Morgunblaðið - 25.03.1982, Side 33

Morgunblaðið - 25.03.1982, Side 33
meira saman en margur hefur gert á langri ævi. Annað einkenni Gulla var hve greiðvikinn hann var, alltaf var hann tilbúinn til að aðstoða og hjálpa til. Mér er það minnisstætt að stundum kom það fyrir að fjölskyldan var að búa sig í háttinn þegar Gulli birtist og sá að eitthvað var ógert t.d. að vegg- fóðra eða mála, kom þá ekki annað til greina en að hefjast strax handa. Þetta er ekkert mál, var viðkvæðið hjá G.ulla. Og var þá farið að veggfóðra eða mála og því lokið á 3—4 klukkustundum. Maður sem er búinn þessum tveimur kostum, þ.e. að vera hjálpsamur og skemmtilegur, hlýtur að vera vinsæll. Enda var Gulli vinsæll og kunningjahópur- inn stór. Hvergi naut Gulli sín betur en þegar verið var að vinna fyrir Víking og mikið um að vera. Hann var tilbúinn til að fórna sér fyrir félagið, vann mikið og fékk aðra til að vinna. Upp í hugann koma tvö atriði, hinn skemmtilegi og mikli undirbúningur að fyrsta evrópuleik Víkings í handknatt- leik hér á landi og þegar verið var að undirbúa sölutjald á 17. júní á vegum deildarinnar. Þá var sólin komin hátt á loft þegar undirbún- ingi lauk að morgni 17. júní. Annars var Gulli ekki maður morgnanna. Hans besti tími var á kvöldin og fram á nætur. En svona var Gulli og þannig vil ég minnast hans, brosandi, ánægðan og önnum kafinn. Um leið og ég sendi ættingjum og ástvinum mínar einlægustu samúðarkveðjur bið ég þess að sá sem öllu ræður veiti þeim þann styrk sem þarf til að standast áfall sem þetta. Hannes Lífsins lögmál er einfalt. Öll deyjum við. Sem betur fer er flest- um gefinn góður tími til aðlögun- ar, líkaminn gefur sig smátt og smátt og hvíldin langa verður því oft vel þegin. En þegar ungir og hraustir menn eru hrifsaðir í burt án nokkurs fyrirvara er þetta lögmál harðneskjulegt. Biturleik- inn eins og hann var jafnan ka.ll- aður, er hrifinn á braut. Að lokn- um erilsömum starfsdegi leggur hann af stað til flugvallar. Óljóst hafði verið með veður, en nú átti að reyna og úrslitaleikurinn í handbolta og jafnvel stutt ferða- lag með nýjum lífsförunaut innan seilingar. En hætturnar leynast víða. Bíllinn skrikar á veginum og há fjallashlíðin, sem annars gat verið fögur, varð á svipstundum vettvangur hörmulegs atburðar. Vinátta okkar hófst þegar við vorum vinnufélagar í sumarvinnu þrjú sumur. Gáski og gleði þessara ára var oft rifjaður upp. En örlög- in ætluðu okkur að kynnast betur. Kona mín og Gulli voru systkina- börn og góðvinir frá barnæsku. Hittumst við því reglulega, oftast til að samfagna einhverju, en einnig við atburði tengda sorg. En örlögin héldu áfram að þétta og auka samband okkar. Þegar Gulli réðist sem sveitarstjóri til Búða- hrepps á Fáskrúðsfirði óraði okkur ekki fyrir að þar ættu leiðir okkar eftir að liggja aftur saman. Á haustdögum 1980 réðist ég sem héraðslæknir í Fáskrúðs- fjarðarlæknishérað. Á Fáskrúðs- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 33 firði hafði hann þá verið sveitar- stjóri um tveggja ára skeið, þegar við fluttumst austur. I friðsæld við þennan fallega fjörð bjuggum við í nábýli heilan vetur með fjöl- skyldum okkar. Það var þægileg tilfinning fyrir unga fjölskyldu að koma þangað. Greiðasemi Gulla var þá eins og alltaf slík, að ekki gleymist. Það, hversu vel hann var liðinn gerði okkur öll viðkynni gagnvart öðrum í ókunnugu um- hverfi öll miklu léttari. Fjölskyldur okkar tengdust bet- ur og betur með hverjum deginum sem leið. Jafnframt því fannst hversu tryggur og góður félagi Gulli var. Greiðasemi hans var með ein- dæmum, hans helsti galli var kannski að geta aldrei neitað nein- um um neitt. Hann var tilbúinn á nóttu sem degi að rétta hjálpar- hönd. Kom það ekki ósjaldan fyrir, að yfir kvöldkaffinu sem við fengum okkur svo oft saman, að ég þurfti að sinna starfi mínu. Kom hann þá iðulega með, enda vel þegið í misjöfnum veðrum. Ekki var við það komandi, að hann þægi umbun, þótt vitjunin væri erfið og tímafrek. Þetta var allt svo sjálfsagt. Já, það var margt skrafað og skeggrætt, enda hugur hans frjór um allt sem mannlegt var. Starfið var honum hugleikið enda elju- maður um allt sem hann tók sér fyrir hendur. Gulli var mikill íþróttamaður. Bygging nýs íþróttahúss á Búðum var honum háleit hugmynd sem skyldi koma i framkvæmd. Það fellur nú í ann- arra hendur að fylgja því áfram. En fyrst og fremst var hann „Vík- ingur" af lífi og sál. Hann fylgdist náið með sínum gömlu félögum, var aumur þegar illa gekk, en jafn kátur þegar andstæðingurinn lá. Fjarlægðin skipti engu máli, hann var einn af þeim. Trygglyndi hans gagnvart sín- um nánustu var mikið. Honum var í mun að taka þátt í lífi og starfi þeirra þótt í fjarlægð byggju. Ósjaldan kom hann sigri hrósandi, Viggó bróðir hafði gengið vel. Mér var oft hugsað hvor bræðranna væri kátari. Eftir að við yfirgáfum Fáskrúðsfjörð var Gulli samur við sig. Kíkti inn ef hann var í bæn- um, oft með bíl fyrir Sigurð Elí og blóm handa frænku. Trygglyndi hans og fórnfýsi þekkti engin takmörk. GuIIi átti góða foreldra, en þau eru Rakel Viggósdóttir og Sigurð- ur Jónsson fyrrum formaður HSÍ. Hann átti því ekki langt að sækja áhuga og atorku þegar íþróttir voru annars vegar. Hann var elst- ur fjögurra barna þeirra. Þau sem lifa hann eru Viggó, Unnur og Edda Björg. Hann var giftur Margréti Jó- hannsdóttur, en leiðir þeirra skildu á sl. vori. Þau áttu tvö börn, Sigurð Svein, átta ára, og Ást- björgu Rut, þriggja ára. Enda þótt Gulli og Magga hefðu ákveðið að slíta samvistum, virtu þau hvort annað og hann lét sér mjög annt um litlu börnin sín tvö. Ekki eru nema tvær vikur síðan börnin voru hjá honum í vikutíma. Það er erfitt að koma orðum að því sem efst er í huga, þegar lífi góðs vinar er lokið. Mig langar að tilfæra brot úr ljóði eftir góð- skáldið Matthías Jochumsson og gera að mínum orðum. I*ú lifír enn; þitt da>mid dygurtaríka þaA dvínar ei, þó heliA byrgi láA. I»ú hjá oss áttir harla fáa líka aA hjartans auAi og fíilskvalausri dáA. I»ú lifír enn. Ilvad va*ri veröld þessi, ef vonin missti lífsins stóru trú? I»ú lifír, lifír: Drottins dyró þig blessi. í Drotlins Ijósi vinum fagnar þú. Við Guðleif þökkum Gulla sam- fylgdina og vottum, börnum, for- eldrum, systkinum og öðrum ást- vinum einlæga samúð. Haraldur Sigurðsson Með Jóni Gunnlaugi Sigurðs- syni er fallinn í valinn einn mesti mannkostamaður sem ég hef kynnst. Þegar ég flutti í Smáíbúða- hverfið fyrir rúmum 20 árum var ég fullur kvíða eins og börn eru gjarnan þegar þau flytja í nýtt umhverfi. En sá kvíði reyndist ástæðulaus. Eg var fljótur að ná mér á strik, ekki síst eftir að ég hóf að iðka íþróttir með Víkingi. I því ágæta félagi hef ég átt margar ánægjustundir og þar hef ég eign- ast marga af mínum beztu vinum. í þeim hópi var Jón Gunnlaug- ur. Við vorum fljótir að kynnast, enda var Gulli vinur minn fljótur að meðtaka nýjan félaga með sínu glaða og hressa viðmóti. Við Gulli störfuðum saman um nokkurra ára skeið að málefnum handbolt- ans í Víkingi og þá kynnist ég bezt mannkostum hans. Hann var mjög starfssamur maður, hug- myndaríkur en umfram allt ein- stakur bjartsýnismaður. Þgar við ræddum aðsteðjandi vandamál handboltans, sem oftast voru pen- ingavandræði, var viðkvæði Gulla jafnan; „Strákar, ég veit hvað við gerum." Og síðan var hafist handa við framkvæmdir og þá var Gulli jafnan í fararbroddi. Hjálpsemi var Gulla í blóð borin og nutu margir góðs af henni. Árið 1978 tók Gulli við störfum sveitarstjóra á Fáskrúðsfirði-. Eft- ir það hittumst við sjaldnar en þær stundir voru einkar ánægju- legar vegna þess hressileika sem ætíð fylgdi Gulla. Fréttin um hið hörmulega slys í Fáskrúðsfirði kom eins og reið- arslag yfir ættingja og vini. í vinahópinn í Víkingi hefur verið höggvið skarð sem ekki verður fyllt. Mestur er harmur barna, foreldra, systkina og annarra nán- ustu ástvina og hjá þeim er hugur okkar í dag. En fjölskyldan er sterk og hefur áður staðið bein og samheldin í mótviðri lífsins. Minningin um einstakan dreng- skaparmann mun gera harminn léttbærari. Sigtr. Sigtryggsson. Það er ekki margt sem maður getur sagt á stundu sem þessari. Eg hef átt mikið af kunningjum, en aðeins örfá sanna vini. Með Gulla hef ég misst einn þann besta. Það er erfitt að skilja tilgang lífsins þegar dauðann ber að dyr- um. Börnin hans og Möggu voru rétt að byrja að aðlagast því að pabbi bjó ekki lengur hjá þeim, og börnin hennar Rönku voru að eignast nýjan pabba. Af hverju þarf þá aftur að ýfa sárin og taka hann frá þeim. Þetta og ótal margt fleira getum við ekki skilið. en maður verður að trúa að það sé tilgangur með öllu og vonar að tíminn lækni sárin, þó aldrei grói þau að fullu. En eitt er þó ekki frá okkur tek- ið, það eru minningarnar. Sam- skipti okkar hafa verið mikil og kær á þeim tæpu sjö árum, sem við þekktumst. Oft þvörguðum við, aðallega um íþróttir, en alltaf held ég að við höfum skilið sammála. Er við þurftum á aðstoð að halda, átti maður hann alltaf vísan, sama hvernig stóð á. Ólatari og bónbetri mann var ekki hægt að hugsa sér. Eg þakka elsku Gulla fyrir okkar alltof stuttu samleið og bið góðan Guð að vaka yfir börnunum hans og veita okkur styrk og hjálp. Þórdur Georg Lárusson Minningarsjóöur VÍKINGS Minningarspjöld Minn- ingarsjóðs Víkings fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúöinni Grímsbæ, Garðsapóteki Sogavegi, Geysi hf., Vesturgötu, Sportval, Hlemmtorgi, Skrifstofu Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. mars, Skrifstofu Búðahrepps, Fáskrúðsfirði, Kvennadeild Víkings. Félagsheimili Víkings við Hæðargarð kl. 17—19 fimmtudag og föstudag. Sími 83245. LAUGAVEGI1Q SÍMI27788 söiui frósögn argus af konunni sem losnaði undan ofurvaldi eiturlyfjanna með hjálp Hans, konu svo harðsvíraðri að ekkert gat fengið hana til að tárfella. Sagan er sögð eins og hún raunverulega gerðist, spennandi, kröftug og stundum ógnvekjandi. Metsölubækur Samhjálpar: Krossinn og hnífsblaðið 1978, Hlauptu drengur hlauptu 1980 og Láttu mig gráta 1981. gráta 1981. Þridja metsölubók Santhjólbar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.