Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 36

Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 Ólafur Pálsson tré- smiður — Minning Fa-ddur 6. septemlx*r 1909 Dáinn 16. marz 1982 í datí verður gerð frá Fossvogs- kirkju útför Ólafs Pálssonar tré- smiðs, Drápuhlíð 9, er varð bráð- kvaddur 14. þessa mánaðar. Mig langar að minnast nokkrum orðum þessa kunningja mins og samferðamanns er leiðir skiljast. Andlát Ólafs kom mér á óvart. Eftir því sem ég best veit var hann heilsuhraustur alla ævi, þótt heyrnardeyfa háði honum nokkuð síðustu árin. Er hann lést var hann á sjötugusta og þriðja ald- ursári, en það getur ekki kallast hár aldur hjá langlífustu þjóð ver- aldar. Ólafur var fæddur í Reykjavík hinn 6. september 1909. Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson tré- smiður og kona hans Sigurlaug Ólafsdóttir. Kornungur flyst Ólaf- er látin. + ÁSTA JÓNSDÓTTIR fró Laugabóli, F.h. vandamanna. Axol Kristjánsson. + Móðir mtn og tengdamóöir, JÓNÍNA H. JÓNSDÓTTIR, Lindargötu 49, lést 23. mars sl. Jarðarför auglýst síöar. María Bergmann, Björgvin Þorgeirsson. Systir okkar. GUONÝ HALLDÓRSDÓTTIR, Suðurgötu 15, Hafnarfiröi, lést á Sólvangi 24. mars. Systkinin. + ÓSKAR VATNSDAL, simritari, Furulundi 7c, Akureyri, lést þann 21. mars í Landspítalanum. Útförin fer fram frá Akureyr- arkirkju, laugardaginn 27. mars kl. 11.00. Valgeröur Guömundsdóttir, börn og tengdabörn. + Eiginkona mín, JOHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Fit, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Stóradalskirkju, laugardaginn 27. mars, kl. 2 e.h. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Guömundsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÁSGRÍMUR JÓNSSON, Hjallabrekku 7, Kópavogi, fyrrverandi útgeröarmaöur frá Seyöisfiröi, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 26. mars kl. 15 00 Margrát Síguröardóttír, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tenadafaðir og afi, SIGFÚS HALLDORSSON, Hraunbæ 82, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 26. mars kl. 13.30 Þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimili aldr- aðra á Dalvík. Sigurborg Helgadóttir, Halldór Sigfússon, Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, Steinar Ragnarsson, Brynja Sigfúsdóttir, Jón Axel Steindórsson, Guórún Sigfúsdóttir, Jóhann Páll Valdimarsson, Jóhanna Ósk Sigfúsdóttir, Siguróur Sigurósson, Anton Sigfússon, Magnea Þorfinnsdóttir og barnabörn. ur með foreldrum sínum að Mel- um í Melasveit í Borgarfirði og þar var heimili hans til ellefu ára aldurs. Þá kaupa foreldrar hans stórbýlið Innrahólm í Innri- Akraneshreppi og flytjast þangað búferlum. Þar elst Olafur upp og systur hans tvær, Helga og Guð- björg. Þær eru báðar á lífi. Páll var umsvifamikill bóndi og þar við bættist að brátt hlóðust á hann ýmist trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið. Hann var oddviti, sóknarnefndarmaður, í skólanefnd o.fl. Þá vann hann mikið utan heimilis við smíðar. Það féll því í hlut húsfreyjunnar og systkin- anna að annast að miklu leyti um búsýsluna. Ólafur vandist snemma á að vinna öll algeng sveitastörf og þegar hann hafði aldur og þroska til lærði hann smíðar hjá föður sínum, þótt ekki lyki hann prófi í þeirri iðngrein fyrr en síðar. Ólafur var góðum gáfum gædd- ur, og er skyldunámi lauk hafði hann hug á að afla sér frekari menntunar. Hann fór í héraðs- ' skólann í Reyholti í Borgarfirði og lauk þaðan prófi eftir tveggja vetra nám. Þá stundaði hann einn- ig búnaðarnám í Bændaskólanum á Hvanneyri. Enn um alllangt skeið var Innrihólmur heimili Ólafs og vann hann þá á búi föður síns. Móðir hans deyr og Páll býr um skeið með börnum sínum. Systurnar ílentust ekki á Innrahólmi. Helga giftist Braga Geirdal og reisa þau nýbýlið Kirkjuból í landi Innra- hólms, og búa þar um árabil. Síðar flyst fjölskyldan út á Akranes Hin systirin Guðbjörg hefur verið sjúklingur frá unga aldri og dvalist á sjúkrahúsi. Páll faðir Ólafs kvæntist aftur og flytur hann einnig búferlum út á Akranes. En Ólafur verður kyrr á Innrahólmi og býr áfram á jörð- inni. Erfitt er að vera einyrki í sveit, en miklum mun erfiðara er þó að vera einsetumaður. Ólafur brá því á það ráð, eins og margir ókvæntir bændur, að fá sér ráðskonu. Á þessum árum ræðst til hans stúlka ættuð frá Norðfirði, Sveinbjörg Jónsdóttir að nafni. Felldu þau hugi saman og gengu í hjónaband hinn 14. september 1940. Það varð þeim til mikillar gæfu að stíga þetta spor. Sveinbjörg var komin af góðum og traustum ættum, þar sem at- orka og listfengi sameinuðust. Hún var hálfsystir Kristmanns Guðmundssonar skálds. Svanlaug Bjarna- dóttir - Minning Kædd 11. október 1905 Dáin 18. marz 1982 í dag verður til moldar borin, síðust sinna systkina, móðursystir okkar, Svanlaug Bjarnadóttir, er andaðist 18. mars sl. Hún var yngsta barn foreldra sinna, Bjarna Björnssonar, bónda í Hlíð við Reykjavík, og konu hans, Júl- íönu Guðmundsdóttur, fædd 11. október 1905 og því á sjötugasta og sjöunda aldursári er hún lést. Á áttunda ári missti hún föður sinn og nokkru síðar verður móðir hennar að bregða búi en heldur áfram heimili fyrir börn sín. Hinn fyrsta vetrardag árið 1926 giftist Svanlaug ísleifi Jónssyni, síðar byggingarvörukaupmanni. Hann var einkaspnur hjónanna Lovísu Kristjönu ísleifsdóttur og Jóns Eyvindssonar verslunar- stjóra en þau voru kunnir borgar- ar í Reykjavík. Þau Svanlaug og Isleifur hófu búskap sinn í húsi foreldra ísleifs að Stýrimannastíg 9 og bjuggu all- an sinn búskap í Vesturbænum, lengst af í eigin húsi að Túngötu 41. Þeim varð fjögurra barna auð- ið: Bjarna, verslunarstjóri við verslun föður síns, giftur Báru Vilbergs, Jóns, bankastjóra Út- vegsbanka íslands í Keflavík, gift- ur Guðrúnu Lilly Steingrímsdótt- ur, Leifs, framkvæmdastjóra við verslun föður síns, giftur Berg- ljótu Hallgrímsdóttur, og Nönnu Lovísu, ekkju Lárusar Lárussonar er var aðalbókari við Verzlunar- banka Islands hf. Hún starfar nú hjá Landsbanka Islands. Barna- börn þeirra Svanlaugar og ísleifs eru nú 12 og barnabarnabörnin 9. Þeim Svanlaugu og ísleifi var það eiginlegt að búa sér og börn- um sínum heimili á þann veg, að allir er áttu þess kost að koma þar, fundu strax að hér bjuggu hjón sem gott var að vera samvist- um við. Sú einlægni og hlýja, er þar réði ríkjum, líður þeim aldrei úr minni er hennar urðu aðnjót- andi. Svanlaug var ein þeirra kvenna er aldrei féll verk úr hendi, hún var barngóð með afbrigðum, enda sóttu öll börn til hennar. Það var því eðlilegt og sjálfsagt að hún gerðist félagskona í Thorvaldsens- félaginu, en þar vann hún um margra ára skeið og var fyrir nokkru kjörin heiðursfélagi þess félags. Fyrir rúmu ári, þann 1. mars síðasta árs, andaðist maður henn- ar skyndilega. Því áfalli tók hún af stillingu og æðruleysi en það varð þeim er hana þekktu fljótt ljóst að lífslöngun hennar var horfin og hún beið þess eins að mega fylgja manni sínum til fyrirheitna lands- ins. Þegar við nú kveðjum Svan- laugu og Isleif með trega, því minningin um þau verður ekki að- skilin, þá er okkur systkinunum þó efst í huga þakklætið fyrir þá ánægju og þann kærleika er þau ávallt vöktu með nærveru sinni og fyrir að hafa gefið okkur þær minningar er gera lífið auðugra og skilja eftir þá birtu er aldrei mun fölna. Við vottum börnum þeirra og ættingjum öllum dýpstu samúð okkar í þeirra mikla missi. Krændsystkinin af Laugaveginum Er samferðamaður kveður, kemur upp í hug manns, hvernig sú samfylgd var. Eitt af því besta sem hendir ungt fólk, er að kynn- ast góðu og heilsteyptu fólki, því umhverfið mótar svo oft æsku- manninn. Fátt er æskunni meira til heilla en að umgangast hóg- vært fólk, það vísar veginn til góðs með framkomu sinni og gefur ungu fólki næði til umhugsunar, sem er afar nauðsynlegt í þeim hverfula heimi, er við lifum nú í. Sú kona, er við kveðjum í dag, átti þetta allt til í svo ríkum mæli, hógværð, mildi og mikinn höfð- ingsskap. I nær því hálfa öld stóð heimili hennar opið fyrir öllum sem að garði bar. Hvort sem það var fyrirfólk, blaðburðarbarn eða lítið barn er villtist inn að dyrum hjá henni, öllum var jafnt tekið, hógværð og gestrisni voru hennar aðalsmerki. Svanlaug Bjarnadóttir var fædd í Reykjavík 11. október 1905. For- cldrar hennar voru Júlíana Guð- mundsdóttir og Bjarni Björnsson, Sveinbjörg var mikil dugnaðar- og myndarkona, eins og hún átti kyn til. Hjónabandið var farsælt og bjó Sveinbjörg manni sínum aðlaðandi og fallegt heimili. Ólaf- ur var líka traustur og reglusamur eiginmaður sem lét heimilið sitja í fyrirrúmi, svo að þar skorti aldrei neitt. Þeim Ólafi og Sveinbjörgu varð ekki barna auðið. En árið 1949 ættleiddu þau kornungan dreng, sem var skírður föðurnafni Ólafs. Páll litli var Ijósgeislinn á heimil- inu og ólst upp við umhyggju og ástríki foreldranna. Páll er búsettur hér í borg og er tveggja barna faðir. Kona hans er Guðrún Ester Einarsóttir. Fyrstu árin bjuggu Ólafur og Sveinbjörg að Innrahólmi. En þótt þeim búnaðist þar vel, yfirgefa þau þó sveitina og flytjast til Keflavíkur árið 1945. Þar ílentust þau ekki til langframa, en flytjast til Reykjavíkur, þar sem þau áttu lengst af heimili að Drápuhlíð 9. Eftir að Ólafur flyst til Reykja- víkur lýkur hann námi í trésmíði og tekur tilskilin próf, til að öðlast réttindi í iðngrein sinni. Síðan vinnur hann við trésmíði allt til dauðadags, ýmist sjálfstætt eða hjá öðrum. Seinni árin vann hann talsvert við viðgerðir og lagfær- ingar á gömlum húsum. Ólafur var einkar útsjónarsam- ur við smíðar og allt lék í höndum hans. Þótt hann virtist ekki flýta sér, var hann drjúgur og góður verkmaður. Þá er ótalinn sá eigin- leiki, sem ég met mikils í fari manna, en það er greiðvikni og er bjuggu að Hlíð er stóð á þeim stað, þar sem nú er nefnt Mikla- torg. Hún var 21 árs gömul er hún giftist ísleifi Jónssyni byggingar- efnakaupmanni, er lést á síðast- liðnu ári. Þau eignuðust 4 mannvænleg börn: synina Bjarna, Jón og Leif og einkadótturina Nönnu Lovísu. Hún var þakklát forsjóninni fyrir hve góð tengdabörn þeim hlotnuð- ust. Öllum þessum stóra hópi, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um, unni hún af heilum hug. Er ísleifur andaðist á síðastliðnu ári, var sem ský drægi fyrir sólu henn- ar, horfinn var maki og vinur eftir langa og farsæla samfylgd. Svanlaug varð félagi í Thor- valdsensfélaginu 1950, tók hún mikinn þátt í félagsstarfinu, og var mörg ár í stjórn félagsins, fyrst sem ritari síðar varaformað- ur. Thorvaldsensfélagið er mjög starfsamt félag, umsvif mikil, rekstur basarsins, útgáfa jóla- merkja og annarra fjáröflunar- leiða. Hún var mjög virkur þátt- takandi í öllum þessum störfum af heilum hug. Thorvaldsenskonur kveðja nú heiðursfélaga sinn og kæra vin- konu. Veru hennar í félaginu verð- ur lengi minnst. Þær þakka henni ómetanleg störf og langa vináttu. Sem formaður þakka ég henni allt sem hún gerði mér til hjálpar, hún var mér ætíð sem „stóra systir", vildi allt gera mér til álits. Börnum hennar, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra biðjum við guðsblessunar um ókomin ár. I'nnur S. ÁgúsLsdóttir formaður Thorvaldsensfélag.sins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.