Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
llppbygging steinullarverksmidju í I>orlákshöfn:
Staðreyndirnar tali
en gustukaverkin víki
Eftir Arna Johnsen
Það er undarieg pólitík þegar
miðað er við heilbrigða skynsemi
að stjórnmálamenn og opinberir
embættismenn skuli standa í
þeirri sýndarmennsku að halda
því fram að staðsetning steinull-
arverksmiðju í Þorlákshöfn sé
ekki mun hagstæðari kostur en
bygging slíkrar verksmiðju á
Sauðárkróki. Það er skoðun út af
fyrir sig að það eigi að byggja
umrædda verksmiðju á Sauð-
árkróki en sú skoðun getur engan
veginn byggst á rökum hjá fyrr-
greindum aðilum, hún er tilfinn-
ingasemi, pólitísk hrossakaup, en
umfram allt beiting miðstýr-
ingarvalds, misbeiting og vald-
níðsla í höndum Hjörleifs Gutt-
ormssonar iðnaðarráðherra. Eðli
málsins af hans hálfu skýrir þó
að nokkru kynlegheitin. Hann á
traustan flokksbróður og flokks-
leiðtoga á Norðurlandi vestra
sem situr í ráðherrastól með
buddu ríkisins á hnjánum.
Iðnaðarráðherra hefur alltaf ætl-
að sér að verzla með ýmsar fram-
kvæmdir tengdar Norðurlandi og
Austurlandi og gagnvart Suður-
landi hefur hann sýnt algjört
náttúruleysi í þeirri stöðnun sem
lengi hefur verið þar umfram
aðra landshluta í atvinnuaukn-
ingu. Vinnubrögð Hjörleifs
Guttormssonar í þessu máli
minna á stíl sænsku félagsfræð-
inganna sem fóru í kynnisferð til
Grænlands. Fyrirfram höfðu þeir
gert sér ákveðnar hugmyndir um
mannlif Grænlendinga, gefið sér
ákveðnar forsendur og það var al-
veg sama þótt þeir fyndu þær
hvergi, þær voru samt í niður-
stöðunum af því að þær hlutu að
vera þótt þær væru ekki finnan-
legar. Þeir skiluðu því niðurstöðu
sem heimamenn hvorki þekktu né
skildu og það sama hefur Hjör-
leifur Guttormsson látið gera í
staðarvali fyrir steinullarverk-
smiðju og nú er það spurningin
hvort hann kemst upp með það
þótt hann sé mesti miðstýringar-
maður sem komist hefur í valda-
stóla á íslandi.
Sunnlendingar hafa unnið
mjög vandlega að öllum undir-
búningi byggingar steinullar-
verksmiðju, bæði varðandi
rekstrargrundvöll, tækjabúnað,
staðsetningu og sölu framleiðsl-
unnar. Þeir hafa haft frumkvæð-
ið í þessum málum hér á landi án
þess að nokkur vafi sé þar á, allt
frá árinu 1966 og á síðustu árum
eftir að Jarðefnaiðnaði hf. og Iðn-
þróunarsjóði Suðurlands var
hleypt af stokkunum með bygg-
ingu Steinullarverksmiðju í Þor-
lákshöfn sem prófmál, hafa öll
rök byggð á heilbrigðum rekstri
mælt með Þorlákshöfn umfram
Sauðárkrók. Bæði varðandi
reksturinn og tækjabúnaðinn, en
minna má á að Norðanmenn urðu
að kokgleypa hugmyndir sínar
um frönsku aðferðina í vinnslu
steinullar og fór þar ársvinna í
súginn.
An austur-þýzks alræðis og
forsjár, án orðaleiks með stað-
reyndir, án sýndarmennsku og
hégóma iðnaðarráðherra í valda-
leik sínum, skulum við líta á
nokkrar staðreyndir í máli þessu,
staðreyndir sem knésetja þann
málflutning sem iðnaðarráðherra
hefur leyft sér að móta og halda
fram í nafni ríkisstjórnarinnar
og byggist á því að þótt saman-
burður á tveimur umræddum
stöðum sé öðrum í vil á fjölmörg-
um þáttum málsins skuli niður-
staðan ávallt vera sú á pappírun-
um að það sé nú í rauninni enginn
marktækur munur á þessum
stöðum.
Hlutlausir embættismenn og
sérfræðingar á faglegum sviðum
voru skipaðir til þess af iðnaðar-
ráðuneyti fyrir tveimur árum að
meta staðarvalið og það fór ekk-
ert á milli mála að miðað við
Þorlákshöfn og Sauðárkrók, hafði
Þorlákshöfn yfirhöndina svo af
bar, enda þarf vart sérfræðinga
til að sjá það þegar að er gáð,
brjóstvitið ætti að nægja flestum
sem þora að taka afstöðu byggða
á rökum, en ekki þýzku. Einn
nefndarmanna, Svavar Jóna-
tansson verkfræðingur, kvaðst
t.d. ekki í neinum vafa um að
bygging og rekstur steinullar-
verksmiðju í Þorlákshöfn væri
mun hagkvæmari en á Sauðár-
króki og kæmi þar margt til, sér-
staklega þó mikill munur á flutn-
ingskostnaði og einnig kostnaði
vegna efnisöflunar til vinnslu.
Sömu sögu segja ýmsir opinberir
embættismenn sem treysta sér
ekki til vegna stöðu sinnar að tjá
sig opinberlega í andstöðu við
vilja ráðherra. Það er illa komið
íslenzku þjóðfélagi þegar menn
þora ekki að segja skoðun sína
vegna ótta við yfirboðara sína
sem eru í ráðherraleik.
Þegar þingmenn taka ákvörðun
um vilja Alþingis í þessum efnum
hljóta þeir að lúta rökum og hér
skulu rakin nokkur.
Opinber steinullarnefnd gaf
meðmæli með því árið 1980 að
það væri flötur fyrir reksturina
miðað við staðsetningu í Reykja-
vík og þau meðmæli byggðust á
því að lagernýting væri í há-
marki, ódýrir flutningsmöguleik-
ar væru nýttir út i yztu æsar og
að miðað yrði við framleiðslu
bæði fyrir innlendan og erlendan
markað með kaupum á hag-
kvæmustu staðlaðri gerð af
15.000 tonna verksmiðju. Þor-
lákshöfn stendur svo til jafnt að
vígi. Þá var gert ráð fyrir léttri
steinull, aðallega, sem gæti keppt
við glerull. Fyrst átti að kanna
bráðabirgðasamkomulag erlendis
um sölu á framleiðslunni, síðan
um flutningana og þá var komið
að ákvörðun um framkvæmd.
Allt þetta hefur Jarðefnaiðnaður
gert, óaðfinnanlega, en virðist nú
eiga að verða leiksoppur miðstýr-
ingaraflanna sem telja það eitur í
beinum að eitthvað muni borga
sig og velja þá þann kostinn sem
skilar tapleiðinni. Það eru til
dæmis allir sérfróðir menn sam-
mála um að 15.000 tonna stöðluð
verksmiðja sé hagkvæmari en
6000 tonna sersmiðuð verksmiðja,
klæðskerasaumuð eins og iðnað-
arráðherra vill, en þar situr al-
menningur á Islandi uppi með
hinn fína smekk iðnaðarráðherra
í klæðaburði. Klæðskerasaumað
er jú fínna.
Þá var það grundvallaratriði í
sjónarmiðum steinullarnefndar-
innar að stærð verksmiðjunnar
yrði 15.000 tonn til framleiðslu
fyrir erlendan markað einnig til
þess að minnka fastakostnað til
muna, en hins vegar hefur hvort
tveggja, stór og lítil verksmiðja,
ávallt verið inni í dæminu hjá
Jarðefnaiðnaði eftir því sem
ástæða þykir til á lokastigi.
Nú hefur iðnaðarráðherra valið
þann kostinn að krefjast niður-
stöðu þar sem allt ber sig á papp-
írunum, annað hvort með póli-
tískri valdníðslu eða með lögum
sem flokkast undir ólög og ganga
ekki upp frekar en sænsku félags-
fræðingarnir í Grænlandi.
Það sem ræður meginúrslitum
í staðreyndum um staðarval er
flutningskostnaðurinn og efnis-
öflunin. Basaltsandurinn er við
bæjardyrnar í Þorlákshöfn, inn-
an við 1 km frá væntanlegri verk-
smiðju, en um 6 km frá umræddri
verksmiðju á Sauðárkróki. Samt
alhæfa talsmenn Hjörleifs nú að
þetta sé sama vegalengd.
Skeljasandinn ráðgera Sunn-
anmenn að sækja í þekkta námu
á botni Faxaflóa og dæla upp
sandi árlega, en Norðanmenn
hyggjast sækja skeljasandinn á
botn Húnaflóa á svæði sem hafa
aldrei verið könnuð, hvorki gerð
sandsins, þykkt, né magn, en þó
er vitað að um annars konar sand
er að ræða en í Faxaflóa. Hafa
sanddæluaðilar t.d. fyrirvara
vegna þess.
Þeir renna sem sagt blint í sjó-
inn á þessu atriði. Til þess að fá
út sömu tölu og hjá Sunnlending-
um gera talsmenn Hjörleifs ráð
fyrir því að skeljasandi verði
dælt upp úr Húnaflóa á þriggja
ára fresti, en ekki er neitt hugsað
fyrir mannvirkjagerð í því sam-
bandi eins og nauðsyn er til.
Þá má taka atriði eins og raf-
magnið. Rafmagn í stóra verk-
smiðju eins og Sunnanmenn vilja
byggja, en gera þó einnig ráð
fyrir minni verksmiðjunni, kost-
ar 457 kr. á tonnið en 480 kr. á
tonnið í litlu verksmiðjunni mið-
að við álit sérfræðinga Jungers.
Eitt af þeim efnum sem nota
þarf í framleiðsluna er Fenollim
en í kostnaðaráætlun Hjörieifs er
ekki gert ráð fyrir neinum flutn-
ingskostnaði að auki fyrir Norð-
anmenn. Hér er um 200 tonn að
ræða, en hugsanlega er gert ráð
fyrir því að Rikisskip flytji þetta
ókeypis sem eins konar uppbót
við þann hallærisbúskap sem
ríkisfyrirtækið hyggst taka á sig
vegna hreppsómagaflutnings á
framleiðslunni fyrir Norðan-
menn.
Flutningskostnaður frá Þor-
lákshöfn er áætlaður 730 kr. á
tonn um landið, en 890 kr. á tonn
frá Sauðárkróki með afslætti
Ríkisskips sem enginn skynsam-
legur flötur er á og enginn vill nú
kannast við sem króa sinn. Þarna
Þorlákshöfn
mun
hagkvæmari
kostur en
Sauðárkrókur
er samt um að ræða mismun upp
á 2 millj. kr. sem neytendur eiga
að taka á sig fyrir utan taprekst-
ur Ríkisskips vegna ráðgerðra
flutninga. Svo segja menn að
dagar 1001 nætur séu taldir, en
ævintýrin eru á fullri ferð hjá
ríkisforsjánni.
Flutningskostnaður frá Þor-
lákshöfn til Evrópu er 2648 kr. á
tonn í áætlun, en frá Suaðárkróki
3163 kr. miðað við niðurgreiðslur
Ríkisskips frá Sauðárkróki til
Reykjavíkur. Þetta er miðað við
1000 tonn til Þýzkalands, 2000
tonn til Bretlands og 3100 tonn á
innanlandsmarkað, en alls er hér
um að ræða flutningskostnað upp
á 8,1 millj. kr. frá Þorlákshöfn, en
9,8 millj. kr. frá Sauðárkróki.
Mismunur á flutningskostnaði á
markað frá Sauðárkróki og Þor-
lákshöfn er 22% þrátt fyrir
niðurgreiðslurnar sem Ríkisskip
hefur gefið óljós og óbundin vil-
yrði fyrir. Mismunur á flutnings-
kostnaði frá Þorlákshöfn og
Sauðárkróki á innanlandsmarkað
er 9 millj. kr. án undirboðs Ríkis-
skips, en hver á svo að greiða
þetta framlag ríkisins til verk-
smiðju á Sauðárkróki? Auðvitað
skattgreiðendur, kækur ríkis-
valdsins að seilast í vasa fólks til
að bjarga vitleysunni er yfir-
þyrmandi. Það er eins og ekkert
megi borga sig, ekkert má skera
sig út úr miðstýringunni. Það er
ekkert gaman að hafa svoleiðis
með í leiknum.
Þegar maður ber saman stóra
og litla verksmiðju kemur i ljós
að 15.000 tonna verksmiðja er
18% dýrari en sú minni klæð-
skerasaumaða. Framlag rekstrar
upp í fastan kostnað og hagnað er
áætlað 26,7 millj. kr. í litlu verk-
smiðjunni, miðað við 6000 tonn,
og 29,2 millj. kr. í stóru verk-
smiðjunni miðað við framan-
greindar forsendur um magn. Sú
minni á að skila 7,3 millj. kr.
hagnaði, en sú stóra 6,4 millj. kr.
hagnaði og munar þar t.d. hærri
vaxtatölum vegna hærri fjárfest-
ingar. Munurinn á stórri og lítilli
verksmiðju er því sáralítill í
framkvæmdinni, en stórkostlegur
varðandi möguleikana. Hagnaður
af heildarveltu stóru verksmiðj-
unnar á ári er áætlaður 12,64%,
en 14,33% af minni verksmiðj-
unni. Brygðist erlendi markaður-
inn algjörlega myndu þessar töl-
ur lækka nokkuð, en þó væri
stóra verksmiðjan með viðunandi
arðsemi og sjaldan hefur því ver-
ið tekið jafn lítil áhætta vegna
útflutningsstarfsemi og nýrrar
atvinnugreinar. Það segir sig
sjálft að það sem er hægt að
framleiða umfram erlendan
markað og aukinn markað inn-
anlands, eykur hagnað, lækkar
vöruverð og um leið og verk-
smiðjan þarf að keppa við erlend
gæði á það að tryggja lands-
mönnum betri vöru.
Miðað við 6000 tonna fram-
leiðslu er áætlaður starfsmanna-
fjöldi 51 í 6000 tonna verksmiðj-
unni, en 39 í stóru verksmiðjunni,
en með fullri nýtingu í 15.000
tonna verksmiðjunni þ.e.a.s. á
þremur vöktum, er gert ráð fyrir
62 mönnum.
Á fyrsta ári er rætt um að
steinullarverksmiðja framleiði
2500—3100 tonn af steinull. Á ár-
inu 1981 nam innflutningur á
glerull 880 tonnum og 970 tonn-
um af steinull, en aukningin á
þessum tveimur tegundum hefur
verið 23% á ári frá 1974—1981 í
glerull en 18% í steinull. Ef þess-
ar tölur eru framreiknaðar með
helmingi hægari þróun en verið
hefur, fer talan upp í 3100 tonn
árið 1984, en þó hefur ekkert
markaðsátak átt sér stað þótt hér
sé um að ræða markverðan þátt í
baráttu fyrir orkunýtingu og
sparnaði í meðferð fjármuna. Á
fimmta ári gæti þessi tala verið
komin upp í 4500 tonn og á tíunda
ári upp í 5500 tonn, eða nálægt
nafnafköstum litlu verksmiðj-
unnar, en allt er þetta þó í al-
gjöru lágmarki sem við er miðað
hér.
Jarðefnaiðnaður hefur gert
markvissa markaðskönnun í Evr-
ópu og niðurstaðan var sú að
tveir aðilar vildu kaupa 5000 tonn
á ári, einn vildi kaupa 6—10 þús-
und tonn og einn vildi kaupa 3000
tonn á ári á því verði sem Jarð-
efnaiðnaður hf. bauð. Hlutur
steinullar, óbrennanlegrar ein-
angrunar, er alltaf að aukast á
markaðnum og allt bendir til að
svo verði lengi enn.
Hvers vegna ekki að notfæra
sér markaðinn, byggja upp ís-
lenzkan arðbæran iðnað, auka at-
vinnumöguleika, nýta tækifærin?
Jarðefnaiðnaður kannaði málin
hjá þremur dreifingaraðilum á
steinull í Bretlandi og Þýzkalandi
og fékk einnig upplýsingar frá
merku brezku markaðsráðgjafar-
fyrirtæki. Niðurstaðan var sú að
verð Jarðefnaiðnaðar sé mjög
samkeppnisfært. Hvers vegna að
hika, sér í lagi þar sem stærri
verksmiðjan kostar nær sama
vferð, en gefur stórkostlega mögu-
leika fyrir reksturinn og upp-
bygginguna. Bygging timburhúas
hér er að stóraukast og hlutfall
steinullar t.d. í byggingum í
Bretlandi fer stórhækkandi sem
einangrun vegna breytts bygg-
ingarmáta. Þá má til dæmis
benda á að næstu grannar okkar
Grænlendingar eru nú að fara úr
EBE og þar opnast 50 þús. íbúa
markaður.
1‘orlák.shöfn, allt til staðar sem til þarf. I*"m MW RAX