Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
5
Bifreiðin var mikið skemmd eftir að henni hafði verið ekið á Ijósastaur.
Mynd Mbl. Júlíus.
Stakk af eftir árekstur
KLUKKAN 01.15 aðfaranótt
sunnudags varð árekstur á gatna-
mótum Nóatúns og Laugavegs, og
stakk ökumaður annarrar bifreiðar
innar af, en hinn fór á lögreglustöð-
ina við Hverfisgötu og skýrði frá
atvikinu. Sá er stakk af, ók austur í
bæ og var honum veitt eftirfor af
manni, sem varð vitni að árekstrin-
um. Við Hólsveg ók sökudólgurinn
á Ijósastaur og stórskemmdi bif-
reiðina.
Svo virðist sem honum hafi
runnið í skap, því hann fór út úr
bifreið sinni, strunsaði að þeim
sem veitti honum eftirför, og
sparkaði í bifreið hans og hvarf
þessu næst út í náttmyrkið. Mað-
urinn var handtekinn skömmu
síðar og þá á Hótel Borg. Þar
skýrði hann frá „afrekum" sínum
fyrir alþjóð og hringdu dyraverðir
á lögregluna. Maðurinn er grunað-
ur um ölvun við akstur.
Þröstur Þórhallsson
NM-meistari í skák
Sigradi í flokki 11—12 ára
ÞRÓSTUR Þórhallsson, Breiðagerð-
isskóla, varð Norðurlandameistari í
flokki 11—12 ára, en mótinu lauk
um hclgina. Þröstur hlaut 5 vinninga
af 6 mögulegum, gerði 2 jafntefli.
Svíinn Ferdinand Hellers hlaut jafn-
marga vinninga, en Þröstur vann á
stigum. Skák þeirra endaði með
jafntefli, eftir að Þröstur hafði
lengst af haft undirtökin, án þess þó
að ná að knýja fram sigur. Hellers er
Svíþjóðarmeistari 19 ára og yngri og
því er sigur Þrastar athyglisverður.
Teflt var eftir Monrad kerfi.
Tómas Björnsson, Hvassaleit-
isskóla, hafnaði í 4. sæti með 3
vinninga. Sænska stúlkan Pia
Cramling sigraði í flokki 17—20
ára, hlaut 4'h vinning. Ágúst
Karlsson hafnaði i 8. sæti með 2
vinninga og Björgvin Jónsson,
Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hlaut
\xk vinning.
Norðmaðurinn Esten Agdesten
sigraði í flokki 15—16 ára, hlaut 5
vinninga. Arnór Björnsson, sem
mestar vonir voru bundnar við af
íslenzku keppendunum, hafnaði í
7. sæti með 3 vinninga. Jóhannes
Ágústsson, Æfingaskóla Kennara-
háskólans, hlaut 1 vinning.
í flokki 13—14 ára bar bróðir
Esten, Simen Agdesten, sigur úr
Þröstur Þórhallsson — Norður
landameistari í flokki 11—12 ára.
býtum. Hann hlaut 6 vinninga af 6
mögulegum. Davíð Ólafsson,
Hólabrekkuskóla, hlaut 3 vinninga
og hafnaði i 5. sæti, Úlfhéðinn Sig-
mundsson, Selfossi, hlaut 1 'h
vinning. Islendingar tóku ekki
þátt í flokki 10 ára og yngri en
Daninn Tobias Christensen sigr-
aði þar, hlaut 6 vinninga.
íslenskur fæðingarlæknir hefur
fengið breska viðurkenningu
DR. SIGURÐUR S. Magnússon, próf
essor við læknadeild lláskóla íslands
oj» yflrlæknir Kvcnnadeildar Land-
spítalans, hefur verið gerður heiðurs-
félagi í Félagi sérfræðinga í kvensjúk-
dómum og fæðingarhjálp í Bretlandi,
„Royal College of Obstetricians &
Gynaecologists". Er hann fjórði Norð-
urlandabúinn sem hlýtur þessa viður
kenningu og er hún fyrir framlag í
þágu kvensjúkdóma og fæðingar
hjálpar.
Mér þykir afskaplega vænt um að
fá þessa viðurkenningu, en við höf-
um lengi haft mikið og gott sam-
band við Breta á þessu sviði og þess
má geta að Kvennadeildin er viður-
kennd af þessu félagi, sem þýðir að
læknar sem þar hafa starfað geta
öðlast rétt til þessa sérfræðináms í
Bretlandi, sagði dr. Sigurður S.
Magnússon.
„Royal College of Obstetricians &
Gynaecologists" er eitt margra sér-
fræðingafélaga í Bretlandi er ann-
ast próf lækna í sérfræðinámi. Að-
ild öðlast menn með tvennum
hætti: „Members“ MRCOG eða fé-
lagar geta orðið þeir sem ljúka til-
skildu prófi og hafi þeir orðið
„members" með prófi geta menn
orðið „fellows" FRCOG eftir a.m.k.
15 ára starf í sérgreininni og fram-
lag í þágu hennar. Eru nokkur þús-
und læknar þannig skráðir í félagið.
Þá eru svonefndir heiðursfélagar og
eru þeir nú 52, flestir Bretar, en
einnig læknar úr ýmsum samveldis-
löndum og nokkrir Bandaríkja-
menn auk fjögurra Norðurlanda-
búa. Þess má geta að Reynir Tómas
Geirsson fékk fyrir tveimur árum
gullverðlaun fyrir frammistöðu
sína í sérfræðingaprófinu þegar
hann varð efstur 650 lækna er
þreyttu prófið og varð hann þannig
„member", MRCOG.
Dr. Sigurður S. Magnússon sagði
að þótt þessi viðurkenning væri
veitt sér persónulega væri hún til-
Seyðisfjörður:
Góð þátttaka í próf-
kjöri sjálfstæðismanna
SeyðLsnrði, 22. febrúar.
THEÓDÓR Blöndal og Ólafur M.
Oskarsson urðu efstir í prófkjöri
sjálfstæðismanna hér á Seyðisfirði
um helgina, sem haldið var til undir
búnings bæjarstjórnarkosningunum
í vor.
Alls tóku 114 manns þátt í
prófkjörinu, en listi sjálfstæð-
ismanna fékk við síðustu bæjar-
stjórnarkosningar 133 atkvæði.
Atkvæði féllu sem hér segir: Theó-
dór Blöndal tæknifræðingur 111
atkvæði, Ólafur M. Óskarsson
viðskiptafræðingur 90 atkvæði,
Ólafur Már Sigurðsson kaupmað-
ur 79 atkvæði, Guðrún Andersen
verslunarmaður 79 atkvæði,
Bjarni B. Halldórsson verkstjóri
45 atkvæði, Sveinn Valgeirsson
framkvæmdastjóri 37 atkvæði,
Davíð Gunnarsson trésmiður 37
atkvæði og Inga Sigurðardóttir
húsmóðir 22 atkvæði. Aðrir hlutu
færri atkvæði.
I bæjarstjórn Seyðisfjarðar eiga
sæti 9 menn, og þar sitja nú tveir
sjálfstæðismenn. Framboðslisti
sjálfstæðismanna verður frágeng-
inn á fundi næstkomandi fimmtu-
dag.
Prófessor Sigurður S. Magnússon
komin vegna góðs árangurs kvenna-
deildar Landspítalans í fæðingar-
fræði, en burðarmálsdauði hér á
landi er nú hinn lægsti sem þekkist.
(Burðarmálsdauði er dánartala
barna fyrir, í og fyrstu vikur eftir
fæðingu.) Einnig hefur árangur á
sviði krabbameinsrannsókna vakið
athygli. Ætti því annað starfsfólk
deildarinnar sinn hlut í henni. Við
athöfn í London 2. júní nk. mun dr.
Sigurður formlega taka við viður-
kenningu þessari. Dr. Sigurður S.
Magnússon lauk læknaprófi frá Há-
skóla ísiands árið 1952, og dvaldi
um 4 ára skeið í Bretlandi og var í
12 ár í Svíþjóð, en frá 1975 hefur
hann verið prófessor við lækna-
deildina og yfirlæknir Kvennadeild-
ar Landspítalans.
Sameiginlegt prófkjör
á Egilsstöðum:
Mest fylgisaukn-
ing hjá Sjálf-
stæðisflokki
Prófkjör sjálfstæðismanna f Eyjum:
Sigurgeir
sjómaður
MIKIL þátttaka var í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Vestmannaeyj-
um um helgina vegna skipunar á
lisU flokksins í bæjarstjórnarkosn-
ingunum í vor. Um 1650 manns
kusu, en á kjörskrá eru um 3000
manns. Sendir voru út liðlega 1650
kjörseðlar og var skilað inn aftur
milli 1500 og 1600 seðlum gildum og
að auki kusu um 100 manns á kjör
sUð. 16 manns voru í kjöri og hlutu
flmm efstu bindandi kosningu. Efst-
ur varð Sigurgeir Ólafsson sjómaður
og hlaut hann 1181 atkvæði, en hann
skipaði 5. sæti listans um síðustu
bæjarstjórnarkosningar.
Næst flest atkvæði hlaut Sig-
Ólafsson
efstur
urður Jónsson kaupmaður, 1160,
þá hlaut Georg Þór Kristjánsson
verkstjóri 939 atkvæði, Arnar Sig-
urmundsson skrifstofustjóri hlaut
885, Bragi Ólafsson umdæmis-
stjóri Flugleiða hlaut 848 atkvæði,
Sigurbjörg Axelsdóttir kaupmað-
ur hlaut 708 atkvæði, Þórður Rafn
Sigurðsson skipstjóri 487 atkvæði,
Guðmunda Bjarnadóttir fóstra
482 atkvæði, Eyjólfur Pétursson
skipstjóri 449 atkvæði og Sigrún
Þorsteinsdóttir húsmóðir hlaut
423 atkvæði.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
fjóra fulltrúa af 9 í bæjarstjórn
Vestmannaeyja.
SAMEIGINLEGT prófkjör þriggja
flokka var haldið á Egilsstödum um
helgina. Voru það Sjálfstæðisflokk-
ur, Framsóknarflokkur og Alþýðu-
bandalag. Alls kusu 323, en í síðustu
sveitarstjórnakosningum kusu þar
328.
Úrslit voru þau að Framsóknar-
flokkur hlaut 154 atkvæði, Sjálf-
stæðisflokkur 88 og Alþýðubanda-
lag 81. Mest fylgisaukning varð
hjá Sjálfstæðisflokknum, sem við
síðustu kosningar hlaut 11%
greiddra atkvæða, en 27%
greiddra atkvæða í prófkjörinu.
Efstu menn hjá flokkunum voru
hjá Framsóknarflokki Sveinn Þór-
arinsson, Vigdís Sveinbjörnsdótt-
ir, Þórhallur Eyjólfsson og Guð-
rún Tryggvadóttir, hjá Sjálfstæð-
isflokki Ragnar Steinarsson, Helgi
Halldórsson, Helga Aðalsteins-
dóttir og Einar Rafn Haraldsson
og hjá Alþýðubandalagi Björn
Ágústsson, Þorsteinn Gunnars-
son, Laufey Eiríksdóttir og Guð-
laug Ólafsdóttir.
Ritsafn Guómundar Danielssonar
Guðmundur Daníelsson, frásagnameistari í 48 ár.
Ritsafn Guðmundar Daníelssonar er 10 bækur. öll verkin eru frá
árunum 1948-1970 og sum þeirra hafa verið ófáanleg um hríð.
í ritsafninu eru skáldsögumar Blindingsleikur, Musteri óttans,
Hrafnhetta, Húsið, Turninn og teningurinn . Sonur minn Sinfjötli
og Spítalasaga, skáldverk utanflokka í bókmenntunum.
Einnig ferðasagan Á langferðaleiðum, veiðisagan Lands-
homamenn - sönn saga í há-dúr og smásagnasafnið Tapað stríð.
Viðfangsefnin em margvísleg og tekin fjölbreytilegum tökum, en
þróttmikill stíll og hröð og lifandi frásögn eru samkenni á öllum
verkum Guðmundar Daníelssonar.
Ritsafninu fylgir ellefta bindið með ritgerð dr. Eysteins
Sigurðssonar um verk Guðmundar; og skrá um útgáfur, ritdóma og
heimildir þeirra, sem Olafur Pálmason hefur tekiðsaman.
Góð bókmenntaverk í vönduðum búningi.
logberg Bókaforlag
Þingholtsstræti 3, simi: 21960