Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 Enginn virðist vilja frankann l'arÍK, 19. marz. AP. KRANKINN féll gagnvart dollara í dag og hefur aldrei staðiö eins illa aö vígi gagnvart honum, þótt við- skipti væru róleg. Veikleiki frankans virtist stafa af þvi að enginn virtist vilja eiga franka um helgina þar og talið var að þá yrði tíðinda að vænta. Fát virðist hafa gripið suma vegna frétta í fjöl- miðlum um óróleika í kauphöllum, segja kunnugir. Seinna batnaði staða frankans nokkuð, þar sem Ijóst þótti að litl- ar líkur yrðu á breytingum á skráningu evrópskra gjaldmiðla um helgina. Dollarinn seldist á 6,2260 franka, sem er met miðað við 6,1850 síðdegis í gær. Mörk seldust á 2,6139 franka miðað við 2,6059 í gær. Verðið á mörkum og gyllinum var nálægt þeim mörkum er gera ráð fyrir að ráðstafanir séu gerðar til að rétta þau við. Kaupsýslumenn sögðu í dag, að þeir gerðu ekki ráð fyrir breyting- um á gengisskráningu Gjaldeyr- iskerfis Evrópu (EMS) um helgina vegna ástandsins. Þeir bentu á að síðari hluti héraðsþingskosn- inganna í Frakklandi færu fram á sunnudag. „Ekkert réttlætir geng- isfellingu vegna ókyrrðarinnar á gjaldeyrismarkaðinum," sagði starfsmaður franska efnahags- ráðuneytisins. Franski seðlabankinn mun hafa eytt tveimur milljörðum franka í gær til varnar frankanum, en slík bein íhlutun virðist ekki hafa átt sér stað í dag. Menn bíða og sjá hvað muni gerast á mörkuðunum eftir helg- ina. Kaupæði greip um sig á gull- markaðinum í París. 20 franka gullpeningar — „Napelónar" — hækkuðu um 11,9% í 686 franka (109,93 dollara) miðað við 613 franka (91,09 dollara) í gær. Miðausturlönd á barmi styrjaldar Nn Vork. 19. m»rs AP. III SSKIN Jórdaníukonungur seg- ir. að Miðausturlönd rambi á barmi styrjaldar og sé ástand þetta afleiðing af klofningi í röðum Ara ba og áframhaldandi hersetu ísra- elsinanna á ve.sturbakka Jórdanár. Hussein segir þetta í viðtali við The New York Times. Hann heldur því fram að ástandið í þessum heimshluta hafi aldrei verið jafnalvarlegt og nú, um leið og hann lýsir þeirri skoðun sinni að utanríkisstefna Banda- ríkjanna virðist nú orðið fólgin i því að senda bréfbera á milli manna með skilaboð. Hussein, sem ætíð hefur verið talinn fremur vinveittur Vestur- löndum, álítur að Bandaríkin eigi að dusta rykið af öllum fyrri skuldbindingum sínum og taka ¦VWRSTW------- þær til gagngerar endurskoðun- ar, og í framhaldi af því, að stíga það skref að taka upp viðræður við PLO, en slíkt hefur hingað til þótt hin mesta goðgá. \gh>ú Til áfloga kom á ólympíuvellinum í Róm á sunnudaginn var þegar fótboltaliðin Roma og Juventus frá Tórínó léku í úrslitakeppni. Æstir aðdáendur liðanna létu hendur skipta, en leiknum lyktaði með þvi að Roma sigraði með þremur mörkum gegn engu. Lögreglan skakkaði leikinn, en hér er verið að lumbra á einum áhorfenda. Kínverjar um yf irlýsingu Brésneffs: Raskar ekki yfír- burdum Rússa i'tnMOftDDOónuennn lAftm. nne Peking, 19. marz. Al'. XINIII A -fréttastofan kínverska segir að yflrlýsing Sovétmanna um að þeir hætti dreifingu með- aldrægra kjarnorkueldflauga hafi nákvæmlega enga þýöingu fyrir Vestur-Evrópu, m.a. vegna bess að SS-20-eldflaugar austan Úralfjalla geti hæft hvaða skot- mark í V-Evrópu sem vera skal, auk allra þeirra SS-20-flauga sem settar hafi verið niður í þeim hluta Sovétríkjanna sem eru vestan fjallgarðsins, þ.e. Evrópumegin, en það er það svæði sem Sovétmenn ætla ekki að koma fyrir fleiri SS-20-flaug- um á. Segja Kínverjar að yfirlýs- ing Sovétmanna muni á engan hátt raska yfirburðum þeirra á sviði kjarnorkuvopna. Þá segja Kínverjar að þessi ráðstöfun Sovétmanna, sem Brésneff boðaði í ræðu á dög- unum, sé ekki annað en tillaga Jenkins fram úr I.ondon, 19. marz. Al'. ROY JKNKINS, einn af stofnend- um sósíaldemókrataflokksins, hef- ur tekið forystuna fyrir aukakosn- inguna í Hillhead-kjördæmi í Glasgow á fimmtudaginn sam- kvæmt skoðanakönnun Daily Mail. Jenkins hefur 29%, Verka- mannaflokkurinn 28%, íhalds- flokkurinn 26%, skozkir þjóðern- sem NATO hafi hafnað fyrir löngu. Þá hefur utanríkisráð- herra Portúgal í dag lýst því yfir að framangreind áform sovétmanna séu ekki annað en orðin tóm og hafi engin áhrif á valdajafnvægið til eða frá. Ráðherrann, sem heitir Andre Gonsalves Pereira, var stadd- ur í Grikklandi er hann lét þessi ummæli falla í dag, en Papandreu forsætisráðherra sagði, er hann frétti af boð- skap Brésneffs, að hér væri um að ræða „mjög jákvæða ráðstöfun, sem ætti skilið að hljóta hinar beztu undirtektir á Vesturlöndum." Rússnesk hetja látin Moskvu, 19. marz. AP. VASILY Chuikov, hetja Rússa við Stalíngrad og maðurinn sem sam- þykkti uppgjöf Þjóðverja eftir árás Rússa á Berlín, er látinn, 82 ára að aldri, að sögn fjölskyldu hans í dag. Þar með er aðeins einn sovézkur marskálkur úr síðari heimsstyrj- öldinni enn á líf — Ivan K. Bar- gramyan. Chuikov átti sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins og var yfir- maður sovézka hernámsliðsins í Þýzkalandi til 1953. Hann var einnig yfirmaður sov- ézka landhersins og aðstoðar- landvarnaráðherra. Einnig var hann yfirmaður almannavarna um skeið áður en hann dró sig í hlé. I orrustunni við Stalíngrad sagði Chuikov við Nikita Krúsjeff, sem þá var stjórnmálahershöfð- ingi á vígstöðvunum: „Annað hvort höldum við borginni eða deyjum þar." Gabb stjórnaði sókninni inn í Donets og síðan til Krímar og inn í Hvíta-Rússland áður en árásin á Berlín hófst. Hann var fulltrúi Sovétríkjanna við útför Dwight D. Eisenhowers 1969. Veöur víða um heim Akureyri -6 atskýiaö Amslerdam 10 skýjaö Aþena 17 heiöskirl Beirúl 18 skýjao Berlin 5 rigning Brtissel 8 ský|aö Frankfurl 9 rigning Helsinki 1 heiðskirt Hong Kong 25 heiöskirl Kaupmannahöfn S skýiað Las Palmas 19 hálfskýjad Lissabon 14 heiðskírt London 8 skýjað Los Angeles 15 skýiaö Madrid 16 heiðskirt Malaga 17 heidskirt Miami 29 heiðskirt Monlreal 5 skýjað Moskva 5 heiöskírt Ný|a Delhi 28 heioskirt NewYork 12 rigmng Osló 4 skýjaö Paris 11 Ský|a6 Rió de Janeiró 32 heioskirl Reykiavik 0 heiðskirt Rofti 13 heiðskirl Stokkhótmur 2 skýjað Sydney 25 heiðskirl Tókýð 11 skýiað Vancouver 10 heiðskirl Vínarborg 7 skýiað Blaðamenn líklega myrtir í Salvador San Salvador, 19. msrz. AP. FJÓRIR hollenzkir sjónvarpsfréttamenn féllu þegar þeir fóru til fundar við skærulifta að fylgjast með aðgerðum þeirra í El Salvador og hollenzka stjórnin sagði í dag að fréttir gæfu til kynna að hermenn Salvador sljórnar hefðu myrt þá. í Washington sagði talsmaður Hvíta hússins seinna, að banda- ríska sendiráðið í San Salvador væri að kanna málið og hefði beðið um upplýsingar. Hann kvað Banda- ríkjastjórn harma atburðinn og benti á að ástandið væri mjög ótryggt. Skömmu áður en blaðamennirnir biðu bana höfðu hægrisinnuð sam- tök í Salvador gefið út „dauðalista" með nöfnum blaðamanna sem þau eru andvíg. Fréttamaður spurði Max van der Stoel, utanríkisráðherra, á blaða- mannafundi í Haag hvort hann „myrtir með köldu blóði" og van der Stoel svaraði: „Það eru fréttir sem gefa það til kynna." Hann sagði að embættismenn í Rl Salvador hefðu sagt hollenskum fulltrúum að blaðamennirnir hefðu fallið fyrir kúlum stjórnarher- manna. Hollenzki sendiherrann í Mexíkó hefur verið sendur til San Salvador að rannsaka málið. „Þegar menn eru skotnir með köldu blóði er það mjög, mjög alvarlegt mál," sagði van der Stoel. José Guillermo Garcia, land- varnaráðherra, sagði að hermenn- irnir hefðu ekki vitað að blaða- svæði 57 km norður af San Salvador í Chalatenango. Hann kvað þá hafa failið í 40 mínútna bardaga, þegar skæruliðar hefðu skotið á stjórnarhermenn. Hann kvað her- inn harma atburðinn og ítrekaði til- mæli um að blaðamenn legðu sig ekki í hættu. íbúar á svæðinu sögðust hafa heyrt skothríð í 5—10 mínútur. Fréttamennirnir höfðu mælt sér mót við hóp skæruliða til að fylgj- ast með aðgerðum þeirra. Þeir höfðu verið yfirheyrðir 11. marz þegar nafn, heimilisfang og síma- númer eins þeirra fannst á líki skæruliða, en látnir lausir eftir fimm tíma. Fjórir skæruliðar féllu auk blaða- mannanna. Herinn segir að ná- kvæm rannsókn verði gerð, ef ein- hver vafi leiki á því hvernig menn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.