Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 19 „Snæbjörg" hf. hefur opnað á nýjum stað VERSLUNIN Snæbjörg hf. í Reykjavík var flutt í gær um set og opnuö í morgun á nýjum stað á Bræðraborgarstíg 1. Var hún áöur í um 70 fermetra húsnæði aö Bræðraborg- arstíg 5, en á hinum nýja stað eru fermetrarnir um 240. i-J — Við höndlum með alla almenna matvöru og bjóðum t.d. kjöt frosið sem ófrosið, sagði Kaj Jörgensen verslun- armaður. — Hér tökum við upp þá nýjung að bjóða viðskiptavinum upp á heitar samlokur eða hamborgara eða aðra hraðrétti og höfum þess vegna 2 örbylgjuofna hér í búðinni. Við rekum ekki stórmark- að og keppum ekki við stór- markaði heldur hyggjumst við reka hér verslun sem þjónar Vesturbæingum rétt eins og við gerðum á hinu horninu og ég tel alla þjón- ustu geta verið persónulegri og ánægjulegri hjá kaup- manninum á horninu og það er nóg af fólki hér í Vestur- bænum, sagði Kaj ennfrem- ur. Kaj Jörgensen kvaðst hafa lokað versluninni að Bræðra- borgarstíg 5 kl 19 í gærkvöld og opnaði hann síðan á nýja staðnum kl. 9 í morgun, en þar var áður Gellir hf. Auk verslunarinnar er aðstaða fyrir starfsfólk auk lager- rýmis og Kaj sagði einnig ráðgert að hafa í húsinu söngstofu þar sem kona hans, Snæbjörg Snæbjarn- Eigendur Snæbjargar hf.: Kaj Jörgensen, Snæbjörg Snæbjarnardóttir og dóttir þeirra, Guðrún Birna Jörgensen. ardóttir, myndi taka að sér kennslu, en hún er jafnframt stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar. En af hverju nafnið Snæbjörg hf? — Ég var orðinn leiður á öllum þessum kjörum og ver- um og mörkuðum og fannst því tilvalið að nefna búðina eftir konunni minni, sagði Kaj Jörgensen, en alls hafa þau verslað með matvöru í 8 ár og áður ráku þau bóka- verslun. FERMINGARGJÖF SEM FULLORENIR VILJA LIKA! Það er ekkert undarlegt þótt margir fullorðnir ágirnist hina stórgóðu Sanyo hifi 20 samstæðu: Dolby kassettutæki, LW, AM, og FM stereo útvarp, 2x24wattamagnara,TP-XlSplötu- spilara, tveir Sanyo hátalarar 40 sínus vött og glæsilegur hljómtækjaskápur með rúmgóðu plássi fvrir plötur En það er vegna verðsins, sem við köllum hana frábæra fermingargjöf Verðkr. 12.200. Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Sími 9135200 Hver sporörennir þrem góðborgurum, einum skammti af frönskum og glasi af Coca—Cola? 1. verdlaun kr. Verðmæti Suzuki, 4ra dyra 79.000 2. Nec-samstæða. (Fyrir besta tímann til og með 12.3.) 8.950 3. 35 manna kalt borð frá Gosbr., Laugavegi 116. 4.130 4. 50 stk. goðborgarar ásamt meðlæti 2.600 5.25 stk. Western-kjúkl- ingar ásamt meðlæti 1.425 6. 20 8tk. Roast Beef- borgarar ásamt meðlæti 1.140 7. 10 stk. kvöldverðir í Gosbrunninum 940 8. 15 stk. Fiikborgarar ásamt meðlæti 675 9. 12 stk. goðborgarar m/osti og skinku ásamt meðlæti 864 10. 6 stk. kvöldverðir í Gosbrunninum 564 11. /Efingaskrírteini, gildis- tími 3 mán. í Apolló sf., líkamsrækt, Brautarholti 4 1.200 12. Æfingaskirteim, gildis- tími 2 mán. i Apollo sf.. líkamsrækt, Brautarholti 4 800 Verðmæti vinninga kr. 120.108,- ^OÍ^ Skyndibitastaöur Hagamel 67, sími 26070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.