Morgunblaðið - 25.03.1982, Page 18

Morgunblaðið - 25.03.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Vaxandi markads- hlutdeild (TIRVSLKR-bílaverk.smiöjurnar í Kandaríkjunum hafa aukiA mark- aðshlutdeild sína úr 10% á árinu 1980 í 12% i janúarlok á þessu ári. Greiöslustaða fyrirtækisins er góð og nú þurfa bílasmiöjurnar aö selja mun færri bíla en áöur til þess aö ná hagnaði. Gert er ráð fyrir, að rekstrar- tapið á árinu 1981 hafi numið um 500 milljónum Bandaríkjadala, sem er mun minna en tapið á ár- inu 1980, sem nam 1,7 milljörðum Bandaríkjadala. Möguleikar Chrysler Chrysler til þess að ná sér veru- le(?a á strik, byggjast að dómi sér- fræðinga mjög á aukinni hílasölu í Bandaríkjunum. Heildarsalan á síðasta ári var um 8,5 milljónir bifreiða. Miðað við söluna í janú- armánuði sl. yrði hún um 8 millj- ónir bifreiða á þessu ári, en þyrfti að verða um 9 milljónir til þess að Chrysler næði hagnaði í ár. Bílasmiðjurnar telja sig verða að seija 1200 þúsund bíla, fólksbíla og flutningabíla, á þessu ári, til þess að sýna hagnað, en seldu um 1 milljón bíla á síðasta ári. Markaðurinn að verða tilbúinn að taka við ritvinnslukerfum — segir Sveinn Guömundsson, sölumaður hjá Heimilistækjum, sem bjóða fjölbreytt úrval kerfa frá bandaríska fyrirtækinu Wang „É(i TEL, að markaðurinn sé nú að verða tilbúinn að taka við þessari nýju tækni, sem fyrirtæki kynntu fyrst að einhverju marki hér á landi á síðasta ári,“ sagði Sveinn Guðmundsson, sölumaður í tölvudeild Heimilistækja, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvort einhver hreyfing væri komin á sölu ritvinnslukerfa fyrirtækisins, en Heimilistæki bjóða tölvukerfi frá bandaríska fyrirtæk- inu Wang. „Verkefni tölvudeildarinnar hafa verið í gegnum tíðina, að veita alhliða tölvuþjónustu, s.s. sölu á tölvum, forritum og við- hald, einnig tökum við að okkur tölvukeyrslu fyrir ýmsa aðila. Heimilistæki hafa á undanförn- um sex árum haft umboð fyrir Wang-tölvur og eru nú um 50 fyrirtæki, sem hafa notfært sér þær með ágætum árangri. Helztu verkefnin eru á sviði bókhaids fyrirtækja, viðskipta, birgða, launabókhalds og tollskýrslu og verðútreikninga, eins og t.d. í heilbrigðissektornum, þar sem m.a. Krabbameinsfélag Islands, Borgarlæknir, Sjúkrahús Egils- staða og Reykjalundur eru fremstir í flokki. Tölvur hafa hingað til aðallega verið notaðar til lausnar á ákveðnum „rútínuverkefnum" s.s. verkefnum sem falla inn í ákveð- inn „struktur". Hins vegar hafa athuganir leitt í Ijós, að einungis 30% af aliri þeirri vinnu, sem fram fer á skrifstofum í dag, fell- ur undir einn eða annan „strukt- ur“. Það má eiginlega segja, að forsvarsmenn Wang hafi séð þessa þróun fyrir á sínum tíma og hagað þróun sinni samkvæmt því. Þeir bjóða upp á fimm mismun- andi, en þó samtengjanleg tölvu- kerfi, þ.a.m. ritvinnslukerfi, sem ég tel, að fari að ná fótfestu á markaðinum. Öll þessi kerfi get- um við auðvitað boðið okkar við- skiptavinum," sagði Sveinn Guð- mundsson ennfremur. „Við bjóðum upp á ritvinnslu- kerfi, „Word Processing", ein- göngu ætlað til bréfa og skýrslu- gerðar alls konar. Þetta kerfi hef- ur því til viðbótar reiknimögu- leika, sem gefur því mjög aukið gildi. Þá bjóðum við upplýsingakerfi, „Office Information System", sem er aðallega hugsað sem rit- vinnslukerfi, en gefur ennfremur möguleika á gagnavinnslu ýmiss konar og er kjörið til að skrifa út sendibréf. Við bjóðum gagnavinnslutölvur af gerðinni 2200 SVP og 2200 LVP, sem eru aðallega hugsaðar til gagnavinnslu, en gefur jafn- framt því möguleika á ýmiss kon- ar ritvinnslu. Ennfremur bjóðum við upp á gagnavinnslutölvu af gerðinni Wang VS, sem er jafnvíg hvort sem er á rit- eða gagnavinnslu. Hún er sérstaklega hönnuð og ætluð til stærri verkefna. Loks er það Wangwriterinn, sem er sjálfstæð ritvinnslutölva, sem getur ennfremur notað CP/M-smátölvu-stýrikerfi. Wangwriterinn er kannski það, sem við reiknum með að nái mest- um vinsældum af þessum rit- vinnslukerfum. Hann getur einn- ig tengzt sem skermur við 2200 SVP- og 2200 LVP-kerfin,“ sagði Sveinn ennfremur. Sem dæmi úm kostnað, sagði Sveinn Guðmundsson, að Wangwriterinn, skermurinn, borðið og prentarinn, myndi kosta í námunda við 100 þúsund krónur í dag, „en menn eru auðvitað fljót- ir að vinna upp þennan kostnað," sagði Sveinn ennfremur. IBM hefur fram- leiðslu á vélmennum BANDARÍSKA stórfyrirtækið IBM kynnti nú fyrir skömmu fyrstu vélmennin, sem fyrirtækið framleiðir. Það kom keppinautum IBM á óvart, hversu rólega fyrir- tækið hóf baráttu sína um þennan markað. Það hefur verið almenn skoðun hjá þeim fyrirtækjum, sem framleiða vélmenni, eða sjálfvirk framleiðslukerfi, að nauðsynlegt sé að hafa töluverða breidd í þeim (egundum sem boðnar eru til sölu, þar sem viðskiptamenn vilji kaupa tækin frá sama aðila. Flestir bandarískir framleið- endur hafa tekið þessa stefnu. Bandaríska stórfyrirtækið West- inghouse kynnti t.d. nú í byrjun marzmánaðar fimm tegundir vélmenna og eru þrjár þeirra framleiddar með leyfi frá Japan og Ítalíu. General Electric, sem hefur varið miklum fjármunum til þess að þróa sjálfvirk fram- leiðslukerfi, hefur sömuleiðis lagt áherzlu á breidd í framleiðslu sinni, þ.á m. framleiðir fyrirtæk- ið eina tegund með leyfi frá Wolkswagen. IBM fer hins vegar af stað með aðeins tvær tegundir og er önnur mjög einföld og ætluð til ein- faldra verka, en hin fyrir nokkuð flóknari verk. Keppinautar IBM hafa hins vegar áhyggjur af því, hvernig fyrirtækið hyggst þróa þessa framleiðslu í framtíðinni, en IBM hefur engar upplýsingar gefið um það. Nú nemur sala vélmenna að- eins um 150 milljónum dollara á ári í Bandaríkjunum, en því er spáð, að á næsta áratug muni sala vélmenna nema um tveimur milljörðum dollara á ári. Tandy-Radio Shack-umboðið: Sveinn Guðmundsson, sölumaður hjá Heimilistækjum. Ljfamjwl MbL EmiHa. Seldi skattstofum lands- ins 33 tölvusamstæður Á SÍÐASTA hausti skrifaöi Inn- kaupastofnun ríkisins tölvuinn- flytjendum bréf, þar sem óskaö var eftir tilboöum í tölvubúnaö, sem ætl- aóur var til notkunar á skattstofum landsins, vió skráningu, ritvinnslu og fleira. Nióurstaöan varö sú aö Innkaupastofnunin ákvaó aö taka tilboöi frá Oskari Jóhannssyni, sem hefur umboó fyrir Tandy-Radio Shaek-tölvur. í samtali við Mbl. sagði Óskar Jóhannsson, að um hefði verið að ræða 33 tölvur og 17 prentara. „Á sínum tíma var Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar fal- ið að meta tilboðin, sem bárust, en þau komu frá öllum stærstu tölvu- fyrirtækjum landsins. Þeirra val var TRS-80 Model 11 64K, en hún er með innbyggðri 8“ diskettu- stöð, en það er mjög fjölhæf tölva. Við erum auðvitað mjög ánægðir með, að okkar tölvur skyldu verða fyrir valinu og teljum það mikil meðmæli," sagði Óskar ennfrem- ur. óskar sagði, að hægt væri að fá 1—3 aukadrif með vélinni, en skattstofurnar hefðu fengið eitt drif með hverri vél. „Auk þess, að hægt er að nota þessa tölvu til margvíslegra starfa sjálfstætt, getur hún „talað" við stóru tölv- urnar, þannig að t.d. geta skatt- stofurnar skráð allar skatta- skýrslur á diskettu, sent upplýs- ingar sínar símleiðis til Skýrslu- véla ríkisins og Reykjavíkurborg- ar, sem reikna út skattinn, og senda síðan útreikningana til baka símleiðis. Prentararnir, sem keyptir voru með tölvunum, eru af Malibu-gerð. Þeir eru hentugir bæði til prent- unar á skýrslum og einnig til rit- vinnsluskriftar, en það er fyrir- tækið Órtölvutækni, sem flytur þá inn og setur upp vélarnar og sér um viðhald þeirra." Aðspurður um hvað tölvur kost- uðu í dag, sagði Óskar, að Model 11 64 K kostaði um 80 þúsund krónur og væri þá innifalin kostn- aður við breytingu fyrir íslenzka stafi og ísetningu lyklaborðs, sam- kvæmt kröfum íslenzku staðal- nefndarinnar, en verið væri að framleiða það í verksmiðju Tandy í Bandaríkjunum. Þá var Óskar spurður að því, hvort þessar tölvur gætu fullnægt bókhaldsþörf meðalstórra fyrir- tækja. „Jú, það geta þær auðveld- lega. T.d. hefur Hagvangur/Hag- tala valið þessa tölvu og notar með henni öflugt bókhaldskerfi, sem hentar stórum fyrirtækjum og hefur reynzt mjög vel. Annars er engin hætta á því, að þessi tölva verði úrelt á næstunni, því Tandy leggur mikla áherzlu á möguleika á að bæta við og stækka tölvurnar. Um þessar mundir er t.d. að koma á markaðinn ný tölva frá Tandy. Það er Model 16. Hún hef- ur nýverið verið kynnt og hlotið góða dóma þeirra sem til þekkja. Þá má bæta því við, að með tveim- ur spjöldum, sem kosta um 1.500 dollara, er hægt að breyta Model 11 í Model 16 og nota áfram sömu forritin, en margfalda afkastaget- una,“ sagði Óskar Jóhannsson að síðustu. linnið viö tölvu frá Tandy-Radio Shack.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.