf að verða á
undirbúningi íslenska landsliðsins
í handknattleik ef ekki á illa að fara
- af hverju fóru leikmenn ekki eftir fyrirmælum þjálfarans?
Var það vegna sambandsleysis eða taka leikmenn ekki mark á þjálfaranum?
íslenskur handknattleikur grein 3.
Jóhann Ingi (íunnarsson skrifar.
Allir, sem bera hag íslensks handknattleiks fyrir brjósti
eru uggandi þessa dagana vegna ófara karlalandsliðsins í
handknattleik í þeim fjórum heimalandsleikjum, sem er lok-
ið, þegar þessi grein er rituð.
I»að hefur verið lenska hér á landi að mest öll gagnrýni og
umræða, sem er nauðsynleg ef hún er á rökum reist, hefur
farið fram í skúmaskotum eða í þröngum klíkum víðsvegar
um bæinn. Tilfinnanlega hefur vantað hreinskilnislegar um-
ræður um málefni íslenska landsliðsins í handknattleik.
l»egar svo langt er gengið, að menn úti í bæ sparka í
sjónvarpstækið sitt vegna vonbrigða með leik íslenska lands-
liðsins í handknattleik, þá er kominn tími til að reyna að
varpa I jósi á hvað sé að gerast og skoða málin frá sem
flestum hliðum.
jú lögð á að taka Svíana í karphús-
ið.
Þeir, sem sáu fyrri leik íslands
og Svíþjóðar urðu vitni að því að
liðið var alls ekki undirbúið til að
leika leikinn, það sást strax á upp-
hafsmínútunum. Að mínu mati er
það í verkahring þjálfarans að ná
liðinu upp frá einum leik til ann-
ars, og stjórnar HSÍ að skapa rétt-
ar og eðlilegar aðstæður til þess.
Var undirbúningur að öðru leyti
fullnægjandi? Hve miklum tíma
var eytt í að skoða lið andstæð-
inganna á videobandi? Var farið
nákvæmlega í gegnum leikaðferð-
ir og hættulegustu leikmenn and-
stæðinganna og hvernig ætti að
bregðast við þeim. Var farið yfir
ars. Athyglisvert er þó, að nær
engin gagnrýni hefur komið fram
á val liðsins og því má ætla að
flestir sterkustu leikmenn, sem
við eigum, skipi landsliðið í dag.
Sú spurning hlýtur og að vakna
hvaða taktískur handknattleikur
henti okkar liði best. Sá hand-
knattleikur sem liðið leikur á
hverjum tíma endurspeglar takt-
ísk viðhorf þjálfarans. Það er
þjálfarans að leggja upp rétta
taktík fyrir liðið. Ef leikur ís-
lenska landsliðsins er skoðaður í
dag er erfitt að átta sig á hver sé
stefnan með liðið.
Allar góðar handboltaþjóðir eru
með það nokkuð á hreinu hver sé
„playmaker" í liðinu, þ.e.a.s.
Í síðustu grein fjallaði ég nokk-
uð um markmiðssetningu, þ.e.a.s.
við hverju megi búast af okkar
landsliði í handknattleik. Það kom
í ljós að markið er sett hátt. Fyrir
landsleikina við Sovétmenn mátti
lesa í blöðum: „Við þurfum að ná
toppleik til að sigra Rússa." Fyrir
leikina gegn Svíum mátti lesa og
heyra: „Það er kominn tími til að
leggja Svía að velli," og „Við gröf-
um Svía undir parketið."
Vert er að minna á, að þessar
markmiðssetningar stjórna að
miklu leyti væntingum og við-
brögðum almennings. Það er því
ofur eðlilegt að allir handbolta-
aðdáendur séu í sárum þessa dag-
ana. Há markmiðssetning krefst
þess einnig, ef að illa fer, að fund-
inn sé einhver syndaselur. Við
hvern er að sakast? Var það und-
irbúningurinn fyrir landsleikina
sem brást? Eiga leikmenn alla sök
á því hvernig fór? Eða er það
þjálfaranum að kenna? Eða stönd-
um við ekki undir þessum mark-
miðssetningum? Eða er það
eitthvað allt annað sem fór úr-
skeiðis?
Er einhverju í undirbúningi
liósins ábótavant
Var íslenska landsliðið eins vel
undirbúið fyrir leikina gegn Rúss-
um og Svíum og kostur var?
I síðustu grein minntist ég á það
að hvergi væri auðveldara að kalla
saman landslið en einmitt á ís-
landi. Allir vita að handknattleik-
ur er hópíþrótt, þess vegna er það
afar mikilvægt að leikmenn séu
sem mest saman þegar mikið
stendur til.
Er ekki kominn tími til að við
gerum eins og flestar þær þjóðir,
sem taka íþróttina alvarlega, að
landsliðshópurinn búi saman á
hóteli fyrir heimalandsleiki, þann-
ig að liðið nái að undirbúa sig á
sama hátt og þeir andstæðingar,
sem við keppum við hverju sinni.
Sennilega svara forystumenn
handknattleiks þessari athuga-
semd á þá lund, að þetta yrði of
dýrt, en þá afsökun er ekki hægt
að taka gilda á meðan við krefj-
umst þess (réttilega) að landsliðið
standi sig sem best gegn sterkustu
handknattleiksþjóðum heims.
Þetta yrði einnig fljótt að borga
sig (fleiri áhorfendur) því að með
þessu fyrirkomulagi næðist að
undirbúa liðið betur og árangur
yrði væntanlega betri ef að rétt er
unnið.
Um það hefur verið rætt að ís-
lenska landsliðið hafi brotnað við
það mótlæti sem það fékk gegn
Rússum og þar af leiðandi hafi
þeir hugsanlega verið niðri í fyrri
leiknum á móti Svíum og goldið
meira afhroð en efni stóðu til.
Hvað var gert til að rífa liðið upp
fyrir leikinn á móti Svíum? Hefði
ekki verið full ástæða að skreppa
t.d. á Selfoss, þar er frábær að-
staða til að vera með keppnislið,
taka á málunum og dvelja þar
fram að leik við Svía og undirbúa
liðið sem best? Meiri áhersla var
þessa hluti á gólfi í sal? Mikilvægt
er að leikmenn sjái og finni þau
atriði sem skipta máli í leik and-
stæðinganna. Ekki er nægjanlegt
bara að tala um hlutina, því að í
íþróttum læra menn mest með að
sjá og framkvæma. Vissu leik-
menn um helstu eiginleika leik-
manna Sovétríkjanna og Svíþjóð-
ar?
Hilmar Björnsson sagði í blaða-
viðtali eftir leikina, að leikmenn
hefðu ekki farið eftir því sem fyrir
þá var lagt. Þetta má rétt vera, en
þá vaknar sú spurning, af hverju
fóru leikmenn ekki eftir fyrirmæl-
um þjálfarans?
Er það vegna sambandsleysis
landsliðsþjálfarans og leikmanna?
Taka leikmenn ekki mark á því
sern landsliðsþjálfarinn segir?
Eða er taktískur skilningur leik-
manna íslenska landsliðsins það
takmarkaður, að þeir skilji ekki
þjálfarann? Eða er það tilfellið að
núverandi landsliðsþjálfari leggi
upp ranga taktík fyrir landsliðið
eins og það er skipað í dag? Eða
fær landsliðsþjálfari ekki þann
tíma sem þarf til að koma hug-
myndum sínum á framfæri?
Er eitthvað að ís-
lenska landsliðinu?
Það gefur auga leið að menn
verða aldrei fullkomlega sammála
um val á íslensku landsliði. Ein-
hverjar breytingar verða alltaf frá
einum landsliðsþjálfara til ann-
stjórnandi liðsins í sókn og jafnvel
vörn. Yfirleitt leikur svokallaður
„playmaker" á miðju fyrir utan.
Margir muna eftir Horvat hjá
Júgóslövum, Anders Dahl hjá
Dönum og Belov hjá Sovét-
mönnum. Hver er miðjuspilari ís-
lenska landsliðsins? Er það Þor-
björn Jensson, sem leikur yfirleitt
10 fyrstu mínúturnar í hverjum
landsleik í sókn og síðan ekki sög-
una meir? Er það Páll Ólafsson,
Þorbergur Aðalsteinsson, Sigurð-
ur Gunnarsson, Kristján Arason
eða einhver allt annar. Þessa
ofantalda leikmenn hefur mátt sjá
í þessari stöðu í síðustu leikjum og
reyndar í allan vetur. Þessi
hringlandaháttur gengur ekki
lengur, og gerir ekkert annað en
að skapa óöryggi í liðinu. Leik-
menn vita aldrei hvar þeir eiga að
spila og til hvers er ætlast af
þeim. Hver er fyrirliði íslenska
landsliðsins? Er það Ólafur Jóns-
son? Er það eðlilegt að taka fyrir-
liða út úr liðinu tvo leiki í röð?
Hvaða áhrif skyldi það nú hafa á
sjálfsöryggi fyrirliðans og hvaða
áhrif hefur það fyrir hópinn?
Hver er það sem stjórnar leik liðs-
ins inni á vellinum?
Ef við berum landslið okkar
saman við aðrar toppþjóðir þá
kemur í ljós að boltatækni ér
nokkuð ábótavant. Aftur á móti
þegar maður sér meistaralið Vík-
ings leika þá sést greinilega að lið-
ið ræður yfir frábærri boltatækni.
Hvað veldur? Leikmenn Víkings
leika kerfisbundinn handknattleik
og þeir vita nákvæmlega hvað þeir
.eiga að gera í hverri sókn. Með
kerfisbundnum handknattleik
hefur lið Víkings, undir stjórn
Bogdans Kowalzcyk, náð frábær-
um árangri gegn innlendum og
erlendum félagsliðum. Leikur
landsliðið í dag þá of frjálst?
Myndi ekki kerfisbundnari og um
leið agaðri sóknarleikur henta
okkar liði betur? Margir sterkustu
leikmenn landsliðsins koma jú frá
Víkingi. Ef að við ættum fjóra til
fimm Geira Hallsteinssyni í
landsliðshópnum í dag, þá horfði
málið öðru vísi við og þá gætum
við ef til vill leikið einhvers konar
„Júggahandbolta". Leikmenn ís-
lenska iiðsins hafa sagt í viðtölum,
að góður andi ríki í hópnum. Að
sjálfsögðu er það mikilvægt, en
það þýðir ekki að liðið leiki sem
ein heild inni á vellinum. Ekki er
annað að sjá en einstaklings-
framtakið ráði ríkjum fremur en
liðsheildin. Hér kemur auðvitað
aftur til kasta iandsliðsþjálfara
hverju sinni.
Landsliúsþjáirarinn
Hvert er hlutverk landsliðs-
þjálfara? Margt mætti rita um
það atriði en hér verður aðeins
drepið á örfá þeirra. Hlutverk
landsliðsþjálfara er meðal annars
að byggja upp sterka liðsheild,
sem nær saman utan vallar sem
innan. Hans er að rífa liðið upp
þegar á móti blæs. Hans er að
bæta liðið frá einum leik til ann-
ars. Hans er að leggja upp þá takt-
ík, sem hentar liðinu, eða velja
leikmenn sem henta hans leikstíl.
Landsliðsþjálfari á að vera manna
mest inni í alþjóðlegum hand-
bolta. Hann á, ásamt sínum að-
stoðarmönnum, að koma sér upp
greinargóðum upplýsingum um lið
og leikmenn þeirra þjóða, sem við
keppum við.
Eitt er víst að mikil breyting
þarf að verða á undirbúningi og
leik íslenska landsliðsins ef ekki á
illa að fara í næstu B-keppni, þar
sem stefnan hefur verið sett á að
færast á ný upp í A-hóp. HSÍ þarf
að skapa þjálfara og leikmönnum
viðunandi aðstæður svo að þessu
marki megi ná. Enn er hægt að
byrgja brunninn áður en barnið
dettur ofan í.
Jóhann Ingi Gunnarsson