Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
12
Aðalfundur Verzlunarbankans:
Aukning inn-
lána nam 75,5%
Samþykkt að gefa út 50% jöfnunarhlutabréf
AAalfundur Verzlunarbankans var haldinn sl. laugardag að Hótel Sögu.
Fundarstjóri var Hjörtur Hjartarson og fundarritarar Gunnlaugur J. Briem
og Magnús E. Finnsson. í upphafi fundarins minntist formaður bankaráðs
Péturs Sæmundssen bankastjóra Iðnaðarbankans er lést 5. febrúar sl. Pétur
átti sæti í stjórn Verzlunarsparisjóðsins öll þau ár er hann starfaði og var auk
þess í fyrsta bankaráði Verzlunarbankans.
Nýkjörið bankaráð Verzlunarbanka íslands. Frá vinstri: Arm Gestsson, I>or-
valdur Guðmundsson, Sverrir Norland, Guðmundur H. Garðarsson, Leifur
Isleifsson.
Formaður bankaráðs, Pétur 0.
Nikulásson stórkaupmaður, og
Höskuldur Ólafsson bankastjóri
fluttu ítarlegar skýrslur um starf-
semi bankans á sl. ári. Jókst hún
mjög að öllu umfangi, sérstaklega
var innlánsþróun bankans mjög
hagstæð á árinu og annað árið í
röð er aukning innlána í bankan-
um meiri en meðaltalsaukning
bankakerfisins í heild.
Hagur og rekstur bankans
Niðurstöðutala rekstrarreikn-
ings nam 121,4 millj. kr. Rekstr-
artekjur hækkuðu um 74,9% frá
fyrra ári, en rekstrargjöld um
78,6%. Vegna breytinga á vöxtum
lækkuðu vaxtatekjur hlutfallslega
á sama tíma og vaxtagjöld fóru
hækkandi. Hagnaður til ráðstöf-
unar var 1,3 milljónir kr., sem er
500 þús. kr. lægri upphæð en árið
áður.
Eigið fé bankans i árslok var
30.2 milljónir og hækkaði það um
9.2 milljónir frá fyrra ári. Er eigið
fé bankans 11,4% af heildarinn-
lánsfé og er það hlutfall með því
hæsta, sem gerist í bankakerfinu.
Hlutafé Verzlunarbankans var í
árslok 12 milljónir króna eftir að
gefin höfðu verið út 50% jöfnun-
arhlutabréf. Þá samþykkti aðal-
fundur að gefa út á þessu ári 50%
jöfnunarhlutabréf og verður þá
hlutafé í bankanum 18 milljónir.
Samþykkt var að greiða hlut-
höfum 4% arð.
Bankinn opnaði í desember sl.
nýtt útibú að Varmá í Mosfells-
sveit og er það annað útibú bank-
Frá aðalfundi: Sverrir Norland, for-
maður bankaráðs, i ræðustóli.
ans utan Reykjavíkur. Þá voru
gagngerðar breytingar gerðar á
útibúinu að Arnarbakka 2 í
Breiðholti. Húsnæðið var stækkað
að mun, en þrengsii voru farin að
há þar vaxandi starfsemi. Aðal-
framkvæmdir á vegum bankans
voru þó enn bygging Húss verzlun-
arinnar, en nú fer að hylla undir
lokaáfanga þess. Starfsemi í þessu
glæsilega húsi hefst á þessu ári.
Bankinn mun í fyrstu koma sér
upp afgreiðslu á 1. hæð hússins en
að athuguðu máli hefur bankaráð
ákveðið, að höfuðstöðvar bankans
verði enn um sinn í Bankastræti 5.
Með tilkomu starfsaðstöðu í Húsi
verzlunarinnar opnast nýir mögu-
leikar á ýmsum sviðum banka-
reksturs. Bankinn hefur nú fyrir
skömmu enn á ný sent rökstudda
beiðni til yfirvalda um leyfi til
gjaldeyrisviðskipta og mun verða
unnið að því öllum árum, að það
leyfi fáist.
Innlán
Heildarinnlán Verzlunarbank-
ans námu í árslok 264 milljónum
og jukust þau um 114 milljónir á
árinu eða um 75,5% sem er meiri
aukning en meðaltalsaukning
bankakerfisins í heild. Innláns-
aukningin er fyrst og fremst að
þakka raunhæfari vaxtastefnu, er
fylgt hefur verið undanfarin miss-
eri. Innlán á verðtryggðum reikn-
ingum jukust langmest, enda hef-
ur binditími verðtryggðra innlána
verið styttur í aðeins 6 mánuöi og
eru þeir reikningar því mjög að-
gengilegir öllum þorra manna.
Launþegarnir
eru hlunnfarnir
— líka um viðskiptabatann
Mér kom skemmtilega á óvart, að Einar Már Guðmundsson skyldi hafa
fengið 1. verðiaun hjá Almenna bókafélaginu. Þetta unga skáld er ekki
mikið þekkt. Ég er að minnsta kosti í þeirra hópi sem ekki hafa gefið honum
þann gaum sem skyldi. Auðvitað er ekki hægt að segja, að Ijóð hans séu
borgaraleg í sniðum. Samt sem áður er ekki fyrir það að synja að góðborgar-
ar þessa lands geti ekki haft af þeim gaman. í einu Ijóða hans, sem ber
yfirskriftina „l'ppskrift", eru leiðbeiningar um, hvernig maður geti lifað af
alla hræsnina í samfélaginu og halda þó sönsum. llpphafsorðin eru þessi:
t f aihvglin beinÍNt frá bordinu
er tilvalió aó brjóta nokkra bolia.
Þetta er gamalt hollráð og hefur
m.a. óspart verið beitt í pólitík
dægurmálanna. Það á ekki síst við
þegar verið er að sannfæra laun-
þega um, að í raun og veru séu
engar afætur til í þessu þjóðfélagi
nema hinn vinnandi maður.
Launþeginn og viðskiptakjörin
I Ólafslögum var sú regla
ákveðin við útreikning kaup-
gjaldsvísitölu, að viðskiptakjörin
skyldu dregin inn í hana með þeim
hætti að það skyldi reiknað út
hversu hagur þjóðarbúsins í heild
út á við væri frá einu tímabili til
annars. Það var talið eðlilegt, að
ef viðskiptakjörin bötnuðu, fengju
launþegar að njóta þess. Á sama
hátt tækju þeir á sig byrðarnar að
sínum hluta, ef útflutningsverðið
lækkaði borið saman við verð á
innfluttum vörum. Þessi regla er
eðlileg og raunar sjálfsögð. það
var þess vegna mikið í húfi, að
henni yrði fylgt eftir með eðli-
legum hætti.
Á sl. ári beitti ríkisstjórnin sér
fyrir dýrtíðarráðstöfunum, sem
fólu í sér verulega skerðingu á
launakjörum. Það var eingöngu
réttlætt með því að verðbólgan
ryki að öðrum kosti upp úr öllu
valdi. Þetta var auðvitað jafnrétt
þá eins og það var þrem árum áð-
ur, þegar stjórn Geirs Hallgríms-
sonar beitti sér fyrir sams konar
ráðstöfunum.
I þessari lagasetningu var
ákvæði, sem lítið fór fyrir og fáir
veittu athygli. Það var sem sagt
ákveðið að skírskotunin til við-
skiptakjara skyldi ekki vera í gildi
á sl. ári, einmitt þegar í hönd fór
sá tími þegar þess var að vænta að
launþegar högnuðust á ákvæðinu.
eftir Halldór
Blöndal
Áhrif viðskiptakjara á kaup-
gjaldsvísitölu hafa verið þessi:
• 1. september 1979 lækkuðu
launin um 1,82%.
• 1. desember 1979 lækkuðu laun-
in um 1,22%.
• 1. marz 1980 lækkuðu launin
um 0,85%.
• 1. júní 1980 var um nokkurn
viðskiptabata að ræða, en þó
svo lítinn að hann reiknaðist
ekki.
• 1. september 1980 lækkuðu laun
um 0,11%>.
• 1. desember 1980 lækkuðu laun
um 0,47%.
• 1. marz 1981 olli bati á við-
skiptakjörum 0,84% hækkun
kaupgjaldsvísitölu, en á móti
komu þau ákvæði bráðabirgða-
laganna, að öll laun í landinu
skyldu lækka um 7% frá út-
reikningi kauplagsnefndar.
• 1. júní 1981 áttu iaun að hækka
um 0,9% vegna bættra við-
skiptakjara, ef bráðabirgða-
lögin hefðu ekki komið til.
• 1. september 1981 áttu laun að
hækka um 0,6% en til þess kom
ekki af sömu ástæðum og áður.
• 1. desember 1981 var um
nokkra rýrnun á viðskiptakjör-
um að ræða, sem ekki hefði
reiknast inn í útreikning verð-
bóta á laun.
• 1. marz sl. voru áhrif viðskipta-
kjarabreytinga til lækkunar á
launum 0,6%-.
Eins og þessi upptalning ber
með sér hafa launþegar aldrei not-
ið áhrifa viðskiptakjarabreytinga,
einungis goldið þeirra. Viðskipta-
Það kom í hans hlut að skýra þing-
heimi frá því, að launþegar væru
sviknir um launahækkanir vegna
viðskiptabatans.
batinn 1. marz í fyrra var auðvitað
inni í dæminu hjá ríkisstjórninni
yfir kjaraskerðinguna, þegar hún
var ákveðin með bráðabirgða-
lögunum á gamlársdag.
Leikur að vísitölum
Það er vitaskuld rétt hjá tals-
mönnum ríkisstjórnarinnr að ef
einungis er tekin hækkun fram-
færsluvísitölunnar „innan ársins",
var hún verulega minni frá 1.
febrúar 1981 til 1. febrúar 1982 en
áður eða 41,9% á móti 58%. Dæm-
ið lítur hins vegar allt öðruvísi út
ef 12 mánaða tímabil er tekið mið-
að við 1. nóvember á sl. ári. Þá
hækkaði framfærsluvísitalan um
47,5% á móti 50,7% árinu áður.
Skýringin á þessu er einfaldlega
sú, að í sambandi við myntbreyt-
inguna var verðhækkunaröldunni
beint i ákveðinn farveg til þess að
fegra þá mynd, sem framfærslu-
vísitalan gefur af efnahagsráð-
stöfununum í fyrra. Þetta er raun-
ar staðfest í Hagtölum mánaðar-
ins, sem Seðlabankinn gefur út, en
í nýjasta hefti þess kemur fram að
framfærslukostnaðurinn milli ára
hafi hækkað um 50% á sama tíma
og kaupmáttur kauptaxta minnk-
aði um 1,2% ogofan í 4,9% rýrnun
næsta ár á undan.
Unga verðlaunaskáldið talar um
að tilvalið sé að brjóta nokkra
bolla til þess að beina athyglinni
frá borðinu. Á meðan verið sé að
telja glerbrotin gefist tóm til að
klípa svolítið utan af þjóðarkök-
unni launþegum í óhag. Sjónarspil
ríkisstjórnarinnar hefur í raun
verið af þessum toga. Og vitaskuld
verður ekki framhjá því gengið að
50 ára reynsla af stjórnmálum hefur
kennt honum að veíja „vissar" tölur,
þótt þær segi ekki allan sannleik-
ann.
forysta verkalýðshreyfingarinnar
hefur með tómlæti sínu gert þann
leik auðveldari en ella. Hún hefur
það auðvitað sér til afsökunar, að
þjóðarhag hefur hnignað á undan-
förnum misserum svo að ekki er
um það að ræða, að raunveruleg
ski'yrði séu til þess að launþegar
geti vænst þess að bera það sama
úr býtum og áður.
Flugeldasýningar og pólitík
Sýnt hefur verið fram á, að eðli
ríkisstjórnarinnar sé hið sama og
annarra vinstri stjórna, sem á
undan henni hafa verið. Það sýna
best stórfelldar lántökur erlendis,
samfara því sem dregið hefur úr
getu atvinnuveganna til þess að
endurnýja framleiðslutæki sín eða
leggja út á nýjar brautir. Á sama
tíma hefur báknið þanizt út,
skattheimta aukizt og virðist þar
ekkert lát á.
í útvarpsviðtali á fimmtu-
dagsmorgun var svo að heyra á
forsætisráðherra sem ástandið í
landinu væri býsna gott, stórlega
hefði dregið úr verðhækkunum og
launþegar hefðu meira handa á
milli en áður. Hætt er við, að
margir láti segja sér þrem sinnum
áður en þeir leggja trúnað á þessi
orð. Sannleikurinn er sá, að menn
vænta ekki neins af ríkisstjórn-
inni úr þessu. Henni hefur verið
sýnd mikil biðlund og til þess hef-
ur auðvitað verið ætlazt, að fórnir
launþega yrðu þegnar með því
hugarfari að svigrúmið yrði notað
til þess að búa í haginn fyrir
framtíðina. Bráðabirgðasam-
komulagið í haust var af þeim
toga. Nú er aftur komið á daginn,
Hann hefur gefið það heilræði, að
jafnan skuli draga fréttir sjónvarps-
ins í efa.
að menn geta ekki vænzt þess að
nýir kjarasamningar í maí skipti
neinum sköpum þótt þar yrði sam-
ið um grunnkaupshækkanir, sem
eitthvað drægju, vita allir, að þær
yrðu teknar til baka í sama mund
og sveitarstjórnarkosningarnar
yrðu afstaðnar. Það er sannarlega
ekki öfundsvert í þessari þröngu
stöðu að þurfa að bera ábyrgð á
því hvernig staðið skuli að kjara-
baráttunni fyrir hönd launþega á
næstu vikum og mánuðum.
Ríkisstjórnin fellur auðvitað
ekki í þessum mánuði, ekki heldur
í þeim næsta og vel mætti segja
mér, að hún héldist út kjörtíma-
bilið. En glæsisýningin er á enda.
I því leikhúsi hefur tjaldið verið
dregið fyrir og menn eru óðum að
tínast út í raunveruleikann. Þar
eru allir litir grárri og kaldari en
á leiktjöldum ríkisstjórnarinnar.
Bækurnar hans Helga Hálfdan-
arsonar geyma marga perlu, sem
getur hjálpað mönnum til að gera
upp hug sinn. Ég freistast til þess
hér í lokin að vitna til einnar
þeirra:
Klugeldunum er lokid,
áhorfendurnir á hraut —
og þvílíkt myrkur
Einhvern veginn finnst mér
ástand þjóðmálanna vera með
þessum hætti nú á áliðnum vetri.
Ég skal ekki fortaka, að reynt
verði að bregða einhverjum
stjörnuljósum á loft enn á ný til
þess að dreifa athyglinni, en hitt
er áreiðanlega rétt að áhorfend-
urnir eru ekki lengur til staðar.
Nú vilja menn fá raunverulegar
aðgerðir, eitthvað sem hægt er að
reiða sig á.