Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 Y\aus'\nr\ & \><zr V\CxSnCXr h^rdcjrxbSL- unni !" líefcftArm ást er ... ad eiynast eig- id heimili. TM Reo U.S Pat Off — all rlflhts resarved •1082 Los AngotM Tlmes Syndicete l'i'lla er ekki m'inn venjuk'ijur kverkaskítur skal éj; segja þér. Og sírtasla óskin er: Má ég biðja loringjann aó klóra mér á vinstra heróablaói? HÖGNI HREKKVÍSI Áminningar um viðurlög við vanskil- um í eina sameiginlega auglýsingu Velvakandi góður! Hvort sem það má kallast að bera í bakkafullan læk, eða ekki, að ræða um Ríkisútvarpið, langar mig til að drepa niður penna um mál, sem lengi hefur valdið mér bæði furðu og leiða í dagskránni. Það eru hinar stanzlausu rukk- anir, sem dynja yfir landsmenn sýknt og heilagt. Auðvitað er öll- um ljóst, að þörf er stundum á, að minna menn á að inna gjöld sín af höndum í tæka tíð. En mér dettur í hug, að vel mætti breyta fyrir- komulagi þar á. Allir vita, að lög- um samkvæmt ber að greiða bæði fasteignagjöld — venjulega í febrúar- og septembermánuði — hálft í hvorum og útsvör mánað- arlega, nema í janúar og júlí. Ennfremur hafa sveitarfélög leyfi til að leggja dráttarvexti á ógoldin gjöld, og gera það venjulega að liðnum 15 dögum frá gjalddaga. Nú vil ég spyrja. Getur það ekki legið fyrir, að sveitarfélögin gætu öll komið sér saman um að aug- lýsa bæði kröfur sínar um greiðsl- ur, og áminningar um viðurlög við vanskilum í einni sameiginlegri auglýsingu, þegar þurfa þykir? Með því mætti líka spara töluvert fé, og leiðindi fyrir skilamenn, að hlusta á þennan kröfujarm. Nú er mikið talað um tölvuvæðingu, sem liðki talsvert fyrir um samband milli landshluta og einstakra byggðarlaga og stofnana. Er hún ekki einmitt nothæf til sameigin- legra kröfugerða? Mikið yrði ég feginn, ef lagt væri niður þetta sífellda garg milli útvarpsþátta, sem þjónar engum tilgangi. Sá háttur ýmissa þula, að demba plötum á fóninn og láta þær snúast 1—2 snúninga, ef á milli verður örlítið bil milli að- skilins efnis, er beint fram hlægi- legur auk leiðindanna af að klippa sundur söng- eða danslög þannig. Þá get ég ekki stillt mig um að lýsa furðu á einstaklega fífla- legum háttum sjónvarpsins um gjaldakröfur. Hvaða rök er hægt að finna fyrir því, að stofnun, sem sífellt er að drepast ofan í lúkur sínar vegna féleysis, sé að kosta til „hönnunar" á algerri flónsku? Og eru nokkrar líkur til að mönnum sé ljúfara að greiða afnotagjöld, þó sýnt sé upp í klofin á einhverj- um stelpugægsnum? Ekki get ég ímyndað mér það. Vestmannaeyjum, 14. marz. Oddur A. Sigurjónsson. „Sulturinn er aðalsmerki heimskommúnismansu lleióraði Velvakandi! Nú hefur verið nóg um hvalreka á fjörur þeirra sem hræðst hafa kommúnismann allar götur síðan maður heyrði hryðjuverkasögurn- ar af þeim í byltingunni, og þó sérstaklega eftir að framkvæmd- irnar hófust eftir sigur þeirra. Við getum því vel við unað, Eyjólfur. Afrekaskrá Stalíns er öllum kunn. Það er vonandi að nú rætist það sem Grímur Thomsen sagði: „Eng- inn skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd." Postular kommúnismans skyldu með manndrápum koma kerfinu á, og þannig frelsa heiminn þó svo að framhaldið yrði kúgun og skortur — sem sagt „pólskt ástand". Til trúboðsins fengju þeir ríflegt nesti og næga skó. Flestir gleyptu við þessu og fáir spurðu hvaðan allt þetta fé væri komið. Nú spyrja friðardúfurnar velsmurðu oft hvort herkostnaðurinn fari ekki illa með fjárhag þjóðanna — en eiga þá aðeins við hinar frjálsu þjóðir. Það mætti benda þeim á að hið frjálsa hagkerfi hefur getað, og á að geta, brauðfætt fólkið, en alþýðan í kommúnistaríkjunum má lifa á hungurmörkunum. Eftir stríðið komust kommún- istar í valdaaðstöðu í þeim ríkjum sem nú eru leppríki Rússlands. Þeir þóttust vera að frelsa landa sína undan nazistum, en störfuðu að því að gefa Stalín föðurlönd sín. Þessir menn vissu þó flestir vel hvernig rússneska þjóðin hafði verið leikin. Stalín hafði 60 millj- ónir mannslífa á samviskunni — þar af hafði Brésnev séð fyrir um 6,5 milljónum úkranskra bænda. Þetta dundaði hann við á námsár- um sínum og ekki er slíkur maður líklegur til þess að láta fram- kvæma félagslegar umbætur fyrir fólkið. Ef þessir kommúnistar sem til Rússlands fóru hefðu farið með járnbrautarlest gegnum Úkraínu, hefðu þeir séð hvernig banhungr- að fólkið þyrptist að járnbraut- arstöðvunum. Þegar útrýmingin stóð þar sem hæst hafði lögreglan ekki undan að fjarlægja líkin. í blöðunum var líka hægt að lesa um þetta óbeint — en þar var jafnan talað um andspyrnu bænda. Engin herforingjastjórn getur stært sig af því, eins og Stal- ín, að láta flytja hálfa milljón Krímtatara nauðuga til Síberíu. Það er mikill loftslagsmunur á þessum stöðum, svo trúlega hefur börnum og gamalmennum brugðið við. Réttlætiskennd og náungakær- leikur hindraði kommúnista ekki neitt er þeir unnu fyrir kaupi sínu fyrir Stalín. Þeir komu heim og lofsungu þetta allt og hjartagæsk- an lak af þeim. Er ekkert ljótt að fara með fals og tál? Stjórnvöld í Nicaragua eru að útrýma indíánum hjá sér, varla geta þau verið eins stórtæk og Stalín, en keimlíkar eru aðgerð- irnar. Herforingjastjórnin í Pól- landi ætlar bara að auka og tryggja völd kommúnista þar — hvað gerir til þótt stór hluti þjóð- arinnar svelti? Hungurdauðinn hlýtur þó að vera hryllilegur. I bók er kom út í París fyrir nokkrum árum eru skrítlur sem ganga manna á milli í Rússlandi og leppríkjum þess. Ein er svona: Tveir Rússar hittust og annar spyr: „Hvernær er flokkurinn uppá sitt bezta?“ Hinn svaraði: „Þegar ekkert er til að éta, hvorki í borg né bæ.“ Sulturinn er aðals- merki heimskommúnismans. Húsmóðir Þessir hringdu . . . Hvers vegna spyr DV ekki hver sé fallegastur eða Ijótastur? Lesandi hringdi og óskaði eftir að koma eftirfarandi fyrirspurn á framfæri: „Ég hef orðið þess var að menn eru farnir að verða dálítið þreyttir á skoðanakönn- unum Dagblaðsins og Vísis, og finnst mörgum að þær séu komnar út í öfgar. Eins er haft á orði að ekki sé staðið nema miðl- ungi vísindalega að þeim og hef ég heyrt að þær séu stundum orðnar rúmlega mánaðar gamlar þegar þær loks eru birtar í blað- inu. En ég ætla ekki að slá neinu föstu um þetta. Hins vegar lang- ar mig til að spyrja forráðamenn DV hvort ekki væri sniðugt að gera nokkrar skoðanakannanir í viðbót í framhaldi af þeim síð- ustu og spyrja almenning hvaða stjórnmálamaður sé leiðinleg- astur, skemmtilegastur, falleg- astur og ljótastur svo nokkur dæmi séu tekin. Eins mætti spyrja almenning hver sé minnstur og hver hæstur. Ég hef reyndar sjálfur alveg ákveðna skoðun á því hver sé sætastur en það skiptir höfuð- máli í pólitík, því öllum hlýtur að þykja sá sætastur allra stjórnmálamanna er þeir fylgja að málum, eða hvað? Annars mætti reyndar skoða það betur." Hvers vegna er ekki gert við gangstéttina við Hverf- isgötu: K.M. hringdi: „Ég á oft leið niður Hverfisgötuna og langar til að koma því á framfæri við þá eða þann aðila sem ber ábyrgð á viðhaldi gangstétta hér í bæn- um, að gangstéttin þar er að verða okkur Reykvíkingum til skammar,“ sagði hún. „Þetta á sérstaklega við þann hluta sem liggur niður með Arnarhólnum °K þyrfti að vinda bráðan bug að viðgerð þar. Það var eitthvað skrifað í Velvakanda um þetta síðastliðið sumar, en ekkert gert í málinu þá. Nú vona ég að við- komandi aðili vakni við þessi orð mín af vetrardrunganum og kippi þessu í lag á komandi vori.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.