Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
Áróðursvél kommúnista og Pólland
Þátturinn um Pólland í sjón-
varpinu á dögunum var bæði vel
gerður og þörf áminning. Því mið-
ur vill aíltof oft fara svo.að fólk
gleymir ýmsum atburðum, jafnvel
stóratburðum, furðu fljótt, ef ekki
er minnst á þá öðru hvoru. í því
mikla magni frétta, sem daglega
flæðir yfir landslýð i útvarpi,
sjónvarpi og dagblöðum, fyrnist
flótt yfir liðna atburði. Nýju frétt-
irnar altaka hugann. Þetta vita
áróðurssérfræðingar kommúnista.
Og áróðursvél kommúnismans fór
strax í gang. Jafnvel áður en þátt-
urinn var nokkurs staðar sýndur,
var byrjað að úthrópa hann, hvað
hann væri ómerkilegur og illa
gerður, og lýsti vel hræsni
Bandaríkjamanna. Og reynt var
að yfirskyggja Póllandsmálið með
því að benda á slæmt ástand ann-
ars staðar í heiminum. Eins og
það bæti eitthvað um fyrir Pólv-
erjum að aðrar þjóðir eigi við erf-
iðleika að stríða. Því enda þótt
herforingjastjórnir sitji að völd-
um í ýmsum ríkjum heims, réttl-
ætir það ekki kúgun kommúnista
á pólsku þjóðinni. Og það merki-
lega gerist. Menn, sem telja sig
andvíga kúgun og ofbeldi, taka
strax undir þennan kommúnista-
áróður og vitna á síðum dagblað-
anna. Alveg er makalaust, hvað
sumir menn geta verið hallir und-
ir lygaáróður kommúnista, og
furðulegt að greindir menn skuli
ekki sjá í gegnum blekkingarvef-
inn og hafa vit á að forðast hann,
heldur ganga með opnum augum
beint í netið. Allt er gert til þess
að reyna að láta fólk á Vestur-
löndum gleyma ofbeldi og kúgun
kommúnista í Póllandi, og öðrum
löndum Austur-Evrópu, í Afghan-
istan, Rússlandi, Víetnam, Kamp-
útseu og annars staðar þar, sem
kommúnistar hafa náð völdum.
Samúð heimsins er með hinni kúg-
uðu alþýðu Póllands, en ekki
ofbeldisöflunum, sem kúga hana.
Það er því sorglegt að nokkur
maður skuli taka undir áróður
ofbeldis- og kúgunarmeistaranna.
Það er eins og þeir séu hin sak-
lausu lömb, en kúguð alþýðan
glæpamennirnir.
II. febrúar 1982.
Kinn að vestan.
Merkja-
salaá
öskudag
Reykjavíkurdeild RKI afhendir merki á neöantöldum
stööum frá kl. 9.30 á öskudag 24. febr.
Börnin fá 15% sölulaun og þrjú söluhæstu börnin fá
sérstök árituð bókaverölaun.
Skrifstofa Reykjavíkurdeildar
RKÍ Öldugötu 4
Melaskólinn v/Furumel
Skrifstofa RKÍ Nóatúni 21
Hlíöarskóli v/Hamrahlíö
Álftamýraskóli
Hvassaleitisskóli
Fossvogsskóli
Laugarnesskóli "
Langholtsskóli
Vogaskóli
Árbæjarskóli
Breiöholtsskóli
Fellaskóli
Hólabrekkuskóli
Ölduselsskóli
Þessir hringdu . . .
Þrengið ekki
með frekari
þéttingu byggdar
Austurbæingur hringdi: „Mig
langar til að taka undir það sem
„J.H.“ segir um skipulagsmálin
hér í Reykjavík í Velvakanda þann
21. þ.m.“, sagði hann. „Það er
hrein synd hvernig gengið hefur
verið á opin svæði inn í borginni
að undanförnu. Þeir sem eiga bíla
og geta auðveldlega brugðið sér út
fyrir borgina til að hreyfa sig og
njóta frjálsræðis, geta á vissan
hátt látið sér standa á sama þótt
þrengt sé að byggðinni. En hvað
um börnin sem alast upp hér í
Reykjavík, þurfa þau ekki opin
svæði — skipulögð og óskipulögð
— til að sinna leikjum sínum og fá
tækifæri til að hreyfa sig. Þó ég sé
ekkert gamalmenni man ég þá
tíma, að einstaklingnum var ætlað
meira pláss en nú tíðkast. Vinstri
meirihlutinn í Borgarstjórninni
gengur að minni hyggju meira en
feti of langt, er hann stendur fyrir
því að fækka og rýra þau fáu opnu
svæði sem við höfum hér innan
borgarmarkanna. Menn ættu að
hafa það í huga — vinstrimenn
sem aðrir menn — að það ber að
haga kerfinu eftir einstaklingun-
um en ekki einstaklingunum eftir
kerfinu. Þarna er um heimskulega
stefnu í skipulagsmálum að ræða
og ættu þeir sem þessu stjórna að
sporna við og stoppa þetta sem
fyrst“.
Ferðafrelsi íslendinga
og átthagafjötrar
Þjóðviljans
Ferðamaður hringdi: „Ekki alls
fyrir löngu var verið að býsnast
yfir því í leiðara Þjóðviljans, mig
minnir að það hafi verið Kjartan
sem pistilinn skrifaði, að Islend-
ingar gætu leyft sér að ferðast til
útlanda," sagði hann. „í þessum
sama leiðara var býsnast yfir því
að margir Islendingar ættu bíla!!
Ég var eriendis þegar þessi til-
tekni Þjóðvilji kom á þrykk og var
ekki sýnt þetta fyrr en fyrir
nokkrum dögum — og jafnvel þótt
um Þjóðviljan væri að ræða, sem
hefur velt sér upp úr ýmsu mis-
jöfnu, get ég ekki neitað því að ég
varð hissa. Ekki er ég viss um að
fólk geri sér Ijóst, hversu harðsoð-
in afturhaldsklíka þrífst innan Al-
þýðubandalagsins. Þetta er klíka
sem ekki myndi hika við að taka
af íslenzku þjóðinni ferðafrelsið
og færa hana í átthagfjötra ef hún
hefði tækifæri til. Ég vona að ís-
lendingar geri sér almennt ljóst
hversu mikil hætta stafar af hugs-
unarhætti sem þessum.
En almennt um ferðalög til út-
landa sem Þjóðviljinn vill útiloka
með sköttum. Við íslendingar eig-
um flestum þjóðum erfiðara með
ferðalög. í Danmörku t.d. er hægt
að stíga upp í lest og ferðast til
hvaða staðar í Evrópu sem er,
fyrir lítinn pening. Flugið yfir
hafið verður íslendingum hins
vegar alltaf dýrt, hversu þróuð
sem samgöngutæknin verður. Þess
vegna finnst mér að stjórnvöld
ættu að halda aftur af skattgleði
sinni á þessu sviði — það er nógu
dýrt að ferðast frá íslandi þó ekki
bætist skattar og skattaskattar
þar ofaná, skattlagningin á þessi
ferðalög er þegar meiri en nóg. Ég
ætlast ekki til að þeir Þjóðvilja-
menn skilji þetta, heldur beini ég
þessu til Islendinga, sem hafa
mannréttindi að hugsjón og eru
tilbúnir til að verja þau.“
Saltkjöt ~l
Rafknúnir
hverfisteinar
Sérstaklega hentugir fyrir smiði, bændur, hótel,
frystihús og föndurvinnu.
21222