Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982 + Eiginmaöur minn, KRISTINN ÓLAFSSON frá Kiöafelli, Háaleitisbraut 26, lést þann 20. febrúar. Lilja Ösaurardóttir Thoroddaen. + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, LAUFEY K. LILLIENDAHL, lést sunnudaglnn 21. febrúar. Ágústa Einarsdóttir, Guöjón Styrkársson, Gestur Einarsson, Laufey Guöjónsdóttir, Péll Einarsson, Einar Guöjónsson, Ragna Pélsdóttír, Þórdís Guöjónsdóttír. Faöir okkar og tengdafaöir, BÖÐVAR PÁLSSON, fyrrum kaupfélagsstjóri, lést aö Hrafnistu hinn 20. febrúar. Útförin veröur auglýst síöar. Þóra Böðvarsdóttir, Auður Böövarsdóttír, Héöinn Finnbogason. t PÁLL SIGURGEIRSSON, Hvassaleiti 153, Raykjavik, fyrrum kaupmaöur é Akureyri, andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 21. febrúar. Steinunn Theodórsdóttir, Gytfi Pálsson, Ellen og Sverrir Pálsson, Helga I. Helgadóttir. Móöir okkar og tengdamóöir, amma og langamma, HANNESÍNA BJARNADÓTTIR, Mjallargötu 8, ísafirói, lést i Landspítalanum sunnudaginn 21. febrúar. Sjöfn Magnúsdóttir, Jóhannes Porsteinsson, Margrét Magnúsdóttir, Jón F. Þórðarson, Bragi Magnússon, Lára Steinþórsdóttir, Sigurlaug Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Konan mín og móöir okkar, HÓLMFRÍÐUR VIGDÍS JÓNSDÓTTIR frá Æðey, Laugateigi 4, lést 19. febrúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miövikudag- inn 24. febrúar kl. 15.00. Guöjón Finnbogason, Ása Guörún Guójónsdóttir, Sigríöur María Guöjónsdóttir. Sonur minn og faðir okkar, SNORRI STURLUSON, Ásgaröi 159, Reykjavík, andaöist föstudaginn 19. febrúar. Sigríöur Þóröardóttir, Emilía Kristjánsdóttir, Halldór Snorrason, Guörún Snorradóttir, Agnes Snorradóttir, Elísabet Snorradóttir, Magnús Snorrason. Bróöir minn, JÓN STURLAUGSSON, Skúlagötu 58, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. mars kl. 10.30. Þóróur Sturlaugsson. + Systir okkar og fóstursystir, KRISTLAUG PÉTURSDÓTTIR, veröur jarösett frá Fossvogskirkju miövikudaginn 24. febrúar kl. 1.30. Blom afþökkuö LHja pétursdóttir, Laufey Pétursdóttir, Arndís Jóhannesdóttir. Guðmundur Júlíus Jensson - Minning „Af eilífdarljÓHÍ bjarma ber, sem brautina þungu greidir. Vort líf sem syo stutt ojj stopult er, þad stefnir á ædri leidir. Og upphimni fegri en augað sér mót öllum oss fadirinn breiðir.** (K. Benediktsson) Það er margs að minnast þegar góður vinur er kvaddur í hinsta sinn — og leiðir hafa legið saman meira og minna um 45 ára skeið. Vorið 1939 hófum við Lúðvík A. Jóhannesson búskap okkar, en maðurinn minn var bróðir fyrri konu Guðmundar Jenssonar, Aðalheiðar Jóhannesdóttur. Þau Guðmundur höfðu verið búsett í Hafnarfirði um tveggja ára skeið, en fluttu nú til Reykja- víkur. Það varð úr, að við tókum sameiginlega á leigu stóra hæð, bjuggum þar í eitt ár. Festum þá kaup á tveggja hæða húsi með stórri risíbúð á Bragagötu 29a. Þar bjuggum við þar til í ársbyrj- un 1946, að við fluttum í Barma- hlíð 26, — hús sem þeir mágar byggðu saman. Þar bjuggum við um okkur og undum vel okkar hag. Börnin komu eitt af öðru á þess- um árum. Þau urðu fjögur hjá hvorri fjölskyldu. Um 1946—’47 kom Guðmundur í land — hætti á sjónum. Hann vann síðan á næstu árum mikið að félagsmálum sjómanna. Atti sæti í samninganefnd farmanna og fiskimanna, varð ritstjóri sjó- mannablaðsins „Víkings", formað- ur Félags íslenskra loftskeyta- manna, síðast heiðursfélagi þar. Þetta voru indæl ár. Börnin uxu úr grasi og með þeim tókst sú vin- átta og tryggð sem haldist hefur æ síðan. Saman var starfað og glaðst yfir því sem áunnið varð. Guð- mundur var ávallt reiðubúinn, hjálpsamur, greiðvikinn, sam- vinnuþýður og ósérhlífinn — drengskaparmaður í hverju og einu. Mér verða minnisstæðust, þegar ég lít til baka, frumbýlisárin á Bragagötu. Guðmundur sigldi þá sem loftskeytamaður öll stríðsár- in á milli landa með Kötlu, sem var mikið í Englandsferðum. Það voru engar skemmtiferðir á þeim árum. Hann hafði orðið fyrir slysi á fæti, sem gjörði það að hann var með gipsumbúðir upp að hné í nærri 5 ár. Við kvöddum hann oft með þungum huga og kvíða, þegar hann fór til skips. Oft kvalræði sú hugsun — „hvað verður ef skipið verður skotið í kaf, hvernig má hann bjargast með þessa þungu sökku á fætinum?" Hugrekki hans og karlmennska var slík að aldrei heyrðist æðruorð. Saman var að segja um Aðalheiði, um þetta mátti ekki tala, en margar voru kvíða- og áhyggjustundirnar þeg- ar fregnir um slysin bárust af haf- inu. Móðirin beið með börnin sín heima milli vonar og ótta. Mikil var gleðin þegar skipið kom að landi og húsbóndinn heimtur heill frá helju. Guðmund- ur var mikið hraustmenni að burðum, snarpur í skapi — og gjarnan í svörum ef svo bar undir, — glæsilegur og gunnreifur, allra manna skemmtilegstur á glöðum stundum. Hann hafði mikið yndi af ljóðum og hafði þau á hrað- bergi, þegar við átti. Las mikið, sögumaður var hann góður, enda greindur vel og fróður um menn og málefni, hafði víða farið og kunni frá mörgu að segja. Guðmundur missti fyrri konu sína Aðalheiði árið 1953. Börnin voru fjögur, það elsta sonur 16 ára, yngst stúlka á 3ja ári. Það var mikið áfall fyrir okkur öll. Við höfðum þá þessar tvær fjölskyldur búið undir sama þaki í full 13 ár, átt gleði og sorgir saman sem ein fjölskylda. Þótt barnahópurinn væri nokkuð stór minntist ég þess ekki að þar kæmi upp nokkuð vandamál, allt var rætt af vin- semd og skilningi, ávallt unnið saman að uppbyggingu heimil- anna og velferð af miklu kappi og dugnaði, oft lögð nótt við dag ef í það fór að ljúka þurfti verki sem enga bið þoldi. Aðalheiður var afburðamyndarleg í sínum verk- um og heimilishaldi, saumaði flest á börn og sjálfa sig. Þar var mörg falleg fíkin unnin, af litlu efni — og saumað upp úr gömlu. Sauma- vélin gekk oft fram á nótt. Þau Guðmundur áttu myndarlegt og falleg heimili, byggt upp með sam- einuðu átaki þeirra beggja og at- orku. Missirinn var mikill og sár. En Guðmundur var lánsamur. Að tveimur árum liðnum kvæntist hann öðru sinni ungri og glæsi- legri stúlku. Guðmundu Magnús- dóttur, ættaðri af Eyrarbakka. Mannkostir þeirrar konu komu fljótt í ljós er hún gekk inn í móð- urhlutverkið og tók að sér umönn- un og uppeldi barnanna allra fjög- urra. Allir geta ímyndað sér hve erfitt og ábyrgðarmikið starf það var fyrir unga konu. Einlægni hennar, elskulegt hjartalag og við- mót vann traust og virðingu barn- anna. Umhyggja hennar og ástúð til þeirra, og síðar barna þeirra, hefur fært henni ríkuleg laun og gleði er mér óhætt að segja, sem nú mun verða til að létta henni sára sorg og aðskilnað við ástvin sinn eftir 27 ára sambúð. Þau Guðmundur og Munda eignuðust 3 börn, sem nú eru öll uppkomin og hið efnilegasta og mannvænlegasta fólk. Af börnunum sinum frá fyrra hjónabandi hafði Guðmundur misst elsta barnið, soninn Karl, sem lést langt um aldur fram, viðskiptafræðingur að mennt, orð- inn framkvæmdastjóri við stórt fyrirtæki hér í borg. Hann lét eftir sig konu og tvær ungar dætur. Hin börn Guðmundar eru öll á lífi — gift og barnabörnin orðin 7. Stór er nú hópurinn sem sér á eftir elskulegum föður, afa og tengdaföður. Oft hefur verið „þröng á þingi“ þegar allur hópur- inn hefur verið saman kominn hjá þeim hjónum á Hagamel 16. Aldrei hefur aidraðri systur eða bróður verið gleymt, eða gömlum vinum af beggja hálfu. Mér og mínum börnum hafa þau hjón sýnt einstaka tryggð og með frændsystkinahópnum er mikil vinátta og hlýhugur. Ég þakka af alhug allar elsku- legar samverustundir sem ég hef notið á heimili þeirra, vináttu og tryKKÖ við mig, ekki hvað síst eftir andlát mannsins míns 1971. Það var gott að koma á Hagamel 16, rifja upp gamlar minningar frum- býlisáranna, finna hinn hressandi blæ sem mér fannst alltaf leika um Guðmund — „svala hafblæ", + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JENSSON, fyrrverandi ritatjóri, Hagamal 16, lést þann 11. febrúar sl. Jarðarförln hefur fariö fram í kyrrþey, að ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö. Guðmunda Magnúadóttir, Elísabet Guómundsdóttir, Svainn Jónsaon, Jens A. Guömundsson, Valgeröur Hallgrímsdóttir, Sígríóur Margrét Guömundsdóttir, Svavar Egilsson, Þórdís Guömundsdóttir, Friórik Sigurösson, Arnór Guómundsson, Rafn Guömundsson _______________________Qfl barnabörn.____________________ sem hélt honum sífellt ungum — eins og hafinu sjálfu. Ég kveð Guðmund Jensson með sárum söknuði og trega. Friður guðs sé með honum. Guðmundu, börnum og barna- börnum og öldruðum systkinum votta ég innilegustu samúð mína og barna minna innanlands og utan. Guð blessi minningu hans. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir Hinn 11. febrúar sl. lést Guð- mundur Júlíus Jensson, fyrrver- andi loftskeytamaður og ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings, á 77. aldursári. Þegar kona Guðmundar hringdi til okkar hjónanna að morgni sama dags, brá okkur satt að segja mjög við þessa fregn. Við vissum ekki til að hann hefði átt við sérstaka vanheilsu að stríða undanfarið og þá dettur manni ekki dauði í hug. En enginn veit hvenær kallið kemur og nú er hann horfinn, vinur okkar, sem mig langar til að minnast með nokkrum orðum. Fundum okkar Guðmundar bar fyrst saman sumarið 1929 um borð í togaranum Belgaum, þar sem við vorum báðir kyndarar. Þetta var fyrsta sjóvera mín og ég því al- gerlega óvanur þessu erfiða starfi. Auk þess var ég óharðnaður skóla- strákur og því raunar ekki fær um að leysa þetta svo af hendi að vel væri. Guðmundur hafði þá verið tvö ár í siglingum í erlendum skip- um sem kyndari og undirvélstjóri og hafði um hríð verið kyndari á Belgaum. Ég minnist þess hvað ég fyrirvarð mig oft fyrir viðskilnað- inn á vaktaskiptum, þegar kannski hafði ekki unnist tími til að hífa upp öskuna sem var hlut- verk kyndarans m.a. Ætlaði ég að gera það eftir að mótkyndari minn hafði tekið við. Sjálfsagt hefur Guðmundi sýnst að mér veitti ekki af hvíldinni, því viðkvæðið hjá honum var jafnan, ef þetta kom fyrir: „Blessaður vertu ekki að þessu. Það eru komin vaktaskipti og mig munar ekkert um þetta". Þetta fleytti mér yfir erfiðasta hjallann og með tímanum lærðist starfið og þrekið efldist, svo hægt var að skila sínum hlut. En því hefur mér orðið þetta svo minn- isstætt að ekki hef ég í annan tíma verið manni mér ókunnugum og óskyldum þakklátari fyrir aðstoð en þarna. Síðar vorum við saman nokkurn tíma á sama skipi, en þá var Guðmundur 2. vélstjóri. Þessi kynni okkar um borð í Belgaum leiddu síðan til vináttu sem ekki hefur fallið skuggi á. Guðmundur Júlíus Jensson var fæddur 7. júlí 1905 að Hóli, Ön- undarfirði. Foreldrar hans voru Jens Albert Guðmundsson kaup- maður á Þingeyri, Dýrafirði, og kona hans, Margrét Magnúsdóttir ljósmóðir. Eftir barnaskólanám var hann einn vetur í Héraðsskól- anum að Núpi og 3 vetur í Heima- vistarskólanum að Hrafnseyri. Gagnfræðaprófi lauk hann við Menntaskólann í Reykjavík, 1922. Ekki varð þó skólaveran lengri að sinni, þó námshæfileikar væru fyrir hendi í ríkum mæli. Hann hafði ungur byrjað sjómennsku eða 12 ára. Faðirinn dó það sama ár og eftir stóð móðir með stóran barnahóp, systkinin voru 11. Á uppeldisslóðum Guðmundar var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.