Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 Sunnlendingar á skyndifundi í gær: Mótmæla haiilega steinullar- verksmiðjutiLögu Hjörleifs SÚ RÁÐAGERÐ Hjörleifs Gutt- ormssonar iðnaðarráðherra að mæla með staðsetningu steinullarverk- smidju á Sauðárkróki hefur valdið mikilli reiði meðal Sunnlendinga. Samtök sunnlenzkra sveitarfélaga boðuðu til sérstaks fundar í gær í fulltrúaráði sínu, atvinnumálanefnd samtakanna og stjórn Iðnþróunar- sjóðs Suðurlands. Eftirfarandi sam- þykkt var gerð á fundinum: Fulltrúaráð Samtaka s:.nn- lenzkra sveitarfélaga mótmaelir harðlega framkomnum tillögum iðnaðarráðherra um þátttök'i rík- issjóðs í byggingu steinulla /erk- smiðju á Sauðárkróki. Mótmæli sín byggir fulltrúaráðið á þremur megin sjónarmiðum. 1. Samkvæmt niðurstöðum iðnað- arráðuneytis er Sauðárkrókur sízti valkosturinn, sem til „\ akningardagar" hafa vcrið haldnir i l'lensborgarskóla í Hafnarfirði undanfarna dag, og hafa nemendur þá hvilt sig á hefðbundnu skóla- námi um hríð, en athugað önnur gagnleg viðfangsefni. Sumir hafa til dæmis kannað örtölvubyltinguna, aðrir hafa athugað stöðu jafnréttis- mála, og þessir ungu menn hér i myndinni hafa starfrækt útvarpsstöð undanfarna daga, sent út tónlist og upplýsingar, og einhver taldi sig hafa heyrt einhverja „Hafnarfjarðarbrandara" á milli laga. Ijósm.: Krislján Kinarsson. Fengum svar um að svar kæmi ekki — segir Svavar Jónatansson „OKKUR barst svar frá Orkustofn- un fyrir klukkan 16 í dag, sem raunar er ekkert svar, því í bréfi þeirra segjast þeir ekki geta svarað til um málið fyrr en eftir helgi, þar sem ekki hafi borist fyrirmæli frá ráðherra," sagði Svavar Jónatans- son, framkvæmdastjóri almennu verkfræðistofunnar, i samtali við blaðamann Morgunblaðsins laust fyrir klukkan 16.30 í gærdag. „Ég hef þegar komið þessum skilaboðum áleiðis til þeirra aðila í Bandaríkjunum, sem málið varðar, en ég veit ekki enn hvort þeir telja sig geta beðið fram yfir helgi eftir svarinu," sagði Svavar ennfremur. „Ég sendi þessar upp- lýsingar til þeirra á telex-skeyti, en hef ekki enn fengið svar, og er raunar að fara úr bænum núna, svo það bíður fram yfir helgi, hvað verður í þessu máli," sagði Svavar. . „Svar" Orkustofnunar kvaðst Svavar hafa fengið sent í bréfi frá stofnuninni laust fyrir klukk- an 16 í gær, og þar var, sem áður segir, sagt að ekki væri unnt að gefa ákveðið svar um verk það er Orkustofnun hafði tekið að sér, fyrr en eftir helgi, þar sem fyrir- mæli vantaði frá iðnaðarráð- herra. Sjálfstæðismenn í Hveragerði: 11 frambjóðendur í prófkjöri í dag SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ingólfur í Hveragerfti efnir til prófkjörs í dag, laugardag, til vals á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við hreppsnefndarkosningarnar í Hveragerði í vor. Prófkjörið fer fram að Austurmörk 4, klukkan 10 til 20. Eftirtalin hafa gefið kost á sér til framboðs: Aðalsteinn Stein- dórsson, Hverahvammi, Alda Andrésdóttir, Sólbakka, Bjarni Kristinsson, Borgarhrauni 23, Björn Sigurðsson, Þelamörk 67, Gunnar Davíðsson, Heiðarbrún 31, Gunnar Kristófersson, Blá- skógum 9, Hafsteinn Kristinsson, Þelamörk 40, Reynir Guðmunds- son, Borgarhrauni 5, Sigríður Guðmundsdóttir, Laufskógum 2, Viktor Sigurbjörnsson, Kamba- hrauni 27, og Ævar M. Axelsson, Kambahrauni 23. Prófkjörið er eingöngu opið full- gildum félögum í Sjálfstæðisfélag- inu Ingólfi, og þeim stuðnings- mönnum flokksins, sem óskað hafa eftir inngöngu í Sjálfstæðis- félagið og eru á kjörskrá í Hvera- gerði í vor. Tölusetja skal frambjóðendur, með tölunum einum til fimm, hvorki fleiri né færri, en að öðrum kosti er seðillinn ógildur. Við taln- ingu verður síðan notað punkta- kerfi, þannig að frambjóðandi sem hefur fengið atkvæði í fyrsta sæti fær 5 punkta, sá er fær atkvæði í 2. sæti fær 4 punkta og þannig koll af kolli niður í 5. sæti og einn punkt. Samanlagður punktafjöldi segir svo til um röð frambjóðenda. greina gat komið að reist yrði verksmiðja. Allir rekstrarþætt- ir verksmiðjunnar, stórir og smáir, eru óhagstæðari á Sauð- árkróki en í Þorlákshöfn. 2. Samtök sunnlenzkra sveitarfé- laga höfðu forgöngu um stofnun Jarðefnaiðnaðar hf. á árinu 1974 með þátttöku allra sveitarfélaga í Suðurlandskjördæmi. Fyrsta málefni félagsins er bygging steinullaryerksmiðju í Þor- lákshöfn. í framhaldi af ákvörð- un hennar var Iðnþróunarsjóð- ur Suðurlands stofnaður. Hvorki Jarðefnaiðnaður hf. né Iðnþróunarsjóður Suðurlands eiga sér hliðstæðu hérlendis og stjórnvöld, þ.á m forsætisráð- herra og iðnaðarráðherra, hafa bent á þau öðrum til fyrirmynd- ar. Steinullarverksmiðja í Þor- lákshöfn var og er ein megin forsenda iðnþróunarsjóðsins. Tillaga iðnaðarráðherra um byggingu steinullarverksmiðju á Sauðárkróki miðar að því að gera að engu þau áform um iðn- þróun á Suðurlandi sem unnið hefur verið markvisst að sl. 10 ár. 3. Ef byggðasjónarmið eiga alfarið að ráða staðsetningu steinullar- verksmiðju er hvergi meiri þörf á atvinnuuppbyggingu en á Suð- urlandi. Þar tala tölur sínu máli. Fulltrúaráð Samtaka sunn- lenzkra sveitarfélaga fagnar framkominni þingsályktunar- tillögu frá þingmönnum Suður- lands um Steinullarverksmiðju í Þoriákshöfn og skorar á Alþingi að samþykkja tillöguna. Niels Jörgen Haagcrup. SVS og Varðberg: Öryggismál Evrópu í DAG, laugardag, klukkan 12 á hádegi efna Samtök um vest- ræna samvinnu og Varðberg til fundar í Átthagasal Hótel Sögu um efnið pólitísk samvinna í Kvrópu og öryggismál. Ræðu- maður er Niels Jörgen Haager- up, Evrópuþingmaður og vara- formaður stjórnmálanefndar þings Evrópubandalagsins (Efnahagsbandalags Evrópu). Miklar umræður hafa verið í öllum löndum Vestur-Evrópu um öryggismál undanfarna mánuði. Þar hafa komið fram svonefndar friðarhreyfingar og ýmsir telja, að með aukinni samvinnu í öryggismálum geti Kvrópuþjóðirnar skapað nýjar forsendur í alþjóðamálum. Niels Jörgen Haagerup hefur kannað pólitíska samvinnu og öryggismál sérstaklega á veg- um Evrópuþingsins. Fundurinn í dag, laugardag, er fyrir félagsmenn SVS og Varðbergs og gesti þeirra. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. ARNARFLUG HF Frá starfsmannahaldi Arnarfflugs hf. Ef þú ert glaður, framsýnn og tilbúinn til að vinna, gætum við átt samleið Vegna vaxandi verkefna, þarf Arnarflug hf. að ráöa til sín hóp af dugmiklu og vinnuglöou fólki til aö taka þátt í áframhaldandi uppbyggingastarfi. Störfin sem um er að ræða eru á flestum starfssviðum félagsins, innanlands og utan. Fiugmenn Okkur vantar 2—4 flugmenn til starfa í innalandsflugi. Viðkomandi þarf að ad hafa lokið atvmnuflugmannsprófi, blindflugsprófi og hafa stúdentspróf eða hliðstæða menntun. Inntökupróf veröur haldið fyrir umsækjendur í almennn flugþekkingu og ensku. Æskilegt er að umsækjendur hafi aö minnsta kosti eitt þúsund flugstundir. Flugvirkjar Við þurfum aö bæta viö flugvirkjum í vidhaldsdeild okkar og til starfa við flugrekstur erlendis. Æskilegt aö-fyrir hendi sé starfsreynsla í almennri flugvirkjun. Flugafgreiðslufolk Við óskum eftir að ráöa fólk til starfa í flugafgreiöslu. 1. Góo ensku- og þýskukunnátta áskilin. 2. Starfsreynsla æskileg. 3. Viö leitum að gladlegu, lipru og duglegu fólki. Farbókun. söluskrifstofa og aðalskrifstofa Vegna áætlunarflugs okkar til Evrópu opnum við á næstunni farskrárdeild og söluskrifstofu. Þangað þurfum viA að ráða gott þiónustusinnað og traust fólk með staðgóða þekkingu á farseðlaútgáfu og farskréningu. Einnig vantar fólk til starfa í bðkhaldsdeild og aðal- skrifstofu. Umsóknarfrestur Umsóknir þurfa að berast starfmannastjóra Arnarflugs hf., Lágmúla 7, Reykjavík, Box 1406 ekki síöar en föstudaginn 26. marz. Umsóknareyðublöð veröa afhent á aðalskrifstofu félagsins í dag, laugardag, milli kl. 14.00—16.00 og síðan á almennum skrifstofutíma. Fólk utan af landi sendi skriflega umsókn með persónuupplýsingum ásamt mynd. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Öllum umsækjendum veröur svaraö. Engar upplýsingar verða veittar í síma ARNARFLUG hf., Lágmúla 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.