Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.03.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 Hver skoLLinn/" Ncgna þt'ss hvc invrkfa lin músin cr, kom hún sér fvrir í þcssu vasa- Ijósi! Með morgunkaffinu færð aftur ökuleyfiA? HÖGNI HREKKVÍSI /r A HA ! ■ ■ pó AAtSSTlR. MAR.KS/'' Surtarbrandsvinnsla á Vest- fjörðum óframkvæmanleg Heiöraði Vclvakandi Ég vil vara við þeirri tillögu sem komið hefur fram á Alþingi, að fara að eyða almannafé svo millj- ónum skiptir í rannsoknir á vinnslu surtarbrands á Vestfjörð- um. Þarna er um svo þunn lög af surtarbrandi að ræða, það ætti engum að detta í hug að reyna námugröft þar. Þegar ekki er nú hægt að gera smá jarðgöng á ís- landi svo vel fari, þá er þetta ekki framkvæmanlegt. Þó Þorvaldur Garðar sé stórhuga maður þá ætti hann að draga þessa rannsóknar- tillögu til baka strax. Ég er fylgj- andi Þorvaldí Garðari í mörgu, en þetta er ekki framkvæmanlegt og það er margt þarfara sem hægt er að leggja ríkisfé í. Þorleifur Kr. Guðlaugsson. Surtarbrandslag í llúsavíkurkleif við sunnanverðan Steingrímsfjörð: 1) leir- kenndur sandstcinn, 2) örþunn lög af surtarbrandi og lcirstcini, 3) surtar- brandur, 4) stuðlað blágrýti. Tvær stjórnarbyltingar Ileiðraði Velvakandi! Það hafa verið gerðar tvær stjórnarbyltingar í Evrópu á þessari öld, og það er fróðlegt fyrir alla að bera saman þann árangur sem af þeim varð. Sér- staklega fyrir það fólk sem vill að mennirnir geti lifað í friði við mannsæmandi kjör. Fyrri bylt- ingin varð í Rússlandi, þegar Lenín barðist í fjögur ár við fá- tækt verkafólk, smábændur og háaðal. Þetta fólk vildi njóta mannréttinda en ekki verða rétt- indalaus lýður í höndum alræð- isvalds marxismans. Vesturveldin voru sjálfum sér lík og horfðu aðgerðarlaus á fyrirbærið, en svo þegar þjóðin hafði gefist upp, þá að hungur- dauða komin, — þá var sjálfsagt að senda Lenín mat og annað sem hann þurfti til að hengja þrældómsok kommúnismans á landa sína. Nýja þjóðfélagskerfið kom sér strax upp fangabúðum. Hið ógæfusama fólk sem í þessar fangabúðir hefur verið safnað milljónum saman hefur séð valdhöfunum fyrir ódýru vinnu- afli, enda starfsorkan kreist út úr hverjum og einum til síðasta blóðdropa. Merkustu mannvirki Rússlands hafa verið unnin af þessum þrælum og þeir eru líka undirstaða iðnaðarins. Þeir verða að vísu ekki langlífir, en alltaf er hægt að fylla í skörðin. Þetta fólk var kallað óvinir byltingarinnar. í hinu stéttlausa ríki kommúnismans er stétta- skiptingin meiri en hún var á dögum Katrínar miklu Rúss- landsdrottningar. Þetta sáu sum- ir frumkvöðlar byltingarinnar og voru of heiðariegir til að þegja um það. Þessa menn þurfti auð- vitað að losna við. Þess vegna voru margir byltingarleiðtogar og háttsettir embættismenn líf- látnir með miklum auglýsingum og áróðursflaumi. Trúboðar kommúnista í öllum löndum voru látnir dásama aftökurnar, og vei þeim sem hér á landi og annar- staðar voguðu sér að efast um réttmæti þeirra. Árangurinn af rússnesku bylt- ingunni þekkja allir — kjör al- mennings þar eru ekki betri, og á margan hátt verri en á dögum Nikulásar annars. Trúboðar Len- íns og Stalíns reyndu allstaðar að koma á kommúniskri stjórn í heimalöndum sínum og hvöttu til blóðugrar byltingar. Öllum hryllti við kenningunni en glundroða gátu kommúnistar valdið. Verst varð þetta ástand á Spáni og loks þegar hver stjórnin á fætur annarri hafði farið með völd í landinu á aðeins tveggja ára tímabili, var almenningur orðinn svo ruglaður í ríminu að kommúnistar komust til valda og þá byrjaði ballið. Þjóðin fann fljótt hvað hún hafði kosið yfir sig. Gæfa hinnar gömlu menn- ingarþjóðar var hins vegar það mikil, að eftir tveggja ára hryðjuverkastjórn kommúnista, þá gat hún kallað á Franco hers- höfðingja. Og eftir tveggja ára baráttu við kommúnistana og þá sem þeir höfðu tælt til fylgis við sig, var loksins hægt að fara að rétta við hlut almennings. Vesturveldin horfðu ekki að- gerðarlaus á baráttu Francos. Kommúnistar í mörgum löndum þurftu auðvitað að berjast fyrir kommúnismann og sjálfboðalið- ar streymdu til Spánar kommún- istum þar til hjálpar. Margir þeirra týndu lífinu — ekki í bar- áttunni við Franco, heldur var það stjórnarher kommúnista sem sá um þær aftökur. Þeir sem komust lífs af lögðu af trúna á kommúnismann. Síðar setti England hafnbann á Spán. Þetta urðu þakkirnar frá hinum frjálsa heimi. Franco kom aftur á lýðræði á Spáni og bjarg- aði þjóðinni úr spennitreyju kommúnismans eins og hann hafði lofað í upphafi. Sólarlanda- farar og þeir sem drýgja eftir- laun sín með því að búa á Spáni, geta sagt okkur frá harðréttinu og matvælaskortinum þar. Þeir ættu líka allir að hafa lært það að vera andstæðingar kommún- ismans, eins og þeir sjálfboðalið- ar sem komust lífs af í Spánar- styrjöldinni forðum. Ilúsmóðir Þessir hringdu . . Fyllið upp í holurnar á götum borgarinnar Sendiferðabílstjóri hringdi: „Mig langar til að hvetja til þess að sem fyrst verði farið í það að fylla upp í holurnar sem nú eru svo víða á götum borgarinnar eins og jafnan er að loknum vetri," sagði hann. „Þessar holur eru mjög viðsjárverðar og slæmt að aka yfir þær á miklum hraða — það getur jafnvel stórskemmt bíla. Ég efast ekki um að farið verði í að fylla upp þessar holur — en er eftir nokkru að bíða með það? Ég vil hvetja til þess að það verði gert sem allra fyrst.“ Er Alaskalúpínan heppilegasta plantan? Jarðvöðull hringdi: „Síð- astliðið sumar keypti ég mér allstórt land á Vatnsleysu- strönd og hef hugsað mér að reisa þar sumarbústað í sumar,“ sagði hann. „En sá galli er á gjöf Njarðar að heldur er þarna berangurs- legt og landið eiginlega alveg gróðurvana. Einn vinur minn segir mér að hagkvæmast sé að rækta upp land af þessu tagi með svonefndri Alaska- lúpínu. Nú þætti mér gott ef einhver fróður maður vildi fræða mig um hvort þetta sé rétt og eins hvort það sé eins auðvelt að fá þessa jurt til að vaxa og sagt er. Þar sem nú fer að vora á ný þætti mér reyndar ekki úr vegi að blöð birtu greinar um hvernig heppilegast er að rækta upp mela og örfoka land — það er nóg til af leiðbeiningum um skrúðgarðaræktun, en hvað varðar ræktun á gróðurvana landi hef ég ekki rekist á neinar upplýsingar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.