Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 15
I.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEIJIUJAR 1982
Niðurgreiðslan hærri
en útsöluverð á smjöri
og íslenzkum kartöflum
Hvert eitt kfló af smjöri kostar neytandann nú krónur
56,50, en þá er búið að greiða þetta sama smjörkfló niður
um 57 krónur. Hvert kfló af kartöflum, í 5 kflóa poka,
kostar nú 4,11 krónur út úr verzlun, en niðurgreiðslan á
kartöflukflóið er hins vegar krónur 4,14. Morgunblaðið
leitaði í vikunni til Guðmundar Stefánssonar hjá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins og fékk hjá honum eftirfarandi
upplýsingar um niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum.
Verð á einum lítra af mjólk, í
lausu, er 5,72 krónur samkvæmt
verðlagsgrundvelli, en það er
það verð, sem bóndinn fær fyrir
mjólkurlítrann. Vinnslu- og
heildsölukostnaður er 1,69 krón-
ur, síðan fara 28 aurar í
millisvæðaflutningsgjöld, verð-
jöfnunargjald og neytenda- og
jöfnunargjald þannig að ónið-
urgreitt heildsöluverð á hverj-
um mjólkurlítra, í lausu, er 7,69
krónur. Við það bætast síðan 12
aurar, sem eru svonefnd verð-
tilfærsla og þá er heildsöluverð-
ið orðið 7,81 króna. Heildsölu-
verðið er niðurgreitt um 3,14
kronur og er því 4,67 krónur.
Ofan á þetta heildsöluverð
leggjast 42 aurar í umbúðagjald
og 61 eyrir í smásöluálagningu á
mjólk í 1 1 pakka. Smásöluverðið
til neytandans er því 5,70 kíon-
Grunnverð á 1 kílói af smjöri,
þ.e. mjólkin og vinnslan , er
104,03 krónur. Ofan á það leggj-
ast 2,08 krónur í neytenda- og
jöfnunargjald og óniðurgreitt
heildsöluverð er því 106,11. Þá
koma 57 krónur í niðurgreiðslu
til frádráttar og eftir standa
49,11 krónur. Smásöluálagning-
in á smjörkílóinu er 7,39 krónur
og útsöluverð á hverju smjör-
kílói verður því 56,50 krónur.
Óniðurgreitt heildsöluverð á
1. verðflokki kindakjöts í heilum
skrokkum er 52,58 krónur.
Niðurgreiðslan á hvert kíló er
17,05 krónur þannig að niður-
greitt heiidsöluverð verður 35,80
krónur. Smásöluálagning er 4,25
krónur og smásöluverðið því
40,05 krónur. Heildsöluverð á
kílói af lærissneiðum er hið
sama eða 35,80 krónur, en smá-
söluálagningin er 25,90 krónur.
Útsöluverðið er því 61,70 krón-
ur. Fyrir hvert kíló af kinda-
kjöti í 1. verðflokki fær bóndinn
40,59 krónur.
Fyrir hvert kíló af 1. flokks
kartöflum í 5 kílóa poka fær
bóndinn 5,74 krónur, en ofan á
þá upphæð leggjast neytenda-
jöfnunargjald, heildsölukostn-
aður, geymslugjald og vextir,
samtals 89 aurar og óniðurgreitt
heildsöluverð fer upp í 6,63
krónur fyrir kílóið. Niður-
greiðslan er 4,14 krónur og
heildsöluverðið verður því 2,49
krónur. Ofan á það leggjast 0,91
króna í pökkunarkostnað og 71
eyrir i smásöluálagningu, þann-
ig að hvert kíló af kartöflum í 5
kílóa poka kostar 4,11 kronur og
5 kílóa poki því 20,55 krónur.
Svo enn sé haldið áfram og
dæmi tekið um nautakjöt, 2.
verðflokk, sem er algengastur á
markaðnum, þá er óniðurgreitt
heildsöluverð á hverju kílói,
miðað við heila eða hálfa
skrokka, 52,70 krónur. Niður-
greiðsla á hvert kíló er 10,40
krónur og niðurgreitt heildsölu-
verð því 42,30 krónur. Smásölu-
álagningin er 4,30 krónur og
smásöluverðið því 46,60.
fyrmf1«kfani*n$í ímpr
Hlutur bóndans Óniðurgr. smáaöluverð Niður greiðsla l'Uiöluverð
Lítri af mjólk 5,72 8,84 3,14 5,70
Kfló af kindakjöti 40,59 57,10 17,05 40,05
Kfló af smjöri 113,50 57,00 56,50
Kfló af kartöflum 5,74 8,15 4,14 4,11
Kfló af nautakjöti 42,35 57,00 10,40 46,60
„Hraðát 82“:
Bfll í
verðlaun
Veitingastaðurinn Góðborgarinn
og Sunddeiid Ármanns munu, dag-
ana 28. febrúar til 28. mars, gangast
fyrir keppni sem nefnd verður
„Hraðát 82“.
Keppnin er í því fólgin að sporð-
renna þremur Góðborgurum, ein-
um skammti af frönskum kartöfl-
um og einu Coke-glasi á sem
skemmstum tíma. Sá sem bestum
tíma nær hlýtur Suzuki-bíl í verð-
laun. Þá munu verða veitt auka-
verðlaun á meðan á keppninni
stendur. Keppni þessi er hugsuð
sem fjáröflun fyrir sunddeild Ar-
manns.
Hafnarfjörður:
Nýr leik-
skóli í suð-
urbænum
í undirbúningi er nú í Hafnarfirði að
reisa nýjan leikskóla í suðurhluta
bæjarins. Hefur skipulagsnefnd ver
ið falið að staðsetja skólann, en til
byggingarframkvæmda á, í ár, að
verja 600 þús. kr. skv. fjárhagsáætl-
un.
Gert er ráð fyrir að leikskóli
þessi geti tekið til starfa árið 1983.
Næsta sumar er fyrirhugað að
leikskóli St. Jósefssystra við Suð-
urgötu hætti starfsemi sinni og
tjáði bæjarritari Mbl. að sú
ákvörðun hefði líklega nokkur
áhrif á tímaáætlun við fram-
kvæmdirnar. Sagði hann hafa ver-
ið leitað eftir því við forráðamenn
leikskólans að dregið yrði að
leggja hann niður.
brjrtur verðbó/gumúrinn -besta kjarabótin!
Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki.
LADA SAFÍR kr. 79.100.-
LADA CANADA kr. 87.400.-
LADA SPORT kr. 129.800.-