Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 50 ára: Innlán hafa tí- faldast á 5 árum og fjöldi viðskiptavina margfaldast Sparisjóóur Reykjavíkur oj> nágrennis hélt 50. aðalfund sinn laugardaginn 6. mars sl., en á þessu ári eru liðin 50 ár frá stofnun hans. Ákveðið hefur verið að minnast þessara merku tímamóta í starfsemi sparisjóðsins hinn 28. apríl nk. en þá eru 50 ár liðin frá því að sparisjóðurinn hóf starfsemi sína í húsinu llverfisgötu 21 sem nú er í eigu Hins ísl. prentarafélags. A aðalfundinum kom fram að innstæður í sparisjóðnum jukust meira á árinu en nokkru sinni fyrr í sögu sjóðsins. Innlánsaukningin nam um 65,5 millj. kr. eða 81%. Heildarinnlán námu í árslok um 146 millj. kr. og hafa þannig rúmlega tifaldast á síðastliðnum 5 árum. Á þessu árabili hefur fjöldi viðskiptavina sparisjóðsins margfaldast og jókst á liðnu ári í svipuðu hlutfalli og nam innlánsaukningunni í sparisjóðinn. Á árinu tók því sparisjóðurinn til eigin afnota aðra hæð í húseign sinni að Skólavörðustíg 11 til viðbótar afgreiðslusalnum á fyrstu hæð. Á aðalfundinum flutti formaður stjórnar sparisjóðsins, Jón G. Tómasson hrl., skýrslu stjórnar- innar fyrir liðið starfsár og Bald- vin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, lagði fram og skýrði ársreikninga sparisjóðsins. Starfsemi sparisjóðsins efldist mjög á árinu og jukust eignarliðir á efnahagsreikningi sjóðsins um 71,4 millj. kr. í um 167 millj. kr., eða um 75%. Innlánsaukningin á árinu varð um 65,3 millj. kr., eða um 81%, en það er rúmlega 7,5 prósentustigum meiri aukning en nam meðaltali innlánsaukningar hjá bankakerfinu á liðnu ári. Heildarinnstæður í sparisjóðnum í árslok voru því um 146 miilj. kr. og hafa innlán þannig tífaldast í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis á síðustu 5 árum. Heildarútlán sparisjóðsins juk- ust á árinu um 39 millj. kr. eða um 70% og voru í árslok rúmlega 95 millj. Þar af voru lán til einstakl- inga rúmlega 71 millj. kr. eða 75% af heildarútlánum sparisjóðsins. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hefur því á liðnu ári eins og áður lagt höfuðáhersluna á að veita einstaklingum lán til íbúðabygginga og viðhalds eða kaupa á eldra húsnæði. Þannig hefur sparisjóðurinn stutt bygg- ingariðnaðinn á starfssvæði sínu, en að auki hefur hann nú í æ rík- ari mæli veitt lán til ýmiss konar annars iðnaðar, verslunar og ým- issa þjónustugreina á starfssvæði sínu. Rík áhersla hefur verið lögð á að þeir einstaklingar og fyrir- tæki sem hafa reglubundin við- skipti við sparisjóðinn geti notið Frá vinstri: Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, Sigursteinn Árnason, ritari, Ágúst Bjarnason, varaformaður, Jón G. Tómasson, formaður, Sigurjón Pétursson og Hjalti Geir Kristjánsson, meðstjórnendur. Frá vinstri: Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, Jón G. Tómasson, formaður, Birgir Ísl. Gunnarsson, fundarstjóri, og Björn Bjarnason, fundarritari. Rétt fæöuval: Minna salt eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Ársæll Jónsson, læknir, benti mér einu sinni á það á matsölu- stað að eiginlega væri öskubakk- inn, sykurkarið og saltbaukurinn einkennismerki íslenskra veit- ingahúsa. Þetta var um það leyti sem farið var að halla undan fæti fyrir þess- ari heilögu þrenningu. Þá var rétt að byrja að kvisast að ekki væri allt með fellu með matarsaltið. Salt til íslands Hvernig fór fólk að því að geyma mat áður en kæliskápar og frysti- kistur komu til sögunnar? Segja má að í þessari spurningu hafi verið fólginn einn helsti höf- uðverkur mannkyns. Mörg ótrúleg meðul voru notuð til þess að verja matinn. Ein helsta aðferð á seinni tímum var söltun. Með saltinu var hægt að halda örverum i skefjum svo fæð- an entist miklu lengur. En íslendingar áttu ekkert salt. Landið var að vísu umkringt sölt- um sjó, en þá voru ekki sjóefna- verksmiðjur og þótt saltsuða væri prófuð gaf hún ekki góða raun. Þjóðin þurfti því að fara sínar eigin leiðir. Hún réykti, þurrkaði, sýrði og gerjaði og gat með því móti treint matinn yfir vetrar- mánuðina þar til nýmetið fékkst að vori. Loks eftir tíu alda saltneyð kom matarsaltið til Islands um svipað leyti og sykurinn, þ.e. eftir miðja síð- ustu öld. Á skömmum tíma varð sölt- unin helsta vinnsluaðferðin. Það var á þessu tímabili sem saltfiskur kom í stað skreiðar, saltað smjör leysti súrt smör af hólmi og reykt og þurrkað kjöt laut í lægra haldi fyrir saltkjöti og öðrum söltuðum kjötvörum. En ekki einasta borðaði þjóðin saltan mat. Hún auðgaðist á út- flutningi í söltuðu fiskmeti. Á síldarplönum og saltfiskstöðvum um land allt var hrópað á „meira salt“. Salt og hcilsa I salti eru tvö lífsnauðsynleg næringarefni: natríum og klóríð. Matarsaltið er venjulega selt sem hvítir kristallar sem innihalda meira en 99% natríumklóríð. Ætla má að íslendingar neyti að jafnaði 8—15 gramma af matarsalti á dag (fullorðnir), eða sem nemur 1,5—2,5 teskeiðum. Er þetta marg- falt meira en líkaminn hefur þörf fyrir. Rannsóknir sýna að ofneysla á matarsalti getur verið mjög vara- söm. Getur hún m.a. leitt til há- þrýstings, þ.e. of hás blóðþrýst- ings, sem aftur getur stuðlað að ýmsum sjúkdómum. Ilár blóðþrýstingur er einn af þrem helstu áhættuþáttum krans- æðasjúkdóma. Kn auk þess er hann talinn mikilvægasti áhættuþáttur fyrir sjúkdóma í heilaæðum (heila- blóðfall). Ekki er vitað með hvaða hætti salt ýtir undir háþrýsting, en svo virðist sem jafnvægið milli natrí- ums og kalíums í líkamsvökvunum komi þar við sögu. Rétt fæðuval Til þess að draga úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum ætti full- Jón Ottar Ragnarsson orðið fólk að draga úr saltneyslu og brýna það fyrir börnum sinum að gera slíkt hið sama. Sérfræðingar mæla yfirleitt með að neyslan fari ekki yfir 5—8 grömm á dag. Fyrir þorra fólks jafngilda þessi mörk verulegri Iækkun á saltneyslu. Fyrst og fremst ber að draga úr notkun á saltmeti, en í þeim flokki er m.a. saltfiskur, saltkjöt, og aðrar saltaðar kjötvörur, saltaðar hnetur, poppkorn og kartöfluflögur. En jafnframt er salt svo víða notað í mat sem bragðgjafi að ein- ungis með því að nota töflur yfir saltinnihald helstu matvæla er hægt að átta sig á magninu. Tafla yfir saltinnihald matvæla er sýnd með þessari grein. Þess ber þó að geta að enn er um tak- markaðan fjölda mælinga að ræða og ber því að taka þessum tölum með fyrirvara. Afurðir sem innihalda umtals- vert magn af matarsalti eru m.a. brauð, smjör (á markaðnum fæst einnig ósaltað smjör), smjörlíki, mjólkurostar, kex og niðursoðið grænmeti. Mest af því salti sem við neytum er stráð yfir fæðuna við vinnsluna eða í eldhúsinu. Því hafa framleið- endur og þeir sem laga matinn saltneyslu neytenda að miklu leyti í hendi sér. Þess má geta að nú þegar eru til á markaðnum salttegundir sem innihalda meira eða minna magn af kalíumklóríði, en kalíum virðist vinna að nokkru gegn skaðsemis- áhrifum natríums. Þá er ekki síður brýnt að neyt- endur átti sig á því að í flestu ný- meti er mikið af kalíum miðað við natríum. Gildir það m.a. um ferska garðávexti, mjólkurmat, kjöt og fisk. Að öllu samanlögðu skiptir mestu að: (a) spara matarsalt í eldhúsinu og við matarborðið, (b) borða minna saltmeti og (c) auka neyslu á kalí- umríkum matvælum. Reynslan sýnir að það tekur yfir- leitt 3 til 6 vikur að venja sig af þvi að borða saltríkan mat. En eftir á kemur oftast í ljós að menn kunna þessari breytingu vel. Svo virðist sem salthungur stafi m.a. af því að mikil saltneysla eykur saltmagnið í munnvatninu. Þarf því enn meira salt (og krydd) til að maturinn sé nægilega bragðsterkur. Þegar á reynir kunna flestir mjög vel að meta bragð af t.d. ósöltu smjöri, ósöltu og grilluðu lambakjöti og ósöltuðu og soðnu grænmeti. Hið upprunalega bragð kemur þá betur fram. FÆÐA OG_______ HEILBRIGÐI Þetta þýðit- ekki að það eigi að skera niður allt salt. Að flestra áliti er saltlaus matur það sama og bragðlaus matur. Vandinn er að nota það í hófi. Lokaorö Það gildir um salt eins og sykur að framleiðendur stjórna að miklu leyti saltneyslu almennings. Er því mjög brýnt að þeir komi til móts við óskir almennings um betra fæðuval. Þeir sem ættu tvímælalaust að íhuga framleiðslu á saltskertum matvælum eru m.a. bakarar, fram- leiðendur á unnum kjötvörum, osta- og smjörlíkisframleiðendur. Það kann að vera að eftirspurn- in verði takmörkuð fyrst í stað, en hún mun aukast eftir því sem fleiri átta sig á þeim hættum sem ofneysla á matarsalti getur haft í föi með sér. Natríum í 100 grömmum af ýmsum mat Tegund milligrömm natríum Saltkjöt um2500 Súrsaðar ólífur um2400 Hangikjöt, skinka um2000 Súrsaðar gúrkur uml400 Poppkorn 1000-2000 Bjúgu umlOOO Vínarpylsur um 800 Mjólkurostur 600-800 Kartöfluflögur 600—800 Smjör/smjörliki um 500 Rúgbrauð 500-600 Franskar kartöflur um 250 Franskbrauð 200-500 Niðursoðið grænmeti 200-250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.