Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 3

Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 3 Brúðuleikhús á Kjarvalsstöðum Brúduleikhúsþættirnir „Hátíð dýranna“ og „Eggið hans Kiwi“ verða sýndir á Kjarvalsstöðum í dag klukkan 15. Báðir eru þætt- irnir um dýrin og gerðir fyrir yngstu kynslóðina. Brúðugerð í þessum þáttum er eftir Hallveigu Thorlacius, sem gerir brúður í „Eggið hans Kiwi“ og Helgu Steffen- sen, sem sér um brúðugerð í „Hátíð dýranna". Á sunnudag verður sýning á „Kabarett" og „Gömlu kon- unni" og hefst hún klukkan 14.30. Um þessa leikþætti sjá Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius með brúður sínar. Jón E. Guðmundsson og Sig- ríður Hannesdóttir. Klukkan 16 á sunnudag verður síðan sýning Leik- brúðulands á „Þremur þjóð- sögum". Nær væri að ríkissjóður greiddi þessa reikninga — segir póst- og símamálastjóri um afslátt á símum stjórnmálaflokkanna Að höfðu samráði við ríkisstjórnina hefur Steingrímur Hermannsson sam- gönguráðherra fyrirskipað Pósti og síma að gefa stjórnmálaflokkunum 85% afslátt af stofngjaldi og skrefagjaldi á kosningasímum flokkanna vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Áður hefur verið veittur afsláttur af sama tilefni, en þá aðeins af stofngjaldi. Jón A. Skúlason póst- og síma- málastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri óánægður með þessa fyrirskipun, sem gefin væri án alls samráðs við stofnunina. Þau 15%, sem eftir stæðu er afslátturinn hefði verið gefinn, dygðu ekki fyrir kostnaði við að lesa af og setja upp síma vegna kosninganna. Þetta væri ef til vill ekki mikið mál á stöðum eins og Reykjavík og Akureyri, en þegar um allt landið væri að ræða, horfði málið öðru vísi við. Víða væri t.d. einkasímum brey tt í kosningasíma, setja þyrfti á lása vegna utanlandssímtala, lesa af símunum, tengja nýja o.sv.frv. „Stofnuninni er legið á hálsi fyrir lélega stjórn og að afnotagjöld dugi ekki til rekstursins. Á sama tíma er okkur svo fyrirskipað að greiða með kosningasímunum. Nær hefði verið að flokkarnir kæmu með reikninga eftir kosn- ingar, og fjármálaráðherra greiddi 85% af þeim. Ég er óánægður með þetta, og ráðherr- ann þarf ekki að vera undrandi á þessu,“ sagði Jón A. Skúlason, en tók um leið fram að samstarf hans við samgönguráðherrann hefði jafnan verið gott. • CITROÉNA CX-REFLEX • CITROÉNA CX-FAMILIALE BÍLASÝNING I • CITROÉNA GSA PALLAS • CITROÉNA VISA II CLUB Viö sýnum fjórar mismunandi tegundir af hinum glæsilegu CITROÉN^ bílum. Aldrei áöur höfum viö getað boöiö eins hagkvæm verö og skilmála. Missiö því ekki af þessu einstæöa tækifæri. Globus? Lágmúla 5, sími 81555. Sýningin er opin laugardaginn 3. apríl frá kl. 10.00—19.00 og sunnudaginn 4. apríl kl. 14.00 til 19.00 — Innkeyrsla að norðan- verðu. KOMIÐ — SKOÐIÐ — SANNFÆRIST CITROÉN^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.