Morgunblaðið - 20.03.1982, Page 19

Morgunblaðið - 20.03.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 19 „Snæbjörg“ hf. hefur opnað á nýjum stað VERSLUNIN Snæbjörg hf. í Reykjavík var flutt í gær um set og opnuð í morgun á nýjum stað á Bræðraborgarstíg 1. Var hún áður í um 70 fermetra húsnæði að Bræðraborg- arstíg 5, en á hinum nýja staö eru fermetrarnir um 240. Eigendur Snæbjargar hf.: Kaj Jörgensen, Snæbjörg Snæbjarnardóttir og dóttir þeirra, Guórún Birna Jörgensen. — Við höndlum með alla almenna matvöru og bjóðum t.d. kjöt frosið sem ófrosið, sagði Kaj Jörgensen verslun- armaður. — Hér tökum við upp þá nýjung að bjóða viðskiptavinum upp á heitar samlokur eða hamborgara eða aðra hraðrétti og höfum þess vegna 2 örbylgjuofna hér í búðinni. Við rekum ekki stórmark- að og keppum ekki við stór- markaði heldur hyggjumst við reka hér verslun sem þjónar Vesturbæingum rétt eins og við gerðum á hinu horninu og ég tel alla þjón- ustu geta verið persónulegri og ánægjulegri hjá kaup- manninum á horninu og það er nóg af fólki hér í Vestur- bænum, sagði Kaj ennfrem- ur. Kaj Jörgensen kvaðst hafa lokað versluninni að Bræðra- borgarstíg 5 kl 19 í gærkvöld og opnaði hann síðan á nýja staðnum kl. 9 í morgun, en þar var áður Gellir hf. Auk verslunarinnar er aðstaða fyrir starfsfólk auk lager- rýmis og Kaj sagði einnig ráðgert að hafa í húsinu söngstofu þar sem kona hans, Snæbjörg Snæbjarn- ardóttir, myndi taka að sér kennslu, en hún er jafnframt stjórnandi Skagfirsku söngsveitarinnar. En af hverju nafnið Snæbjörg hf? — Ég var orðinn leiður á öllum þessum kjörum og ver- um og mörkuðum og fannst því tilvalið að nefna búðina eftir konunni minni, sagði Kaj Jörgensen, en alls hafa þau verslað með matvöru í 8 ár og áður ráku þau bóka- verslun. Hver sporörennir þrem góðborgurum, einum skammti af frönskum og glasi af Coca—Cola? Það er ekkert undarlegt þótt margir fullorðnir ágirnist hina stórgóðu Sanyo hifi 20 samstæðu: Dolby kassettutæki, LW, AM, og FM stereo útvarp, 2x24 watta magnara, TP-X1S plötu- spilara, tveir Sanyo hátalarar 40 sínus vött og glæsilegur hljómtækjaskápur með rúmgóðu plássi fyrir plötur En það er vegna verðsins, sem við köllum hana frábæra fermingargjöf. Verö kr. 12.200,- Gunnar Ásgeirsson hf. Soöurlandsbraut 16 Sími 9135200 FERMINGARGJÖF SEM FULLQRÐNIR VILJA LIKA' 1. verðlaun kr. VerMaun Verðmæti 1. Suzuki, 4ra dyra 79.000 2. Nec-samatæða. (Fyrir besta tímann til og með 12.3.) 8.950 3. 35 manna kalt borð frá Gosbr., Laugavegi 116. 4.130 4. 50 stk. góðborgarar ásamt meðlæti 2.600 5.25 stk. Western-kjúkl- ingar ásamt meðlæti 1.425 6. 20 stk. Roast Beef- borgarar ásamt meðlæti 1.140 7. 10 stk. kvöldverðir í Gosbrunninum 940 8. 15 stk. Fiskborgarar ásamt meðlæti 675 9. 12 stk. góðborgarar m/osti og skinku ásamt meðlæti 864 10. 6 stk. kvöldverðir í Gosbrunninum 564 11. Æfingaskrírteini, gildis tími 3 mán. í Apolló sf., líkamsrækt, Brautarholti 4 1.200 12. Æfingaskírteini, gildis- tími 2 mán. í Apolló sf., líkamsrækt, Brautarholti 4 800 Verðmæti vinninga kr. 120.108,- Skyndibitastaður Hagamel 67, sími 26070

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.