Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982 27 t Þrátt fyrir aö vera orðinn (3 ára gamall er Ray Clem- ince enn í fremstu röð narkvarða í veröldinni. Og ijálfur er hann ákveðinn í aví aö halda áfram í nokkur ír til viðbótar. Clemence rerður í sviðsljósinu í sumar með enska landsliöinu í heimsmeistarakeppninni. Paisley frá því með miklum trega, að hann vildi yfirgefa fé- lagið, sem hann hafði leikið með í 14 ár. „Ég braut heilann um það í 3 mánuði áður en ég tók ákvörðun, jafnframt þá erfiðustu á ævi minni," segir hann. „Liverpool er frábært félag og í raun og veru langar mig ekki að ganga úr því. En mér finnst að ég eigi að hætta núna og byrja í öðru félagi með öllum þeim tilboðum sem því fylgir." Þegar ljóst varð að Clemence vildi fara á sölulista sýndu mörg félög áhuga á að fá hann, t.d. Southampton, Tottenham og Swansea. Clemence sagðist gjarnan vilja búa í London með konu sinni og tveimur börnum — þrátt fyrir áhuga hans á út- flutningsfyrirtæki í Liverpool. A sama tíma fór Bob Paisley að leggja hart að honum að verða kyrr á „Anfield Road“. Auðvitað. Bruce Gobbelaar er án nokkurs vafa markmaður á heimsmælikvarða, en reynsla hans í enska boltanum er til jafns við hálft tímabil - í „Crewe". Og Steve Ogrizovic, sem svo lengi hefur verið vara- maður Clemence, neitaði að framlengja samning sinn. „Ég set Ray ekki á sölulista nema hann heimti það,“ sagði Paisley. Og því svaraði Clemence: „Éf Liverpool heimtar að halda mér, verð ég áfram og geri allt sem ég get til að færa liðinu nýja sigra. Það á það hjá mér eftir 14 ógleymanleg ár á „Anfield Road“.“ En svo fór ekki. Clemence fór til Tottenham og hefur leikið með liðinu allt síðasta keppnis- tímabil. Hann hefur líka sýnt að hann hefur engu gleymt sem markmaður. Hann leikur hvern stórleikinn af öðrum og er einn traustasti leikmaður Tottenham um þessar mundir. Og þegar keppnistímabilinu í Englandi lýkur, tekur Heims- meistarakeppnin á Spáni við. Þar má búast við því að Clem- ence og Shilton skiptist á um að verja mark Englands. Clemence segir það vera sinn stærsta draum að landsliði Englands gangi vel í HM-keppninni. Hann veit sem er, að hann á ekki eftir að taka þátt í annarri heims- meistarakeppni með landsliði Englands. RAY Clemence telst ennþá besti markvörður Englands — en sjálfum fannst honum hann ekki nógu fastur í sessi þar og bað því um að hann yrði settur á sölulista. Árið 1971 þegar Liverpool átti að keppa við Arsenal til úrslita í bikarkeppninni á „Wembley“-leikvanginum fór fréttamaðurinn Rob Hughes frá „The Sunday það var í fyrsta skipti í 33 ár sem markvörður var fyrirliði, eða ekki síðan Frank Swift gekk inn á „Idrætsparken" í broddi fylkingar þegar England keppti við Dani og úrslitin urðu 0—0. Nokkrum vikum síðar átti Clemence þátt í 1—0-sigri Liv- erpool á móti „Real Madrid" í Evrópubikarkeppni: Sigur sem Clemence fagnaði hvað ákafast af Liverpoolliðinu. Tíu dögum síðar stóð hann í marki Éng- lands í Heimsmeistarakeppn- inni móti Ungverjum í Búda- pest. Sigur Englendinga var í höfn 3—1 og þá eygði Clemence von um þátttöku í lokakeppn- inni á Spáni næsta sumar. Nú er sá draumur orðinn að veruleika. Ray Clemence spáir liði Englands velgengni í keppn- inni á Spáni. Ray Clemence stærsti styrkur til að ná svo góðum árangri í íþrótt sinni er án efa dugnaður hans, sterk líkamsbygging og heilsuhreysti. Þau skipti sem hann hefur verið frá leik vegna veikinda eða meiðsla eru telj- andi á fingrum annarrar hand- ar, þrátt fyrir að Liverpool hafi spilað rúmlega 700 leiki frá því hann byrjaði að spila með þeim. Þegar hann svo árið 1979 framlengdi samning sinn til fjögurra ára var hann ákveðinn í að hætta hjá félaginu á há- punkti frægðar sinnar, en félag- ið hafði keypt hann frá „Scun- thorpe" fyrir 12.000£ árið 1967, sem þá var talin dágóð upphæð fyrir leikmann. • Það var fyrst og fremst Ray Clemence aö þakka að Tottenham sigraði Southampton 2—1 í upphafi keppnistímabilsins. Þegar staðan var 1—1, varöi Clemence vítaspyrnu frá fyrrum félaga sínum í Liver- pool, Kevin Keegan. Og á síðustu mínútu leiksins skoraði svo Totten- ham sigurmark leiksins. Á myndinni má sjá hvar Keegan óskar Clem- ence til hamingju með frammistöðuna. Times“ til Liverpool til að skrifa grein um Ray Clem- ence. Hann gleymir aldrei því sem hann skrifaði í „Inter national Herald Tribune“ í júní, þegar fréttist að Ray Clemence vildi yfirgefa félag sitt Liverpool FC og „Anfield Road“: Gamli maðurinn veitti sínum unga leigjanda huggun þegar hann óttaðist að hann myndi aldrei ná takmarki sínu. Dag hvern þegar „stráksi“ kom heim af æfingu var hann fullviss um að hann kæmist aldrei í liðið; að _ hann yrði aldrei annað en vara- markmaður þess. Þessi gamli sjómaður, sem hafði stundað kokkastörf til sjós, en dvaldi nú í Liverpool, hafði sagt margar sögurnar til að hvetja vonlausan leigjanda sinn. Hann var greini- lega ekki síður hamingjusamur en Ray Clemence sjálfur þegar hann komst loksins í liðið. Með föðurlegu stolti og tott- andi pípu sína svaraði gamli sjó- maðurinn öllum spurningum blaðamannsins rólegur og yfir- vegaður, þangað til Rob Hughes spurði hann hvort hann héldi að Ray Clemence gæti haldið báð- um fótum við jörðina af ánægju yfir því að ná þessum árangri. „Hvað meinar þú eiginlega? Ray hefur búið hjá okkur í fjög- ur ár — allt frá því hann kom til Liverpool. Og hann er sá sami Ray. Það eina sem hefur stigið honum til höfuðs er hárið. Það er orðið fjári langt. Og það get ég alveg sagt þér, að Ray mun ekki breytast hvað innrætið snertir, sama hversu marga meistaratitla og heiðurspeninga hann fær.“ Síðan er Ray Clemence orðinn vellauðugur og hann hefur orðið 5 sinnum Englands-meistari, 3 sinnum Evrópubikarmeista^i, 2 Vitandi af Bruce Grobbelaar á varamannabekknum, var hann ákveðinn í að berjast fyrir sæti sínu og jafnframt að sýna góða frammistöðu, þó svo að það gæti kostað hann landsliðssætið ef honum mistækist. Frábært félag Tilhugsunin ein um að spila e.t.v. ekki fyrir Englands hönd til úrslita í Heimsmeistara- keppninni, sem var eitt af hans æðstu takmörkum, hræddi hann líklega og leiddi til þess að hann bað um að verða settur á sölu- lista. Eitt er víst að það olli honum áhyggjum að hann var settur í svo erfiða samkeppnisaðstöðu, að hann næstum yfirkeyrði sig á hverri æfingu. „Ég hef oft upplifað þær að- ferðir sem Liverpool beitir til að efla og hvetja markmann," segir Clemence. „Ég hef orðið vitni að því að markmenn hafa orðið veikir á æfingu, einkum af einni æfingu: „þríhyrningnum". Ég er vanur henni en samt eru fæt- urnir á mér eins og gúmmí á eftir. Æfingin felst í því að markmaðurinn á að fara fram hjá þríhyrningnum 5—6 sinnum og verja 15—18 skot. Það sam- svarar því að hlaupa 100 metra á tíu sekúndum. Ray Clemence skýrði Bob sinnum breskur bikarmeistari, einu sinni deildarbikarmeistari og þrisvar Evrópubikarmeistari bikarhafa. Auk þess hefur hann fengi 56 „caps“ eða eina húfu fyrir hvern landsleik sem hann hefur spilað. Fyrirliði landsiiðsins I maí sl. þegar England keppti við Brasilíu á „Wembley"- leikvanginum var Ray'Clemence fyrirliði breska landsliðsins, en Keppinauturinn frá Afríku Fyrir nokkrum mánuðum endurskoðaði hann hug sinn og stöðu hjá félaginu — eða e.t.v. strax í marsmánuði þegar Liv- erpool borgaði „Vancouver Whitecaps" tæpar fjórar millj- ónir króna fyrir Bruce Grobb- elaar, landsliðsmarkmanninn frá „Zimbabwe". Bruce Grobbelaar hefur greinilega ekki sömu þolinmæði og Ray Clemence hafði. Þegar Bruce samdi við Liverpool tók hann skýrt fram að hann hefði engan áhuga á að gegna hlut- verki varamanns í liðinu — og allra síst í þrjú ár eins og Clem- ence gerði. Enda tæplega keypt- ur til þess. Ári áður hefði Grobbelaar haft það áræði að hafna tilboði frá Liverpool, sem nú endurnýj- aði tilboð sitt, sem af eðlilegum ástæðum varð ekki túlkað á annan veg en þann að Clemence ætti að vera varamaður Grobb- elaar. Nema að Clemence gæti sannfært framkvæmdastjórann Bob Paisley um að hann væri ennþá „Number One“. Ray Clemence varð 33 ára í ágúst sl., sem telst ekki hár ald- ur fyrir markmann. En á síðasta keppnistímabili sýndi hann viss- an veikleika, ekki síst þar sem liðið lék ekki nógu sterkan varn- arleik og sýndi oft fálmkennda og óörugga spilamennsku, sem gerir markmanninum erfiðara fyrir. Clemence viðurkennir sjálfur í vikublaðinu „Shoot“ að hann hefði í mörgum leikjum ekki verið í nógu góðu „formi", því síður að hann væri upplagður til að spila í þýðingarmiklum leikj- um. • Heima í stofu þjélfar Clemence ungan son sinn sem er íklæddur treyju Liverpool. Það er engan bilbug að finna á markverðinum fræga Ray Clemence

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.