Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
Sýning í
Gallerí 32
LAUGARDAGINN 20. mars opnar
Svcinn Kj'j'ortsson málvcrkasjninj'u
i Gallcri 32, Hverfisgötu 32.
A s.vninKunni eru olíu og vatns-
litamyndir, flestar málaðar á síð-
astliðnu ári og það sem af er þessu
ári. Þetta er fyrsta einkasýning
Sveins.
Þjálfarinn
frumsýndur
í Bíóhöllinni
BÍÓHÖLLIN tekur amerisku gam-
anmvndina Þjálfarann til sýninga
sunnudaginn 21. mars. Aöalhlutverk
ieika Miehacl Biehn oj» ( athy Lee
Crosby.
Snjór og
ófærð
KgilsNtöóum, 17. marz.
AÐFARANOTT mánudags byrjaði
að snjóa hér á Egilsstöðum — og
allan mánudaginn gekk á með svo
dimmum éljum að allt flug féll
niður.
I gærmorgun var komið
vonskuveður og nær allar götur í
þorpinu orðnar ófærar. Þetta
kom þó ekki að sök fyrir
grunnskólanemendur því að dag-
urinn hafði verið tekinn til
ráðstöfunar fyrir fræðslu kenn-
ara — og því frí hjá nemendum.
Upp úr hádegi í gær stytti svo
upp en þá hafði talsverðum snjó
kyngt niður. Yngstu íbúarnir
biðu þá ekki boðanna með að
nýta sér snjóinn til margs konar
leikja. En líklega hafa starfs-
menn sveitarfélagsins ekki orðið
eins ánægðir með snjókomuna
og ófærðina — þar sem snjó-
ruðningurinn léttir óneitanlega
pyngju samneyslunnar.
Síðla gærdags var komið hið
fegursta veður, flugvöllur og
götur ruddar. Undir kvöld komu
tvær farþegaflugvélar frá
Reykjavík. Hins vegar verða
fjarðarbúar nú að sjá sér fyrir
farkosti upp í Egilsstaði í flugið
hver og einn — þar sem sérleyf-
ishafar hér eystra hafa lagt
niður akstur um sinn eins og
kunnugt er. Fréttaritari.
Sæluvika Skagfirðinga
hefst um þessa helgi
— fjölbreytt lista- og skemmtanalíf í eina viku
Sauóárkróki, 19. marz.
Ljósm. Mbl. RAX.
Guöjón Ármann Eyjólfsson afhenti Steingrími Hermannssyni sjávarútvegs-
ráðherra fyrsta eintakið af bókinni Stjórn og sigling skipa.
„Stjórn og sigling skipa“
— ný bók eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson
í stuttu máli fjallar myndin um
ólympíusigurvegarann Randy
Rawlings. Er hún óánægð með það
Þjálfarinn (Cathy Lee Crosby) legg-
ur á ráðin.
hlutskipti sitt að þurfa að kenna
frúarleikfimi eftir afrek sín. Það
rofar þó örlítið til er henni býðst
staða þjálfara körfuboltaliðs
Granger Iligh School. En skóla-
nefndin, með stjórnandann Fent-
on Granger í broddi fylkingar, lýs-
ir yfir óánægju sinni með ráðn-
ingu Randyar. Þó fær hún að
halda starfi sínu með því skilyrði
að liðið tapi ekki leik. Hefst svo
spennandi körfuboltaleikur. Fyrst
gengur allt á afturfótunum hjá
liði Randyar, en hún lumar á
leynivopni. Getur því allt gerst.
STJÖRNUBÍÓ frumsýnir gaman-
myndina Riddarana, laugardaginn
20. mars. í aðalhlutverkum eru Rob-
ert Wuhl og Tony Ilanza. Leikstjórn
er í höndum Floyd Mutrux.
Myndin á að gerast árið 1965 í
Beverly Hills í Hollywood. Hverf-
issamtökin þar hafa ákveðið að
halda veglega veislu í tilefni af
lokun vafasams skemmtistaðar í
hverfinu. Ástæðan er sú að stað-
urinn hefur verið athvarf Riddar-
SÆLUVIKA Skagfirðinga hefst á
Sauðárkróki um næstu helgi. Að
venju verður þar margt til fróölciks
og skemmtunar. Skólahljómsveit
Kópavogs undir stjórn Björns Guð-
mundssonar leikur í Bifröst næst-
komandi laugardag klukkan 16.00
ásamt lúðrasveit Tónlistarskólans á
Sauðárkróki, en stjórnandi hcnnar
er Jónas Björnsson.
Formlega hefst þó Sæluvikan
ekki fyrr en sunnudaginn 21. marz
með guðsþjónustu í Sauðárkróks-
kirkju þar sem sóknarpresturinn,
séra Hjálmar Jónsson prédikar.
Klukkan 16.00 þann dag verður
opnuð í Safnahúsi Skagfirðinga
listsýning. Þar sýna nemendur
Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands verk sín í boði Listasafns
Skagfirðinga. Um kvöldið frum-
sýnir Leikfélag Sauðárkróks leik-
ritið „Einkalíf" eftir Noel Coward.
Iæikstjóri er Elsa Jónsdóttir.’
Kirkjukvöld verða í Sauðár-
anna og vinstúlkna þeirra. í stað
skemmtistaðarins á að reisa
skrifstofubyggingu.
Riddararnir, sem eru hinir
mestu drísildjöflar, hyggjast því
láta til skarar skríða gegn hinni
léttlyndu Freedman, en hún stóð
að lokun skemmtistaðarins. Eftir
því sem lengra líður á kvöldið æs-
ist leikurinn og Freedman þarf að
þola margar svívirðingar Riddar-
anna áður en yfir lýkur.
krókskirkju á mánudags- og þrið-
judagskvöld. Þar syngur kirkju-
kórinn undir stjórn Jóns Björns-
sonar tónskálds. Einsöngvarar
með kórnum eru Ragnhildur
Oskarsdóttir og Þorbergur Jós-
epsson. Einnig koma fram tónlist-
armennirnir Sigurður Marteins-
son, Jóhannes Eggertsson og Þor-
valdur Steingrímsson, en gamall
og rótgróinn Sauðkræklingur,
Ottó A. Michelsen forstjóri, flytur
erindi bæði kvöldin. Karlakórinn
Heimir undir stjórn Jiri Hlavácek
syngur í Bifröst á þriðjudags-
kvöld, en undir lok vikunnar, á
föstudag og laugardag, syngur
Skagfirzka söngsveitin. Stjórn-
andi hennar er Snæbjörg Snæ-
bjarnardóttir og undirleikari
Ólafur Vignir Albertsson. Þá mun
leikfélag Ólafsfjarðar koma
hingað í heimsókn og sýna Þorlák
þreytta. Sauðárkróksbíó sýnir úr-
valskvikmyndir alla daga vikunn-
ar ogdansleikir verða mörg kvöld.
Fyrirhugað var að dr. Kristján
Eldjárn, fyrrverandi forseti ís-
lands, flytti erindi í safnahúsinu
laugardaginn 26. marz, en vegna
forfalla verður að fresta því þar til
um miðjan apríl.
— Kári
Listi Alþýðu-
flokks á
Húsavík
llúsavík, 19. mars.
LISTI Alþýðuflokks við bæjarstjórn-
arkosningar á Húsavík hefur nú ver-
ið kunngeröur. Niu efstu sæti listans
skipa:
1. Gunnar B. Salomonsson, 2.
Herdís Guðmundsdóttir, 3. Arn-
ljótur Sigurjónsson, 4. Konráð
Eggertsson, 5. Sigrún Jónsdóttir,
6. Viðar Eiríksson, 7. Sigurður
Pétursson, 8. Kristjana Bene-
diktsdóttir, 9. Guðmundur Aðal-
steinsson.
Fréttaritari.
ísafoldarprentsmiðja h.f. hefur
nýverið gefið út bókina „Stjórnun og
sigling skipa“, eftir Guðjón Ármann
Eyjólfsson, skólastjóra Stýrimanna-
skólans. Bókin, sem er 228 blaðsíður
að stærð, skiptist í 12 höfuðkafla, og
i formála bókarinnar segir höfundur
meðal annars:
„Það er einlæg ósk höfundar, að
bók þessi verði íslenzkum sjómönn-
um og nemendum stýrimannafræða
að sem mestu gagni.
Auk mynda og skýringa við sigl-
ingareglur er að finna í bókinni
ýmsar aðrar upplýsingar, sem
skipstjórnarmenn verða að hafa á
reiðum höndum.
Eg kenndi siglingareglur í mörg
ár og varð mér fljótlega ljóst, að
íslenzkum sjómönnum væri nauð-
syn að fá siglingareglur með skýr-
ingarmyndum og dæmum. Nem-
endur hvöttu mig eindregið til að
taka saman þess háttar bók og
stend ég því við gamalt loforð með
þessu riti.
Lengur en skyldi dróst að koma
verkinu af stað. Siglingareglur eru
alþjóðlegar, en nauðsynlegt var að
færa myndskreytta útgáfu okkar í
íslenzkan búning, auk þess sem
sérstakar íslenzkar aðstæður
krefjast þess, að lögð sé meiri
áherzla á sum atriði í reglunum
.hjá okkur en gert er meðal ann-
arra þjóða, t.d. merkingu fiski-
skipa við hinar ýmsu veiðar o.fl.
Til að fá íslenzkan svip á skýr-
ingarmyndir fékk ég í lið með mér
Rafn Sveinbjörnsson, listfengan
sjómann, vestfirzkan. Hann var
þá búsettur á Akranesi og teiknaði
fjölmargar myndir í bókina, bæði
eftir minni fyrirsögn og með
hliðsjón af myndum í erlendum
bókum. Inn á myndir Rafns setti
ég síðan öll ljós- og dagmerki
ásamt þokumerkjum, þar sem það
á við og ber að sjálfsögðu einn
ábyrgð í þeim efnum sem öðrum í
bókinni. Rafn heitinn sýndi þessu
verki einlægan og mikinn áhuga,
en lifði því miður ekki að sjá bók-
ina líta dagsins ljós. Hann andað-
ist 6. mars 1978. Flestar myndir
Rafns eru skip og bátar íslenzkrar
gerðar, en í baksýn eru íslenzk
fjöll og jöklar."
Stjörnubíó frumsýnir Riddarana