Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
Frumvarp Halldórs Blöndal:
Stofnaður verði Tón-
skáldasjóður íslands
HALLIXIR Blöndal alþingismaöur er fyrsti flutningsmaöur frumvarps til
laga um „Tónskáldasjóð Ísíands“, sem hann hefur lagt fram á Alþingi. Gerir
frumvarpið ráð fyrir að stofnfé sjóðsins verði tífold meðalárslaun mennta-
skólakennara, og greiðist þau úr rikissjóði. Tilgangur sjóðsins skuii vera að
hvetja tónskáld til starfa og stuðla að útbreiðslu islenskrar tónlistar.
þetta frumvarp á þessu þingi.
Hins vegar töldu flutningsmenn
nauðsynlegt að leggja það fram nú
þegar til þess að unnt sé að hafa
framlög til Tónskáldasjóðs Is-
lands í huga, þegar gengið verður
frá fjárlagafrumvarpi á hausti
komanda, enda auðgert að sam-
þykkja stofnun sjóðsins á haust-
þinginu, svo að hægt sé að veita fé
úr honum strax á næsta ári. Þá
ættu allar umsagnir og nauðsyn-
legar upplýsingar að liggja fyrir
til þess að alþingismenn geti
glöggvað sig á því máli, sem hér er
hreyft við.“
Til eftirfarandi verkefna megi
veita framlög úr sjóðnum:
A. Til tónsmíða, enda hafi um-
sækjandi gert grein fyrir hvernig
hann hyggst vinna að þeim.
B. Til útgáfu íslenskrar tónlistar,
á hljómplötum, snældum og nót-
um.
C. Til kynningar á íslenskri tón-
list innanlands og utan.
í greinargerð með frumvarpinu
segja flutningsmenn svo:
„Á síðustu árum og áratugum
hefur menntuðum tónlistar-
mönnum fjölgað svo hér á landi að
það gengur kraftaverki næst.
Fyrir því má raunar færa sann-
færandi rök, að engin listgrein
standi með jafnmiklum blóma um
þessar mundir og tónlistin hér á
landi, og er ekki hugsun flutn-
ingsmanna að fara út í frekari
meting um ágæti einstakra list-
greina en þessi orð fela í sér. En
um hitt ættu allir að geta orðið
sammála, að okkur sem menning-
arþjóð er mikill sómi að ágætri
frammistöðu tónskálda okkar á
erlendum vettvangi, ekki síður en
hér heima. Er þess skemmst að
minnast, að Atli Heimir Sveinsson
hlaut tónskáldaverðlaun Norður-
landa og þótti hvarvetna vel að
þeim kominn. Það gerist og æ al-
gengara, að íslensk tónverk séu
flutt á erlendum vettvangi.
Frumvarp það, sem hér liggur
fyrir, er sniðið eftir lögum um
Launasjóð rithöfunda og þýð-
ingasjóð og þeim hugmyndum,
sem uppi hafa verið um Launasjóð
myndlistarmanna. Höfuðhlutverk
sjóðsins er að örva tónskáld til
dáða og fylgja eftir tónlistarvakn-
ingu sem hér hefur orðið á undan-
förnum árum. í þessu frumvarpi
er út frá því gengið, að stofnfé
sjóðsins nægi til þess, að unnt sé
að veita 5 árslaun mennta-
skólakennara til tónskálda svo að
þau geti gefið sig heilshugar að
tónsmíðum sínum. Síðan er gert
ráð fyrir því, að jafnmiklu fé sé
varið til annarra þeirra verkefna,
sem sjóðurinn á að anna, og hlýtur
það að fara eftir atvikum hverju
sinni, hversu það fé skiptist.
Það er skoðun flutningsmanna,
að frumkvæði og sjálfstæði í
menningarmálum sé ekki síður
mikilvægt en efnaleg velgengni,
enda styður þar hvort annað.
Nauðsynlegt er að hvetja til skap-
andi starfs á sviði allra listgreina
og einn liður í því er að endur-
skoða fjárveitingar til menning-
armála með betri nýtingu þeirra í
huga. Blómlegt menningarlíf gerir
mannlífið auðugra og innihalds-
ríkara.
Við því er ekki að búast, að Al-
þingi treysti sér til að samþykkja
Ljósmvnd Mbl. Kmilía.
Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður Eimskipafélags íslands flytur skýrslu stjórnar á aðalfundi félagsins í gærdag.
Á vinstri hönd er Hörður Sigurgestsson, forstjóri félagsins, en til hægri en Óttar Möller, fyrrverandi forstjóri
____________—-- félagsins.
Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður Eimskips, á aðalfundi:
Fjárfestingar félagsins námu
um 123,3 milljónum króna 1981
Flutningarnir voru svipaðir á síðasta ári og 1980
„FÉLAGIÐ flutti á síðasta ári samtals 646 þúsund tonn til og frá íslandi,
innanlands og milli hafna erlendis. Flutningar til landsins stóðu því sem
næst i stað, en örlítil minnkun varð á flutningi frá landinu. Var það vegna
minnkandi útflutnings á frystum fiski og áli. Strandflutningar félagsins og
flutningar milli erlendra hafna jukust nokkuð," sagði Halldór H. Jónsson,
stjórnarformaður Eimskipafélags íslands, í skýrslu stjórnar félagsins á aðal-
fundi þess, sem haldinn var í gærdag.
— Á árinu 1981 var áfram unn-
ið að því að koma í framkvæmd
þeirri flutningsstefnu, sem félagið
hefur mótað sér, og ítarlega hefur
verið gerð grein fyrir á síðustu að-
alfundum. Megin atriði hennar
eru áframhaldandi þróun til ein-
ingaflutninga, endurnýjun skipa-
stólsins með færri og stærri skip-
um, og áframhaldandi uppbygg-
ingu vöruafgreiðslu félagsins og
flutningur hennar í Sundahöfn.
Stærsta átak félagsins á árinu
voru kaupin á Álafossi og Eyrar-
fossi. Skipin höfðu verið um eins
árs skeið á leigu, en gengið var frá
kaupum á þeim í ágústmánuði
1981. Þessi tvö ekjuskip hafa
reynst vel og verið hagkvæm.
Hægt er að auka afkastagetu
þeirra um 30% með lengingu,
sagði Halldór H. Jónsson enn-
fremur.
— Eitt meiri háttar verkefni á
árinu 1981 var áframhaldandi
uppbygging í Sundahöfn. Undir-
ritaður var á árinu leigusamning-
ur til 31 árs um þetta hafnar-
svæði, sem er samtals um 18 hekt-
arar. Nær öll starfsemi félagsins
er flutt frá gömlu höfninni, og
verður svo að fullu, er síðari hluti
Háskólinn:
Slitnað hefur upp úr viðræð-
um umbótasinna og Vöku
STJÓRNARKREFPA ríkir nú innan nýkjörins stúdentaráðs Háskóla ís-
lands eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum umbótasinna og Vöku, en
Félag vinstri manna hefur hafnað samningaviðræðum, bæði við Vöku og
umbótasinna.
frá Vöku, þar sem sagt var að
Vaka treysti sér ekki til að skipta
þessum stöðum jafnt á milli fylk-
inganna og bent var á þá stað-
reynd, að Vaka ætti 10 fulltrúa í
nýkjörnu stúdentaráði, en
umbótasinnar aðeins 7. Hið nýja
stúdentaráð kom saman til fundar
síðastliðinn fimmtudag og var þá
ákveðið að fresta kosningum inn-
an ráðsins um óákveðinn tíma.
Faxaskála verður afhentur
Reykjavíkurhöfn á miðju árinu,
sagði Halldór ennfremur.
Um fjárfestingar, sagði Hall-
dór, að í varanlegum rekstrar-
fjármunum á síðastliðnu ári hafi
þær numið samtals um 123,3
milljónum króna. Skiptingin milli
einstakra verkefna var sú, að 103,4
milljónir voru vegna kaupanna á
Álafossi og Eyrarfossi, 16,2 millj-
ónir króna voru vegna fjárfest-
ingar í aðstöðu í Sundahöfn og 3,7
milljónir króna voru vegna véla,
flutningatækja, áhalda og annars.
— Haldið var áfram endurnýjun
á tækjakosti og gámum fjölgaði.
Aukning vörumagns í gámum sem
fór um hendur vöruafgreiðslu fé-
Davíð Scheving
Thorsteinsson
kjörinn formaður
bankaráÖs Iðn-
aðarbankans
DAVÍÐ Scheving Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri, var í gær
kjörinn formaður bankaráðs
Iðnaðarbankans. Hann tekur við
starfi Gunnars J. Friðrikssonar,
framkvæmdastjóra, sem ekki
lagsins í Reykjavík var um 30% á
árinu, sagði Halldór H. Jónsson.
Við stjórnarkjör áttu fjórir
menn að ganga úr stjórn, þeir Ax-
el Einarsson, Hjalti Geir Krist-
jánsson, Indriði Pálsson og Thor
R. Thors. Þeir voru allir sjálf-
kjörnir til næstu tveggja ára í
stjórn félagsins, en fyrir í henni
sitja Halldór H. Jónsson, sem ver-
ið hefur formaður, Ingvar Vil-
hjálmsson, sem verið hefur vara-
formaður, Pétur Sigurðsson og
Jón H. Bergs, en auk þessara
manna skipar ríkið einn mann í
stjórnina til eins árs í senn. Hall-
dór E. Sigurðsson, sem setið hefur
í stjórninni var skipaður áfram.
Allir endurskoðendur félagsins
voru endurkjörnir, þeir Ólafur
Nilsson og Víglundur Möller og
ríkið skipaði Sigurbjörn Þor-
björnsson. Varaendurskoðandi var
kjörin Þorbjörn Jóhannesson.
Forstjóri Eimskipafélagsins er
Hörður Sigurgestsson.
Starfsmenn Stjómarráðsins:
Úrsögn úr BSRB hlaut
ekki tilskilinn meirihluta
Starfsmenn StjórnarráAsins felldu
tillögu um að þeir gengju úr BSRB
og stofnuöu eigið stéttarfélag, í at-
kvæðagreiðslu í fyrradag. Meirihluti
var þó fylgjandi úrsögn úr BSKB, en
ekki 2/3 eins og lög kveða á um að
þurfi til.
Að sögn Ingu Ólafar Ingimars-
dóttur, formanns Starfsmannafé-
lags Stjórnarráðs, reyndust 118
fylgjandi úrsögn, 85 vildu vera
áfram innan vébanda BSRB. Einn
seðill var auður, samtals kusu 204.
Tillaga um úrsögn úr BSRB var
borin undir allsherjaratkvæða-
greiðslu eftir að skoðanakönnun
hafði leitt áhuga á slíku í ljós, og
var hún borin upp af meirihluta
stjórnar.
Inga Ólöf sagði að úrslitin yllu
sér vonbrigðum. Hún teldi hags-
munum starfsfólksins betur borg-
ið í sérfélagi. „Mér þykir leitt að
svona fór,“ sagði hún, „meiri líkur
á árangri eru að mínum dómi í
sérfélagi," sagði hún í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í gær.
Hæstiréttur stað-
festi gæzluvarð-
haldsúrskurð
H/ESTIRÉTTUR staðfesti í gær
gæzluvarðhaldsúrskurð, sem kveð-
inn var upp í Nakadómi síðastliðinn
sunnudag að kröfu Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. Maður úr Keflavík
var úrskurðaður í gæzluvarðhald til
7. apríl vegna rannsóknar RLK á bif-
reiðaviðskiptum, sem hann hefur
staðið í.
A félagsfundum hjá umbóta-
sinnum og Vöku síðastliðið mið-
vikudagskvöld voru lögð fram
samningsdrög samninganefnda og
voru þau samþykkt á fundi um-
bótasinna, en felld á fundi Vöku.
Samkvæmt þessum samnings-
drögum skyldi þeim fjórum stöð-
um, sem mestu máli eru taldar
skipta, deilt jafnt á milli umbóta-
sinna og Vöku. Skyldu umbóta-
sinnar fá formann stjórnar Fé-
lagsstofnunar stúdenta og rit-
stjóra Stúdentablaðsins, en Vaka
formann stúdentaráðs og fulltrúa
stúdenta í Lánasjóði íslenzkra
námsmanna.
Umbótasinnum barst í gær bréf
Rektorskjör við Háskólann:
Guðmundur endurkjör-
inn með 50,6% atkvæða
Fundur verður haldinn með gamla
stúdentaráðinu næstkomandi
þriðjudag og verður þar fjallað um
lagbreytingu þess efnis, að skila-
fundur skuli haldinn síðar en nú
er samkvæmt lögum félagsins.
Davíð Scheving
ThorsleinNNon
gaf kost á sér til endurkjörs að
þessu sinni. Auk Davíðs voru
Sveinn Valfells, verkfræðingur,
og Gunnar Guðmundsson, raf-
verktaki, kjörnir í bankaráð á
aðalfundi Iðnaðarbankans. Að
skipan iðnaðarráðherra taka
Kjartan Ólafsson, ritstjóri, og
Sigurður Magnússon, rafvéla-
virki, einnig sæti í ráðinu.
Guðmundur K. Magnússon var í gær
endurkjörinn rektor Iláskóla íslands
til þriggja ára. Hlaut Guðmundur
50,6% atkvæða, og þarf því ekki að
kjósa aftur þar eð hann hlaut meira en
helming greiddra atkvæða. Sigurjón
Björnsson fékk 41,4% atkvæða, og aðr-
ir hlutu 7,1%, þar sem atkvæði dreifð-
ust á allmarga prófessora Háskólans.
I*eir Guðmundur og Sigurjón voru einu
opinberu frambjóðendurnir í rektors-
kjöri að þessu sinni, en formlega eru
allir hinir 74 skipuðu prófessorar við
llaskólann í framboði, og voru því 74
nöfn á kjörseðlinum.
Alls greiddu 253 kennarar og aðrir
starfsmenn Háskólans atkvæði í
kosningunum, eða 83,5%. Níu hundr-
uð fimmtíu og átta stúdentar
greiddu atkvæði, sem er 26,6% þátt-
taka. Guðmundur Magnússon fékk
154 atkvæði starfsmanna, eða 60,9%,
og 289 atkv. stúdenta, 30,2%, sem
umreiknað eftir gildi atkvæða er
50,6% sem áður segir. Sigurjón
Björnsson fékk atkvæði 81 starfs-
manns, 32,0% og atkvæði 576 stúd-
enta, 60,1%. Umreiknað þýðir það
41,4%,.
Kjörtímabil rektors Háskóla ís-
lands er þrjú ár sem áður segir,
hefst 15. september nk. og rennur út
15. september árið 1985.