Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 23 Qlafur Jóhannesson um ástandið í Póllandi: Alþýðan barin til með hervaldi hlýðni ÁN SOVÉSKRA áhrifa hefði staða mála verið önnur í Póllandi í dag. Kerfið, sem þykist vera útvalið til að sinna hagsmunum alþýðunnar, er enn einu sinni bert að því að berja þessa sömu alþýðu til hlýðni með hervaldi, segir í skýrslu Ólafs Jó- hannessonar utanríkisráðherra um utanríkismál, sem hann lagði fram á Alþingi mánudaginn 15. mars. Um atburðina í Póllandi er með- al annars komist svo að orði: „Enn einu sinni hefur það feng- ist staðfest að kommúnískt þjóð- skipulag þolir ekki frelsi og nægir því til sönnunar að nefna atburð- ina í Austur-Þýskalandi 1953, Ungverjalandi 1956, Tékkóslóv- akíu 1968 og Póllandi 1981. Allt er þetta staðfesting á óbreyttu eðli kommúnísks stjórnarfars. Þjóðum Austur-Evrópu hefur aldrei verið gefinn kostur á að tjá sig um þetta kerfi frjálsum kosningum. Kerfið þolir hvorki samkeppni við aðra hugmyndafræði né viðurkenningu almennra mannréttinda. Kerfið getur ekki einu sinni afsakað sig með að það tryggi íbúum efnaleg gæði. Þróunin í pólskum efna- hagsmálum er lýsandi dæmi um vanmáttinn einnig á þessu sviði. Eina svar þessa gjaldþrota þjóð- skipulags er grímulaus vald- beiting og kúgun. Það kann að vera óljóst hver bein afskipti Sovétstjórnin hefur haft af atburðum í Póllandi, en það breytir engu um þá megin- staðreynd að án sovéskra áhrifa hefði staða mála verið önnur í Póllandi í dag. Kerfið, sem þykist vera útvalið til að sinna hagsmun- um alþýðunnar, er enn einu sinni Stúdentaráð: Umbótasinnar telja Félagi vinstri manna bera að hefja við- ræður um myndun meirihluta UMBÓTASINNAÐIR stúdentar við háskólann héldu fund síöastliðið fimmtudagskvöld og á fundinum var samþykkt að viðræður um meiri- hlutasamstarf í stúdentaráði skyldi hefja frá grunni að nýju. Taldi fund- urinn ótvirætt að Félagi vinstri manna, sem stærstu fylkingunni inn- an stúdentaráös, bæri að hafa frum- kva>ði um viðræður til myndunar nýs meirihluta. í framhaldi þessa tók fundurinn ekki afstöðu til bréfs Vöku um að félagið liti þannig á að meirihluti Vöku og umbótasinna frá síðasta kjörtímabili héldist og því skyldi samstarfinu haldiö áfram á grundvelli fyrri sáttmála. Hið nýkjörna stúdentaráð kom saman til fyrsta fundar síns í gær, en þar sem enn hefur ekki verið myndaður meirihluti innan ráðs- ins, var kosningu í nefndir og formannskjöri frestað um viku. A fundi Umbótasinna var eftir- farandi ályktun samþykkt: „í ljósi þeirrar stöðu, sem nýaf- staðnar kosningar til stúdenta- ráðs hafa leitt af sér — það er að segja að Félag vinstri manna er stærsti aðilinn að stúdentaráði með 13 fulltrúa að baki sér, Vaka með 10 fulltrúa og umbótasinnar með 7 fulltrúa og einnig að for- mælendur vinstri manna hafa hvað eftir annað lýst sig sigurveg- ara kosninganna á opinberum vettvangi — vekja umbótasinnar athygli á: a) — að umbótasinnar líta svo á aö það sé skylda hinna þriggja pólitísku fylkinga gagnvart stúd- entum við Háskólann að reyna svo sem frekast er kostur að mynda starfhæfan meirihluta innan ráðs- ins. b) — að umbótasinnar gengu til kosninga með óbundnar hendur um samstarf að kosningum lokn- um, þvi sé eðlilegt að meirihluta- viðræður verði hafnar á ný c) — að sú óvefengjanlega skylda hvílir á herðum vinstri manna að taka þátt í viðræðum er miði að myndun nýs meirihluta stúdenta- ráðs. Félag vinstrimanna getur á engan hátt skorast undan þessari skyldu, enda er félagið stærsta fylkingin innan ráðsins." bert að því að berja þessa sömu alþýðu til hlýðni með hervaldi. Islendingar hafa með samúð fylgst með viðleitni pólsku þjóðar- innar til að auka frelsi sitt og lýð- ræði. Við hljótum að krefjast þess að slík þróun sé ekki kæfð í fæð- ingu með utanaðkomandi hótun- um um ofbeldi og kúgun. Við höf- um lagt lítinn skerf af mörkum til að lina hungur og þjáningar í Pól- landi af völdum matarskorts og okkur ber tvímælalaust skylda til að halda slíku mannúðarstarfi áfram. Að tilmælum flóttamanna- fulltrúa Sameinuðu þjóðanna hef- ur ríkisstjórnin einnig lýst sig reiðubúna til að taka við 20—25 af þeim 40—50 þúsundum flótta- manna frá Póllandi, sem nú hafa leitað hælis í Austurríki. Þetta er ekki há tala, en hlutfallslega er þarna um svipaðan fjölda að ræða og ýmsar nágrannaþjóðir okkar h.vggiast taka við. Atburðirnir í Póllandi varpa dökkum skugga á samskipti aust- urs og vesturs og valda mjög versnandi sambúð stórveldanna. Sú þróun hefur að sjálfsögðu í för með sér aukna hættu fyrir alla heimsbyggðina og því er það enn nauðsynlegra en ella að kröftug- lega sé unnið að samningaviðræð- um á sviði afvopnunarmála, að leitað sé allra raunhæfra leiða til að bæta sambúðina að nýju með því að fá alla aðila til að standa við gefin loforð um hegðunarregl- ur í alþjóðlegum samskiptum. Sá vettvangur, sem þjóðir Evrópu og Norður-Ameríku hafa hvað mest notað í þessum efnum, eru ráð- stefnurnar, sem efnt hefur verið til í því skyni að meta framgang málaflokka í lokasamþykkt ráð- stefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu og ræða, hvað auka megi og bæta. A árinu 1977 var slík ráðstefna haldin í Belgrad og haustið 1980 hófst næsta ráð- stefna í Madrid." Bílastæði við Þangbakka — athugasemd frá Markúsi Erni Antonssyni VKGNA fréttar Morgunblaðsins í gær um bílastæðamál í Mjóddinni, óskaði Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eftir því að eftir- farandi athugasemd yrði birt: Það var gatnamálastjórinn í Reykjavík, Ingi Ú. Magnússon, sem flutti tillögu í framkvæmdaráði um úrbætur í bílastæðamálum við Þangbakka 8 til 10 í Mjóddinni. Til- laga gatnamálastjóra var um gerð malarstæða fyrir bifreiðir til bráða- birgða á eftirtöldum reitum: a Norð- urenda lóðar heilsugæzlustöðvar austan Þangbakka 8 til 10, b opnu svæði vestan lóðar fyrir félagsmið- stöð og bókasafn. Þetta var sam- þykkt með þeirri breytingu að í a-lið stæði „helming" í stað „norðurenda". Þá lagði framkvæmdaráð áherzlu á, að endurskoðun sú, sem borgar- skipulagi hefði verið falin á skipu-. lagi svæðisins, verði hraðað og þar með fundin varanleg lausn á bíla- stæðamálum hverfisins. Það voru þessi lokaorð samþykktarinnar, sem sjálfstæðismenn í framkvæmdaráði, gerðu tillögu um. Borðið dúklagt og kræsingarnar tilbúnar. Nemendur Hóiel- og veitinga skólans tilbúnir að taka á móti gestum i húsakynnum sínum í Hótel Esju. Nemendur Hótel- og veitingaskóla íslands með veitingasölu um helgina ar og fjölbreyttar veitingar á vægu verði. Vonast þeir því til þess að sem flestir velunnarar skólans og þeir sem áhuga hafa á góðum veitingum sjái sér fært að koma. NÚ UM helgina munu nemendur Hótel- og veitingaskóla íslands gangast fyrir veitingasölu í skóla sínum að Suðurlandsbraut 2. Er þetta liður í starfsþjálfun nemenda, auk þess sem þetta er ein af fáum fjáröflunarleiðum þeirra. Það mun vera ætlun nemenda nú, sem undan- farin ár, að bjóða gestum sínum góð- Inngangur skólans er að bakhlið Hótel Esju og verður opið alla þrjá dagana frá klukkan 18.00— 23.30. Kveðjuorð: Unnur Bjarnadótt- ir leikfimikennari Hún Unnur er dáin. Þessi orð af vörum móður minnar bárust mér til eyrna á laugardagsmorguninn 6. mars. Enn megum við mann- anna börn standa andspænis dauðanum sem í þetta sinn kom á einu augnabliki. Við skynjum hve örstutt þetta augnakast er og hve nátengdur dauðinn er lífinu, án annars væri hitt ekki til. Verum þess minnug á miðri föstu að fagnaðar- og upprisuhá- tið er í nánd, sem við kristnir menn trúum að dauðinn hafi verið svo dásamlega sigraður og öllum eilíft líf gefið. Mér sem þessar lín- ur skrifa, finnst svo sjálfsagt að Unnur lifi, svo starfsöm og kraftmikil sem hún var hér á jörð, hennar býða meiri störf guðs um geim. Sár er söknuður þeirra sem sjá sæti hennar autt sem ætíð var svo vel skipað af tryggð öllum til handa er henni kynntust. Sárastur er harmur barna hennar og aldr- aðrar móður sem nú sér á bak sínu sjötta barni. Ég vil fyrir hönd tengdamóður flytja hjartans þökk fyrir alla ást- úð og hugulsemi sem hún sýndi henni og tengdaföður sínum frá fyrsta degi til hins síðasta þó sér- staklega í veikindum hans og við andlát hans 2. desember 1981. Alúðar þakklæti frá okkur systkinunum fyrir allt sem hún var foreldrum okkar, stundum fannst okkur sem hún væri að gera þá hluti sem í okkar verka- hring stóðu. Hún var ætíð á undan öðrum að koma bágstöddum til hjálpar, slík var vaka hennar yfir ástvinum. Ég kveð Unni Bjarnadóttur með þakklæti og virðingu. „Kar þú í frirti friöur guAs þig blossi. Ilafðu þokk fyrir allt.” Andrea Helgadóttir RAÐHÚS TIL SÖLU Í PORLÁKSHÖFN STÆRÐIR 65 m2 2 herbergja 3 herbergja 4 herbergja * 5 herbergja 95 m 108 m 127 m VERÐ með bilskúr, hús frágengid ad utan, lód slétt. kr. 350.000.— kr. 430.000.- AFHENDINGARTIMI kr. 460.000.— kr. 495.000.— September 1982 I Góöir greiöslu- skilmálar Fasteignasala Þorsteins Garöarssonar Klébergi 17 Þorlákshöfn Kvöld- og helgarsími 99-3834 b i r iki »• f*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.