Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 48
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
• Alan Brazil hefur skorað mikid af mörkum ad undanförnu. Hér er eitt þeirra í fæðingu.
Southampton qefur ekkert eftir
- en mörg liö fylgja liöinu eins og skuggar
Southampton gefur ekkert eftir í kapphlaupinu að enska meistaratitlinum
og hefur nú náð fjögurra stiga forystu í 1. deild. Liðið sigraði West Ham á
heimavelli sínum á laugardaginn, ekki sérlega sannfærandi sigur, en um
slíkt er ekki spurt, það er einmitt aðall meistaraliða að sigra jafn vel þegar
leikið er ilia. Oll mörkin á „The Dell“-leikvanginum voru skoruð i fyrri
hálfleik, Dave Armstrong náði forystunni fyrir Southampton með þrumuskoti
á 11. mínútu, en aðeins fimm mínútum síðar jafnaði Rey Stewart úr víta-
spyrnu sem Belgíumaðurinn Van Der Elst fiskaði. En Southampton, sem
tapaði 2—5 fyrir Ipswich í vikunni, var ekki af baki dottið og á 33. mínútu
skoraði Mick Channon glæsilegt mark með skaila og reyndist það sigur
markið, því mörkin í leiknum urðu ekki fleiri. IJrslit leikja í 1. deild urðu
annars sem hér segir:
Birmingham — Aston Villa 0—1
Brighton — N. Forest 0—1
Leeds — Ipswich 0—2
Liverpool — Coventry 4—0
Man. Utd. — Arsenal 0—0
N. County — Wolverhampton 4—0
Southampton — West Ham 2—1
Stoke — Middlesbrough 2—0
Sunderland — Swansea 0—1
Tottenham — Man. City 2—0
WBA — Everton 0—0
Fólki leiddist á Old Trafford
Viðureign Man. Utd. og Arsenal
þótti afar leiðinleg, einkum og sér
í lagi þó framlag Lundúnaliðsins,
sem er í fjórða sæti deildarinnar,
en hefur þó ekki einu sinni skorað
mark í leik að meðaltali. Afar leið-
inlegt varnarknattspyrnulið að
mati enskra.
1. DEILD
Stiulhamplon 27 15 5 7 49:M 9U
Manchcsler l[id. 2r» 15 7 5 .18:19 4B
Swansea 26 14 4 8 38:14 46
Arsenal 25 11 6 6 22:16 45
Ipswieh 22 14 2 6 41:12 44
Liverpool 24 12 6 6 44:22 42
Manehesler ( 'ily 2 6 12 6 8 40:3« 42
Totlcnham 22 12 4 6.17:22 40
lirighlon 25 9 10 6 29:25 37
Noltingham Kor. 25 10 7 8 27:10 17
Kverton 25 9 9 8 34:31 3«
Nelln ( ounly 25 9 5 11 39:39 32
Sioke ( ily 25 9 5 12 30:34 32
Wesl llam 24 7 1« 7 41:35 31
Aslon \ illa 25 7 9 10 28:33 30
Wesl Hromwich 2I 7 7 7 26:23 28
Hirmingham ('ily 24 5 9 10 35:38 24
('ovenlry 25 6 6 14 35:49 24
Leeds l 'nied 22 6 6 10 20:35 24
Wolverhampion 26 5 5 16 15:44 20
Sunderland 25 . 4 15 17:39 18
Middieshorugh 24 2 8 14 17:36 14
2. DEILD
Lulon 13 15 5 3 50:25 50
Walford 25 13 7 5 41:27 46
Oldham 2H 12 10 6 3&2K 46
Hlaekhurn 2H 119 8 32:26 42
Sheffield Wed. 25 12 6 H 35:35 42
(iueen’s l'ark K. 25 12 5 9 35:25 41
Harnsiey 25 II 6 8 26:24 39
Kotherham 25 12 3 11 37:34 39
( hetsea 25 116 8 35:35 39
I 'harlton 2X 10 9 9 37:38 39
Neweaslle 24 114?) 32:24 37
Norwirh 26 10 12 33:38 34
I/4'icesler 22 8 8 6 29:23 32
('amhridue 25 9 4 12 27:30 31
Oerhy (’ounly 26 3 5 13 33:48 29
()rienl 24 8 4 12 21:29 28
Hollon 26 8 4 14 23:36 28
Shreshury 23 7 6 10 22:33 27
( bryslal Halaee 21 7 4 10 16:18 25
('ardiff 25 7 4 14 24:36 25
(irimshy 21 4 710 23:36 19
Wrexham 23 5 4 14 2I;34 19
United sótti látlaust allan leik-
inn, en George Wood í marki Ars-
enal varði hvað eftir annað stór-
kostlega. Var það honum að þakka
og engum öðrum að Arsenal hafði
annað stigið upp úr krafsinu. En
áhorfendur risu úr sætum og baul-
uðu á leikmenn Arsenal er þeir
gengu af elikvelli.
Liverpool rumskar aftur
Eftir tvo tapleiki í röð vaknaði
Liverpool til lífs á nýjan leik og
gersigraði Coventry, sem hefur
fengið á sig 9 mörk í tveimur síð-
ustu leikjum sínum og er nú það
lið sem flest hefur fengið á sig
mörkin í 1. deild. Liverpool hóf
skothríðina strax á fyrstu mínút-
um og á 5. mínútu skoraði Graeme
Souness fyrsta markið. Ekki var
slegið slöku við, Sammy Lee bætti
öðru marki við á 13. mínútu og
fyrir hlé tókst Ian Rush að skora
þriðja markið eftir gengdarlausa
stórsókn Liverpool. 21. mark Ians
Rush. Liverpool sótti áfram í síð-
ari hálfleik, en leikmenn Coventry
þéttum varnarmúr sinn og tókst
að sleppa með skrámur til leiks-
loka, aðeins eitt Liverpool-mark í
viðbót, vítaspyrna sem Terry
McDermott framkvæmdi og skor-
aði úr.
Ipswich og Swansea
taka við sér
Ipswich vann sannarlega goðan
sigur á útivelli gegn Leeds, annar
sigur liðsins í röð eftir ömuriegt
tímabil og markatala umræddra
tveggja leikja 7—2. Lengi vel
mátti þó ekki á milli sjá, varnirn-
ar voru sterkar og svo virtist sem
bæði liðin væru jafn líkleg til að
brjóta ísinn, Leeds síður en svo
lakari aðilinn. En á 74. mínútu
skoraði Alan Brazil fyrir Ipswich,
sjötta mark hans í tveimur leikj-
um. Eftir það var ekki aftur snúið,
Leeds-liðið brotnaði og Mick Mills
bætti öðru marki við áður en yfir
lauk.
Swansea virðist heldur hafa náð
sér á strik á nýjan leik og liðið
vann sinn þriðja sigur í röð er það
sótti Sunderland heim og sigraði
1—0. Það var Leighton James sem
skoraði sigurmark Swansea með
þrumuskoti af 35 metra færi,
sannarlega frábært mark að sögn
AP og BBC. Markið skoraði James
á 22. mínútu og síðar í leiknum
átti hann annan eins þrumufleyg
sem hafnaði í þverslánni. Sunder-
land hefur ekki skorað í fimm síð-
ustu leikum sínum og stefnir'
hraðbyri í 2. deild.
Aðrir leikir
Tottenham hristi af sér fyrri
hálfleiks-slen í síðari hálfleiknum
gegn Manchester City og sigraði
örugglega í leiknum. City lék afar
varkára varnarknattspyrnu í fyrri
hálfleiknum og Tottenham náði
aldrei að sýna eitt eða neitt. En
snemma í síðari hálfleik nældi lið-
ið þó í víti sem Glen Hoddle sendi
rétta boðleið. Síðar í leiknum
bætti Hoddle við öðru mrki fyrir
Tottenham, sem hafði þegar hér
er komið sögu, náð algerum yfir-
burðum i leiknum.
Nottingham Forest hafði um-
talsverða yfirburði gegn Brighton
sem virðist vera að gefa eitthvað
eftir eftir gott tímabil fram til
þessa. Til að bæta salti í sárin, var
það enginn annar en Peter Ward
sem skoraði sigurmark Forest rétt
fyrir leikhlé. Ward lék sem kunn-
ugt er áður með Brighton, og var í
miklu uppáhaldi hjá áhangendum
liðsins. Hann hefur aldrei náð að
sýna sínar bestur hliðar með For-
est, en valdi skemmtilegan tíma
til að skora eitt af örfáum mörk-
um sínum fyrir Forest að þessu
sinni.
Notts County gersigraði Wolv-
erhampton, hefur skorað 9 mörk í
tveimur síðustu leikjum sínum.
Ian McCulloch og Gordon Mair
skoruðu fyrir NC í fyrri húlfeik og
sömu menn bættu mörkum við í
síðari hálfleiknum. Úlfarnir ætla
greinilega stystu leið niður I 2.
deild, en það er hending ef liðið
svo mikið sem skorar mark nú
orðið. 15 mörk í 26 leikjum eru
litlir meistarataktar ...
Ron Saunders, sem tók formlega
við stjórninni hjá Birmingham í
gær, horfði á gamla lið sitt Aston
Villa, sigra nýja liðið Birmingham
í mjög tvísýnum en ekki sérlega
vel leiknum leik. Það var Peter
Wite sem skoraði sigurmark Villa
með góðu skoti í síðari hálfleikn-
um. Grunnt var á hörkuna í þess-
um leik eins og oft vill verða í
leikjum nágrannaliða.
Stoke var ekki í vandræðum
með lang neðsta liðið Middles-
brough og hefur Stoke nú leikið
fimm leiki í röð án taps, tilkoma
Sammy Mcllroy hefur styrkt liðið
geysilega. Það voru þeir Brandan
O’Callaghan og Lee Chapman sem
skoruðu mörkin, Chapmann þá
skorað 16 mörk í vetur.
2. deild:
Bolton 0 — Rotherham 1 (Seas-
man)
Cambridge 0 — Oldham 0
Cardiff 0 — Barnsley 0
Charlton 1 (Gritt) — Wrexham 0
Leicester 1 (Peake) — Blackburn 0
Norwich 2 (Mendham, Jack) —
Chelsea 1 (Walker)
QPR 3 (Hazell, Fenwick, Flanag-
an) — Derby 0
Sheffield W. 1 (Bannister) —
Grimsby 1 (Waters)
Shrewsbury 0 — Newcastle 0
Watford 1 (Rostron) — Luton 1
(Stein)
• Nokkrir af máttarstólpum Southampton. Lengst til vinstri er Dave Arm-
strong sem skoraði fyrra markið gegn West Ham, annar frá hægri er Mick
Chammon sem skoraði sigurmarkið.
Knatt-
spyrnu-
úrslit
Kngland, .‘I. dt ild:
Hrentford — Newport 2-0
Hristol (’. — l'ortsmouth 0~I
Hurnley - Millwall I-i
('hesler — lluddersfield 3—1
(’heslerfield — Plymouth 2—2
Kxcter — (wllmghani 1 —1
Lincoln — Walsall I — l
Oxford — ( arlisle 2-1
Preslon — Doncasler 3—1
Keading — Swindon 1-1
Wimbledon — Bristol Kovers 1—0
Knuland, 4. dcild:
Darlinglon — Bury 2—3
llalifax — Hlackpool o-o
llereford — Norlhampion 2-|
llull — IÍartlep<»ol 5—2
Mansfieid — Aldershot 1-0
Kochdaie — ilournemoulh 0—1
Scunthorpe — Sheffield l'ld. 2—1
Skotland, úrvalsdeild:
Airdrie — Aberdcen 0—3
('ellic — l'arlirk 2-2
Dundee (í|d. — Kangers 1 — 1
Morion — Dundee 2-0
St. Nlirren — liibcrnian 2-2
Stadan er «ú þessi:
( eltic 20 135 2 42:20 31
Si. Mirren 20 10 6 4 31:21 26
Kangers 20 88 4 30:25 24
Aherdeen 19 86 5 25:19 22
Dundee I td. 19 8 5 6 28:18 21
llibcrnian 22 69 7 23:19 21
Morton 20 66 8 19:28 18
l'artick 21 3 8 10 16:27 14
Airdrie 20 46 10 25:44 14
Dundee 21 51 15 29:47 11
• Simon Stainrod QPR
Keegan
marka-
hæstur
KEVIN Keegan leiðir enn
kapphlaupið að markakóngstitl-
inum í 1. deildinni ensku, hann
hefur skorað 22 mörk. lan Rush
hjá Liverpool hefur skotist í ann-
að sætið, mörkin hans eru nú
orðin 21 talsins. Þriðji er nú Cyr
ille Regis hjá WBA, hann hefur
skorað 19 mörk og 18 stykki
hvor hafa skorað þeir Terry
McDermott hjá Liverpool og Al-
an Brazil hjá Ipswich.
I 2. deild er Simon Stainrod
hjá QPR niarkhæstur með 18
mörk, Steve White hjá Luton
hefur skorað 16 mörk og Garry
Bannister hjá Sheffield Wed-
ensday hefur skorað 15 mörk.