Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 10

Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 Rætt við sr. Sigurð H. Guðmundsson um ár aldraðra: Undirbúum sýningar fundi og námskeið ÁRIl) 1982 er helgad málefnum aldraðra svo sem kunnugt er og hér á landi eru og verða öldrunarmál tekin til umfjöllunar á ýmsan hátt. Stofnað var sl. haust svonefnt Öldrunarráð íslands, en að því standa 28 félög, félagasamtök og stofnanir er vinna vilja að málefnum aldraðra og er ráðið eins konar samræmingargrundvöllur þessara aðila. Formaður þess er sr. Sigurður H. Guðmundsson, prestur Víði- staðasóknar í Hafnarfirði, en hann er jafnframt formaður þing- kjörinnar nefndar sem skipuð var nýlega til að sjá um framkvæmd árs aldraðra. Mbl. ræddi stuttlega við sr. Sigurð á dögunum og greindi hann bæði frá starfi nefndarinnar og öðru sem á dagskrá er í málefnum aldraðra hérlendis: — Á síðasta ári skipaði heil- brigðismálaráðherra nefnd undir forystu Páls Sigurðssonar ráðu- neytisstjóra til að semja laga- frumvarp um öldrunarmál og und- irbúa fund Sameinuðu þjóðanna af íslands hálfu, en í desember sl. samþykkti Alþingi að skipa nefnd 7 manna til að sjá um fram- kvæmdahlið árs aldraðra og sitja í henni auk mín Margrét Einars- dóttir, Sturla Böðvarsson, Snorri Jónsson, Steinunn Finnbogadóttir, Guðjón Stefánsson og Bragi Guð- mundsson. Nefndin hefur þegar haldið allmarga fundi og gert sér hugmyndir um hvað helst mætti gera á ári aldraðra. Nokkurri óvissu veldur þó að þegar nefndin hafði verið skipuð var búið að samþykkja fjárlög og því erum við að bíða eftir hvaða afgreiðsiu beiðni um aukafjárveitingu til nefndarinnar fær. Öldrunarráðið hafði þegar hafið nokkurn undirbúning að ári aldr- aðra, og hefur þingkjörna nefndin yfirtekið sumt af því en Öldrunar- ráð haldið öðru áfram. Ráðherra- nefndin hefur aftur á móti með erlend mál að gera. I Helsinki verður á næstunni námsstefna þar sem fjallað verður um undirbún- ing elliáranna, síðast í apríl verð- ur í Vín undirbúningsfundur vegna fundar Sameinuðu þjóð- anna í sumar um málefni aldr- aðra, í byrjun júní munu frjáls fé- lagasamtök er starfa að málefnum aldraðra halda fund í Graz í Aust- urríki og fundur SÞ verður síðan í Gæðið elliárin lífi. Veggspjald frá Al- þjóðaheilbrigðismálastofnuninni, en heilbrigðisdagurinn er 7. apríl. Vín um mánaðamótin júlí-ágúst. Óvíst er um þátttöku okkar í þess- um fundum, en við teljum æski- legt að fulltrúar íslands sitji þá flesta ef ekki alla. Af öðrum tiltækjum má nefna teiknisamkeppni í grunnskólum á vegum Rauða kross Islands og í haust ritgerðasamkeppni í fram- haldsskólum um viðhorf til ellinn- ar á vegum Öldrunarráðs. Þá verður í apríl námskeið á vegum Öldrunarráðs og Sambands ísl. sveitarfélaga fyrir þá sem stunda heimahjúkrun og um leið er ætl- unin í samráði við Húsnæðisstofn- un ríkisins að sýna teikningar af húsnæði sem hannað hefur verið með aldraða í huga. I júlí og ágúst höfum við sótt um að fá inni á Kjarvalsstöðum fyrir sýningu á myndverkum og listiðnaði aldr- aðra, uppstigningardagur verður af kirkjunni helgaður gamla fólk- inu og á Skálholtshátíð 25. júlí í sumar verður fjallað um málefni aldraðra. Þá er alþjóðaheilbrigð- isdagurinn 7. apríl nk. og við höf- um rætt um að hafa fyrri hluta ársins opið hús og myndu þá stofnanir aldraðra um allt land vera opnar almenningi til skoðun- ar og eitthvað fleira gert til að kynna landsmönnum aðbúnað aldraðra. Enn má nefna að í undirbúningi er rit um þátt aldraðra í bók- menntum, frímerki er væntanlegt síðar á árinu og í Reykjavík stend- ur til að kanna í vor hagi íbúa sem eru 80 ára og eldri, ef fjármagn fæst til að kosta slíka könnun. Við ráðgerum sérstakan fræðslufund eða námsstefnu 30. apríl í Reykja- vík þar sem starfsmönnum fjöl- miðla er sérstaklega boðið og þar er ráðgert að fara yfir stöðu öldr- unarmála og kynna fjölmiðlum hana sem gerst. Gert er ráð fyrir að í sem flest- um sveitarfélögum verði nefndir settar á laggirnar er hafi það hlut- verk að sjá um framkvæmd árs aldraðra og nefnd okkar mun síð- an aðstoða við að taka á ýmsum málefnum. Þannig höfum við t.d. áhuga á að haldnir verði fundir í öllum kjördæmum um stöðu aldr- aðra í dag, húsnæði, fjármagn, sérþarfir og fieira. Þá má nefna að við höfum i huga sérstakt átak til að undirbúa fólk undir starfslok, reynt verði að taka saman fræðsluefni og gefa út Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar 4ra vikna námskeið hefst 31. marz. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöövabólgum Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Vigtun, mæling, sturtur, gufuböð, kaffi. Nýjung höfum hina vinsælu Solarium lampa. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Séra Siguröur H. Guðmundsson er formaður þingkjörinnar nefndar er skipuleggur framkvæmdir á ári aldr- aðra. og á sama hátt taka fyrir trygg- ingamál. í haust ráðgerum við síð- an að halda hér á landi stóra ráðstefnu um öldrunarmál á ís- landi. Þar verði reynt að safna öllu því saman sem fram hefur komið á fundum erlendis og okkur kemur að gagni og rætt verði um alla þætti öldrunarmálanna. Allt þetta er á döfinni, sumt í burðar- liðnum, annað lengra komið og allt er það háð því hvernig okkur tekst að fjármagna starfið. Sr. Sigurður H. Guðmundsson hefur í starfi sínu sem prestur í Víðistaðasókn haft aukin afskipti af málefnum aldraðra. Segist hann hafa á þeim áhuga og það komi líka til af því að aðstaða safnaðarins og kapella sé í Hrafn- istu í Hafnarfirði og því hafi hann mikil samskipti við aldraða í starfi sínu. Hann er að lokum spurður hvernig málefni aldraðra á íslandi í dag horfi við honum: — Ég tel höfuðatriðið að fólk búi sig undir þau viðbrigði sem verða þegar það lætur af því starfi sem hefur fyllt líf þess mestan hluta ævinnar, þannig að ekki verði starfsrof, heldur eðlileg um- skipti smátt og smátt til þeirra þátta, sem hug manna eiga, bæði hvað varðar starf og áhugamál. Fólk verður að vera virkt áfram þótt breytingar verði á starfstil- högun á sjötugsaldrinum. Við skulum heidur ekki gleyma að aldrað fólk heldur oft sköpunar- gáfu sinni óskertri og er þá í fyllsta máta veitendur til samfé- lags síns. Frá námskeiðinu á Fgilsstöðum. Egilsstaðir: Áfengismálafræðsla KgilssliMum, I7. mars. Af) TILSTIJDLAN áfengisvarna nefndar Fgilsstaðahrepps hcfur Stefán Jóhannsson, erindreki áfengisvarnaráðs ríkisins, efnt til fiæðslunámskciðs um áfengismál fyrir kennara á Héraði. í fyrradag var Stefán með námskcið á Eiðum, í gær i grunnskólanum hér á Egils- stöðum og í dag í Menntaskólan- um á Egilsstöðum. Áöur hefur Stefán haldið slík námskeiö fyrir kennara í Garðabæ og Vestmanna- eyjum. Aðaltilgangur þessa nám- skeiðshalds er að sögn Stefáns að finna leiðir með kennurum til að flétta staðreyndafræðslu um alkóhólisma og áfengismál inn í námsefni skólanna og finna samskiptagrundvöll heimila og skóla varðandi slíka fræðslu. Námskeiðið í Egilsstaðaskóla sóttu 23 kennarar auk lögreglu og ýmissa annarra aðila er starfa að málefnum barna og ungmenna. I áfengisvarnanefnd Egils- staðahrepps sitja: sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, Guðmundur Sigurðsson, læknir, og Árni ís- leifsson, kennari. Fréttaritari. Stefán Jónsson erindreki. Þu hef ur siodaga skilaf rest á Electrolux ryksugum Electrolux ryksugan er hljóðlát. sogkrafturinn rafeindastýrður og aðlagar sig sjálfkrafa að þykku teppi eða trégólfi. Fótrofi til að ræsa mótorinn og til að draga inn snúruna. Stýrishjól undir henni miðri auðveldar keyrslu, gúmmí- púðar á hliðum og lipur sogbarki. AUKAHLUTIR: SOGSTYKKI með Ijósi og rafknúnum bursta sem bankar teppið um leið og sogað er. PÚSSIKUBBUR sem sveiflast upp i 18000 snúnmga á mín. Sogið hremsar allt ryk undan kubbnum. Vörumarkaðurinn hl. ÁRMULAla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.