Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982
25
Frá blaðamannafundi Arnarflugs í gærdag. Fyrir enda borðsins eru Stefán Halldórsson, Gunnar Þorvaldsson,
framkvsmdastjóri félagsins, Haukur Björnsson, stjórnarformaður, og Magnús Oddsson. i.jósmynd Mbi. rax.
Arnarflug byrjar áætlunarflug sitt 20. júni nk.:
Arnarflug stendur
fyllilega undir
þessari fjárfestingu
sagði Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs
um kaupin á eigum íscargo, á blaðamannafundi í gærdag
ARNARFLUG hefur ákveðið að
hefja áætlunarflug sitt 20. júní
nk. og verður fyrsta ferðin farin
til Amsterdam í Hollandi, en
síðan hefst flugið til Ziirich í
Sviss 3. júlí nk. og flugið til
Diisseldorf í Vestur-Þýzkalandi
hefst 7. júlí nk. Þessar upplýs-
ingar komu fram á blaðamanna-
fundi, sem forráðamenn fyrir-
tækisins héldu i gærdag.
Flogið verður tvisvar í viku til
Amsterdam, sunnudaga og mið-
vikudaga, einu sinni í viku til
Dússeldorf, á miðvikudögum, og
einu sinni í viku til Zúrich eða á
laugardögum. Þetta er þó háð
samþykki flugmálayfirvalda í
viðkomandi löndum, að sögn
Gunnars Þorvaldssonar, fram-
kvæmdastjóra Arnarflugs.
Gunnar Þorvaldsson sagði, að
brottfarartímar yrðu nokkuð aðrir
en íslendingar ættu að venjast. Yfir
sumarið er fyrsta brottför klukkan
11.00 árdegis og yfir vetrartímann
er fyrsta brottför klukkan 10.00
árdegis. — Á öllum áætlunarflug-
völlunum eru miklir möguleikar til
framhaldsflugs í allar áttir og má
t.d. nefna, að Schipol-flugvöllur í
Amsterdam var kjörinn af lesend-
um tímaritsins „Business Travell-
er“ bezti flugvöllur í Evrópu með
tilliti til áframflugs, sagði Gunnar
Þorvaldsson ennfremur. *
Vetraráætlun tekur gildi 14. sept-
ember nk. og verður áfram flogið
tvisvar í viku til Amsterdam og
einu sinni í viku til Ziirich. Hins
vegar fellur Dusseldorf-flug niður
til að byrja með, þar sem undirbún-
ingstíminn var ekki nægilegur, að
sögn Gunnars Þorvaldssonar.
Arnarflug hefur sótt um til þar-
lendra yfirvalda að fá að bjóða á
þessum flugleiðum auk venjulegra
IATA-fargjalda, APEX-fargjald og
sérstakt hópfargjald. — Fáist þessi
umbeðnu fargjöld samþykkt verða
þau lægstu nálægt 40% af fullu
IATA-fargjaldi, sagði Gunnar
Þorvaldsson.
Á fundinum kom fram, að Arnar-
flug mun í sumar annast leiguflug
til sólarlanda og annarra áfanga-
staða fyrir íslenzkar ferðaskrifstof-
ur. Ennfremur verður flogið leigu-
flug fyrir svissneskar, þýzkar,
kanadískar og finnskar ferða-
skrifstofur og í sambandi við þær
svissnesku og þýzku verður um eitt
flug í viku að ræða, frá Dússeldorf
og Zúrich. Meðal áfangastaða er
Toronto í Kanada, Allecante og
Mallorca á Spáni, Sikiley, Rimini og
Trieste á Ítalíu, Aþena í Grikk-
landi, Dublin á Irlandi, Tromsö og
Þrándheimur í Noregi.
Til áætlunarflugsins og leigu-
flugsins verður notuð Boeing
720-þota félagsins, en að sögn
Gunnars Þorvaldssonar er það
draumur Arnarflugsmanna að fá
Boeing 737-þotu í þetta flug, segir
hana rekstrarlega hagkvæmustu
vélina. Iæiguflugið hefst um pásk-
ana og má geta þess, að vikuna
6.—13. apríl nk. mun félagið flytja
yfir 1.800 farþega, en samtals er um
að ræða um 130 ferðir, sem bætast
við reglulegt áætlunarflug félags-
ins. Það kom ennfremur fram á
fundinum, að áætlunarflugið inn-
anlands verður með svipuðu sniði í
sumar og í fyrra, en flogið verður á
11 staði, samtals 37 ferðir í viku.
Auk innanlandsáætlunarinnar mun
félagið eftir sem áður annast um-
fangsmikið leiguflug á vegum
ferðaskrifstofa, íþróttafélaga og
annarra aðila.
Aðspurður sagði Gunnar Þor-
valdsson að hagur Arnarflugs væri
mjög góður og hefði reksturinn á
síðasta ári gengið framar öllum
vonum. — Samkvæmt bráðabirgða-
yfirliti, þá var hagnaður fyrirtækis-
ins árið 1981 fyrir skatta um 10
milljónir króna, eða 1 milljarður
gkróna, sagði Gunnar Þorvaldsson
ennfremur. I máli Gunnars kom
fram, að leiguflugið erlendis hefði
komið langbézt út, en hins vegar
hefði orðið eitthvert tap á innan-
landsáætlunarflugi félagsins. Það
hefði þó gengið nokkuð betur árið
1981 en árið þar á undan.
Eins og kunnugt er af fréttum
keypti Arnarflug verulegan hluta
eigna íscargo á um 29 milljónir
króna 11. marz sl. — Á fundinum
kom fram sú spurning, hvort ekki
hafi verið um yfirverð að ræða.
Gunnar Þorvaldsson og Haukur
Björnsson, stjórnarformaður fé-
lagsins, sögðu að það mætti segja,
að um ákveðið yfirverð hefði verið
að ræða, en það yrði að hafa í huga,
að keyptir hefðu verið hlutir, sem
nánast ógjörningur væri að meta
nákvæmlega til ákveðins verðs.
Mætti þar t.d. nefna, að verðlag á
Electra-flugvélum á heimsmarkaði
væri á bilinu 1,5—2,3 milljónir doll-
ara og miðað við ástand vélar þeirr-
ar er félagið keypti af íscargo
mætti ætla, að markaðsverð hennar
væri í kringum 2 milljónir dollara.
Þá keypti félagið húseignir íscargo
á Reykjavíkurflugvelli. — Það má
segja, að með þeim kaupum hafi
langþráðu takmarki verið náð, þ.e.
að félagið fengi eigið húsnæði á
Reykjavíkurflugvelli, en það hefur
háð félaginu mjög að vera með alla
starfsemi sína vítt og breytt um
völlinn. Það er því mjög erfitt að
meta þessar húseignir til fjár.
Ennfremur fékk Arnarflug í fyrsta
sinn aðgang að góðu flugskýli við
þessi kaup, því félagið gekk inn i
leigusamning íscargo við flugmála-
stjórn á skýli því er íscargo hafði til
umráða, sagði Gunnar Þorvaldsson
ennfremur.
Arnarflugsmenn voru spurðir að
því hvort þeir hefðu í raun verið að
kaupa flugleyfi íscargo til Amst-
erdam. Gunnar og Haukur svöruðu
því til, að þeir hefðu alls enga vissu
haft fyrir því að fá leyfið til Amst-
erdam þegar kaupsamningurinn
var undirritaður við íscargo. —
Okkar eina vísbending í málinu
voru ítrekaðar yfirlýsingar sam-
gönguráðherra, þar sem hann sagð-
ist fylgjandi því, að hér væri starf-
andi eitt sterkt flugfélag og við hlið
þess annað minna, sem veitt gæti
hæfilega samkeppni. Eftir að við
höfðum fengið leyfi til Dússeldorf
og Zúrich töldum við því mjög lík-
legt, að ráðherra liti á okkur sem
annað félagið og gerðum okkur því
vonir um að fá leyfum íscargo út-
hlutað í kjölfar þess, að íscargo
skilaði þeim inn til ráðuneytisins.
Við höfðum hins vegar enga vissu
fyrir þessu. Við urðum einfaldlega
að taka þessa áhættu, sagði Haukur
Björnsson.
Þá voru þeir Arnarflugsmenn
ítrekað spurðir að því hvort loforð
eða vísbending frá samgönguráð-
herra hefði ekki valdið því, að þeir
fóru út í að kaupa Iscargo, jafn-
framt því, sem þeir voru spurðir,
hvort ráðherra hefði hreinlega
neytt þá til að kaupa íscargo og
koma þannig í veg fyrir gjaldþrot
þess, en þeir fengju í staðinn áætl-
unarleyfið. Gunnar Þorvaldsson
sagði að ráðherra hefði aldrei beitt
Arnarflugsmenn neinum þvingun-
um. Hann hefði ekki haft nein af-
skipti af málinu. Því hefðu engin
loforð eða vísbendingar gert útslag-
ið með það, að Iscargo var keypt. —
Það var hins vegar ljóst, þegar við
fengum leyfin til Dússeldorf og
Zúrich, að það var ekki það sem við
óskuðum eftir og jafnvel hæpið að
leggj3 upp í áætlunarflug á þessa
staði eina saman. Við þurftum á
einhverjum góðum meginstað að
halda, sem hefði góða tengimögu-
leika í áframflugi. Við sóttum ein-
mitt um Frankfurt á sínum tíma
með það í huga. Við sáum að Amst-
erdam gat vel hentað sem þessi
meginstaður og við gerðum okkur
ákveðnar vonir um, eins og áður
sagði, að við gætum fengið úthlutað
leyfum þangað ef íseargo hætti
rekstri. Við tókum því einfaldlega
áhættu, sem gekk upp og við feng-
um leyfið, sagði Gunnar Þorvalds-
son.
Þá voru Arnarflugsmenn að því
spurðir, hvort félagið hefði fjár-
hagslegt bolmagn til að standa í
þessum fjárfestingum. — Við telj-
um okkur tvímælalaust hafa bol-
magn til þess og má byrja að vitna í
orð mín hér á undan um hagnaðinn
af rekstri fyrirtækisins. Við höfum
alla tíð staðið á eigin fótum og stað-
ið við okkar skuldbindingar. í því
sambandi kemur það okkur því
töluvert spánskt fyrir sjónir, þegar
þingmenn Alþýðuflokksins eru nú
að heimta, að fram fari rannsókn á
greiðslugetu fyrirtækisins. Reyndar
finnst okkur heldur einkennilegt, að
viðskipti tveggja einkafyrirtækja
séu tekin til umfjöllunar á Alþingi
eins og gert hefur verið að undan-
förnu, sagði Gunnar Þorvaldsson.
Gunnar sagði ennfremur, að sér
fyndist framferði nokkurra þing-
manna Alþýðuflokksins í meira lagi
einkennilegt í þessu máli. Þeir
hefðu ekkert samband haft við Arn-
arflugsmenn, en reyndu að gera all-
ar hreyfingar félagsins tortryggi-
legar. Þá væri það einkennilegt, að
það hefðu einmitt verið alþýðu-
flokksmenn, sem einir hefðu viljað
binda það í lög á sínum tíma, að
Flugleiðir seldu hlut sinn í Arnar-
flugi. — Þessir sömu menn lögðu
svo fram þingsályktunartillögu í
vetur, þar sem þess er krafizt að
hér á landi verði aðeins eitt sterkt
áætlunarflugfélag. Það sé ekki rúm
fyrir fleiri. I öðru orðinu vilja þess-
ir menn samkeppni og í hinu einok-
un, sagði Gunnar Þorvaldsson.
Að síðustu voru Arnarflugsmenn
að því spurðir, hver staða þeirra
væri í dag, eftir kaupin á íscargo, ef
samgönguráðherra hefði alls ekki
veitt þeim leyfi til Amsterdam. —
Staða okkar væri auðvitað verri en
elia. Hins vegar stæði félagið alveg
undir þessari fjárfestingu. Það má
nefna, að menn hafa verið með alls
konar hrakspár í sambandi við El-
ectra-vélina, sagt hana einskis
nýta. Við erum hins vegar á loka-
stigi með samning um leigu hennar
til Afríku, en þar er gert ráð fyrir,
að hún verði í flugi milli Kamerún
og ítaliu með byggingarefni næstu
þrjá mánuðina. Eftir okkar athug-
anir síðustu daga erum við fullviss-
ir um, að hægt er að finna fyrir
hana markaði víðs vegar um heim-
inn, sagði Gunnar Þorvaldsson.
Helgi Hálfdanarson:
Einfaldlega einfaldlega einfaldlega
Sjaldan lætur sá betur sem
eftir hermir, segir máltækið.
Það getur stundum á sannazt,
þegar Islendingar sækja sér
málfar til annarra þjóða, vilj-
andi eða óviljandi. Dæmi þess,
hvernig gott erlent orð getur
spéspeglazt í íslenzku máli, er
atviksorðið einfaldlega.
Þó að orð þetta sé ekki nýtt í
málinu, stafar óskapleg ofnotk-
un þess í svipinn vafalaust af
enska orðinu simply. Á skömm-
um tíma hefur það rutt sér til
rúms af þvílíkri frekju, að telj-
ast verður mjög til óþurftar. Ur
nógu er þó að velja af góðum og
gegnum orðum, eins og: aðeins,
einungis, einvörðungu, blátt
áfram, beinlínis, alltjent, hreint
og beint, í raun og veru, í raun-
inni, raunar, reyndar, ekki ann-
að en, ekki nema, o.s.frv. eftir
því hvernig á stendur hverju
sinni.
Viðskeytið —lega fer ekki allt-
af vcl á samsettum orðum eða
afleiddum. Þá er oft ástæða til
að athuga, hvort önnur orð færu
ekki betur, ef merking og stíll
leyfðu, til dæmis „í upphafi"
fyrir „upphaflega"; „með gát“
eða „með athygli" fyrir „gaum-
gæfilega"; „með vissu" fyrir
„ómótmælanlega"; o.s.frv. Hins
vegar geta ýms lega-atviksorð af
þessu tagi komið sér vel, ef
beinlínis er sótzt eftir flötum eða
kátlegum stíl, eins og þegar segir
í frægri vísu:
sína gerir svipu upp vega
sérastefánsámosfellilega
í staðinn fyrir „eins og hann
séra Stefán á Mosfelli".
Enska orðið simply er ágætt
orð í sínu máli, snöturt og þjált.
Þar er ósamsettur stofn gerður
að atviksorði með einkvæðu
viðskeyti. En hafa menn þá veitt
því athygli, hvað þetta islenzka
orð, ein-fald-lega, getur orðið
kauðalegt við hlið sinnar fögru
ensku fyrirmyndar? Og er þá svo
brýnt að reyna að stæla tungu-
tak Engilsaxa, að menn vilji
taka sér það í munn í tíma og
ótíma?
Hér skal ekki lagt til, að við
göngum í bindindi á orðið „ein-
faldlega", heldur reynum að
draga mjög úr notkun þess, því
hún hefur um skeið rokið langt
fram úr öllu lagi. Það mætti hins
vegar vera til marks um ofnotk-
un einstakra orða, sem jafnan
verður til lýta á máli og spillir
auðsæld þess um leið.
Oft er með réttu við því varað
að sóa fleiri orðum og lengri en
nauðsyn ber til. Reyndar er líka
hægt að spilla máli með nirfils-
hætti. Sparsemi er góð dyggð,
meðan hún verður ekki að mein-
lætum. Og vitaskuld verður
nákvæm merking að ganga fyrir
nízku á orð og atkvæði. Það væri
góð regla að velja að öðru jöfnu
sem stytzt orð og sem fæst, en þó
sem fjölbreyttust.
Mætti ég að lokum leggja til,
að næst þegar orðið „einfald-
lega“ leitar í pennann eða fram á
varirnar, verði athugað, hvort
t.d. „hreinlega“ kæmi ekki að
sömu notum, ef ekki eitthvert
þeirra orða sem fyrr voru talin.
Ég er illa svikinn, ef þau skipti
þættu ekki til prýði, þegar að
væri gáð.