Morgunblaðið - 23.02.1982, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiöslunni er
83033
Jflor0unXiIfi&it>
ptidT0)f«vX>XalisX)
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
Reykjavíkurborg:
Leigan á kartöflugörð-
um hækkuð um 425%
Á FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar fyrir árið 1982 var felld niður
fjárveiting til rekstrar matjurtagarða í borginni. Var búið að áætla 283.200
kr. til að veita garðræktendum í kartöflugörðum sömu þjónustu og áður. Er
Björn Friðfinnsson fjármálastjóri borgarinnar var spurður hverju þetta sætti,
sagði hann að nú væri ætlast til þess að leiga á görðunum yrði hækkuð
nægilega til þess að þeir stæðu undir sér.
í fyrra höfðu 1254 Reykvíkingar
reiti í kartöflugörðum borgarinn-
ar, þar sem þeir ræktuðu kartöflur
á 21,70 hekturum lands, að því er
Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri,
upplýsti. Var kartöfluuppskeran
um áttföld í fyrra og því ræktaðar
um 4000 tunnur, sem voru til bú-
drýginda á heimilunum.
Sagði Hafliði að Reykjavikur-
borg hefði hingað til veitt þessum
garðeigendum ýmsa þjónustu, séð
um jarðvinnslu, að vegakerfið um
garðana væri fært, girðingar í
lagi, skurðum haldið opnum, séð
um merkingar, hreinsun á svæð-
inu og eftirlit. Þegar garðrækt-
endur ættu nú að borga þetta allt
sjálfir, yrði hækkunin á leigunni
að verða 425%. Þannig hækkar
leigan á 100 ferm, minnstu skik-
unum, í 180 kr. og 300 ferm skik-
unum í 270 kr.
Margar fjölskyldur notuðu
garðræktina til útivistar, sagði
Hafliði. Stór hluti af garðrækt-
endum væri aldrað fólk, sem kæmi
alla daga, ef veður leyfði og væri
að dútla þarna, en þeir yngri
kæmu svo til hjálpar við að taka
upp og flytja uppskeruna burt. En
einnig væru heilu fjölskyldurnar
þarna mikið saman við matjurta-
ræktunina. Upphaflega hafði ver-
ið byrjað á þessari starfsemi í
kreppunni, þegar Dagsbrún og
verkamenn þrýstu mjög á um að
fá garðlönd, t.d. í Aldamótagörð-
unum. Síðan hefði borgin alltaf
hvatt til og aðstoðað garðrækt-
endur og nú ekki síður vegna
tómstunda- og útivistarstarfsemi.
Sagði Hafliði að hætt væri við
að grundvöllurinn væri farinn
undan þessu ef allt ætti að greiða
að fullu.
Þeir urðu í þremur efstu sætunum á Reykjavíkurskákmótinu, frá vinstri:
Alburt, Abramovic og Gurevich. Auk peningaverðlauna fengu þeir blóm
og lopapeysur. (Ljósm. Kristján Örn).
Reykjavíkurskákmót-
id árviss atburður?
Reykjavíkurskákmótinu lauk
síðastliðinn sunnudag með sigri
Lev Alburt, en hann er landflótta
Sovétmaður, sem nú býr í Banda-
ríkjunum. Sem fyrstu verðlaun
hlaut hann 6 þúsund dali eða um
60 þúsund krónur. Dr. Ingimar
Jónsson, forseti Skáksambands ís-
lands, sagði á sunnudag að það
yrði rætt í stjórn SÍ á næstunni
hvort ekki bæri að halda Reykja-
víkurskákmót árlega, en þau hafa
verið haldin annað hvert ár síðan
1964.
Margt manna fylgdist með
skákmótinu, sem haldið var að
Kjarlvalsstöðum, og skákunn-
endur fá tækifæri um næstu
helgi til að fylgjast með lands-
keppni í skák. Þá verður teflt
gegn Svíum og er keppnin liður í
Evrópukeppni landsliða. I ís-
lensku sveitinni verða Friðrik
Ólafsson, Guðmundur Sigur-
jónsson, Jón L. Arnason, Helgi
Ólafsson, Margeir Pétursson,
Haukur Angantýsson, Jóhann
Hjartarson og Ingvar As-
mundsson.
Sjá nánar bls. 46—47.
Mistök á Keldum:
Blárefur brenndur áður
en hann var rannsakaður
ÞAU MISTÖK urðu á rannsókna-
stofu Háskólans á Keldum, að blá-
refur, sem skotinn var við Víkinga-
vatn í Kelduhverfi í byrjun febr., var
settur í brennsluofn áður en hann
var rannsakaður, svo nú er ekki
hægt að vita hvort hann kom af refa-
búi eða hvort hann var villtur.
Það var Sigurjón Bláfeld Jóns-
son, loðdýraræktarráðunautur
Búnaðarfélags Islands, sem hafði
óskað eftir að blárefurinn yrði
krufinn og aldursgreindur. Sagði
hann í samtali viö Mbl. að það
væri ótrúlegt að svona lagað gæti
gerst og kenndi það um mannleg-
um mistökum.
Ljósm. Mbl. Kmilía.
Afmœlishátíð blásin á
LÍJDRASVEITIN Svanur blés
fyrstu tónana á afmælishátíð Fé-
lags íslenzkra hljómlistarmanna á
Lækjartorgi í gær. Hátíðin mun
standa til 27. febrúar með fjöl-
breyttum tónleikum og skemmtun-
um.
í gær var jazz á dagskrá og
rifjuð var upp tónlist áranna
1972—’82. í dag klukkan 15 verð-
ur kaffihúsamúsik á Borginni og
popptónleikar á Lækjartorgi
klukkan 16. Jazz-tónleikar verða
á Hótel Sögu klukkan 21 og
klukkan 19 hefst skemmtun á
Broadway, þar sem rifjuð verður
upp tónlist áranna 1962—’72.
Þar koma Hljómar m.a. fram. Þá
munu félagar í FÍH heimsækja
ýmsar sjúkrastofnanir.
Stálvík selur ósamsett-
an togara til S-Ameríku
STÁLVÍK hf. í Garðabæ er nú að Ijúka við að skera niður efni í 20
metra langan rækjutogara, sem fyrirtækið selur úr landi ósamsettan.
Verk þetta er unnið í skurðarvél, sem tengd er nýrri tölvutækni og
hefur tekið um hálfan mánuð að skera stálið í þennan rækjutogara.
Stálvík framkvæmir þetta verk samkvæmt samningi við danskt fyrir
tæki, sem selur síðan togarann ósamesttan til Guiana í SuðurAmer
íku. Að sögn Jóns Sveinssonar, forstjóra Stálvíkur, má búast við að
takist þessi samvinna vel, geti náðst samningar uni fleiri slík skip.
Þetta skip, sem verið er að
ljúka við að skera stálið í, er hið
fyrsta, sem Stálvík framkvæmir
með þessum hætti. Togarinn
sundurskorinn eða ósamsettur
er seldur dönsku fyrirtæki.
Samninginn kvað Jón Sveinsson
byggjast á nýrri tölvutækni,
sem Stálvík hefði tekið í notkun
og er samtengd sérstakri skurð-
arvél. Jón kvaðst vonast til að
framhald gæti orðið á þessari
samvinnu, en reynslan af þess-
um fyrsta rækjutogara myndi
skera úr um það, hvort fram-
hald yrði, talsvert myndi það og
ráðast af því, hvernig gengi að
koma togaranum saman í Gui-
ana. Það hefur tekið Stálvík
hálfan mánuð með hinni nýju
tölvutækni að merkja og skera
stálið í togarann.
Allt netaefni í vörpurnar
keypt frá Hampiðjunni
- segir Jens Eysteinsson hjá Fishery Products á Nýfundnalandi
„VIÐ AUGLÝSTUM eftir íslendingi til starfa, því hér á Nýfundnalandi eru
ekki margir raenn, sera hafa mikla reynslu, í útgerð togara,“ sagði Jens
Eysteinsson framkvæmdastjóri hjá risaútgerðarfyrirtækinu Fishery Products
í St. Johns á Nýfundnalandi í samtali við Morgunblaðið. Um helgina auglýsti
Fishery Products eftir útgerðarstjóra í Morgunblaðinu, en fyrirhugað er að
viðkomandi hafi aðsetur í bænum Catalina á norðaustur Nýfundnalandi.
Fishery Products er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki Kanada en í þess eigu eru
nú 44 togarar.
Jens Eysteinsson hefur starfað
hjá Fishery Products í nokkur ár.
Rekstur togaranna byggist á fimm
frystihúsum í eigu fyrirtækisins í
jafnmörgum bæjum á Nýfundna-
landi. Nýverið var tekinn í notkun
togari, sem byggður er í Marystown
á Nýfundnalandi og er togarinn
teiknaður af Jóni Hafsteinssyni
skipaverkfræðingi í Reykjavík.
Sagði Jens, að þessi togari bæri af,
bæði hvað varðaði aflabrögð og eins
styrkleika og er hann eini togari
fyrirtækisins sem fer inn í ísinn við
Labrador til veiða.
Þá sagði Jens, að allt netaefni í
vörpurnar væri keypt frá Hampiðj-
unni í Reykjavík og væri svo komið
að flest útgerðarfyrirtæki í Kanada
notuðu trollefni frá Hampiðjunni,
enda bæri það af öðrum trollefnum
hvað styrkleika og endingu varðaði.
Jens sagði að útgerðarstjórinn,
sem ráðinn yrði til Catalina ætti að
bera ábyrgð á rekstri togaranna,
sem væru gerðir út þaðan. Laun
væru mjög góð og ef vel gengi væri
greiddur sérstakur bónus ofan á
fastalaunin.
Togarar Fishery Products hafa
aflað mjög vel að undanförnu og hef-
ur aflinn verið 40 til 50 tonn af
þorski á dag og sagði Jens, að ekki
væri óalgengt að togararnir fengju
20—30 tonn af þorski í klukkutíma
hali.