Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 3

Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 3 Náttúruverndarráð um Blönduvirkjun: Málin verði könnuð nánar áður en endanleg ákvörðun verður tekin Olafur Tr. Einarsson útgerðarmaður látinn LÁTINN er í HafnarfirAi Ólafur Tr. Kinarsfson, úigiTAarmaAur, 78 ára aA aldri. Ólafur Tr. Einarsson var sonur hjónanna Geirlaugar Sigurðar- dóttur og og Einars Þorgilssonar, útgerðarmanns og alþingismanns, sem fyrir og eftir síðustu aldamót var einn af brautryðjendum í ís- lenzku atvinnulífi. Eftir verzlunarskólanám svo og framhaldsnám í verzlunarfræðum í Danmörku, hóf hann störf við fyrir- tæki föður síns. Veitti hann þeim forystu um áratuga skeið ásamt bróður sínum, Þorgils Guðmundi, mágum sínum, þeim Árna M. Mathiesen og Sigurði Magnússyni, sem allir eru látnir. Ólafur Tr. Einarsson tók mikinn þátt í störfum samtaka útgerðar og fiskvinnslu, og átti sæti í stjórn þeirra um langt árabil. Þá átti Olaf- ur sæti í stjórn Sparisjóðs Hafnar- fjarðar um 30 ára skeið. Ólafur Tr. Einarsson var ógiftur og barnlaus. „Náttúruverndarráð beinir þeim tilmælum til iðnaðar- ráðherra að mál þessi verði könnuö betur með tilliti til náttúruverndar og land- verndarsjónarmiða áður en cndanleg ákvöröun verður tekin um virkjunartilhögun og það er von ráðsins að til þessa reynist svigrúm bæði innan ramma þess samnings sem gerður hefur verið á milli virkjunaraðila og full- trúa hreppa í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, svo og þeirra tímamarka, sem sett hafa verið um upphaf og lok virkjunarframkvæmda,“ seg- ir meðal annars i umsögn Náttúruverndarráðs um virkjun Blöndu, sem sam- þykkt var á fundi ráðsins 23. marz og borizt hefur Morg- unblaðinu. Náttúruverndarráð komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa bent á fyrri samþykktir sínar um málið og ennfremur eftir að hafa bent á það, að minna land fari undir vatn samkvæmt virkjunar- kosti 2 en 1, sem nú hefur verið samþykktur. Bendir ráðið á, að sá kostnaðarmunur, sem talinn er vera á milli virkjunarkostanna, 90 milljónir virkjunarkosti 1 í hag, sé ekki fullnægjandi útreiknaður með tilliti til landbóta, ræktun- arkostnaðar og kostnaðar við girð- ingar og viðhald þeirra og fleira. Náttúruverndarráð tók málið upp nú vegna óska Landverndar- samtaka vatnasvæða Héraðsvatna og Blöndu. Sextán »smáatriói« sem fylgja hverjum saab Upphitað bílstjórasæti Útispeglar Höfuðpúðar Rúlluöryggisbelti Höggvarðir stuðarar Þurrkur og sprauta á Ijósum Hituð afturrúða Klukka í mælaborði Sígarettukveikjari Stillanlegur teljari í hraðamæli Ljós í hanskahólfi Ljós í farangursgeymslu Teppalögð farangursgeymsla Ryðvörn Skráning Fullur bensíntankur Þessi sextán „smáatriði" fylgja í verðinu á öllum SAAB bílum. Þau eru kanski hvert um sig „smáatriði" en öll saman skipta þau miklu máli - ef til vill gera þau útslagið um endanlegt val milli tegunda. Þar sem „smáatriðunum" sleppir taka séróskir við. Viltu hafa SAABinn þinn sjálf- skiptan-með vökvastýri- með 2-3-4 eða 5 hurðir — viltu hafa hann með 4 eða 5 gíra, —100 hestöfl 108-118 nú eða 145 hestöfl, eða langar þig helst í Turbo - það er auðvitað toppurinn. Hringdu og spurðu sölumenn- ina - eða komdu og skoðaðu og fáðu að taka í SAAB SAAB99 Verðfrákr: 157.300 TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530 SAAB900 Verð frá 184.500 H ■B fl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.