Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
9
Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________139. þáttur
í bréfi Páls hinu fimmta (til
mín) var saman dreginn sem
fyrr nokkur forði skringilegra
málsgreina úr blöðum og tíma-
ritum. Ein klausan var svona:
„ ... enda hefur veturinn hafið
innreið sína á Norðurlandi fyrr
en menn eiga að venjast og olli
nokkrum skaða."
Auðvitað geta menn „hafið
reið á landi". Menn tala þó frem-
ur um að halda innreið sína, en
þó einkum svo, að forsetningarn-
ar á og í taki með sér þolfall, ef
þær tákna hreyfinguna til, en
þágufall þegar þær tákna dvölina
á. Menn fara inn í land, en búa
inni í landi.
Önnur klausa úr Pálsbréfi:
„ ... en hann segist krjúpa með
glöðu geði fyrir framan slíkan
kúnna sem þessari dömu.“
Látum vera þó notuð séu töku-
orðin dama og kúnni. Þau fara
þó að lögum íslenskrar tungu.
Hins vegar er myndun máls-
greinarinnar álappaleg, og væri
réttast að láta sögnina krjúpa
taka með sér þágufall í bæði
skiptin; menn krjúpa einhverj-
um. Staðarhóls-Páll kraup há-
tigninni með öðrum fætinum, en
stóð á rétti sínum með hinum.
Tökuorðið kúnni leiðir hugann
að einkennilegri framburðar-
breytingu sem nú er að gerast í
málinu og hér verður frá sagt
fremur til viðvörunar en eftir-
breytni.
Eitt n á eftir tvíhljóði eða
löngu sérhljóði (t.d. á og ú) tvö-
faldast og hefur sams konar
framburð og n-in í tökuorðinu
kúnni. Menn ganga út á brúnna
sem liggur yfir ánna. Ekki veit
ég hvað veldur, en sambærileg
breyting (tvöföldun) hefur gerst
hægt og hægt á r-i, þegar það
lendir á eftir löngu áherslu-
sérhljóði og undan stuttu. Þeiri
hefur breyst í þeirri, stæri hefur
breyst í stærri, skári í skárri
o.s.frv. Hins vegar segja ekki
nema sumir landsmenn fleirri,
enn sem komið er, og ég held svo
til engir meirri, enda væri síðast
talda orðmyndin í stórhættu að
breytast í meri, ef svo færi.
Hvað segja menn um þessa
breytingu, þegar ána verður
ánna, brúna verður brúnna
o.s.frv.? Kannast menn ekki við
þetta, og hvernig kunna þeir því,
og hvers vegna gerist þetta?
Hvernig lesa menn núna vísuna:
Reið ég Grána yfir ána,
aftur hána færðu nú.
Ljóst við mána teygði hann tána,
takk fyrir lánið, hringabrú!
Og eftir hvern er annars þessi
vísa?
Enn amast ég við því að segja
fara erlendis í merkingunni fara
utan, fara til annarra landa. Mér
þykir sem orðmyndin erlendis
tákni einmitt dvölina á, en ekki
hreyfinguna til. En sanngjarn
verður hver að vera. I þjóðsögum
og fleiri vel skrifuðum frásögn-
um frá öldinni sem leið, og ef
ekki enn eldri, koma fyrir staðir,
þar sem orðasambandið að fara
erlendis er notað í fyrrgreindri
merkingu. Best er að fullyrða
ekki of mikið.
Það sannast einnig þegar
beyging sagnarinnar að valda er
gaumgæfð. Eg mæli með því að
beyging hennar sé valda, olli, hef
valdið, en þá er einnig skylt að
geta þess, að oftsinnis í eldra
máli, sem talið er gott og gilt,
má sjá beygingamyndir sem eru
öðruvísi en þessar og nú taldar
rangar.
Sífelldur ruglingur er á sögn-
unum að kveða og kveðja, ekki
síst þegar rætt er um að taka til
máls eða knýja dyra. í bréfi Páls
er að finna þessa tilvitnun:
„Heiðabúi sagði 10 ára dreng
hafa kveðið dyra hjá sér.“ Hér
ætti auðvitað að standa kvatt,
sögnin sem hér er á ferðinni er
veik: kveðja, kvaddi, kvatt, en
eins og oft vill verða er henni
ruglað saman við sterku sögnina
kveða, kvað, kváðum, kveðið. Að
réttu lagi kveðja menn sér hljóðs
og hafa þá kvatt, ef svo ber und-
ir.
Listræn klifun (anafór) þykir
góð og eftirsóknarverð í orðlist
og tónlist, en skammt getur ver-
ið frá henni að ambögulegasta
staglstíl. Ekki er augsiglt milli
skers og báru. Ég hef oft áður í
þessum þáttum farið með vísur,
þar sem staglstíllinn er ráðandi,
sbr.:
Doddi litli datt í dý
og meiddi sig í fótnum.
Aldrei varð hann upp frá því
jafngóður í fótnum.
I Pálsbréfinu er enn þessi
klausa:
„ ... og ofan á þau réttindi
getum við byggt ofan á síðar
meir.“ Hér er atviksorðinu ofan
heldur en ekki ofaukið í síðara
sinnið, og ekki fer hjá því að
nykrað sé líkingamálið, þegar
talað er um að byggja ofan á
réttindi. Þeir gömlu snillingar
Snorri Sturluson og Ólafur
Þórðarson hvítaskáld, bróður-
sonur hans, hálærðir í bragfræði
og „málskrúðsfræði", kölluðu
rangt líkingamál nykrað. Ég
ímynda mér að það sé dregið af
furðuskepnunni nykri. Hann var
vanskapaður, hafði öfuga hóf-
ana.
Oft má sjá þess dæmi og
heyra, að menn kunna ekki að
fara með orðasambandið að ber-
ast á banaspjót. Vitleysan birtist
þá í því, að endingönni -um er
bætt við orðmyndina banaspjót.
En þá er líkingamálið orðið
heldur en ekki rangt. Orðasam-
bandið merkir að standa í stríði,
eiga í ófriði; menn berast ekki
um á neinum banaspjótum, held-
ur bera menn banaspjót (hvor)
hver á annan. Miðmyndin berast
er þarna sem sagt í gagnvirkri
merkingu eins og í kyssast og
snertast.
Að lyktum skal það rifjað upp,
að fornir kappar dóu með
spakmæli á vörum. Vésteinn Vé-
steinsson í Gísla sögu mælti:
„Hneit þar“, þegar hann var
nístur spjóti í gegnum brjóstið.
Sögnin hníta, hneit, hnitum,
hnitið merkir að hitta, missa
ekki marks, sbr. hnitmiðaður.
Atli Ásmundsson á Bjargi í
Miðfirði, bróðir Grettis, mælti,
er Þorbjörn öxnamegin Iagði
hann spjóti í gegnum óvaran:
„Þau tíðkast nú hin breiðu spjót-
in.“
Þetta má kalla heimspekilegt
æðruleysi.
P.S. ‘
Sem ég er nýbúinn að skrifa
þetta, heyri ég að staglstíllinn
blómstrar á háum stöðum. „Verð
á gulli lækkaði í verði," segir
þulurinn í hádegisútvarpinu (15.
mars).
Stjóm SÍN:
Furðulegt að stjórnvöld ljái ekki
máls á minnkun lónsins við Blöndu
„STJÓRN SÍN lýsir furðu sinni á
þeirri afstöðu stjórnvalda landsins
að Ijá ekki máls á samningum um
minnkun miðlunarlónsins við fyrir-
hugaða Blönduvirkjun, þar sem flest
skynsamleg rök virðast hníga í þá
átt að það sé hægt án þess að skerða
verulega afköst virkjunarinnar,“
segir í fréttatilkynningu sem Morg-
unblaðinu hefur borist frá Sambandi
íslenzkra náttúruverndarfélaga.
í ályktun, sem stjórn SÍN hefur
samþykkt er lýst áhyggjum vegna
vaxandi álags á gróðursvæði á há-
lendinu af völdum virkjunar-
framkvæmda og annarra stór-
virkra mannlegra athafna.
I ályktuninni segir meðal ann-
ars: „Fyrrum nutu gróðursvæði á
hálendinu umtalsverðrar verndar
af þeim sökum að langt var og tor-
farið að sækja til þeirra, er hest-
urinn var eina samgöngutækið á
landi. En á sl. 20—30 árum hefur
sú breyting orðið á, eftir að vél-
tækni og vegagerð opnaði hálendið
fyrir hvers kyns umferð og at-
höfnum, að í æ ríkara mæli hefur
verið spillt upprunalegu gróður-
lendi og dýralífi. í því sambandi
má nefna, að beitarálag hefur
aukist til muna og eru þess dæmi
að sauðfé sé flutt hópum saman til
svæða sem máttu heita sauðlaus
áður. Dæmi um það eru Þjórsár-
ver, sem reyndar eru friðlýst, og
Veiðivötn á Landrr.annaafrétti.
Alvarlegar gróðurskemmdir hafa
víða hlotist af gálausum akstri
Unglingameistaramót Norður-
landa í fimleikum á að halda í
fyrsta sinn á íslandi 24. og 25.
apríl nk., en hingað til hefur það
verið haldið til skiptis á hinum
Norðurlöndunum. Á laugardaginn
ferðamanna eins og sjá má í
Eldgjá og víðar. Að þessu við-
bættu hefur nú þegar talsverðu
gróðurlendi verið spillt þegar
virkjanir hafa verið byggðar. Sem
dæmi má nefna Tungnárkrók við
Sigöldu og SV-hluta gróðursvæð-
isins í Þóristungum. Virkjun
Blöndu og Jökulsár í Fljótsdal
mun valda því, að gróin heiðalönd
fara undir vatn í miðlunarlónum."
20. mars heldur Fimleikasamband
Islands flóamarkað til fjáröflunar
fyrir mótið í anddyri Laugar-
dalshallarinnar og hefst hann kl.
14.00. Ýmislegt verður á boðstól-
um.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Fimleikasambandið með flóamarkað
SÍMITÍMI FRÁ 2 TIL 4 í DAG
Dúfnahólar — 4ra herb.
4ra herb. íbúö 113 fm á 3. hæö í fjölbýlishúsi. Góö þvottaaðstaða í
íbúöinni. Vönduð ibúö. Mjög gott útsýni. Vestursvalir. Góð sameign
með lyftu.
Parhús í smíöum
Getum enn boöiö til sölu eitt parhús í smíðum viö Heiönaberg í
Breiöholti. Húsið er á tveim hæöum, meö innbyggðum bílskúr.
Samtals 163 fm. Húsið selst fokhelt aö innan, en fullfrágengið að
utan. Húsið veröur fokhelt 1. ágúst nk. Teikningar á skrifstofunni.
Ath. Fast verð.
Garðabær — einbýlishús
Okkur vantar fyrir góðan kaupanda vandað einbýl-
ishús í Garðabæ. Stærð: 200—300 fm meö tvöföld-
um bílskúr.
Vantar einnig hús í smíðum í Garðabæ.
Matvöruverslanir óskast
Höfum trausta kaupendur að matvöruverslunum i Reykjavík. Velta.
Frá 400—600 þús. og frá 800—1 millj. og 500 þús.
Eignahöllin
28350-28233
Fasteigna- og skipasala
Skúli Ólafsson
Hilmar Victorsson viðskiptafr.
Hverfisgötu76
FASTEIGIMAÚRVALIÐ
SÍMI83000 Silf urteigi 1
Sölustióri: Auöunn Hermannsson. Kristján Eiríksson hæstaréttarlögmaöur.
3ja herb. íbúð til Eskihlíð
Vönduð 3ja herb. ca. 95 fm á 1. hæð í blokk.
Suðvestursvalir. Herb. í risi. Stór geymsla meö
glugga. Danfosskranar á öllum ofnum. Mikil sam-
eign. Veðbandalaus. Bein sala.
HÚSEIGNIN
s.mi 28511 £Í2)
Opið
EINSTAKLINGSÍBUÐIR
Gamli bærinn
Nýleg eins herb. íbúö með eld-
húskrók og aögang aö baöi.
Verð 140 þús.
Bragagata
2ja herb. 40 fm risibúö Nokkuö
undir súð. Verð 320 þús.
2ja herb. íbúð i kjallara, 45—50
fm. Verö 450 þús. Ekkert áhvíl-
andi.
Smyrilshólar
Björt 2ja herb. íbúö á jarðhæö.
Utgangur í litinn garö úr stofu.
Baldursgata
Skemmtileg 4ra herb. ibúö á
tveimur hæöum, 82 fm. Þarfn-
ast endurnýjunar. Verö 600
þús.
Kópavogur
3ja herb. kjallaraíbúð við Hóf-
gerði, 75 fm. Garður. Verð 550
þús.
Hafnarfjörður
Stór 3ja herb. íbúö á góðum
sfaö.
Garðabær
80 fm skemmtileg jaröhæö í tvi-
býli. T.b. undir tréverk. Afhend-
ing í byrjun aþríl.
Mosgerði
65 fm risíbúð meö viðarklæön-
ingum. Garður. Útb. 580 þús.
í dag
Hólahverfi
3ja herb. 88 fm. Verð 750 þús.
Vesturbær
4ra herb. risibúö á 4. hæð, 100
tm. Verð 750 þús.
Þórsgata
3ja herb. íbúð í byggingu.
Bílskýli. Skilist t.b. undir
tréverk. Stór sameign. 4
íbúöir i húsinu. Verö 830
þús. Útb. samkomulags-
atriði. Sameign verður full-
frágengin aö utan og innan.
Teikningar á skrifstofunni.
4ra herb. íbúð
í Vesturbæ
Til sölu á vinsælum staö í eldri
hluta Vesturbæjar 80 til 90 fm
íbúð. Verð 850 þús., útb. 600
þús.
Vesturberg
4ra til 5 herb. vel með farin íbúö
á 2. hæö í 4ra hæða blokk. Vel
skipuleg ibúö. Verð 900 þús.
Góð risíbúð í Miðbæ
4ra til 5 herb. risíbúö í góðu
steinhúsi, 90 fm. Svalir. Nýtt
þak. Mögulegt að lyfta þakinu.
Uppdráttur fyrir hendi.
Fokhelt raðhús
196 fm raðhús í Seljahverfi.
Teikningar á skrifstofunni. Verð
850 þús.
Grunnur á Kjalarnesi
Esjugrund. Verð tilboð.
Óskum eftir öllum stæröum
eigna á söluskrá. Verðmetum
fasteignir yður að kostnaðar-
lausu.
Verslunarhúsnæði
Til sölu er 37 fm verslunar-
húsnæði á horni Bragagötu
og Nönnugötu. Verö tilboð.
Iðnaðarhúsnæðí
120 fm iönaöarhúsnæöi við
Skútahraun í Hafnarfirði.
Flúöasel
HÚSEIGNIN