Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 31
félk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 31 Khadafy og Bruno Kreisky á flugvellinum í Vín í upphafi heimsóknarinnar. Khadafy brosir til araba nokkurra sem maettir voru i flugvöllinn að bjóða hann velkominn og klappar þeim lof í lófa.. Úr heim- sókn Khadafys + Khadafy, leiðtogi Líbýumanna, heimsótti nýverið Austurríki, fyrst Evrópuríkja og þótti mörgum það nú ekki sæmilegt, því Khadafy er ill- ræmdur um allan heim og hryðju- verkamenn hafa jafnan átt skjól í hans landi. En Brunó Kreisky, kansl- ari Austurríkis, lét sig hafa það að taka á móti Khadafy, sem hverju öðru stórmenni og veitti honum við- urgerning góðan. Telja menn að þar spili inní olíuhagsmunir Austurríkis. Við birtum hér nokkrar myndir úr Austurríkisför Moammar Khadafys, hershöfðingja og Líbýuleiðtoga — en heimsóknin sú stóð í fjóra daga. Khsdafy hélt blsðamannafund meðan á heimsókninni stóð og veifaði þar framan í menn plaggi, sem Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, á að hafa skrifað ýmsum þjóðarleiðtogum og farið þess á leit við þá að þeir afþökk- uðu heimsóknir Khadafys. Hershöfðinginn lét þess ekki getið hvernig hann hefði komist yfir bréf þetta, en fannst það æði spaugilegt, svo sem myndin sýnir... Á meðan Khadafy bað til máttarvaldanna í mosku múslíma í Vínarborg, spásseraði kona hans um stræti borgarinnar með yngsta son þeirra — og að því er virtist, engir öryggisverðir! sB. \ \ X XX COSPER Það er ekkert mál, Knútur, að vera navisti í myndlistinni. Málið er að finna nógu naíva kaupendur. Mikið áfall + Ástralska leikkonan Lynda Stoner, sem berst hatrammri baráttu gegn selveiðum í heiminum, brast í grát þegar hún frétti að selveiðar væru hafnar á ný frá Prins Játvarðseyju í Kanada, þrátt fyrir mikil mótmæli Greenpeace-manna. Lynda Stoner ber sem sé mikla umhyggju fyrir selum og bróðir hennar einn úr Greenpeace- samtökunum var nærstaddur og reyndi sem hann gat að hugga leikkon- una, en hún var lengi óhuggandi á eftir og lét ófriðlega. Tilfinningalíf annarr- ar leikkonu og miklu frægari, Birgittu Bardot, snýst líka alltaf annað veifið um velferð sela, sem eru falleg dýr — en vísindamenn telja það ekki heppi- legt að hafa alla sjói fulla af selum, hvað sem leikkonur tvær segja ... frá kl. 7 til 4 GULL OG DEMANTAR Kjartan Asmundsson, yullsmiður, Aðalstrœti &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.